Morgunblaðið - 31.05.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 31.05.1989, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 I í 1 I | \ ffclk í fréttum BANDARIKIN Fagnar 103ja ára afinæli Edna Brynjólfsson Finnson heit- ir kona ein í Bandarílqunum. Hún fæddist árið 1886 á íslandi eh þriggja ára gömul fluttist hún til Winnipeg í Kanada. Edna býr nú í Howell Place í Tavares, nálægt Orlando í Flórída, en hún fagnaði 103ja ára afmæli sínu 2. maí síðast- liðinn. Árið 1907 giftist Edna Finni Finnssyni en hann kom til Banda- ríkjanna frá Noregi árið 1902. Hann var ritstjóri og framkvæmdastjóri tímarits um járnbrautarmál í Kanada en lést árið 1941. Þau eign- uðust fjögur börn, Vernu, sem nú er áttræð, Harold, Einar og Alice, en Alice lést árið 1986, 69 ára að aldri. Edna er atorkusöm kona við góða heilsu. Þó heyrir hún ekki vel og nýlega varð hún fýrir þvi óhappi Edna Finnson á heimili sínu i Tavares. að mjaðmargrindarbrotna. Að öðru leyti er hún hress, fer í líkamsrækt tvisvar í viku, bakar þegar þannig stendur á og þvær jafnvel sjálf flíkur sínar. Hún talar íslensku þrátt fyrir að hún hafi ekki komið aftur til íslands á þeirri öld sem liðin er frá því að fjölskyldan flutt- ist búferlum. Ekki er vitað um ætt- ingja hennar hér á landi en dóttir hennar, Verna, hefur komið hingað til lands í þeim tilgangi að finna skyldmenni. Sagði Ragnar Ólafsson sem heimsótti Ednu á síðasta ári að hún hefði haft mikla ánægju af því að heyra talaða íslensku og skildi hún málið mæta vel. Edna segir í viðtali þar vestra að hana hafi ætíð langað aftur til íslands en aldrei látið verða af því. Gamli tíminn er henni enn í fersku minni, olíulampinn, eldstóin, strokkurinn og þvottabrettið. Hún man mikla kulda og erfiða tíma og segir það ekkert tiltökumál þó að það hafi verið haft fyrir hlutunum. Alltaf hafi hún verið við góða heilsu. Ættarsaga Ednu hefur verið gef- in út á ensku en Indriði Indriðason, ættfræðingur á Fjalli, er höfundur hennar. JAFNRÉTTI Utbúnaður fyrir verð- andi feður Vestur í Banda- ríkjunum er hafin sala á útbún- aði sem ætlað er að auka skilning verð- andi feðra á líðan ófrískra eigjn- kvenna sinna. Út- búnaðurinn nefnist „óléttu-vestið" og tryggir rétt notkun hans, að sögn fram- leiðandans, líkam- lega vanlíðan, bak- verk, mæði og ann- að það sem með- göngu fylgir þó svo ekki verður betur séð en sá „ófríski“ á myndinni sé öldung- is fullsáttur við ástandið. PÁFAGARÐUR Bandaríkjaforseti í heimsókn George Bush Bandaríkjaforseti átti um síðustu helgi viðræður við Jóhannes Pál páfa II og var myndin tekin í skrifstofu þess síðar- nefnda í Páfagarði. Bush kom við á Ítalíu á leið til fundar við leiðtoga Atlantshafsbandalagsins i Brussel í Belgíu en þetta var fyrsta Evrópu- för hans frá því hann tók við embætti Bandaríkjaforseta í janúarmán- uði. Jóhannes Páll páfi II heldur á fimmtudag í fyrstu ferð páfa til Norðurlanda eins og alkunna er og kemur til íslands næsta laugardag. Reut«r COSPER BJÓRVINUR —Það voru tvíburar. Laus úr ánauðinni Asgeir Hvítaskáld heitir maður- inn sem á banntíma bjórsins lét einna mest ti! sín heyra á opinberum vettvangi. Hann barðist ötullega fyr- ir