Morgunblaðið - 09.06.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.06.1989, Qupperneq 14
M0KGUN13LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 Minning: Jóhann Lárus Jóhannes son bóndi, Silfrastöðum Fæddur 20. maí 1914 Dáinn 31. maí 1989 Hinn 1. maí sl. var mannfagnað- ur mikill á Silfrastöðum. Húsfreyjan átti sjötugsafmæli þennan dag og jafnframt fögnuðu menn 75 ára afmæli bóndans sem enn var raunar tæpar þrjár vikur undan. Húsrými er mikið á Silfrastöðum eins og mörgum er kunnugt en svo fór þó að setið var eða staðið á nær hverj- um auðum bletti í húsinum, slíkur var manngrúinn sem sótti þau hjón heim í virðingar- og vináttuskyni. Þetta kvöld staðfestist svo ekki varð um villst að hið mikla hlutverk sem húsráðendur á Silfrastöðum hafa gegnt í félags- og framfara- málum Akrahrepps og Skagafjarð- arsýslu á undangengnum áratug- um. Þetta kvöld lýsti einnig af þeirri fádæma gestrisni og höfð- ingslund sem allir viðstaddir og ótölulegur fjöidi annarra manna, innlendra og erlendra, hefur notið á Silfrastöðum fyrr og síðar. Þang- að hafa komið gestir með gleði- brag, staldrað við dagstund og horf- ið síðan á braut ríkari en áður af perlum minninganna, en þangað hafa menn einnig komið krepptir á sál og hjarta og snúið aftur endur- nærðir að liðnum nokkrum dögum, vikum eða jafnvel mánuðum. Ekk- ert nútímaheimili þekki ég sem bet- ur rís'undir samanburði við lýsingu Landnámu og gestrisni Þorbrands orreks, landnámsmanns í Silfra- staðahlíð, sem lét gera eldhús svo mikið að allir þeir menn er þeim megin fóru um dalinn skyldu þar bera klyfjar í gegnum og vera öllum matur heimill. Jóhann Lárus fæddist 20. maí 1914 á Lýtingsstöðum í Lýtings- staðahreppi, sonur hjónanna Jó- hannesar bónda og kennara, síðast á Uppsölum í Blönduhlíð (d. 5. mars 1924), Þorsteinssonar, bónda í Hvammkoti, Lárussonar, og Ingi- bjargar húsmóður og kennara (d. 7. nóvember 1967) Jóhannsdóttur Lárusar bónda á Lýtingsstöðum, Jónssonar. Önnur börn þeirra hjóna Jóhannesar og Ingibjargar eru Broddi; fyrrum rektor Kennarahá- skóla Islands, og Guðrún sem lést í frumbernsku. Við lát Jóhannesar 1924 brá Ingibjörg búi og sneri sé að kennslustörfum, lengst af í Lýt- ingsstaðahreppi, og fylgdi Jóhann Lárus móður sinni löngum. Hann lagði árið 1931 leið sina í Mennta- skólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1935 með glæsi- legum árangri. Hlaut hann hinn EIN HÆÐ - TVÆR HÆÐIR - Sérsmíðum eftir óskum viðskiptavinarins, hvort heldur sem er í sumarhúsið eða heimilið. Stílhrein og vönduð hlaðrúm úr furu sem börnunum líkar. Henta vel í barnaherbergið og sumarbústaðinn. Þú færð ekki betri og ódýrari lausn. Grensásvegi 16 — 108 Reykjavík — Sími 687080 eftirsótta 5 ára styrk, annartveggja norðanstúdenta það ár, og hélt um haustið til náms í eðlisfræði við Hafnarháskóla. Sumarið 1939 var hann heima og þegar hann hugðist snúa aftur til Hafnar um haustið var heimsstyijöldin síðari skollin á og varð það til þess að námsferill hans rofnaði. Jóhann Lárus varð heimiliskennari á Akureyri 1940— 1941, kenndi við Iðnskólann á Ak- ureyri 1941—1942 en