Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989
Eng*ill á gægjum
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Gunnar Hersveinn:
TRÉ í HÚSI.
Ljóð. Eigin útgáfa 1989.
Ljóð Gunnars Hersveins eru
rómantísk í þeim skilningi að það
er hinn svarti seiður sem víða skýt-
ur upp kolli í þeim. Helsti kostur
þeirra er að þau eru myndrík og
oft litrík og þrátt fyrir vissan
óhugnað er í þeim lífsgleði og kæti:
Nakin
með svartan auplepp
og persneskan kött í fangi
beinir hún að mér brúnu auganu.
Hljóðalaust legg ég vopn mín niður,
lyfti höndum til himins.
Myrkrið dynur á mér
og kötturinn lepur blóð úr bijósti mínu.
Þannig hljóðar Augasteinn.
Lífið og þá fyrst og fremst
einkalífið er skoðað gegnum
gluggarúðu eða skráargat. Það
getur jafnvel komið fyrir að á
stofuglugganum „stendur ófleyg-
ur engill á gægjum“.
Stundum er líkt og lesandinn
sé að lesa ljóð frá öðrum tíma.
Þá gerist það að tungl speglast í
silfurlind og hjarta dafnar í dag-
garperlu. Fleiri slík dæmi mætti
nefna sem gera ljóð Gunnars Her-
sveins óþarflega gamaldags. Hann
á sér þó málsvöm í því að hnit-
miða ljóð sín og vanda málfarið.
Ég hafði gaman af því að lesa
ástaljóðin sem flest lofa girndina.
En Gunnar Hersveinn sem virðist
eins konar „næturprins" getur líka
ort um annað. Stutt ljóð, Vegir,
sannar það, að mínu mati vel
heppnað þótt ekki geti það talist
yfirmáta frumlegt:
Gunnar Hersveinn
Ég gekk minn veg
og mætti honum.
Hann sagði fylgdu mér
og við lögðum af stað
en hjarta mitt fór aðra leið.
*
„A menntamannahásléttu“
eftir Hallgrím
Guðmundsson
Óskaplega er þarft að birt skuli
grein í upplagsstærsta blaði ís-
lands, grein sem ber heitið „Hafa
íslendingar eignast menntamanna-
hásléttu með villuráfandi varúlf-.
um.“
Greinin er skrifuð af Guðjóni
Tómassyni fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra og kennara, núver-
andi formanni skólanefndar Iðn-
skólans í Hafnarfirði og fulltrúa
í skólaneftid Hafharfjarðar.
(Síðustu tveir titlamir eru ekki
Hafnarfjarðarbrandari heldur stað-
reynd.)
Hér með eru allir sem þessar
línur lesa hvattir til að lesa nefnda
grein. Hún birtist 25. maí 1989 á
bls. 20 og 21 í Morgunblaðinu.
Nú, hvers vegna er svona þarft
að fá til lestrar svona grein? Jú,
það er einkum miðhluti greinarinn-
ar þar sem verið er að bera saman
vinnustundir kennara og verkstjóra
í vélsmiðju, vinnustundir sem liggja
að baki sömu árslaununum, í þessu
tilviki 900 þúsund. Sagt er í grein-
inni að kennari vinni 576 klukku-
stundir á ári en verkstjóri 1800
klukkustundir á ári.
Skólanefndarformaðurinn og
skólanefndarfulltrúinn fer að sjálf-
sögðu með rétt mál? Hann er vita-
skuld gjörkunnugur kjarasamning-
um kennara og verkstjóra eftir
margra ára afskipti af skólamálum
og sem framkvæmdastjóri. Hann
veit að sjálfsögðu hvað felst í við-
veruskyldu kennara og kjarasamn-
ingi verkstjóra.
Það er svo fróðlegt að fá svona
viðho'rf og rangfærslur fram og
gefast þar með tækifæri til að leið-
rétta.
„Þeir eru að berjast
fyrir bættum skóla,
skóla með ánægðu
starfsliði, skóla með
aðstöðu til hvetjandi,
gefandi og skapandi
starfs.“
Einnig er vert að velta fyrir sér
hvað fólk heldur sem ekki er kunn-
ugt málum, þegar maður sem tekur
að sér að vinna að skólamálum fyr-
ir almenning sýnir svona ótrúlega
vankunnáttu á þeim málum sem
hann á að teljast fróður um, hvað
með önnur mál er varða skóla? Hér
skal gerð grein fyrir vinnuskyldu
kennara í framhaldsskóla: Vinnu-
tími framhaldsskólakennara í fullu
starfi skal vera 40 klukkustundir á
viku til jafnaðar yfir árið.