komu bjórsins en allt kom fyrir ekki; bjórmál voru hvað eftir annað kæfð á Alþingi. Hann lýsti því yfir í fjölmiðlum fyrir þremur árum að hann myndi yfirgefa ættjörðina og ekki snúa heim fyrr en bjórinn yrði leyfður. Ásgeir Hvítaskáld stóð við yfírlýsingu sína og er nýkominn til landsins. „Nú gat ég snúið aftur. Þegar maður er skáld verður maður að standa við loforð sín. Fyrir mér var þetta hugsjónamál. Eg er mjög glað- ur yfir því að bjórinn skuli loks leyfð- ur. Ég hef saknað íslands og sú til- hugsun að bjórinn yrði aldrei leyfður var hræðileg. En nú er ég búinn að kíkja á krárnar héma og líst ágæt- lega á þetta. Ég held að drykkjuvenj- ur muni breytast til hins betra en það tekur sinn tíma. Á endanum verða það færri sem fara á „Freep- ort“ um fertugt," segir Ásgeir. — Hvar hélstu til í útlegðinni? „Ég sigldi á seglskútu á víkinga- slóðum til Noregs og var ellefu daga á sjó í bijáluðu óveðri. Þar í landi var ég í tvö ár. Síðastliðið ár var ég svo í Svíþjóð. Ég er við nám í við- skiptafræði og markmiðið er að þéna peninga. Maður var búinn að vera sveltandi skáld i átta ár og ég nennti því ekki lengur." Hljómsveitin Brother Beyond. POPP Að bjarga skógnnum Menn eru sífellt að gera sér betri grein fyrir allri þeirri eyðileggingu sem jörðin verður fyrir af þeirra völdum. Margar poppstjörnur hafa barist fyrir friðar- og umhverfismálum hin síðari ár og brátt munu poppar- amir styðja átak sem kallast „Andi skóganna" (The Spirit og the Forest). Framlag þeirra verður til þess að vekja athygli á varnarleysi regnskóga hitabeltisins en þeir eru helmingur af grónu svæði jarðar. Þeir popparar sem munu gefa út hljómplötu af þessu tilefni eru meðal annarra.Brother Beyond, Belinda Carlisle, Debbie Harry, Donna Summer, Ringo Starr, Thomas Dolby, Fleetwood Mac og Sam Brown. Framtak þetta tengist einnig „Umhverfisdegi heimsins" fimmta júní næstkomandi. Ásgeir Hvítaskáld fagnar bjóm- um. — Þýðir það að þú sért hættur að skrifa? „Nei, ég skrifaði mjög mikið í Noregi, seldi smásögur í ýmis blöð. En fyrir ári síðan missti ég innblást- urinn.“ Ásgeir segist þó vita hvar innblásturinn væri, hann gæti sótt hann aftur á sveitabæ einn í Þela- mörk í Noregi. Þar ríkti sérstakur andi, alls ólíkur andrúmsloftinu í Svíþjóð. Asgeir segir að þessi barátta hans fyrir bjórnum hefði vakið athygli í Noregi og verið skrifað um hann í dagblöðin í Stafangri. Litið var á bjórbann íslendinga sem skerðingu á persónufrelsi. Það væri ekki svo að hann þambaði bjór daginn út og inn, Ásgeir sötraði mun minna en margur. Hann hlaut dyggan stuðning norskra bjórvina sem af og til sendu honum hinar forboðnu veigar. — Hvað tekur við hjá þér, nú þeg- ar þú ert kominn heim? „Ég er reyndar á förum aftur og ætla að klára námið í Svíþjóð. Það sem ég ætla að gera þegar ég á frí næst er að fara í Þelamörk og skrifa skáldsögu. Næsta vor kem ég svo aftur til íslands og geri einhveijar nýjar rósir. Þeir sem geta skrifað eiga að tala fyrir hönd hinna sem eiga erfíðara með að tjá sig. Það er skylda rithöfunda að beijast fyrir réttlæti og frelsi,“ segir Ásgeir Hvítaskáld að lokum. í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.