Morgunblaðið - 09.06.1989, Page 41

Morgunblaðið - 09.06.1989, Page 41
41 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 Garðar ValdimarssoQ, ríkisskattstjóri: Þolið hefur aukist mikið f rá þvf ég hætti að reykja GARÐAR Valdimarsson ríkis- skattstjóri ætlar að taka þátt í Heilsuhlaupi Krabbameins- félagsins á morgun. Hann hætti að reykja á reyklausa daginn í vor og hefur skokkað regluiega síðan. Garðar segir að það sé erfitt að byrja að skokka, en eftir að hann hætti að reykja hafi þolið aukist mjög fljótt. Garðar Valdimarsson segir að ástæða þess að hann hyggst taka þátt í Heilsuhluaupinu sé sú að hann hafi hætt að reykja á reyklausa daginn í vor, 12. apríl og farið að skokka í kjölfar þess. „Aður hafði ég gert það við og við. Ég hef verið í badminton og sundi en hef alltaf gefist upp á því að skokka, því það er ekki hægt að skokka og reykja um leið. Ég reykti í- 27 eða 28 ár og hafði lengi ætlað mér að hætta. Ég var fyrir alllöngu búinn að ákveða, að velja einhvem góðan Garðar Valdimarsson, ríkis- skattstjóri. dag til þess og þegar þessi reyk- lausi dagur var haldinn lét ég verða af því.“ Garðar segir þol sitt hafa auk- ist mikið eftir að hann hætti. „Þetta var gerbreyting og mér fínnst þolið hafa aukist mjög fljótt. Á meðan ég reykti byggðist þrekið lítið upp, maður var í raun- inni alltaf að byija upp á nýtt vegna þess að maður eyðilagði allt jafnóðum með reykingunum. Ég hafði að vísu stundað sund og badminton en skokkið reynir meira á þolið. Ég hef gaman af því að skokka," bætir hann við. „Mér finnst gott að vera úti og það er líka hægt að fara í þetta hvenær sem er, hafi maður tíma til þess. Það er að vísu dálítið erfitt að byrja á þessu. Ég hleyp að jafn- aði ekki meira en 3 kílómetra í hvert sinn, þannig að ef hleyp 4 kílómetra á laugardaginn er það svona í lengra lagi. En ég ætla nú að láta mig hafa það,“ sagði Garðar Valdimarsson að lokum. Guðmundur Sigurðsson, læknir: „Oll hreyfing er mann- inum bráðnauðsynleg“ GUÐMUNDUR Sigurðsson, laeknir á heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi, skokkar 7 km. þrisvar í viku og segist ekki láta færð eða veður aftra sér frá hreyfingunni. 011 hreyfing er manninum bráð- nauðsynleg og sem læknir ráð- legg ég öllum að finna sér ein- hveija hreyfingu til að reyna á líka- mann,“ sagði Guðmundur. Sem barn og unglingur fór hann töluvert um á gönguskíðum en tók annars ekki þátt í neinum keppnis- íþróttum. Hann hafði þó alltaf reynt að halda sér í góðu líkamlegu formi, en þegar hann kom heim frá útlönd- um fyrir þremur árum fannst hon- um eitthvað vanta upp á líkams- formið. „Ég ákvað að byija að skokka reglulega. Það var þá 10-15 manna hópur sem hljóp reglulega hringinn í kringum Seltjarnamesið og ég fór að skokka með þessu fólki. Þessi hópur hefur síðan stækkað, þannig að nærri lætur að við séum um 25 talsins, bæði karlar og konur, sem skokkum um nesið þijá daga vik- unnar. Auðvitað hleypur hver og einn á sínum hraða; það er ekkert atriði að vera fyrstur, mestu máli skiptir að hafa gaman að því sem verið er að gera. Á eftir syndum við svo og látum strengina líða úr okkur í heitapottinum." Guðmundur sagði að það sem mest væri um vert fyrir fólk sem væri að byija að hreyfa sig, væri að fara ekki of geyst af stað. „Það vill oft brenna við að fólk ráðist í að skokka eða synda með heilmiklum gassagangi, og ætli þá að kippa öllu í lag í einu vetfangi. Reynslan hefur hins vegar sýnt mér að þeir sem heltast úr lestinni eru þeir sem ofgera sér. Fólk verður að athuga að það getur tekið tölu- vert langan tíma að komast í þjálf- un og því er um að gera að fara hægt af stað, hvort sem um er að ræða sund, skokk eða göngu,“ sagði skokkarinn og læknirinn að lokum. Borðtennis kl. 10.30-11.30. Sund- deild kl. 10.00-12.00. Karate kl. 11.30-12.30. Fimleikar kl. 14.00- 15.00. Blak kl. 15.00-16.00. Arnarnesvogur: Kl. 10.00-12.00 verða siglingar á seglbrettum, almennar siglingar, sjóþotur