Árlegur starfstími í framhalds-
skólum á að vera 34 vikur, kennslu-
og prófvikur, eða 9 mánuðir.
Vinnutími kennara er skilgreind-
ur á eftirfarandi hátt:
a. Viðverutími í 28 klukkustund-
ir á viku á árlegum starfstíma
skóla. Þessa vinnu skal kennari
vinna í skólanum og hún er:
Kennsluskylda 26 kennslustundir
sem styttist í 22 kennslustundir
þegar kennari er orðinn 55 ára og
styttist aftur í 17 kennslustundir
þegar kennari verður 60 ára. Til
viðveruskyldu teljast einnig störf í
þágu skóla svo sem viðtalstími,
umsjón með bekk, námsmat,
skýrslugerðir, kennarafundir, for-
eldrafundir, samstarf kennara, yfir-
setur í prófum og fl.
b. Undirbúningur undir kennslu
er rúmar 20 klukkustundir á viku
allan starfstíma skólans. Þessa
vinnu innir kennari af hendi þar sem
Göngudagur Qöl-
skyldunnar 1989
HVITA
UNGMENNAFÉLAG íslands og
Bandalag íslenskra skáta gangast
fyrir „Göngudegi fjölskyldunnar"
helgina 24. og 25. júní 1989 þ.e.
laugardag og sunnudag.
Göngudagur fjölskyldunnar hefur
verið árviss viðburður hjá ungmenna-
félögunum frá árinu 1979. Fram-
kvæmdin nú er í höndum ungmenna-
félaga og skátafélaga á hveijum
stað, þar sem BÍS og UMFÍ hófu
samstarf um þetta verkefni árið
• 1987. Landssamtökin sjá um sameig-
inlegan undirbúning, kynningu
ásamt viðurkenningu fyrir þátttöku
i göngunni. Á síðastliðnu ári tóku
um 2-3.000 manns þátt í Göngudegi
fjölskyldunnar. Þátttakan hefurverið
misjöfn frá ári til árs en margur
hann hefur aðstöðu og þegar honum
hentar. (Þessi sveigjanleiki í vinn-
utíma er ef til vill einn af stærstu
kostunum við kennarastarfið).
Til undirbúnings telst m.a. að
skipuleggja kennslu svo sem
kennslustundir, annir, kennsluár.
Útbúa verkefni og fara yfir þau.
Semja skyndipróf, áfangapróf,
lokapróf og fara yfír prófín. Meta
vinnu nemenda, verklega og bók-
lega.
c. Auk þess er ætlast til þess að
kennari veiji um 150 klukkustund-
um á ári utan starfstíma skóla til
að undirbúa kennslu og halda sér
við í kennslugrein sinni. Skóli getur
ráðstafað kennurum í hluta af þess-
um tíma ef hann vill og telur æski-
legt.
Margir kennarar nýta þennan
tíma til að sækja námskeið á sumr-
in og vinna vinnu sem tengist þeirra
kennslugrein.
Þessi tími svarartil 1800 klukku-
stunda sem er sami tími og verk-
stjórans.
Til upplýsingar fyrir skólanefnd-
arformanninn er þessa skilgrein-
ingu að finna í sérkjarasamningi
fyrir framhaldsskóla.
Að lokum þetta: Hvers vegna
fara félagar í BHMR í verkfall?
Að öllum líkindum til þess að
rétta hlut sinn launalega svo þeir
geti einbeitt sér við þau störf sem
þeir hafa lært og þurfí ekki að vina
óhóflega yfirvinnu eða vera á snöp-
um eftir aukavinnu, þannig að þeir
geti gengið heilir og óskiptir í að
„auka verðmætasköpun" (orð Guð-
jóns).
Hvers vegna fara kennarar í
verkfall?
Þeir eru að beijast fyrir bættum
skóla, skóla með ánægðu starfsliði,
skóla með aðstöðu til hvetjandi,
gefandi og skapandi starfs. Skóla
sem lætur bókvit og annað vit m.a.
