Morgunblaðið - 09.06.1989, Page 20

Morgunblaðið - 09.06.1989, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 Reuter Flak sovésku MiG-29 orrustuþotunnar brennur eftir brotlendinguna á Le Bourget-flugvellinum. Á ann- arri innfelldu myndinni er Anatolí Kvotsjúr, flugmaður. Á hinni er Antonov An-225, stærsta flugvél heims, með geimferjuna Byl á bakinu. Sovésk þota ferst í Paiís París. Reuter. SOVÉSK orrustuþota af gerðinni MiG-29 fórst er flugmaður henn- ar sýndi flugkúnstir á fyrsta degi flugsýningar á Le Bourget- flugvellinum í París. Brotlenti þotan og varð varð brakið samstund- is að eldhafi í aðeins 300 metra fjarlægð fi*á áhorfendastæðum. Flugmanninum tókst að skjóta sér út í fallhlíf en var sagður hafa þessa í fyrra og er sömuleiðis sýnd frysta sinni á Vesturlöndum nú. Páfí í Svíþjóð; slasast mikið. Tala fallinna í Úzbekístan komin upp undir 80; Æstur múgur réðst á lögreglustöð Moskvu. Reuter. SEX manns týndu lífi og 90 særð- ust er óeirðir breiddust út í Uz- bekístan á miðvikudag en um síðustu helgi lét 71 maður lífið f átökum í borginni Fergana, að sögn sovésku fréttastofiinnar TASS. Þúsundir manna í ná- grannaborginni Kokand réðust á lögreglustöð til að komast yfir skotvopn og nokkur hundruð manns gerðu árás á byggingu i eigm samgöngufyrirtækja inn- anríkisráðuneytisins I lýðveldinu. Fréttastofan sagði nokkur hús í Kokand standa í björtu báli og mikil spenna ríkti í borginni en tekist hefði að dreifa árásarhópun- um og flestir leiðtogamir væru í haldi lögreglu. Enn héldu „rib- baldar", sem hvattir væru af „glæpamönnum og ofstækismönn- um“ áfram að hópast saman á nokkrum stöðum. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi skýrði fulltrúaþingi Sovétríkjanna á miðvikudag frá atburðunum í Ferg- ana. „Átökin halda áfram, enn .yerð- ur fólk fyrir meiðslum og sumir týna jafnvel lífi,“ sagði hann. „Það eru margir sem róa undir og skotvopnum hefur verið beitt.“ Hann skýrði frá því að mörg þúsund vopnaðir herlið- ar innanríkisráðuneytisins reyndu að stöðva róstumar og hvatti íbúana öðru sinni á þrem dögum til að hafa hemil^ á sér. Átök- in hófust með slagsmál- um Úz- beka og meshketa, múslimsks þjóðabrots 160 þúsund manna af georgískum uppruna er Stalín lét flytja frá Georgíu til Úz- bekístan á stríðsárunum. Þeir hafa krafist þess að fá að snúa heim. jVomsíý'-fréttastofan sovéska gaf í skyn að átökin ættu rætur að rekja til þjóðemismisklíðar og trúardeilna. Meskhetar em shíitar en Úzbekar súnnítar. Flestir hinna föllnu í Ferg- ana vora meskhetar sem margir hafa nú flúið híbýli sín vegna róstanna og sest að í flóttamannabúðum þar sem þeir njóta verndar yfirvalda. Sæmilegur friður hefur virst með þjóðunum undanfarna áratugi. Sov- éskir íjölmiðlar segja að atvinnuleysi ungs fólks ásamt kröfum meskheta um heimfararleyfi, er virtar hafa verið að vettugi, hafi átt sinn þátt í að til átaka kom. Lúterskir biskupar ánægðir Stokkhólmur. Frá Önnu Bjarnadóttur, Iréttaritara Morgunblaðsins. CASSIDY erkibiskup og þriðji æðsti maður Vatikansins sagði í gær á blaðamannafundi í Stokkhólmi að lilýjar og innilegar móttökur í Norður- landaferð Jóhannesar Páls II páfa hefðu komið páfahirðinni nokkuð á óvart. Hann nefndi sem dæmi að á íslandi hefði tvisvar sinnum fleira fólk sótt útimessu páfa í Reykjavík en kaþólikkar væru á öllu landinu. Stór hópur fólks hefði verið viðstaddur kvöldbæn páfa á torginu í Tromso í Noregi. Cassidy sagði að samkirkjulegu bænastundirnar í Þrándheimi, Turku og á Þingvöllum hefðu aukið tengsl kirknanna og bjóst