Morgunblaðið - 03.06.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.06.1989, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 Peningar og vextir eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Hinn 4. maí 1989 birtist í Morgun- blaðinu grein eftir dr. Gunnar Tóm- asson: Vextir og verðbólga. Undir lokin segir svo: „Vextir eru ekki endurgjald fyrir eitthvað raunverulegt framlag til verðmætasköpunar." (John Maynard Keynes.) Lærifaðir dr. Benjamíns, Joseph A. Schumpeter, var sömu skoðunar: „Ef skoðun Schumpeters er rétt,“ sagði Paul Samuelson fyrir nokkru — lausleg þýðing — „þá felst réttlæt- ing hlutdeildar spariQáreigenda í þjóðartekjum í því einu, að framlag þeirra stuðli að aukinni framleiðni í verðmætasköpun þjóðarbúsins". Þar sem engar upplýsingar fylgja um það, hvaðan orð þeirra Keynes og Samuelsons séu tekin, þá er auð- vitað engin leið að kryfja þau. En mér þykir mótsagnakennt að halda því fram, að peningamir hafi fram- leiðni annarsvegar og hinsvegar, að þeir leggi ekki neitt framlag til verð- mætasköpunarinnar. Mér finnst und- arlegt að ætla Schumpeter bæði sjón- armiðin. Annars er erfitt að sjá hvaða erindi umræða af þessu tagi eigi inn í dagblöðin, þótt ég sjái mig tilneydd- an til að taka þátt í henni. Mér fínnst þetta uppátæki helst bera vott um vandræðalegan flótta inn á svið þar sem almenningur geti ekki fylgst með því sem verið er að ræða. Orð dr. Gunnars eru mér hinsvegar til- efni til þess að riija upp smávegis úr fylgsnum fortíðar, því að ég hefi fyrr meir fjallað um þessi mál bæði af áhuga og ástríðu. Ritgerðareftiið Þegar að því kom að ég þurfti að fara að huga að doktorsritgerð spurði kennarinn minn, prófessor Schump- eter, hvort ég hefði valið mér efni. Ég kvað nei við. Hann spurði mig þá, hvort ég vildi ekki skrifa um vexti. Hann bætti við: Það hefír aldr- ei verið skrifað neitt almennilegt um vexti. Ég varð dálítið undrandi, eink- um vegna þess að hann var sjálfur höfundur kenningar um vexti. Sam- kvæmt henni voru vextir dynamískt fyrirbrigði, það er að segja væru tengdir ójafnvægi. í jafnvægi færi vaxtafóturinn niður í núll. Sennilega var mér val hans ekki eins óaðgengilegt og hefði mátt ætla, hefði ekki staðið þannig á, að ég hafði mjög ákveðna sannfæringu um það hvert væri eðli peninga og þar með vaxta. Grundvöllur þeirrar sann- færingar hafði mótast á meðan ég enn var við háskólann í Minneapólis. Einn kennari minn þar var hagfræð- ingur að nafni Garver. Eðli peninga Prófessor Garver lét þau orð falla í tíma, að peningar væru ekki gæði, tilheyrðu ekki gæðum efnahagskerf- isins — not a good. Um leið þýðir þetta, að peningar leggja ekki fram sjálfstæðan þátt í verðmætasköpun- inni, og er þetta í samræmi við skoð- anir Keynes. Mér fannst hrein fjarstæða, að jafn áhrifamikill þáttur og peningar væru án eigin veruleika, að þeir væru máttlaus vofa í mannlífínu. Mín sannfæring var sú, að peningar væru einmitt gæði í skilningi hag- fræðinnar, a good, og ekki aðeins það, heldur sérlega virkur þáttur allr- ar efnahagsstarfsemi, alls atvinn- ulífsins. En sannfæring er eitt, sann- anir annað. Þegar ég svo fór að fást við við- fangsefnið, peninga og vexti, undir þessu sjönarmiði uppgötvaði ég að peningamir eru tækið sem samfasar atvinnulífíð. Doktorsritgerðin heitir The Nature of Interest and Mo- ney. Þar stendur: „It (money) tides over lags in households and fírms. Money is always a store of value ... Holding of money is substituted for the storing of goods.