í askana.
Höftindur er iðnskólakennari.
eftir Sigurjón Rist
Hjálmar R. Bárðarson fv. siglinga-
málastjóri hefur sent frá sér mikla
og glæsilega bók, sem heitir: Hvítá,
frá upptökum til ósa. Hér er átt
við Hvítá í Ámessýslu, þ.e.a.s. allt
vatnasviðið Hvítá/Ölfusá. Bækur
Hjálmars eru vel þekktar t.d. bókin
Is og eldur. Þar hagnýtir Hjálmar
sér ljósmyndir til að gera fyrirbæri
jökulíss auðskilin, svo að segja hveij-
um manni. Með bókinni Fuglar kom
Hjálmar enn á ný öllum á óvart,
nema þeim sem gjörþekkja hann.
Við lestur bókarinnar gat engum
dulist fágæt natni og þrautseigja.
Hvítá er vafalítið eitt merkasta verk
Hjálmars, heimildasöfnun er vítt að
fengin, jöfnum höndum sótt til jarð-
sögu landsins og sögu þjóðar.
Fyrsti kafii bókarinnar fjallar um
hringrás vatnsins á jörðinni. Næst
er vikið að vatnsfallategundum og
vatnaskilum. Efstu upptök Hvítár
eru við jaðar Langjökuls efst í
Hundadal við forna jökulöldu milli
Langjökúls og Þjófadalafjalla. Þar
eru vatnaskil milli Norður- og Suður-
lands. Bókin greinir frá ánni og
umhverfi -hennar í hnitmiðuðum
áföngum, allt þar til hún hverfur í
sæ sunnan Oseyrarbrúar. Engum
þverám né stöðuvötnum er gleymt.
Margbreytilegum náttúrufyrirbær-
um á bökkum árinnar er helgaður
verulegur hluti af ljósmyndum og
lesmáli bókarinnar.
Bókin er 440 blaðsíður, Ijósmyndir
680, kort og teikningar 70.
Eftirfarandi staðir, auk margra
annarra, eiga sérkafla í bókinni:
Langjökull, Hveravellir, Kjölur, Kerl-
ingarfjöll, Hofsjökull, Gullfoss, Geys-
ir, Skálholt, Laugarvatn, Þingvellir,
Sog, Ölfusá, Selfoss, Hveragerði,
Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorláks-
höfn. Alls eru slíkir landshlutakaflar
25 talsins.
Myndavélin er voldugt tæki í hönd-
um Hjálmars. Við það kannast allir,
sem á annað borð þekkja bækur
hans. Á skemmtilegan hátt sýnir
hann Hestfjall á tveimur myndum á
bls. 324. Önnur myndin er Hestíjall
nú á dögum. Á hinni er Hestfjall að
mestu sokkið í sæ. Hún á að sýna
hæstu sjávarstöðu við Hestfjall eftir
ísaldarlok, að því er setlagarann-
sóknir benda til.
Bókin er vandlega unnin bæði að
efni og ytra frágangi. Aðeins má þó
fínna í kafla 15 Brúarhlöð bls. 207
nokkra ónákvæmni, eða öllu heldur
þyrfti kaflinn að vera ýtarlegri til
þess að mergur málsins kæmi fram,
en þar stendur: „ . . . í ofsavatna-
vexti í Hvítá í mars 1930, laskaðist
sú brá einnig og var þá gerð enn
hærri brú, sem staðið hefur síðan.“
Síðustu fjögur orðin ættu að falla
burt. Jámgrindarhluti brúarinnar var
fluttur burt 1959 og stendur nú með
sóma á Dalsá á Tungufellsdal. Átök
og eðli Hvítár kæmu mun skýrar
fram, ef haldið væri örlítið lengra
áfram með atvikaröðina á Brúar-
hlöðum. Árið 1934 var brúin lengd
og hækkuð um einn metra. Ofsaflóð
með miklum jakaburði kom í Hvítá
2. mars 1948. Handrið og hand-
riðsstöplar straummegin lögðust inn
maðurinn hefur hafið fastar göngu-
ferðir í framhaidi af Göngudeginum.
Almennt eru gönguferðir á bilinu
tveir til sjö tímar. Ef göngudagurinn
verður á öðrum tíma en að ofan
greinir verður það auglýst sérstak-
lega á viðkomandi stöðum.