lengstur var kennaraferill hans við Menntaskól- ann á Akureyri, eða frá 1942 til 1951 og 1952-1954. Við MA kenndi hann stærðfræði, allar helstu raungreinar og dönsku. Árið 1948 gekk Jóhann að eiga eftirlifandi konu sína, Helgu (f. 1. maí 1919) Kristjánsdóttur frá Fremstafelli. Hun var þá skólastýra Húsmæðraskólans á Akureyri. Einkasonur þeirra er Jóhannes, vél- virki og bóndi á Silfrastöðum, fædd- ur 16. janúar 1949. Hann er kvænt- ur Lilju Hannesdóttur, en átti áður Jónínu Bjartmarsdóttur og eiga þau saman tvær dætur, Helgu Fanneyju og Hrefnu. Árið 1951 taka þau Jóhann og Helga við búið á Silfrastöðum í Akrahreppi af Jóhannesi Stein- grímssyni, frænda Jóhanns sem þá var kominn á efri ár og átti ekki afkomendur á lífi. Jóhann var kos- inn oddviti Akrahrepps árið 1958 og hélt þeirri trúnaðarstöðu óslitið ti ársins 1986 og hreppstjóri var hann jafnframt frá 1961 til 1984. Jóhannes Steingrímsson átti heimili til æviloka á Silfrastöðum og einnig bjó Ingibjörg, móðir Jóhanns, hjá þeim síðustu æviárin. Helga hjúkr- aði þeim af mikilli nærfærni og þarna leið þeim eins og best varð á kosið, en geta má nærri að umönnun tveggja gamalmenna hef- ur kostað mikið aukaálag á heimilið. Á fyrri árum var Silfrastaða- heimilið mjög margmennt svo sem títt var á stórbýlum. Hjúasæld hef- ur fylgt heimilinu hvort sem þar hafa verið fleiri eða færri og er Ijós- astur vottur þess að þar hefur átt heimili meginhluta ævi sinnar öðl- ingsmaðurinn Jón Hallsson sem nú er kominn á níræðisaldur. Ekki verður annað séð en þeirra hjóna, menntaskólakennarans og húsmæðraskólastýrunnar, hafi beð- ið góð framtíð í skólabænum og hef ég fyrir satt að það hafi þótt sæta nokkrum tíðindum þegar þau söð- luðu um og héldu vestur í Skaga- fjörð til að taka við búi á Silfrastöð- um. Ekki leikur vafi á því að Jó- hann var góðum kostum búinn til kennarastarfsins og heyrt hef ég haft eftir miklum námsmönnum úr hópi gamalla nemenda hans að hann hafi verið frábær kennari. Einnig hef ég heyrt um einstaka hlífð hans og góðmennsku í garð illra staddra nemenda. Þess má minnast að fyrir fjörutíu árum voru bæjarhús á Silfrastöðum með allfornu sniði, langhús mikið vissi mót vestri og önnur bæjarhús áföst því að austanverðu. Öll íveru- herbergi voru þiljuð en í bæjar- göngunum, búrinu og fleiri vinnu- herbergjum voru veggir óþiljaðir og moldargólf. Þó Silfrastaðabærinn gamli sé mikil bygging í minningu þess sem þetta skrifar er hætt við að samanburðurinn við Húsmæðra- skólann á Akureyri hafi ekki verið ýkja hagstæður. Eitt fyrsta minn- ingabrot mitt um Helgu er þó bund- ið baðstofunni á Silfrastöðum og það er réisn og glæsibragur yfir henni þar eins og æ síðan. Ekki ieið á löngu fyrr en risið var á Silfra- stöðum mikið og glæsilegt steinhús. Gamli bærinn er nú horfinn en bað- stofan á Silfrastöðum stendur enn og heitir nú Árbæjarkirkja í Reykjavík. Silfrastaðir eru víðlend jörð og dýr að fornu mati, eitt hundrað hundraða. Hún er beitaijörð mikil, svo sem lesa má í jarðabókinni frá 4. maí 1713: „Sumarhagar og vetr- arhargar merkilega góðir. Utigang- ur fyrir sauðije á vetur næsta því óbilandi, nema voveiflegir áfreðar eður lognsnjóar byrgi.