“ Bls. 65. Níundi kaflinn heitir: The Service of Money. Þar sem peningamir eru orðnir gæði, í skilningi hagfræðinn- ar, þá er þar með fenginn grundvöll- ur fyrir þá skoðun að þeir veiti þjón- ustu, efnahagslega nauðsynlega þjónustu, að þeir séu framleiðir, an economic agent, raunar fmmfram- leiðir. Þar með er kominn grundvöll- ur að vaxtakenningu. Vextir em greiðsla fyrir þjónustu peninganna, fyrir hina efnahagslega nauðsynlegu þjónustu þeirra. í bók minni Outline of an Eco- nomic Theory (1954) er kenningin um eðli peninganna orðuð þannig: „Money tides over lags between sales and purchases in households and fírms.“ Bls. 86. Énnfremur: „Money is that economic good which tides over lags in the economic process." Bls. 96. Fyrirlestur sem ég flutti um þessi efni í Vísindafélagi Islendinga er prentaður í Úr þjóðarbúskapn- um. í enskum texta hans kallaði ég peningana a dummy, en það þýðir að þeir séu staðgengill allra gæða viðskiptalífsins. Nokkra eftir að bók mín Outline kom út sá ég grein eftir Milton Fried- man, þar sem hann nefndi peningana an instrument of synchronization, sem er rétt nafn á því fyrirbrigði sem ég hafði uppgötvað meira en áratug áður: Money tides. over lags, og sýndi hvemig. Vextir Með þessari uppgötvun er gmnd- vellinum kippt undan kenningu Key- nes um ófijósemi peninganna, og þar með undan vaxtakenningu hans, liquidity preference. Annars má vel fljóta með, að ég sá fleiri missmíðar hjá Keynes. Ég nefni aðeins hina frægu jöfnu hans, þess efnis að fjár- festing og spamaður séu ávallt jöfn. Hið rétta er, að það á að standa hallastærðir og afgangsstærðir. Spa- rifjármyndun og fjárfesting era hvor um sig aðeins ein stærð af nokkram sín megin jafnaðarmerkisins. Orð Samuelsons rétt skilin era auðvitað á sama veg og kenning mín. Hann er að segja, eftir Schump- eter, að peningar hafí framleiðni, og hljóti því umbun, vexti, svo sem aðr- ir framleiðar. Samkvæmt þessu era mjög breytt viðhorf hjá Schumpeter. í tilvitnuðum orðum er hann hreint ekki á línu Keynes. En þeir Keynes og Schumpeter era hin tvö miklu nöfn hagfræðinnar um miðbik þess- arar aldar. Dr. Gunnar virðist ekki skilja rétt orð Samuelsons. Nokkra eftir útkomu bókar minnar rakst ég í bókabúð á 3. útg- áfu hins mikla texta Samuelsons. Ég sá þá að hann hafði breytt með- ferð sinni á fjármagninu til mikilla muna. Og orðin sem dr. Gunnar hef- ir eftir Samuelson era mjög í sam- ræmi við mínar skoðanir en ekki Dr. Benjamín HJ. Eiríksson „En um peningana, flármagnið, auðinn, nú á dögum, er það að segja, að þetta er tækið sem margfaldar verka- manninum arðinn af striti sínu og fyrirhöfii. Fjármagnseigandinn er því vel að vöxtunum kominn.“ Keynes, á eðli peninga og vaxta. En þær skoðanir setti ég fram löngu fyrir daga bókar Samuelsons. En um peningana, íjármagnið, auðinn, nú á dögum, er það að segja, að þetta er tækið sem margfaldar verkamanninum arðinn af striti sínu og fyrirhöfn. Fjármagnseigandinn er því vel að vöxtunum kominn. Ég hefí áður sagt frá því í öðra sambandi, að Samuelson vildi taka mig sem aðstoðarkennara sinn, að uppástungu Schumpeters, en að deildarforsetinn við MIT vildi ekki fallast á það. MIT er frægasti verk- fræðiskóli Bandaríkjanna, og er við hliðina á Harvard í Cambridge í Massachusetts. Tíminn í verð- myndunarfræðinni Það er rétt að ég segi frá því í þessu sambandi, að þegar Schum- peter hafði lesið ritgerðina, sagði hann ekkert um peninga eða vexti, heldur: „You have discovered certain