Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989
Innanlandsflug-
Arnarflugs:
Ný flugvél
að koma
Innanlandsflug- Arnarflugs fær
nýja flugvél í flotann um næstu
helgi. Þar er um 2ja ára gamla
vél af Dornier-gerð að ræða frá
V-Þýskalandi. Hún tekur 19
manns í sæti og þykir sérlega
hentug til lendinga á stuttum flug-
brautum og við erfiðar aðstæður.
Ami Ingvarsson framkvæmda-
stjóri innanlandsflugs Amarflugs
segir að vélin sé bæði burðarmeiri
og flugþolnari en Twin Otter-vélar
þær sem Amarflug hefur notað á
innanlandsleiðum. Með tilkomu
hennar er félagið að mæta aukningu
á flutningum þess.
Amarflug tekur Domier-vélina á
leigu í nokkra mánuði til að byija
með en síðan á að sjá til hvort hún
verður keypt eða ekki. Vélar af þess-
ari tegund kosta 3 milljónir dollara,
eða rúmar 170 milljónir króna. Verð
þeirrar vélar sem Amarflug fær er
á bilinu 2,4-2,5 milljónir dollara.
Hjartaþeginn
í lungnavél
Hjartaþeginn í Lundúnum,
Helgi Einar Harðarson frá
Grindavík, varð að fara aftur í
öndunarvél, sem hann var að
mestu laus við, í fyrrakvöld, en
nú miðar aftur í rétta átt, að sögn
Jóns A. Baldvinssonar, sendiráðs-
prests í Lundúnum.
Að sögn hans getur þetta orðið
til að fresta flutningi Helga til Hare-
field sjúkrahússins um tvo til þijá
daga.
Mánafoss
kyrrsettur
MÁNAFOSS, leiguskip Eimskipa-
félags íslands, var síðastliðinn
miðvikudag kyrrsettur í New.
York í einn sólarhring vegna
skulda þýsks fyrirtækis, sem hafði
skipið á leigu fyrir nokkrum árum.
Að sögn Jóns Sigurðssonar hjá
Ameríkudeild Eimskipafélagsins var
ástæða kyrrsetningarinnar gömul
krafa, sem fyrri rekstraraðili skips-
ins, þýska skipafélagið Oversea
Transport Intemational, hafði ekki
innt af hendi, en samkvæmt banda-
rískum lögum er hægt að velta
slfkum kröfum yfir á þá sem reka
skipið núna. Skipið var kyrrsett í
einn sólarhring en þá ábyrgðist Eim-
skipafélagið greiðslur á kröfunni. Jón
segir að um syo skamma töf hafí
verið að ræða, að líkur séu á að
kyrrsetningin raski ekki áætlun
skipsins.
Morgunblaðið/Siguröur Gunnarsson
Hrafoseyrarheiði. Þar er hátt „stál“, það er skafl öðrum megin
vegarins sem búið er að moka úr.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Á Dynjandaheiði eru enn mikil snjógöng.
Morgunblaðið/Matthias Jóhannsson
Lágheiðin er að verða fær, en þar eru enn mikil snjógöng.
Heiðavegir að opnast
HEIÐAVEGIR á Vestflörðum
eru nú að opnast fyrir umferð
fólksbfla. í dag mun veghefill
fara um Dynjandaheiði og
Hrafhseyrarheiði og búið er að
auka öxulþungann á þessum
vegum upp í 7 tonn. Að sögn
Eiðs B. Thoroddsens hjá Vega-
gerðinni á Patreksfirði ættu
þessar heiðar tvær að verða í
þokkalegu lagi fyrir umferð
fólksbíla eftir daginn í dag.
Þessar heiðar lokast strax í
fyrstu snjóum á haustin og eru
ekki opnaðar fyrr en að vori.
Snjóalög hafa verið með mesta
móti í vetur.
Lágheiðin, á milli Fljóta og
Ólafsfjarðar, er að verða fær og
er jafnvel búist við að hún verði
opnuð á morgun, að sögn yfir-
verkstjóra Vegagerðarinnar á
Sauðárkróki.
