Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989
Morgunblaðið/Einar Falur
Iðnó kvatt með söng
Starfsfólk og allir leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur fyrr og síðar kvöddu með Qöldasöng í lok
síðustu sýningar félagsins í Iðnó síðastliðinn sunnudag. í 92 ár hefur félagið starfað í Iðnó og
næsta haust verða fyrstu sýningar félagsins í Borgarleikhúsinu. Að sögn Hallmars Sigurðssonar
leikhússtjóra hefiir ekki verið tekin ákvörðun um hvað verður um Iðnó en trúlega hefði ekki ver-
ið rekin jafh samfelld menningarstarfsemi í neinu öðru húsi hér á landi og vonandi yrði svo áfram.
Myndin var tekin þegar sviðstjaldið var fellt í síðasta sinn hjá LR í Iðnó.
3
m
VEÐURHORFUR í DAG, 13. JÚNÍ
YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandinavíu er 1032ja mb hæð, en 987 mb
lægð um 800 km suðsuðvestur af Reykjanesi hreyfist lítið og grynn-
ist heldur. Hiti breytist lítið.
SPÁ: Suð- og suðaustanátt 3—5 vindstig víðast hvar á iandinu.
Rigning á Norðaustur- og Austurlandi, en skúrir á Suður- og Suð-
vesturlandi. Annars þurrt. Hiti 8—15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Fremur hæg suð-
og suðaustanátt. Þurrt og sums staðar léttskýjað norðanlands, en
skúrir um sunnanvert landið. Hiti á bilinu 8 til 16 stig.
TAKN:
•Q - Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
^ Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / r
/ r / r Rigning
/ r r
* / *
/ * / * Slydda
/ * r
* # *
* * * * Snjókoma
•j o Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Suld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 15 léttskýjað Reykjavík 11 þokumóða
Bergen 19 skýjað
Helsinki 16 skruggur
Kaupmannah. 20 léttskýjað
Narssarssuaq 10 skýjað
Nuuk 1 hálfskýjað
Ósló 21 léttskýjað
Stokkhólmur 21 léttskýjað
Þórshöfn 12alskýjað
Algarve vantar
Amsterdam 23 léttskýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Berlín 22 léttskýjað
Chicago 17 skúr
Feneyjar vantar
Frankfurt 19 skýjað
Glasgow 20 skýjað
Hamborg 21 léttskýjað
Las Palmas vantar
London 26 skýjað
Los Angeles 14 léttskýjað
Lúxemborg 19 lóttskýjað
Madríd 30 léttskýjað
Malaga 28 heiðskfrt
Mallorca 26 léttskýjað
Montreal 12 heiðskírt
New York 19 léttskýjað
Orlando 25 þokumóða
París vantar
Róm * vantar
Vín 21 léttskýjað
Washington 19 atskýjað
Winnipeg vantar
Strand Barðans:
Skipstjóri sviptur
réttindum í tvö ár
Siglingadómur dæmdi fyrir nokkru réttindi af skipsfjóra Barðans
GK 475, sem strandaði á vestanverðu Snæfellsnesi þann 14. mars 1987.
Dómurinn leit svo á, að skipsljórinn hefði sýnt af sér vítavert gáleysi
við stjórn skipsins og orðið með því valdur að strandinu. Hann var
sviptur skipsstjórnarréttindum í tvö ár, auk þess sem hann var dæmdur
í tveggja mánaða varðhald, skilorðsbundið í tvö ár, og gert að greiða
sakarkostnað. Hann má gegna stýrimannsstöðu meðan á sviptingu
stendur.
Að morgni laugardagsins 14. mars
1987 strandaði vélbáturinn Barðinn
GK 475 á vestanverðu Snæfellsnesi,
skammt norðan Hólahóla. Sjór var
þungur, 7 vindstig, myrkur og élja-
gangur. Eftir að skipið strandaði
náði skipstjórinn sambandi við vél-
bátinn Höfrung II, sem tilkynnti um
strandið, en samband við Barðann
rofnaði eftir það. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar fór á staðinn og bjargaði
skipveijunum níu í land. Ekki var
talið að björgun af sjó væri möguleg.
Skipstjórinn var ákærður fyrir að
hafa orðið valdur að strandinu með
yfirsjón og vanrækslu með því að
hafa, eftir að hann kom á stjómpall
skipsins um kl. 5 og taldi sig vera
um 4 mílur frá landi, siglt skipinu á
hægri ferð í átt að landi, þrátt fyrir
vestan 7 vindstig, þungan sjó og að
hann ætti ekki möguleika á að stað-
setja skipið með nokkurri nákvæmni
sökum myrkurs og éljagangs, bilaðs
radars, óvirks lórantækis og lítilla
upplýsinga um dýpi og með því að
yfirgefa stjómpall skipsins um kl.
6.15 og láta skipið reka við þessar
aðstæður með mannlausan stjómpall
í 10-15 mínútur uns það strandaði.
Krafist var að. skipstjórinn yrði
dæmdur til refsingar, til sviptingar
skipsstjórnarréttinda og til greiðslu
alls sakarkostnaðar.
