Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JUNI 1989
// ETLo-, si'iLltu cu rcca 2.2,
„T0-frrLveroldin.ee". 0
Búið ykkur undir að heyra
hann tala í fyrsta skipti.
Vatnið er ískalt...
HÖGNI HREKKVÍSI
Endurholdgnn og kristin trú
Til Velvakanda.
í Velvakanda 29. apríl var stutt
grein sem gæti valdið leiðindamis-
skilningi ef hún væri ekki leiðrétt.
Þar er sagt að í Biblíunni, Orði
Guðs, séu vers sem fjalli um endur-
holdgun. Þetta er eins rangt og
það getur verið því að hvergi í
Biblíunni er kennt að endurholdg-
un eigi sér stað. Það er mjög und-
arlegt hvað þeir sem aðhyllast
austræna heimspeki þurfa alltaf
að vera að ráðast á Biblíuna með
rangtúlkunum til þess eins að rétt-
læta sjálfa sig og þá trú sem þeir
aðhyllast. Því austræn heimspeki
á ekkert skylt við kristna trú.
í Kólossubréfinu 2. kafla versi
8 segir: „Gætið þess, að enginn
verði til að hertaka yður með heim-
speki og hégómavillu sem byggist
á mannasetningum er runnið frá
heimsvættunum, en ekki frá
Kristi.“
Bubbi brást
aðdáendum
fyrir vestan
Til Velvakanda.
Eins og flestir vita hefur Bubbi
Morthens verið á tónleikaferðalagi
umhverfis landið og hafa auglýs-
ingar verið settar upp með góðum
fyrirvara.
Þann 29. maí átti hann að vera
á Suðureyri en mætti ekki. Múgur
og margmenni beið fyrir utan hús-
ið í langan tíma, en því miður
þurfti allt fólkið frá að hverfa.
Hringt var í umsjónarmann fé-
lagsheimilisins og fengust þau
svör að Bubbi hefði aldrei hringt
og aflýst fyrirhuguðum tónleikum.
Mörgum fannst þessi framkoma
til skammar, að boða ekki forföll
á tilsettum tíma. Svipaðar fréttir
hafa heyrst frá öðrum stöðum hér
fyrir vestan, að Bubbi hafí hrein-
lega skilið Vestfirðinga útundan í
sinni tónleikaför.
- R. Schmidt.
Biblían segir hvergi að lífsferill
mannsins sé nær endalaus hrin-
grás á milli líkama eða lífa. Bibl-
ían segir að lífsferill mannsins sé
frá fæðingu til grafar og síðan
himnavist fyrir réttláta.
í Lúkas 20:36 segir Jesús: „Þeir
geta ekki heldur dáið framar, þeir
eru englum jafnir og böm Guðs,
enda böm upprisunnar."
Með því að rangtúlka gróflega
og slíta vers úr samhengi reyna
menn svo að segja að Guðs orð
segi eitt á einum og annað á öðr-
um, þ.e. sé í mótsögn við sjálft
sig. Lítum á hvaða ritningarstaðir
em nefndir.
Orðskviðimir 8.22—30.
í þessum versum er það spekin
sjálf sem eru lögð orð í munn til
að útskýra hvað og hvemig spekin
er. Það ætti að vera augljóst ef
kaflinn allur er lesinn í samhengi.
Jeremía 1:5.
Áður en Guð skapaði Jeremía
þá útvaldi hann Jeremía sem spá-
mann. En Jeremía varð til í móður-
kviði en átti ekki fortilveru.
Davíðssálmur 90:3—4.
Þetta er undarlegasta tilvitnun-
in. í þessum versum er talað um
að maðurinn hverfi aftur til dufts-
ins en ekki að hann fæðist aftur
í öðmm líkama eða sem dýr. Duf-
tið er jörðin. Af moldu ertu kom-
inn og að moldu skaltu aftur verða.
Matteus 16:13—14.
í þessum versum er Jesús að
spyija lærisveinana hvem menn
segi hann vera. I versunum 16 og
17 svarar hann síðan játandi að
hann sé Kristur sonur hins lifanda
Guðs. Þetta bendir á engan hátt
til endurholdgunar.
Jóhannes 3:3—7.
Nikódemus sá sem Jesús talar
hér við var farísei en farísear
þekktu manna best ritningarnar.
Út frá því hvemig hann spyr í 4.
versi má sjá að hann þekkti engan
stað í ritningunni sem benti til að
maður geti fæðst á ný í öðram
líkama. Enda útskýrir Jesús fyrir
honum að það sem hann sé að
tala um sé eingöngu andlegt en
ekki líkamlegt.
Opinberunarbókin 3:12.
Lesið í samhengi vers 7—13,
þessi vers fjalla í engu um endur-
holdgun.
Malaki 4:5, Matteus
11:11-15, 17:9-13, og Markús
9:11-13.
Þessi vers fyalla um það að Jó-
hannes sé sá Elía sem koma átti
samkvæmt spádóminum í Malaki
4:5. Samkvæmt endurholdgunar-
kenningum þá deyja menn og
fæðast aftur í öðram líkama. Að
segja að Elía sjálfur hafi fæðst á
ný í Jóhannesi skírara er að sjálf-
sögðu í andstöðu við Biblíuna en
einnig passar það ekki við endur-
holdgunarkenninguna. Vegna
þeirrar einföldu staðreyndar að
Elía spámaður dó ekki, heldur var
hann uppnuminn, til himna (síðari
Konungabók 2. kafli). í Matteus
17. kafla er sagt frá því að Móse
og Elía birtust nokkram af læri-
sveinunum. Þegar sá atburður
gerist er Jóhannes skírari dáinn
og ef að hann var síðasta hold-
tekning Elía, þá hefði verið rök-
réttara að Jóhannes hefði birst. Á
þessu sjáum við að ekki er verið
að ljalla um endurholdgun í þess-
um versum. Það sem átt er við
er það að Jóhannes hafði þann
sama kraft og Elía hafði og Andi
sá sem var yfír Elía var einnig
yfír Jóhannesi. Það sama gerðist
með Elísa spámann, um hann var
sagt: „Andi Elía hvílir yfir Elísa.“
(Síðari Konungabókin 2:15.)