við hinu sama af bænastundinni í Uppsölum i dag. Flugvélin var í vandasömum lágflugsæfingum er flugmaðurinn rnissti stjórn á henni. Skaut hann sér út í 100 metra hæð yfir jörðu en fallhlíf hans opnaðist ekki full- komnlega og skall hann til jarðar. Sýning flugvélarinnar átti að vera hápunktur listflugsatriða á fyrsta degi flugsýningarinnar í París, sem fram fer annað hvert ár og er ein sú stærsta sem haldin er. Þar sýna 1.600 fyrirtæki frá 34 löndum framleiðslu sína. Mig-29 þotan er jafnan nefnd Fulcrum á Vesturlöndum og er eitt af mikilvægustu framlínu- vopnum Sovétmanna í Evrópu og við kínversku landamærin. Hún var sýnd fyrst utan austantjalds- ríkjanna á flugsýningu í Farn- borough sl. september og þótti búin ótrúlegum flugeiginleikum. Flugmaðurinn, sem flaug þotunni þá, Anatolí Kvotsjúr, var við stjórn þotunnar, sem fórst í París. Mig-29 þotan flaug til Parísar í fylgd tveggja orrustuþotna af gerðunum Súkhoj-25 og -27, en það er í fyrsta sinn, sem þær sjást utan Varsjárbandalagsríkjanna. Á Parísarsýningunni sýna Sovét- menn einnig nýja flutningaflugvél, Antonov-225, í fyrsta sinn á Vest- urlöndum. Er hún stærsta flugvél heims. Flaug hún til Parisar með so- vésku geimfeijuna Byl á bakinu. Feijan fór sína einu geimferð til Lútersku biskuparnir í Svíþjóð hafa allir lýst ánægju sinni með heimsókn Rómarbiskups til Svíþjóð- ar. Páfi ræddi í gær stuttlega við Lisbet Palme, ekkju Olofs Palme, eftir fund sinn með Ingvar Carlsson forsætisráðherra. Páfi tók um báðar hendur hennar og rifjaði upp að Palme forsætisráðherra bauð páfa fyrstur manna til Svíþjóðar snemma á þessum áratug. Páfi hafi þá sagt að hann gæti ekki komið því að sænsku biskupamir hefðu ekki boðið sér. „Ég segi þeim að bjóða yður,“ vora viðbrögð Palme samkvæmt frá- sögn talsmanns páfa af fundinum með frú Palme. Hans heilagleiki heimsótti sænsku konungsfjölskylduna og átti óform- lega stund með henni. Hann kyssti bömin þijú og skiptist á gjöfum við þau og foreldrana. Konungshjónin verða viðstödd bænastundina í Upp- sölum. Páfi söng messu í Stokkhólmi í gær að viðstöddum 13.000 manns, þ. á m. erkibiskupnum í Uppsölum og tveim biskupum. Umræður á sovéska fulltrúaþinginu: Varað við efiiahagslegu og vistfræðilegu hruni - og arðrán hinna vinnandi stétta sagt hvergi meira en í Sovétríkjunum Moskvu. Reuter. KUNNUR, sovéskur hagfiræðingur sagði í umræðum á nýja fúlltrúa- þinginu í gær, að yrði ekki komið í veg fyrir gífúrlegan og vaxandi Qárlagahalla vofði stórslys yfír í efnahagsmálunum. Hélt hann því einnig firam, að í engu iðnríki öðru væru hinar vinnandi stéttir arðrændar jafú herfilega og í Sovétríkjunum. Annar þingmaður sagði í sinni ræðu, að. tímaspursmál væri hvenær náttúruspjöll og vistfræðilegt hrun víða um landið leiddu af sér ókyrrð og þjóð- félagslega ólgu. Að loknum þessum lestri tók Mikhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi til máls og tiikynnti, að fundinum yrði lokað. „Ef okkur tekst ekki að herrvja verðbólguna á næstu tveimur eða þremur áram, koma í veg fyrir síminnkandi framboð á neysluvam- ingi og snúa við fjárlagahallanum þá blasir ekkert annað við okkur en efnahagslegt hran,“ sagði hag- fræðingurinn Níkolaj Shmeljov en hann er einn af þingmönnum sov- ésku vísindaakademíunnar. í ræðu, sem Níkolaj Ryzhkov forsætisráð- herra hafði áður flutt, dró hann upp fremur dökka mynd af efna- hagsmálunum en Shmeljov kvaðst efast um, að Ryzhkov skildi hve ástandið væri alvarlegt. Sagði hann, að fjárlagahallinn næmi 120 milljörðum rúblna, 187 milljörðum dollara