Morgunblaðið - 03.06.1989, Síða 52
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Ríkisstjórnin:
Staðið við allt sem lof-
að var í samningum
Stjórnir ASÍ og BSRB fiunda um við-
brögð stjórnvalda við kröfiim þeirra
Ríkisstjórnin segist hafa staðið
við öll loforð um aðgerðir í verð-
lagsmálum í tengslum við kjara-
samninga ASÍ og BSRB. í firéttatil-
kynningu, sem stjómin sendi frá
sér í gær, segir að á fiindum með
fulltrúum launþega hafii ætíð verið
tekið skýrt fram að ríkissljómin
hafi engin ráð til að stöðva erlend-
ar verðhækkanir eða lofa föstu
gengi. Óformlegur ríkisstjómar-
fundur var haldinn í gær og að
sögn ráðherra stjómarinnar vom
þar engar ákvarðanir teknar um
að ganga lengra til móts við kröf-
ur launþegasamtaka um hömlur á
verðhækkanir en þegar hefiir ver-
ið gert.
í tilkynningu stjómarinnar segir
að við samningagerð hafi því verið
lofað að verðhækkanir á þjónustU
ríkisfyrirtækja verði ekki umfram
forsendur fjárlaga, að aðhaldi verði
beitt að verðákvörðunum einokunar-
Fyrstístang-
veiðilaxinn
Fyrsti stangveiðilaxinn á þessu
sumri kom á land i gær. Hann
veiddist í Norðurá, nánar tiltekið
á Kálfhylsbroti I Stekknum.
Þetta var 9 punda hængur sem
veiddist á maðk. Norðurá hefur
verið í vexti undanfarið, sem og
Þverá, og em þær mjög kaldar.
fyrirtækja og markaðsráðandi fyrir-
tækja, að 500-600 milljónum króna
verði varið til aukinna niðurgreiðslna
á verði landbúnaðarafurða og að
dilkakjöt verði sérstaklega lækkað í
verði. Við þetta hafi allt verið staðið.
í tilkynningunni segir að í ljósi
þessara staðreynda verði að skoða
þær hækkunarbeiðnir, sem Verð-
lagsráð hafi samþykkt. Jón Sigurðs-
son, viðskiptaráðherra, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hann legði
áherslu á að Verðlagsráð væri sjálf-
stætt stjómvald og færi að sínum
eigin starfsreglum.
Miðstjóm Alþýðusambands ís-
lands og stjóm Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja munu funda á
sama tíma á mánudaginn kemur og
ræða viðbrögð stjómarinnar við
ijöldafundi samtakanna þar sem þess
var krafist að allar verðhækkanir
yrðu þegar í stað stöðvaðar.
„Þau skilaboð sem þjóðin hefur
sent ríkisstjórninni em svo ótvíræð
og afdráttarlaus að við þau er í raun-
inni engu að bæta. Það hlýtur að
vera ríkisstjómarinnar og er að svara
þessum skilaboðum með aðgerðum.
Hún hlýtur að verða að bregðast við
kröfum almennings," sagði Asmund-
ur Stefánsson forseti ASÍ í samtali
við Morgunblaðið.
Hann sagði að engin tilraun hefði
verið gerð af hálfu launþegasamtak-
anna til þess að hafa samband við
ríkisstjómina, enda þyrfti ekki að
bæta neinu við skilaboð fjöldafundar-
ins, né hefði ríkisstjómin haft sam-
band við ASÍ eða BSRB.
Páfí tíl landsins
á hádegií dag
Hirðisheimsókn Jóhannesar Páls páfa H til íslands hefet á há-
degi í dag og stendur í tæpan sólarhring. Forsætisráðherra, bisk-
up íslands og kaþólski biskupinn eru meðal þeirra sem taka á
móti páfa á Keflavíkurflugvelli klukkan 13.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- kaþólikka. Þaðan verður honum
seti Islands, tekur á móti páfanum
og 35 manna fylgdarliði hans
ásamt æðstu stjóm landsins á
Bessastöðum laust eftir hádegið.
Forsetinn mun ræða einslega við
páfa í um stundarfjórðung. Frá
Bessastöðum heldur páfi í Landa-
kotskirkju til fundar við hátt í 500
ekið til Þingvalla, þar sem hann
tekur þátt í samkirkjulegri guðs-
þjónustu í boði biskups íslands,
hr. Péturs Sigurgeirssonar. At-
höfnin á Þingvöllum, sem fram
fer undir berum himni, hefst
skömmu eftir 17.30 og stendur í
um klukkustund.
ísbrjótur í bílaflu tningum
Morgunblaðið/Bjami.
ER sovéski ísbijóturinn Otto Schmidt lagði úr höfn
í Reykjavík í gærdag var 21 bíll, Lödur og Volgur,
á dekki hans. Skipveijar höfðu fengið þessa bfla
fyrir lítið enda allir afskráðir. Skipveijar á sovéskum
skipum sem hafa hér viðdvöl taka gjarnan með sér
gamla sovéska bíla heim enda eru þeir þar gulls
ígildi, hvort sem skipveijamir gera þá upp eða selja
í varahluti.
Félagsmálaráðuneyti með atvinnumiðlun iyrir skólafólk:
Ríkisstofiianir fjölgi
sumarafleysingafólki
RÍ KIS STJ ÓRNIN hefur ákveðið að vegna bágs atvinnuástands verði
félagsmálaráðuneytinu falið að útvega skólafólki sumarvinnu á vegum
hins opinbera. Ráðuneytið mun hafa samráð við forsætisráðuneyti og
fjármálaráðuneyti um þessa atvinnumiðlun, sem mun heQast strax eftir
helgina. Að sögn Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra verður
lögð áherzla á að útvega skólafólki vinnu við umhverfisvemd og -fegr-
un, auk þess sem sumarafleysingum hjá rikisstofnunum verði fjölgað.
