Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 1989 51 ínémR FOLK ¦ ARNÓR Guðjohnsen, lands- liðsmaður í knattspyrnu sem leikur með belgíska liðinu Anderlecht, gekkst undir uppskurð á sjúkrahúsi í Leuwen í Belgíu í gær vegna meiðsla sem hrjáð hafa hann að undanförnu. Hann verður frá knatt- spyrnu í minnst þrjá mánuði. ¦ KRISTRÚN Lilja Daðadótt- ir, sem skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik gegn Þór í 1. deild kvenna um helgina, var sögð heita Kristín Lilja í frásögn okkar í blað- inu í gær. Beðist er vilvirðingar á þessum mistökum. ¦ / ÍSLESNKA landsliðinu í knattspyrnu, U-21 árs, eru þrírleik- menn sem hafa getið sér gott orð fyrir körfuknattleik. Það eru Ey- jólfur Sverrisson, leikmaður Tindastóls og einn stigahæstu leik- maður úrvalsdeildarinnar, Ólafur Gottskálksson sem leikið hefur með ÍBK og Steinar Adolfsson sem leikið hefur með Víkingi 01- afsvík. Allir hafa þeir leikið með drengja eða unglingalandsliðum. ¦ ALAN Mclnallyog Murd McLeod skoruðu mörk Skota sem sigruðu Chile-búa , 2:0, í gær í Rous-bikarnum í knattspyrnu. Það voru þó Englendingar sem sigruðu í innbyrðis keppni þessarra þriggja þjóða. Englenduigar sigruðu Skota 2:0 og gerðu jafntefli við Chile 0:0. ¦ HEIMSMEISTARI kvenna í spjótkasti, Fatima Whitebread, verður sennilega frá keppni út þetta keppnistímabil vegna meiðsla sem hún hlaut á hægri öxl. Whitebread sem hlaut silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum, reif vöðva í öxl- inni þegar hún tók þátt í litlu móti í heimalandi sínu, Bretlandi. FELAGSMAL Aðalfundur Aðalfundur handknattleiks- deildar Víkings verður í fé- lagsheimilinu við Hæðargarð í kvöld kl. 20,30. KNATTSPYRNA / U-21 ARS LANDSLIÐIÐ Sentimetra frá sigri! íslendingar nálægt sigri gegn Vestur-Þjóðverjum á Laugardalsvelli ÍSLENSKA unglingalandsliðið, skipað leikmönnum yngri en 21 árs, varð fyrsta liðið til að taka stig af Vestur-Þjóðverjum í undankeppni Evrópukeppn- innar. Liðin gerðu jafntef li í gær, 1:1, á Laugardalsvellin- um. íslenska liðið var reyndar aðeins sentimetra f rá sigri, því Steinar Adolfsson átti þrumu- skot í þverslá skömmu fyrir leikslok. Þrátt fyrir að Vestur-Þjóðverjar séu efstir í riðlinum, áttu ís- lendingar síst minha í leiknum. Það lá þó heldur meira á þeim framan BHBBBB al' en undir lok fyrri LogiB. hálfleiks náðu ís- Eiðsson lendingar nokkrum skrífar góðum sóknum. Á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks fékk Eyj<5lfur Sverris- son mjög gott færi, er hann komst innfyrir vörnina, en Oliver Reck varði skot hans. íslendingar byrjuðu vel í síðari hálfleik og Baldur Bjarnason fékk tvö mjög góð færi sem hann náði ekki að nýta. Vestur-Þjóðverjar nýttu hinsvegar sín færi og Oliver Bierhoff náði forystunni á 69. mínútu er hann skoraði með skalla. Sex mínútum síðar jöfnuðu ís- lendingar. Haraldur Ingólfsson smeygði sér í gegnum vörn Þjóð- verjanna og sendi boltann á Eyjólf Sverrisson sem skoraði af stuttu færi. íslendingar voru ekki langt frá því að tryggja sér sigur ellefu mínútum