Ráðgjafarnefnd Fríverslunarbandalags Evrópu:
EFTA taki þátt með EB
í hagræðingu vöru- og
flármagnsflutninga
Ráðherraráð EFTA kemur saman í dag
Ráðgjafarnefnd Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) átti í gær
fimd með Efiiahags- og félagsmálanefiid Evrópubandalagsins í
Kristianssand í Noregi, en þar hefst í dag fúndur ráðherraráðs
EFTA. Að sögn Ólafs Davíðssonar, formanns ráðgjafarnefhdarinn-
ar, kom í gær fram mikill stuðningur við aukið samstarf bandalag-
anna tveggja í framhaldi af yfírlýsingu leiðtogafúndar EFTA í
Ósló 14.-15. mars síðastliðinn. Samstaða náðist um það í viðræðum
nefndanna tveggja að EFTA-ríkin yrðu ekki skilin útundan þegar
verið væri að auka hagkvæmni í Evrópu í fjármagnsviðskiptum
og vöruflutningum.
Lagðar voru fram tvær skýrslur
sem hafa að geyma sameiginlegar
tillögur nefndanna. Önnur skýrslan
íjallar um fjármagnsviðskipti, þar
sem fram kemur að það skipti
miklu máli að einn fjármagnsmark-
aður verði ekki bundinn við Evrópu-
bandalagið (EB) heldur nái einnig
til EFTA-ríkjanna sex, íslands,
Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Sviss
og Austurríkis. Einnig voru lagðar
fram sameiginlegar tillögur í flutn-
ingamálum. Þar er minnt á að ver-
ið sé að gera EB að einum vöru-
flutningamarkaði og það sama
þurfi að gerast annars staðar í
Evrópu. Innan EB er til dæmis lögð
mikil áhersla á aukið frelsi í flug-
samgöngum og er mælt með því
að sú þróun nái einnig til EFTA-
ríkjanna. Þessar skýrslur verða til
meðferðar innan EFTA eftir að þær
hafa verið kynntar ráðherrunum í
dag.
Ráðherrafundinn situr fyrir ís-
lands hönd Jón Baldvin Hannibals-
son, utanríkisráðherra, en hann
tekur við formennsku í ráðherra-
ráðinu um næstu mánaðamót. í
íslensku sendinefndinni eru auk
þess Hannes Hafstein, ráðuneytis-
stjóri utanríkisráðuneytisins, Einar
Benediktsson, sendiherra í Brussel,
Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
fastafulltrúi hjá EFTA, Valgeir
Ársælsson, forstöðumaður við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins, og Kjartan Jóhannsson, form-
aður Evrópubandalagsnefndar Al-
þingis.
Fundi ráðgjafamefndar EFTA
sitja fyrir íslands hönd: Ólafur
Davíðsson, framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra iðnrekenda, en hann
er jafnframt formaður ráðgjafar-
nefndarinnar, Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sölusam-
bands íslenskra fiskframleiðenda,
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands, Ari
Skúlason, hagfræðingur Alþýðu-
sambands íslands, og Benedikt
Launþegar hvattir til að leggja
bílunum í dag og á morgun
Forystumenn ASÍ og BSRB hvöttu í gær til nýrra aðgerða til
þess að mótmæla nýafstöðnum verðhækkunum. Þeim tilmælum er
beint til launþega að þeir skilji bifreiðir sínar eftir heima í dag og
á morgun og mótmæli þannig hækkun bensínverðs. Gripið er til
þessara aðgerða til þess að knýja ríkisstjómina til þess að lækka
verð á bensíni, en forystumenn launþegasamtakanna segja hækkun
bensínverðs mun meiri en nemi hækkunum erlendis.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefúr boðað til fiind-
ar með forystumönnum BSRB á fimmtudag. Til fúndarins er boðað
á grundvelli ákvæðis í samningi rikisins og BSRB um að ræða skuli
gmndvöll samningsins á tveggja mánaða fresti.