Forsætisráðherra sagði að ekki
hefði verið ákveðin föst fjárupphæð
til atvinnubóta, það yrði að sjá hver
þörfin yrði. í þriggja manna starfs-
hópi ráðuneytanna um atvinnumál
skólafólks hefur verið rætt um að
200 milljónir króna þurfi til. Sérstak-
ur starfsmaður verður ráðinn til fé-
lagsmálaráðuneytisins og mun hann
hafa veg og vanda af atvinnumiðlun-
inni.
Forsætisráðherra sagði að haft
hefði verið samband við fjöldann all-
an af ríkisstofnunum og kannað hver
þörfin væri fyrir afleysingafólk. Að-
spurður hvort sumarafleysingafólki
yrði einnig fjölgað á spítulum, þar
sem sumarlokanir hafa nú verið
auknar vegna aðhalds í mannahaldi,
sagði Steingrímur að þar myndi gilda
Aðalfundur Sambandsins á mánudag:
Tapið í fyrra nálægt
1200 milljómim króna
AÐALFUNDUR Sambands
íslenskra samvinnufélaga verður
haldinn í nýjum húsakynnum
Sambandsins við Kirkjusand á
mánudag og þriðjudag, þann 5.
og 6. júní. Búast má við að megn-
ið af fundartímanum fari í að
fjalla um svartar skýrslur þeirra
, Olafs Sverrissonar, stjórnar-
formanns og Guðjóns B. Ólafs-
sonar, forsljóra. Ólafur Sverris-
son staðfesti í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að hann
hefði ákveðið að gefa kost á sér
sem formaður.
Afkoma síðastliðins árs var mjög
erfið hjá Sambandinu, og mun tap-
ið hafa verið nálægt 1200 milljónum
króna, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins. „Þetta h'tur miklu betur
út en á sama tíma í fyrra. Við fór-.
um yfir bráðabirgðauppgjör fyrstu
fjögurra mánaða þessa árs á fundi
Sambandsstjómar í dag,“ sagði
Ólafur Sverrisson að afloknum
fundinum í gær. Að öðru leyti
kvaðst Ólafur ekki vilja upplýsa
hver staðan væri, það yrði gert á
aðalfundinum á mánudag.
það sama og um aðrar ríkisstofnanir
þar sem sumarafleysingar kynnu að
vera æskilegar umfram það, sem
flárhagur stofnananna leyfði. „Það
verður metið í hveiju tilfelli og þá
veitt sérstakt fjármagn í því skyni,“
sagði hann.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um Morgunblaðsins bætast nú 40-50
námsmenn á atvinnuleysisskrá á degi
hveijum í Reykjavík einni, og eru
nú yfir 700 á skrá. Reykjavíkurborg
hefur veitt 55 milljónir króna auka-
lega til að ráða 250 námsmenn til
viðbótar þeim 750, sem fyrr var
ætlað að ráða, en útlit er fyrir að
ekki verði hægt að ráða yfir 1.000
umsækjendur um sumarvinnu hjá
borginni. Steingrímur sagði að ríkis-
sijórnin væri ánægð með að
Reykjavík og fleiri sveitarfélög hefðu
bætt við sumarfólki. Samstarf yrði
haft við sveitarfélögin um þessi efni.
Fiskverð hækkar
um 4,2% frá 1. júní
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins ákvað í gærkvöldi
almennt fiskverð sem gildir frá
1. júní til 30. september 1989.
Jafiiframt ákvað yfirnefiidin fisk-
verð sem gildir fyrir tímabilið frá
1. október til 31. janúar 1990.
Þessar ákvarðanir fela í sér 4,2%
hækkun fiskverðs frá 1. júní sl.
og 3,8% hækkun frá og með 1.
október næstkomandi.
Verðið var ákveðið með atkvæð-
um fulltrúa fiskseljenda og odda-
manns gegn atkvæðum fulltrúa
fiskkaupenda.
í yfimefndinni áttu sæti: Þórður
Friðjónsson forstjóri Þjóðhags-
stofnunar, sem var oddamaður,
Guðjón A. Kristjánsson og Sveinn
Hjörtur Hjartarson af hálfu seljenda
og Friðrik Pálsson og Árni Bene-
diktsson af hálfu kaupenda.
Fulltrúar fiskkaupenda gerðu
svofellda grein fyrir atkvæði sínu:
Þar sem ekki er tryggt að fisk-
vinnslan fái strax þann tekjuauka,
sem nauðsynlegt er til þess að
standa undir þessari fiskverðs-
hækkun og þeim halla sem fyrir er
á vinnslunni, getum við ekki tekið
þátt í þessari afgreiðslu.
Elding í nef-
ið á Eydísi
ELDINGU Iaust niður í nef
Eydísar, annarrar af hinum nýju
Boeing-þotum Flugleiða er hún
var í aðflugi að Kastrupflugvelli
við Kaupmannahöfn á Smmtu-
dag. Farþegar í þotunni heyrðu
mikinn hvell og sáu glampa sem
fylgdi þessu.
Geir Garðarson flugstjóri í þess-
ari ferð segir að aldrei hafí verið
nein hætta á ferðum enda þotan
varin gegn hættum sem þessum.
Farþegum brá nokkuð við hvellinn
en lending þotunnar varð síðan með
eðlilegum hætti.