og kynning á starfsemi Vogs. Lyngás: Kl. 10.30-12.00 verða gönguferðir um Eskines og Gálgahraun. Leið- beinandi verður Jón Jónsson, jarð- fræðingur. Við Bæjarbraut: Kl. 10.00-12.00 fer fram golf- kennsla á vegum Golfklúbbs Garðabæjar. Kjóavöllur: Kl. 13.00-15.00 verður kynning á Hestamannafélaginu Andvara. Teymt verður undir börnum og unglingar sýna hesta. Skátaheimilið Hraunhólum: Kl. 15.00-17.00 verður kynning á útilífsnámskeiðum félagsins. Miðbærinn: Opið hús verður í Heilsugarðinum kl. 13.00-17.00. Reykjavík Sund, skokk, trimm og leikir: Sundlaugar borgarinnar, Vestur- bæjarlaug, Sundhöllin, Laugar- dalslaugin og Breiðholtslaugin, verða opnar frá kl. 7:30 - 17:30. Frá kl. 13:00 - 17:00 verður boð- ið upp á leiðsögn í sundi, trimmi og skokki ogjafnframt verða aðil- ar við að hjálpa börnum við barna- leiktæki sem þar verða. Aðgangur er ókeypis. Heilsuhlaup Krabbameinsfé- lags íslands 1989: Krabbameinsfélag íslands hefur veg og vanda af heilsuhlaupinu og hefst það kl. 12:00 við hús félagsins við Skógarhlíð. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 4 km og 10 km. Jafnframt verður boðið upp á „minitrimm“ fyrir yngri kynslóðina. Það hefst á sama stað en verður haldið á íþróttasvæði Vals. Verður það undir umsjón leiðbeinenda og geta því foreldrar skilið börn sín eftir þar meðan þeir taka þátt í lengri hlaupunum. Tennis: Leiðbeinendur í tennis verða á tennisvöllunum við gervigrasvöll- inn í Laugardal, svæði Víkings í Fossvogi og skólaportum Mela- skóla og Fellaskóla frá kl. 13:00 - 17:00. Körfúknattleikur: Leiðbeinendur verða við Granda- skóla, Melaskóla, Austurbæjar- skóla, Hlíðaskóla, Kennaraskól- ann, Fossvogsskóla, Breiðholts- skóla, Seljaskóla og Fellaskóla frá kl. 13:00 - 17:00. Keila: Aðgangur að Keilusalnum í Öskjuhlíð verður ókeypis frá kl. 13:00 - 16:00. Jafnframt verða leiðbeinendur til staðar á þessum tíma til þess að leiðbeina byijend- um. Golf: Félagar úr Golfklúbbi Reykjavík- ur leiðbeina byijendum á svæði félagsins að Korpúlfsstöðum. Þeir, sem hafa kylfur, leika á vellinum, en aðrir fara á æfinga- svæði og fá tilsögn í helztu undir- stöðuatriðum. Aðgangur er ókeypis. Blak: Leiðbeinendur verða til staðar við gervigrasvöllinn í Laugardal og við Vesturbæjarlaugina. Gönguferðir: Ferðafélag íslands gengst fyrir gönguferð um Elliðaárdalinn. Gengið verður frá Fossvogsskóla, upp að Höfðabakkabrú og til baka. Jafnframt verður þeim sem óska gefinn kostur á að halda göngunni áfram að efri stíflunni. Vanir fararstjórar verða með í ferðinni. Siglingar í Nauthólsvík og á Rauðavatni: Siglingaklúbbamir hafa opið kl. 13:00 - 17:00. Þar verður alm- nenningi boðið upp á afnot af bátum klúbbsins. Leiðbeinendur kenna byijendum helztu undir- stöðuatriði siglinga. AFLRAUNIR Jón Páll sigrar Jón Páll Sigmarsson, krafta- karl, sigraði á sterku aflrauna- móti sem fram fór í fímmta sinn í Glasgow í Skotlandi um helgina. í mótinu tóku þátt allir þeir kepp- endur sem taka þátt í keppninni „Sterkasti maður heirns" sem fram fer á Spáni í lok ágúst. Jón Páll, sem hefur dvalið er- iendis síðan í vor, sigraði nokkuð ömggiega. Jame Reives frá Bret- landi varð annar, Ab Wolters , Hollandi, þriðji og Bandaríkja- maðurinn Kazmair, sem þrisvar hefur unnið titilinn „Sterkasti maður heims, varð fjórði. Keppt var í sex greinum og vann Jón Páll tvær, staurakast og steinalyftu þar sem hann setti nýtt met. Það tók hann aðeins 19 sekúndur að lyfta fimm hnöt- tóttum steinum, sem vom allt að 140 kg, hlaupa með þá fimm skref og setja þá upp á misháar tunnur. Jón Páll sigraði einnig opna finnska aflraunamótið sem fram fór fyrir fimm vikum. Hann kem- ur til landsins í næsta mánuði til að undirbúa sig fyrir keppnina „Sterkasti maður heims“ á Spáni í ágúst, en hann vann þá keppni í fyrra. ÍÞRÓTTASKÓLAR Knattspyrnufélag ÍA Knattspyrnufélag ÍA gengst fyrir knattspyrnuskóla í sum- ar. Hann hefst mánudaginn 12. júní og er fyrir alla aldurshópa, stúlkur