Kappkostað er að vanda valið á
leiðsögumönnum sem þekkja vel
staðþætti. Þannig er reynt að gera
gönguna sem forvitnilegasta þar sem
lýst er ömefnum, helstu kennileitum
og merkilegum atburðum sem tengj-
ast svæðinu. Mörg félög hafa tengt
ýmsar uppákomur Göngudeginum
eins og grillveislur, fjölskylduleiki og
annað skemmtilegt. Göngudagurinn
er því víða um land orðinn sannkall-
aður útivistardagur fjölskyldunnar,
segir í fréttatilkynningu.
★ Fyrirtæki til sölu ★
★ Heildverslun með matvöru, innflutning og vinnslu.
★ Gistiheimili við miðbæinn.
★ Bílaverkstæði. Mikil verkefni.
★ Krá, gott eldhús. Frábær staðsetning.
★ Heildverslun með byggingarvörur. Góð merki.
★ Veitingastofa. Smurt brauð í miðbænum.
★ Barnafataverslun ein sú besta.
★ Fjöldi fyrirtækja á söluskrá.
Upplýsingar á skrifstofunni kl. 10-16 virka daga.
VARSLAhf
FYRIFHÆKJASALA
Skipholti 5, 105 Reykjavik, Sími 622212
Hjálmar R. Bárðarson
„Hvítá er vafalítið eitt
merkasta verk Hjálm-
ars, heimildasöfnun er
vítt að fengin, jöfiium
höndum sótttil jarð-
sögu landsins og sögu
þjóðar.“
á brúna, en undan straumi lagðist
handrið og handriðsstöplar út af
brúnni, gólf haggaðist ekki. Áin sóp-
aði burt uppfyllingum við enda brúar-
innar, eins og hún væri að búa í
haginn fyrir sig fyrir næsta stórflóð.
Brúnni var gerbreytt 1959.
Efnisatriða- og örnefnaskrá er í
bókinni. Ritskrá er glögg. Heimildir
eru gefnar upp sérstaklega fyrir
hvert kaflanúmer bókarinnar.
Bókin á erindi til fólks langt út
fyrir mörk Árnessýslu.
Höftmdur er vatnamælingamaður.
Einbýli - raðhús
Seltjarnarnes: tíi söiu raöh. i
Kolbeinsstaðarmýri. Húsin eru tvær
hæðir með innb. bílsk. alls 183,5 fm.
Húsin afh. í okt. nk. fok. að innan en
fullb. að utan þ.m.t. garðskáli. Eignar-
lóðir. Verð 7426 þús.
Víðihlíð - Rvík: 189,4 tm
glæsil. raðh. á góðum útsýnisst. Teikn.
á skrifst.
Ásvallagata: 250 fm giæsii.
einbhús. Mjög rúmg. stofur. Falleg lóð
með verönd. Bílsk. Verð 13,5 millj.
4ra-6 herb.
Fálkagata: 5-6 herb. falleg íb.
sem er hæð og ris. Mögul. er á að
hafa séríb. í risinu. Glæsil. útsýni. Verð
7,1-7,2 millj.
Hrafnhólar: 4ra-5 herb. mjög
stór og björt íb. á 3. hæð. Nýl. parket.
Verð 6 millj.
Kelduhvammur: 5 herb. efri
hæð í tvíbhúsi. Sérþvottah. á hæð.
Góður garður. Laus fljótl. Verð 6,2 millj.
Í Vogunum: 3ja herb. falleg og
björt endaíb. á 1. hæð. Laus strax.
Verð: Tilboð.
Eskihlíð: Um 60 fm góð kjíb. Sér-
inng. og hiti. Danfoss. Nýtt gler. Verð
3,8-3,9 millj.
3ja herb.
Snorrabraut: 2ja herb. þokkal.
íb. á 2. hæð. Skipti á stærri eign koma
til greina. Verð 3,1 millj.
Unnarbraut: 2ja herb. gæsil. íb.
á jarð hæð. Verð 3,6-3,7 millj.
EIGNA
MIÐIiININ
27711
t> INGHOltSSTRÆTI
Svenir Kristinsson, solustjori - Þotlcifur Gudmundsson, solum.
Þorólfur Halldorsson, logfr. - Unnstcinn Beck, hrl„ simi 12320