fyrir leikslok. Eftir þunga sókn íslendinga, átti Steinar Adolfsson þrumuskot í þverslá. Boltinn barst út til Eyjólfs en skot hans fór yfír. íslenska liðið sýndi mikla baráttu og lék af skynsemi. Steinar Adolfs- son og Haraldur Ingólfsson áttu góðan leik og Sævar Jónsson var mjög traustur í vörninni. í markinu var Ólafur Gottskálksson öruggur. Morgunblaðið/Bjarni Haraldur Ingólfsson (t.h.) á hér í höggi við Adrian Spyrka í leiknum í gær. Haraldur lék vel og lagði upp mark íslands. ítölskáhrif? Eitt var þó leiðinlegt að sjá í leiknum í gær og það var að íslenska leikmennirnir virðast hafa tamið sér sið ítalskra knattspyrnu- manna. Þegar dæmt var á íslenska liðið var boltanum undantekningar- laust sparkað sem lengst í burt og skipti þá engu máli hvar brotið var. Þetta er skiljanlegt þegar brot er á hættulegum stað og liðið þarf tíma til að stilla vörninni upp. En þegar engin hætta steðjar að, er þetta hvimleitt og ódrengilegt. HANDKNATTLEIKUR Stefán dæmir með Rögnvaldi Stefán Arnaldsson, hand- knattleiksdómari frá Akur- eyri, sem hefur dæmt með Ölafi Haraldssyni í handboltanum und- anfarm ár, mun dæma með Rögn- valdi Erlingssyni næsta vetur. Eins og kom fram í Morgunblað- inu i gær hefur Ólafur ákveðið að flytjast til Noregs og dæmir því ekki hér á landi næsta vetur. Stefán og Ólafur hafa verið par númer eitt hér á landi með al- þjóðleg réttindi, en Stefán og Rögnvaldur fá það sæti nú. „Það leggst vel í niig að dæma með RÖgnvaldi. Ég er ekki alveg ókunnur honum því við dæmdum saman einn vetar fyrir sex áram," sagði Stefán. Pyrsta verkefni Stefáns og Rögnvalds verður að dæma leiki í úrslitakeppní HM U-21 árs sem fram fer á Spáni í september. ísland—V-Þýskaland 1 : 1 Laugardalsvöllur, undankeppni Evrópukeppninnar U-21 árs, þriðjudaginn 30. maí 1989. Mark íslands: Eyjólfur Sverrisson (75.) Mark V-I»ýskalands: Oliver Bierhoff (69.) Dómari: Kim Milton Nielsen fra Danmörku. Leyfði of mikla hörku. Gul spjöld: Alexander Högnason (19.), Adrian Spyrka (48.) og Stefan Effenberg (66.) Áhorfendur: 197. Lið íslands: Ólafur Gottskálksson, Alexander Högnason, Helgi Bjarnason, Steinar Adolfsson, Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Ólafur Kristjánsson, Kristinn Jónsson, Baldur Bjarnason (Kjartan Einarsson 72.), Eyjólfur Sverrisson (Pétur Óskarsson 90.), Haraldur Ingólfsson. Lið Vestur-Þýskalands: Oliver Reck, Oliver Kreuzer, Nils Schmáler (Oliver Bierhoff 55.), Michael Klinkert, Adrian Spyrka, Jurgen Luginer, Horst Steffen, Stefan Effen- berg, Marcel Witeczek, Gerhard Poschner, Maurice Banach. Staðaní 4. riðli Fjórði riðill í Evrópukeppni U-21 árs landslida. ísland—V-Þýskaland....................1:1 Finnland-Holland........................1:1 Staðan: V-Þýskaland...........4 3 1 0 7:1 7 Finnland.................3 1 1 1 3:5 3 Holland...................4 0 2 2 2:5 2 ísland.....................2 0 1 1 2:3 1 (Efsta liðið kemst í úrslit) IÞROTTIR / STYRKIR Valsmenn fengu hálfa milljón I GÆR var úthlutað úr styrktar- og af rekssjóði Reykjavíkur