“ „Landið er á hinn bóginn bratt víðast enda segir í sömu heimild að skirður spilli högunum stórlega. Þetta land hófst Jóhann eigi að síður handa við að bijóta til ræktunar og hey- skapar að nútímahætti og því starfi hefur Jóhannes sonur hans haldið áfram af mikilli atorku. Þegar Jó- hann tók við búinu var einungis heimatúnið í rækt en hlutar þess voru svo brattir að vélum varð ekki við komið. Engjaheyskapur var töluverður. Nú blasa við augum aðkomumanns tugir hektara vél- tæks ræktarlands þar sem áður voru móar eða mýrlendi. Þeir feðg- ar hafa af eðlilegum ástæðum lagt allt kapp á sauðíjárbúskap og um hríð héldu þeir engar kýr og munu fáir bændur aðrir hafa gengið jafn- langt í þá sérhæfingarátt. í veislunni sem fyrr var frá greint kvaddi ég Jóhann föðurbróður minn glaðan og reifan og átti ég þess síst von að sá yrði okkar síðasti fundur. Allt kvöldið hafði hann sinnt gestum og m.a. svaraði skála- ræðum með minnisverðu ávarpi og sýndi þar á sér hlið sem mér var raun lítt kunn þrátt fyrir löng kynni. Þetta ávarp þótti mér skýra mjög vel hið mikla traust sem sveit- ungar hans höfðu sýnt honum um áratuga skeið en um leið veitti hann gestum sínum innsýn í mannvit það og mannúð sem hefur laðað hið fjöl- breytilegasta fólk að Silfrastaða- heimilinu. Jóhann á Silfrastöðumn er kvaddur með trega og þakklæti. Þorbjörn Broddason Efmim til samkeppni um íslenskt hugtak - segir Pétur Bjömsson forsljóri Vífilfells vegna auglýsingaskiltis með enskum texta STÓRT og áberandi auglýsingaskilti frá Kóka Kóla verksmiðjunni Vífilfelli sem hengt hefur verið utan á verslunarhúsið Kringlan 4 hefiir valdið nokkrum úlfaþyt, en þar getur að líta hugtak á ensku, „You cant beat the feeling'*. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefiir sent skriflegt sVar til borgarráðs vegna fyrirspurnar þaðan um málið og óskað eftir því að byggingarnefnd borgarinnar kanni hvort og hvemig sporna megi við slikum auglýsingum, jafnframt sem hann vill að kannað verði hvort eigendur auglýsingarinnar séu fusir til að fjarlægja hana eða setja nýjan íslenskan texta. Pétur Björnsson forstjóri Vífilfells sagði í samtali við Morgun- blaðið að í undirbúningi væri samkeppni um besta íslenska huglak- ið. „Það hafa ýmsir hringt vegna þessa og kvartað undan þessu, en sannast sagna kom skiltið svona að utan. En eftir ýmsar vangavelt- ur hefur orðið úr að Vífilfell mun hleypa af stokkunum samkeppni um besta íslenska hugtakið sem síðan verður sett á skiltið í stað enska textans. Þetta verður kynnt á næstunni og við vonumst eftir góðri þátttöku, enda verða vegleg verðlaun í boði,“ sagði Pétur Björnsson forstjóri Vífilfells. Viðskiptaráðherra segir í bréfi sínu til borgarráðs að hann hafi varpað fram þeirri hugmynd að byggingaryfirvöld beiti framvegis þannig ákvæðum byggingarreglu- gerðar að ekki sé leyfð uppsetning auglýsingaskiltis utanhúss nema hinu íslenska heiti fyrirtækis, vöi-u og þjónustu, sem á boðstólum er, sé gert jafn hátt undir höfði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.