Ég vona að með þessu bréfi
hafír þú betur áttað þig á þessum
málum og vitir nú að kristin trú
og austræn heimspeki er langt frá
því að vera það sama og ómögu-
legt er að sameina þetta tvennt.
Lítið á ávexti kristinnar trúar og
síðan á ávexti austrænnar heim-
speki. Indland er gott dæmi um
land þar sem endurholdgunar-
kenningin ríkir í fólki. Ef þú hefur
mikinn áhuga á að kalla yfír þig
sömu eymdina og þar ræður
ríkjum, þá er austræn trú rétt
spor í þá átt. En ef þú hefur áhuga
á hinu sanna lífí og vilt blessun
yfír líf þitt, þá leitaðu til Jesú
Krists og taktu við honum og gjöf-
um hans. Drottinn blessi þig.
Kristinn Magnússon
Víkverji skrifar
Afengiskaup ráðherra í ríkis-
stjóm íslands hafa síðustu
daga verið í sviðsljósinu vegna
málshöfðunar gegn fyrram forseta
Hæstaréttar út af áfengiskaupum
á sérverði. Það er með ólíkindum,
hversu lífsseig þessi mál era í opin-
beru lífi á íslandi. Ástæðan er að
sjálfsögðu sú, að heimild forráða-
manna þjóðarinnar til að kaupa
áfengi á innkaupsverði í ÁTVR
býður hættunni heim á misnotkun
og svo lengi sem þær heimildir era
við lýði munu skattborgararnir ala
með sér grunsemdir um slíka mis-
notkun.
XXX
heimildum. Það er undarlegt, að
þeir skuli ekki láta sér segjast og
ríghalda í þetta fyrirkomulag. Sú
afstaða er út af fyrir sig næg
ástæða til að vekja grunsemdir. Það
er ekki eins og ætlast sé til þess
að ráðamennimir borgi sjálfir
vínföngin. Skattborgaramir eru
áreiðanlega sáttir við að borga fyr-
ir velgjörðir til gesta sinna þegar
það er talið nauðsynlegt. En þeir
era ekki reiðubúnir til að borga
fyrir einkaneyzlu ráðamanna og
fjölskyldna þeirra, vina, samstarfs-
manna eða flokksbrodda. Þetta lið
getur sjálft greitt fyrir sína neyzlu
eins og aðrir verða að gera.
xxx
Víkveiji minntist á það fyrr í
vetur, að aðeins ein leið er út
úr þessum ógöngum — að afnema
slíkar heimildir með öllu. Það eykur
ekki útgjöld ríkisins um eina krónu
þótt greitt sé fyrir áfengi fullu verði
i opinberam veizlum, hvort sem þær
era haldnar í veizlusölum ríkisins
eða á einkaheimilum ráðamanna.
Ágóðinn af áfengissölunni rennur
til ÁTVR og þaðan beint aftur í
ríkissjóð.
Það er óþolandi fyrir ráðamenn
þjóðarinnar að liggja undir gran og
ámæli um misnotkun á þessum
Ivitnaleiðslum í máli forseta
Hæstaréttar í borgardómi hefur
margt undarlegt komið í Ijós. Vitn-
isburður ráðherra og æðstu emb-
ættismanna hefur stangazt á í mik-
ilvægum atriðum. Víkveiji hefur
það á tilfínningunni, eins og sjálf-
sagt margir aðrir, að ráðherrar og
embættismenn segi ekki allan sann-
leikann í málinu. Greinargerðir
ráðuneyta stangast á við framburð
embættismanna þeirra fyrir dómin-
um. Vitnaleiðslum er lokið, en
Víkveija finnst að þær hafí vakið
upp fleiri spurningar en svarað hef-
ur verið.
Forsætisráðherra hefur látið
hafa eftir sér í blaðaviðtali, að hann
nenni ekki að standa í þessu þrasi
um áfengiskaupin lengur. Sé hon-
um á annað borð treystandi til að
gegna starfi sínu þá hljóti honum
að vera treyst fyrir að kaupa áfengi
til opinberra veizluhalda.
Það má rétt vera. Víkveiji lætur
liggja milli hluta hvaða traust
stjómmálamenn hafa til starfa enda
hlýtur sitt að sýnast hveijum í þeim
efnum.
Hitt fullyrðir Víkveiji hinsvegar,
að fólk almennt treystir stjóm-
málamönnum ekki lengur fyrir
heimildum til áfengiskaupa á inn-
kaupsverði. Atburðirnir að undan-
förnu era glöggt dæmi um það.
xxx
*
Idálkum Vikveija hefur að und-
anfömu verið fjallað um nafn á
veizlusölum ríkisins í gömlu Rúg-
brauðsgerðinni. Tillögur hafa komið
um nafn og nú síðast í gær, Þilju-
vellir. Víkveija fínnst þjóðráð að
veizlusalir ríkisins hljóti gömul og
gegn íslenzk bæjarnöfn. Þau fyrstu,
sem koma í hugann, era Brúsastað-
ir og Ölver.