fyrir síðasta ár. Alls f engu 11 félög viðurkenningu og styrk að upp- hæð 200-500 þúsund krónur. Handknattleiksdeild Vals fékk hæsta styrkinn, hálfa milljón króna, fyrir íslands- og bikar- meistaratitil félagsins. Knattspyrnudeild Fram fékk 400.000 kr. fyrir íslandsmeist- aratitil í meistaraflokki karla og knattspyrnudeild Vals 300.000 kr. fyrir íslands- og bikarmeistaratitil kvenna og sömu upphæð fyrir bik- armeistaratitil karla. i Handknattleiksdeild Fram fékk 300.000 kr.: fyrir íslandsmeMara í meistaraflokki kvenna og Glímufé- lagið Ármann kr. 250.000 fyrir góðan árangur á íslandsmóti í fim- leikum og frammistöðu Fjólu Ólafs- dóttur á Norðurlandamótinu. Þá fékk blakdeild Víkings 200.000 kr. fyrir árangur meistaraflokks kvenna í fyrra. Fjögur félög fengu styrk vegna íélags- og unglingastarfs, kr. 200.000 hvert félag. Það voru Tafl- félag Reykjavíkur, Sundfélagið Ægir, Fylkir og KR. Gunnlaugur Þórðarson og Gísli Halldórsson fengu viðurkenningur fyrir iðkun almenningsíþrótta og Jóhann Hjartarson fékk sérstök verðlaun vegna glæsilegs árang^urs í fyrrai. tvii L »'i *. j Morgunbiaðið/Einar Falur Þórður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar VaJ§, tekur.við 500.0Q0 kr. ávisun úr hendi Júlíusar Hafsteins, .fpjmanjis. ÍBR,....'" " '" : KNATTSPYRNA Bikarkeppnin 1. umferð ELLEFU leikir fóru fram í fyrstu umferð Bikarkeppninnar ígœr- kveldi og léku þá lið úr 2., 3. og 4. deild. Ekki er hægt að segja að úrslit haf i verið óvænt en ítveimur leikjum þurfti að knýja fram úrslit með fram- lengingu og vítaspymukeppni. Úrslitin voru sem hér segir: Ægir-Njarðvik........................--------0:2 — Guðjón Hilmarsson, Rúnar M. Jónsson. Hafiiir—Afturelding............................3:1 Þórir Eiríksson, Heiðar Reynisson, Helgi----- Sigurbjörnsson —. Víðir-Snæfell.....................................5:4 — eftir vítaspyrnukeppni. Jafnt var eftir > venjulegan leiktíma og framlengingu; 0:0. Ernir-Augnablik.....................--------0:1 — Þorvaldur Jensen. Skallagrímur—UBK............................1:2 Valdimar Sigurðsson — Sigurður Halldórs- son, Jón Þórir Jónsson. Völsungur—Magni..............................1:0 Skúli Hallgrímsson. KS-Dalvik...........................................5:1 Hlynur Eiríkssen 3, Hafþór Kolbeinsson 2 — Guðjðn Antóníusson. Leiftur—Reynir Á................................1:0 Hafsteinn Jakobsson. Höttur-ValurRf.................................3:2^,^ Guttormur Pálsson 2, Jóhann Sigurðsson — Aðalsteinn Aðalsteinsson, Lúðvík Vign- isson. Leiknir F-Sindri............„..................2:0 Helgi Ingason, Bergþór Friðriksson. Huginn—Einherji................................S:7 Birgir Guðmundsson, Kári Hrafnkelsson — Njáll Eiðsson, Hallgrímur Guðmundsson. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1:1 og 2:2 eftir framlengingu. Grótta-ÍBV.........................................1:5 Sighyaíijr Bjarnason — Tómas Ingi Tóm- ___asson_3, Sig^irlás Þoríeifssóri 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.