Á fundi sem Alþýðusamband Is- nein viðbrögð og því væri gripið til
lands og Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja efndu til í gær sagði
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, að almenn þátttaka í mjólk-
urbindindinu sem hvatt var til í
síðustu viku sýndi ljóslega álit laun-
þega á verðhækkununum. Hins
vegar hefðu stjómvöld ekki sýnt
frekari aðgerða nú.
Á fundinum kom fram að bensín-
hækkunin þýddi 1.328 krónur á
mánuði í aukin útgjöld hjá vísitölu-
fjölskyldu. Rúmlega helmingur
hækkunarinnar, 53,7%, rennur sem
opinber gjöld til ríkisins.
í máli Amar Friðrikssonar, vara-
forseta ASÍ, kom fram að gengið
hefði verið til samninga við ríkið í
vor í trausti þess að staðið yrði við
gefín loforð um aðhald í verðlags-
málum. Það hefði ekki gengið eftir.
Með þessum aðgerðum væri vonast
til þess að ríkisstjórnin tæki við sér
og bætti launþegum það tjón sem
þeir hefðu þegar orðið fyrir vegna
verðhækkananna.
Forystumenn launþegasamtak-
anna búast við almennri þátttöku í
mótmælunum. „Við viljum að ríkis-
stjórnin geri sér grein fyrir að laun-
þegar eru tilbúnir til þess að leggja
ýmislegt á sig til þess að standa
við gerða samninga," sagði Öm
Friðriksson. „Hins vegar vil ég taka
fram að við geram okkur grein fyr-
ir að margir eiga bágt með að
Sveinsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Sjávarafurðadeildar SÍS.
Pétur Gauti Pétursson
Mývatnssveit:
Lést í drátt-
arvélaslysi
Björk, Mývatnssveit.
ÞAÐ SVIPLEGA slys varð á Gaut-
löndum í Mývatnssveit síðastliðinn
laugardag að bóndinn þar, Pétur
Gauti Pétursson, varð undir drátt-
arvél og lést samstundis.
Pétur var 75 ára og hefur búið á
Gautlöndum alla sína búskapartíð.
Enginn sjónarvottur var að þessu
slysi en talið er að Pétur hafi verið
að opna hlið sem var á veginum en
nokkur halli var þar og vélin þá rann-
ið yfír hann með fyrrgreindum afleið-
ingum.
Pétur Gauti Pétursson lætur eftir
sig eiginkonu og ijögur uppkomin
^)nrn' Kristján
leggja bifreið sinni í tvo daga.“
Forsætisráðherra boðaði í gær-
morgun til fundar með forystu
BSRB á fimmtudag. Ögmundur
Jónasson segir boðað til þessa fund-
ar á grandvelli ákvæðis í kjara-
samningi ríkisins við BSRB þar sem
kveðið er á um að eigi sjaldnar en
á tveggja mánaða fresti skuli samn-
ingsaðilar fara yfir þróun verðlags-
mála og ræða aðgerðir sem stuðli
að því að grundvöllur kjarasamn-
ingsins haldi. Ögmundur sagði að
á fimmtudag yrðu því ræddar að-
gerðir vegna verðhækkananna á
undanfömum vikum.
Fram kom á fundinum að frekari
mótmæli gegn verðhækkunum hafa
ekki verið undirbúin af hálfu ASÍ
og BSRB.
Runólfiir Sveinn Sverrisson
Lést í bif:
hjólaslysi
22 ARA gamall maður beið bana
þegar biflijól sem hann ók fór út
af veginum skammt vestan við
Rangá við Ilellu að kvöldi laugar-
dags.
Bifhjólið var á vesturleið og hafn-
aði út af veginum skammt vestan
brúarinnar yfir Rangá. Maðurinn var
látinn þegar læknir kom að. Hann
hét Runólfur Sveinn Sverrisson til
heimilis á Melabraut 6, Seltjamar-