og drengi. Sigurður Jóns- son, atvinnumaður á Englandi, verður í skólanum einhveija daga og leikmenn 1 deildarliðs karla og kvenna koma í heimsóknir. Kristinn Reimarsson, íþróttakennari, stjórn- ar skólanum. Kostnaður er kr. 2.200 fyrir námskeiðið, en hvert stendur í hálfan mánuð. Tekið er við þátttökutilkynningum í síma 13311 og 11216. Þróttur Knattspyrnuskóli Þróttar mun standa fyrir flórum námskeið- um í sumar á svæði félagsins við Sæviðarsund. Um er að ræða hálfs- mánaðar námskeið. Það fyrsta hófst mánudaginn 5. júní og það síðasta 17. júlí. Þátttakendum er skipt í tvo hópa 5-8 ára og 9-12 ára. Hægt er að vera fyrir eða eftir hádegi. Umsjónarmaður skólans er Gísli Sváfnisson og skráning fer fram í síma 82817. KR nattspyrnuskóli KR mun standa fyrir fimm námskeiðum fyrir krakka á aldrinum 6—12 ára í sumar og er það fyrsta hafið. Á hveiju námskeiði verða tveir hópar: kl. 09.00-12.00 og 13.00-16.00. Skráning fer fram í síma 27181. Kennari er Geir Þorsteinsson. Garðabær Tómstundaráð Garðabæjar stendur fyrir íþrótta- og leikja- námskeiði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. I samvinnu við UMF Stjörnuna verða námskeið í fimleik- um, knattspyrnu og handknattleik, auk þess verður námskeið í reið- mennsku og siglingum. Útilífsnám- skeið verður á vegum skátafélgsins og sundnámskeið verður í nýju lauginni í Ásgarði. ÍK Iþróttafélag Kópavogs verður með íþrótta- og leikjanámskeið í Fossvogsdal í sumar. Alls verða fimm námskeið og stendur hvert námskeið, sem er fyrir börn 5-13 ára, yfir í tvær vikur. Upplýsingar í símum 79215 og 13037. Reykjavíkurborg Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur munu í sarnvinnu við íþróttafélögin Fjölni, Í.R. og Leikni standa fyrir íþróttanám- skeiðum fyrir böm á aldrinum 6-9 og 10-12 ára í viðkomandi hverfum auk Laugardals. Námskeiðin hófust sl. mánudag og em kl. 9.00-11.30 og 13.30-16.00. Innritun fer fram í félagsmiðstöðvunum Fellahelli í Breiðholti, Fjörgyn í Grafarvogi og á skrifstofu íþrótta- og tómstundar- áðs að Fríkirkjuvegi 11. FOLX ■ REAL Madríd sigraði Atl- etico Madrid 2:0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikar- keppninnar í knattspyrnu. Emilio Butragueno og Bernd Schuster skomðu mörkin. í hinum undanúr- slitaleiknum sigraði Coruna Real Valladolid 1:0. ■ VESTUR-Þ ÝZKIR knatt- spyrnufrömuðir koma saman í Frankfúrt í dag til að taka afstöðu til tillagna um róttækar breytingar á fyrirkomulagi v-þýzku deilda- keppninnar í knattspyrnu. Hug- myndin að baki tillögunum er að glæða aðsókn að knattspymuleikj- um en þær hafa mætt mikilli and- stöðu, meðal annars frá Franz Beckenbauer landsliðseinvaldi. MAUSTUR-ÞÝZK knattspymu- yfirvöld hyggja á miklar breytingar á þjálfaramálum á næstunni. Ætl- unin er að ráða fræga erlenda þjálf- ara til að leiðbeina austur-þýzkum þjálfumm og leikmönnum. Aust- ur-Þjóðverjar hafa miklar áhyggj- ur af stöðu knattspymuíþróttarinn- ar í heimalandi sínu og slöku gengi landsliðsins á alþjóðavettvangi und- anfarið. ■ DINAMO Kiev frá Sovétríkj- unum, Porto frá Portúgal og ensku liðin Arsenal og Liverpool munu leiða saman hesta sína á fjög- urra iiða móti á Wembleyleikvang- inum 29. - 30. júlí í sumar. GOLF Öldungamót á Nesvelli Keppnin um „Hornið“ á golf- vellinum á Seítjamamesi hef- ur mörg undanfarin ár verið ein vinsælasta öldungakeppn- in í golfí. Það hefst í fyrramál- ið og verða leiknar 36 holur laugardag og sunnudag. Skráning í mótið fer fram í klúbbhúsinu. Opið mót GR Golfklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir opnu móti í Graf- arholti á laugardaginn. Leikn- ar verða 18 holur með for- gjöf. Ræst verður út frá kl. 8 á laugardagsmorgun, eftir forgjöf (hæsta forgjöf fyrst). Kvennamót Opið kvennamót í golfi verður . hjá golfklúbbnum Keili í hafn- arfirði á laugardag, 1Ö. júní. Skráning stendur yfir (s.53360) í skálanum, en ræst verður út frá klukkan 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.