í niðurstöðum Siglingadóms er í
fyrsta lagi bent á, að í framburðum
í málinu hafí hvergi komið fram að
skipstjórinn hafi siglt skipinu á hægri
ferð í átt að'landi, eins og sagði í
ákæru, heldur að hann hafi siglt
meðfram landi og á þessu sé megin-
munur. Þá fáist staðhæfing í ákæra
um litlar upplýsingar um dýpi ekki
staðist, þar sem dýptarmælir Barð-
ans hafi verið í lagi og sjókort af
svæðinu nákvæm. Hins vegar hafi
skipstjórinn sýnt af sér vítavert gá-
leysi við stjórn skipsins við ríkjandi
aðstæður og orðið með því valdur
að strandinu. Siglingadómur taldi þó
ekki að brotið varðaði við 4. mgr.
220 gr. hegningarlaga, svo sem ríkis-
saksóknari taldi, þar sem ekki yrði
talið að það hefði verið framið í
ávinningsskyni, af gáska eða á annan
ófyrirleitinn hátt.
Refsing skipstjórans þótti hæfi-
lega ákveðin tveggja mánaða varð-
hald, en fullnustu refsingarinnar var
frestað og fellur hún niður að tveim-
ur áram liðnum, haldi ákærði al-
mennt skilorð. Þá var hann sviptur
skipsstjórnarréttindum í tvö ár frá
birtingu dómsins og gert að greiða
allan sakarkostnað, þar nmeð talin
saksóknarlaun til ríkissjóðs, 40 þús-
und krónur, og málsvarnarlaun skip-
aðs veijanda síns, 40 þúsund krónur
auk söluskatts. Skipstjórinn hefur
ákveðið að una dóminum, þ.e. áfrýja
honum ekki.
Dómarar voru Gunnlaugur Briem,
dómsformaður og meðdómsmennirn-
ir Guðmundur Kjærnested, Hrafnkell
Guðjónsson, Sveinn B. Hálfdánarson
og Þorgeir Pálsson.
Borgara-
fundur um
eignarskatt
ALMENNUR borgarafimdur
um eignarskatt verður hald-
inn að Hótel Borg í kvöld
klukkan 20.30.
í fundarboði segir, að fjallað
verði um það misrétti sem bitni
á ekkjum, ekklum og einstakl-
ingum samkvæmt nýsam-
þykktum breytingum á lögum
um eignarskatt.
Á fundinum mun Þuríður
Pálsdóttir söngkona flytja
ávarp. Erindi flytja Sigurður
Líndal lagaprófessor, Sigurður
Tómasson endurskoðandi og
Kristjana Milla Thorsteinsson
viðskiptarfræðingur.
Ný ljóðabók eftir
Jóhann Hjálmarsson
ÚT ER komin hjá Örlaginu í
Reykjavík ljóðabókin Gluggar
hafsins eftir Jóhann Hjálmars-
son. Þetta er þrettánda ljóðabók
Jóhanns en Qögur ár eru nú liðin
frá því siðasta frumsamda bók
hans, Akvörðunarstaður myrk-
ríð, kom út.
I frétt frá Örlaginu segir, að Jó-
hann hafí víða komið við í Ijóðagerð
sinni á þeim 33 áram sem liðin eru
síðan fyrsta æskuverk hans leit
dagsins ljós. Hann hafi lengi verið
í fremstu röð íslenskra súrrealista,
einn af helstu merkisberam hins
svokallaða opna ljóðs og heimildar-
skáldskapar á síðasta áratug og
loks verið mikilvirkur þýðandi er-
lendra ljóða. Síðastliðið haust gaf
Örlagið einmitt út þýðingasafnið í
skolti Levíatans.
Gluggar hafsins er 56 blaðsíður
að stærð og skiptist í sjö kafla. í
frétt Örlagsins segir að í heild sé
eitt helsta einkenni bókarinnar
mannleg hlýja og léttleiki. „Síðasti
kafli bókarinnar, Endurtekningar,
er ortur í Málaga á Spáni, þegar
Jóhann dvaldist þar í skáldaleyfi á
síðasta sumri. Jóhann hefur áður
sótt sér innblástur suður á Pýrenea-
skaga, en í Gluggum hafsins hefur
honum á athyglisverðan hátt tekist
að flétta saman tilfinningaríki og
galsa suðursins og hina djúpu al-
vöra sem oft er talin einkenna norð-
urbúa. I fjórða kafla bókarinnar,
Jóhann Hjálmarsson
Heim, koma fyrir minni úr fornsög-
um, en fyrir áðurnefnd áhrif verður
skírskotun ljóðanna bæði víðfeðm
og nýstárleg,“ segir í fréttinni.
Gluggar hafsins er prentuð og
bundin í Prentstofu G. Benedikts-
sonar hf. Málverk á kápu er eftir
spænska málarann Pablo Picasso.
Örlagið hefur, auk fyrrgreindra
bóka, áður gefið úr bækurnar Dag-
bók Lasarusar og Frostmark, báðar
eftir Kjartan Árnason.