important stractural relationship in the economy." Með því átti hann við uppgötvun sem ég gerði þegar ég vann að ritgerðinni sumarið 1945. Hin miklu sannindi verðmyndunar- fræðinnar, sem þeir Menger, Walras og Jevons höfðu uppgötvað kringum 1970, vora ekki öll sagan. Gildi gæðanna, verðmæti hinna efnahagslegu gæða, veltur ekki að- eins á þeirri spennu, sem ríkir milli nytsemi þeirra við jaðarinn, annars- vegar, og hins mannlega álags eða fyrirhafnar, líkamlegs, andlegs og siðgæðislegs, sem er hinn eiginlegi skortur, hinsvegar, heldur veltur það einnig á þeirri staðreynd, að sumar stærðir efnahagskerfisins era tíma- tengdar, aðrar ekki. Ennfremur kem- ur inn þáttur geymslunnar, það er að segja tilfærsla gæðanna í tíma. Mér fínnst að vel megi segja, að um sé að ræða nýja hönnun verð- myndunarfræðinnar. Viðfangsefnið sumarið 1945 olli mér miklu hugar- angri, bæði þá og síðar. Enginn ætti að gera það að gamni sínu að leggja út í verkefni af þessu tagi, nema að hann eigi möguleika á að geta full- gert verkið. Launakostnaðurinn Að öllu samanlögðu verð ég að álykta, að orð dr. Gunnars um vext- ina hér að framan, séu eitthvað laus- tengd jörðinni. Þetta gildir einnig um það sem hann segir um „launakostn- aðinn“. í kreppunni miklu sem stóð allan fjórða áratuginn, og sem staðið hefir í hugum margra fram á seinustu áratugi, lærðu menn mikilvæga lexíu, sem nú virðist vera að falla í gleymsku vegna hins langa þensl- utímabils, ef dæma má af orðum dr. Gunnars. í kreppunni miklu reyndu menn að bjarga fyrirtækjum sínum með því að lækka vinnulaunin. Laun lækkuðu svo að segja almennt og allstaðar. Mig minnir að bankastjórar Landsbankans hafí, að eigin fram- kvæði, lækkað laun sín um 10%. Laun lækkuðu almennt um allan hinn iðnvædda heim. Þetta var nokkuð gott svo langt sem það náði, að minnsta kosti í fyrstu. En fljótlega ráku menn sig á það, að með lækkandi launakostnaði fyrirtækjanna lækkaði kaupmáttur launþeganna. Eftirspurnin í efnahag- skerfínu dróst saman í takt við launa- lækkanirnar. Þama var grimm mót- sögn. Það sem einum var hollt, var smá ouglýsingor Félagslíf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Tjaldsamkoma við Laugarnes- skóla kl. 20.30. Krossinn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Samkoma i kvöld kl. 20.30. Samkoma á morgun kl. 14.00. Ath. breyttan samkomutíma. \\Mi Útivist Sunnudagsferðir 4. júnf Þrjár spennandi ferðir: a. Kl. 10.30 Fuglaskoðunarferð á Hafnaberg - Reykjanes og viðar. Árleg ferð í fylgd Árna Waag. Fyrst verður litið í Nátt- úrufræðistofu Kópavogs og fræðst um lifshætti svartfugla, en síðan er haldið út á Hafna- berg, eitt skemmtilegasta fugla- bjarg Suövestanlands. Einnig er farið að Reykjanesi, Arfadalsvik og ströndina við Grindavik. Hafið með fuglabók og sjónauka. Tilval- in fjölskylduferð. Verð 1.000,- kr. b. Kl. 10.30 Kringum Hengil (fyrri ferð): Sleggjubeinsdalir - Dyr - Nesjavellir. A Hengilssvæð- inu er óvenju fjölbreytt göngu- land, sem gott tækifæri gefst til að kynnast. Verð 1.000,- kr. c. Kl. 13.00 Sporhelludalur - Nesjalaugar. Létt ganga í Grafn- ingnum. Þarna eru fallegir dalir norðan Hengils. Verð 1.000,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Kvöldferð í Búrfellsgjá á miðviku- dagskvöldið. í dag kl. 14.00-17.00 er opiö hús í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Lítið inn og spjallið um lífið og tilveruna. Heitt kaffi á könnunni allan daginn. Kl. 15.30 tökum við lagiö saman og syngjum kóra. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum á morgun sunnudag kl. 16.00. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 4. júní: Kl. 10.00 Dyrafjöll - Marardalur - Kolviðarhóll (nýi vegurinn). Ekið að Nesjavöllum og gengið þaðan um Dyraveg. Rútan tekur hópinn á Nesjavallavegi. Verð kr. 1.000,- Kl. 13.00 Húsmúli - Engidalur - Draugatjörn. Ekiö að Kolviðarhóli og gengið þaöan. Verð kr. 800,- Brottförfrá Umferöarmiðstööinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Miðvikudaginn 7. júní kl. 20.00 - Kvöldferð i Heiðmörk. í þessari ferð verður hugað að gróðri í reit Ferðafélagsins í Heiömörk. Ókeypis ferð. Ferðafélag íslands. Grænt torg á grænum degi JC Mosfellsbær stendur í dag fyrir „grænum degi“ og „grænu torgi“ við Varmárskóla í Mosfells- bæ. Frú Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands, er verndari verk- efnisins. í fréttatilkynningu frá byggðar- lagsnefnd JC Mosfellsbæjar segir að mikið hafí verið rætt um umhverfí skólasvæðis bæjarins. í viðræðum JC-félaga við bæjarstjórnina hafí komið fram að skólsvæðið væri ekki enn tilbúið til ræktunar. Þess vegna hafí verið brugðið á það ráð að gróð- ursetja plöntur til geymslu í gróður- reit neðan Álmholts og færa þær síðar á skólasvæðið. Markmiðið er að setja niður 1.100 plöntur, en 1.100 börn eru nú í báð- um skólum bæjarins. Plönturnar verða til sölu í Álmholti og á „grænu torgi“ við Varmárskóla í dag. Garð- yrkjustjóri bæjarins mun þar leið- beina fólki um staðsetningu og val á plöntum. JC-félagar munu aðstoða við gróðursetningu. Græna torgið verður opið frá kl. 10 til 16. Þar verða trjáplöntur og sumarblóm af mörgum gerðum til sölu, einnig áburður, grasfræ og grænmeti. Nokkur fyrirtæki munu kynna vörar sínar, til dæmis garð- yrkjuáhöld, og viðgerðaþjónustu á þeim. Garðstólar, borð og bekkir verða einnig til sýnis og framieiðandi hellna mun sýna vöra sína. Málning- arframleiðandi kynnir vörur sínar og leiðbeinir fólki um litaval og máln- ingu og viðgerðarefni á hús. Guðný Jónsdóttir skrúðgarðaarkitekt gefur einnig góð ráð. Kaffí og heitar vöffl- ur með ijóma verða til sölu á torginu við vægu verði. Íslenskt-bandarískt leiklistarnámskeið verður haldið á Arnarstapa dagana 1.-15. júlí. Leiksmiðja á Arnarstapa DAGANA 1.-15. júlí verður haldið íslenskt-bandariskt leiklistamá- mskeið undir stjóm Kevins Kuhlke og Guðmundar Bogasonar á Arnarstapa, 5. árið í röð. Leiksmiðjan hefur átt miklum vinsældum að fagna og standa leik- arar og áhugafólk um leiklist fyrir því að fá hingað til landsins Kevin Kuhlke, en hann er leikstjóri og leiklistarkennari við New York University í tilrauna-leiklistardeild- inni. Guðmundur Bogason kennir hreyfitjáningu. Fjöldi nemenda er takmarkaður við 16, þar af eru 8 erlendir nemendur og 8 íslenskir. Aðaláhersla Kevins beinist að vinnuformi sem styrkir skapandi eiginleika leikarans og er i byijun lögð áhersla á líkamsæfíngar og öndun til að tengja rödd og líkama. Annað mikilvægt atriði í þessum leiksmiðjum er að þátttakendur vinna saman og hópurinn verður mjög samrýndur, sem skilar sér þegar unnið er í leikritasenum , seinni vikuna. Hreyfitjáning sem Guðmundur kennir, byggir mikið á hreyfingum úr Kimiwasabardagalist, sem nýtist í leiklist á samsvarandi hátt og gerist í bardagalist, þar sem ein- beiting og orka beinist út á við og verður farvegur fyrir tilfínningar. Aðstandendur leiksmiðjunnar eru Anna E. Borg og María Ellingsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.