á opinbera gengi, eða 24% af áætluðum útgjöldum ríkisins á þessu ári. „Efnahagslegt hrun leiddi af sér skömmtun á öllum sviðum, neðan- jarðarhagkerfið tæki í raun völdin og rúblan yrði einskis virði. Tilskip- anakerfið settist aftur í hásætið," sagði Shmeljov. Arðránið mest í Sovétrílqimum Shmeljov gagnrýndi Ryzhkov í ræðu sinni og sagði, að rangt væri, að fjárlagahallinn stafaði fyrst og fremst af kauphækkunum umfram framleiðni- og framleiðsluaukn- ingu. „I engú iðnríki öðra era hinar vinnandi stéttir arðrændar jafn herfilega og hér. Af þjóðarfram- leiðslunni fara aðeins 37 eða 38% í laun en um 70% annars staðar," sagði Shmeljov. Þingheimur hlust- aði á hljóður og leyndi sér ekki undranarsvipurinn á mörgum enda vanalegra, að talað sé um arðránið í ríkjum kapitalismans. í ræðu sinni sagði Shmeljov enn- fremur, að mörgu í stefnu Gor- batsjovs væri um að kenna hvernig komið væri. Nefndi hann meðal annars baráttuna gegn áfenginu, sem hefði svipt ríkið gífurlegum tekjum en fært þær í hendur bragg- ara, og herferðina gegn „ranglát- um tekjum", sem hefði lamað einkaframtakið í matvælafram- leiðslu. Þá sagði hann, að það hefði verið út í hött að skera niður inn- flutning á neysluvörum því að stjómvöld gætu stórhagnast á hon- um og náð til sín einhveiju af allt of miklu peningamagni í umferð. Ritstjóri Prövdu verri en CIA Shmeljov sneri sér nú að Viktor Afanajev, aðalritstjóra Prövdu, og sakaði hann um að valda kaupæði og hamstri í hálftómum verslunum með því að leggja til í grein, að Míkhaíl Gorbatsjov greiðir at- kvæði á sovézka fúlltrúaþing- inu. umframfjármagn yrði gert upp- tækt meðal almennings yfirleitt. „Engin CIA (bandaríska leyni- þjónustan), enginn stéttaróvinur, sama hve slæmur hann er, gæti valdið okkur meiri skaða en sumt það, sem birtist hér á prenti,“ sagði Nikolaj Shmeljov að lokum en þess má geta, að hann vinnur við rann- sóknastofnun um bandarísk mál- efni í Moskvu. Yfirstéttin þrífst vel Alexei Jemeljanov, prófessor við Moskvuháskóla, talaði næstur og beindi spjótum sínum að „sovésku yfirstéttinni", sem þrifist vel þrátt fyrir Gorbatsjov. „Sagan kennir okkur, að valdastéttin lætur ekkert af hendi baráttulaust. Þannig er það einnig með þá sovésku, þessa stétt, sem hefur aðeins réttindi en engar skyldur," sagði Jemeljanov við fögnuð margra þingmanna og bætti því við, að margir kjósenda sinna í Moskvu byggju í blokkum þar sem þeir yrðu skiptast á um afnot af eldhúsi og baðherbergi á sama tíma og byggðar væra fínar íbúðir fyrir forréttindastéttina í flokki og stjórnkerfinu. Vistkerfið að hrynja Alexei Jablokov, líffræðiprófess- or og félagi f vísindaakademíunni, sagði í sinni ræðu, að kommúnista- flokkurinn og ríkisstjómin yrðu að fara að sýna „grænan lit“ ef kom- ast ætti hjá skelfilegum náttúra- slysum. Sagði hann, að 20% allra íbúa Sovétríkjanna byggju á „vist- fræðilegum hörmungarsvæðum“ og önnur 40% á svæðum þar sem ástandið væri óviðunandi og færi versnandi. „Það þarf engan spámann til að sjá hvert stefnir. Astandið mun versna og koma af stað þjóðfélags- legri ólgu. Annaðhvort förum við að sjá grænan lit á flokknum eða fólkið f landinu mun taka höndum saman utan hans,“ sagði Jablokov við mikið lófatak mörg hundrað þingmanna en aðrir sátu þögulir. Gorbatsjov steig nú í pontu og tilkynnti, að fundinum yrði lokað f skamman tíma. „Ég vil biðja blaða- menn og gesti að víkja úr saln- um,“ sagði hann en frá umræðum á þinginu hefur útvarpað og sjón- varpað um öll Sovétríkin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.