Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989
Reglur um hreinsibún-
að bifreiða samþykktar
Lúxemborg. Reuter.
SAMÞYKKT hefur verið að innan Evrópubandalagsins (EB) skuli gilda
strangar reglur um hreinsibúnað smábíla. Talsmaður EB sagði að regl-
urnar kvæðu meðal annars á um að þrívirkur efnahverfill (katalísator)
og tölvustýrð, bein innspýting yrði að vera í öllum gerðum nýrra bíla
frá og með 1. júlí 1992 og í nýjum gerðum smábíla frá og með 31.
desember 1992.
Hafðar voru til hliðsjónar reglur
sem EPA, bandarísk stofnun sem fer
með mengunarvarnarmál, hefur sett
bandarískum bílaframleiðendum um
nokkurt skeið.
Bandaríkin;
Stærsta „borg“
heims ekki enn
á landakortum
Florída. Frá Atla Steinarssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
EINA risastórborgin, sem til
er I Bandaríkjunum, hefur enn
ekki verið merkt sem slík á
nein landakort. Á manntals-
skrifstofu Bandaríkjanna er oft
um hana rætt, enda býr sjötti
hver Bandaríkjamaður í þess-
ari risastórborg, eða „mega-
pofis“ eins og slík svæði, sem
verða til við samruna margra
borga, eru nefiid í Banda-
ríkjunum.
Sérfræðingamir nefna risa-
stórborgina Bowash og dregur
hún nafn sitt af því að hún nær
frá Boston í norðri til Washington
D.C. í suðri. Á manntali sem
gert var 1987 kom í ljós að á
þessu svæði búa 42,5 milljónir
manna eða 17% allra Bandaríkja-
manna. Mörk þess, hvenær svæði
verður að risastórborg, eru miðuð
við 10 milljónir íbúa. Onnur skil-
yrði eru að borgirnar séu sam-
felldar, mikil efnahagsleg tengsl
séu um allt svæðið og samgöngur
vel skipulagðar.
Þau svæði í Bandaríkjunum
sem nálgast það að vera risastór-
borgir eru San-san - svæðið frá
San Diego til San Francisco -
og Chipitts - frá Chicago tii
Pittsburgh. Þau eiga þó enn langt
í land, en Kalifomíusvæðið, San-
San, er nær markinu. Sérfræð-
ingar segja að næsta risastór-
borgin verði í Suður-Kalifomíu
og líklegast á svæðinu milli San
Diego og Los Angeles.
Þrívirkur efnahverfill hreinsar út-
blástur frá bifreiðum og dregur úr
mengun vegna efna sem berast út í
andrúmsloftið. Með beinni, tölvu-
stýrðri innspýtingu næst hámarks-
nýting á eldsneyti.
Talsmenn grænfriðunga telja að
með þessum hætti sé unnt að minnka
hættuleg efpi í andrúmsloftinu frá
útblæstri bifreiða um 75%. Talið er
að búnaðurinn leiði til 7% hækkunar
á verði bifreiða en hann verður sam-
kvæmt nýju reglunum settur í bíla
með 1,4 lítra og þaðan af minni vélar.
Reuter
Um tvö hundruð pólskir and-kommúnistar voru fyrir utan pólska sendiráðið í London í gær þegar
Wojciech Jaruzelski, leiðtoga pólska kommúnistaflokksins, bar þar að í gærkvöldi. Jaruzelski hitti Marg-
aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sem hét því að styðja pólsk stjórnvöld í byggja upp efhahag
þjóðarinnar.
Heimsókn Jaruzelskis til Bretlands:
Thateher hyggst beita sér
fyrir aðstoð við Pólverja
Lundúnum. Reuter.
WOJCIECH Jaruzelski, leiðtogi Póllands, sagði á sunnudag að
viðræður hans við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, um helgina hefðu verið mikilvægt skref í átt til bættra
samskipta Pólveija við Vesturlönd.
Þetta var fyrsta opinbera heim-
sókn leiðtoga Póllands til Bret-
lands frá því í heimsstyrjöldinni
síðari. Jaruzelski sagði að Thatc-
her hefði heitið því að beita sér
fyrir því að vestræn ríki veittu
Pólveijum aðstoð við að grynnka
á erlendum skuldum sínum og
blása nýju lífi í efnahaginn. „Ég
tel einkar mikilvægt að hún hét
okkur stuðningi í samningum við
Evrópubandalagið og önnur vest-
ræn ríki,“ bætti hann við.
Talsmaður bresku stjórnarinnar
sagði að Thatcher hefði meðai
annars heitið Pólveijum stuðningi
í samningaviðræðum við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn og að stofnaður
yrði sjóður er fijármagnaði þjálfun
stjórnenda fyrirtækja í Póllandi
og aðstoðaði við að koma á mark-
aðsbúskapi í landinu. Thatcher
hrósaði Jaruzelski fyrir umbæ-
turnar sem átt hafa sér stað í
Póllandi að undanförnu. „Þetta er
upphafið að lýðræði í landinu,“
sagði Thatcher, sem átta árum
áður hafði fordæmt hershöfðingj-
ann fyrir að setja herlög til að
bijóta Samstöðu, óháðu pólsku
verkalýðshreyfinguna, á bak aft-
ur.
Jaruzelski og Thatcher ræddust
við í íjorar klukkustundir á laugar-
dag og var heimsókn hans til Bret-
lands liður í herferð hans fyrir
efnahagslegum stuðningi vest-
rænna ríkja í kjölfar umbótanna í
Póllandi. Á næstu tveimur mánuð-
um ræðir hann við George Bush
Bandaríkjaforseta, Helmut Kohl,
kanslara Vestur-Þýskalands, og
Francois Mitterrand Frakklands-
forseta.
Danmörk:
Kvennaflokkurimi undirbýr framboð
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bniun, fréttaritara Morgunblaðsins í Danmörku.
HINN nýi danski kvennaflokkur notaði tækifærið á kvennaþingi
um síðustu helgi og safhaði undirskriftum til að fá rétt til að taka
þátt í kosningum til Þjóðþingsins.
Margar konur sýndu flokknum til að taka þátt í stefnumótun.
áhuga þegar hann var stofnaður Félagar í þessum nýja stjórn-
á síðasta hausti en erfiðlega hefur málaflokki eru nú um eitthundrað
gengið að fá konur til starfa og talsins, en forsvarsmenn hans von-
ast til þess að hægt verði að bjóða
fram lista eingöngu skipaðan kon-
um, í sveitarstjórnarkosningum í
haust. Stefna flokksins er sú að
það sem sé gert fyrir konur og
börn sé einnig gott fyrir karlmenn
og þjóðfélagið í heild.
Indverjar gætu orðið flöl-
mennasta þjóð veraldar
Nýju Delhí. Reuter.
800 milljónum smokka er dreift á ári hveiju í Indlandi og
óftjósemisaðgerðir eru framkvæmdar þar á allt að fímm
milljónum karla og kvenna. Samt fæðast 17 milljónir barna
á ári í landinu.
Eitt bam fæðist á annarri
hverri sekúndu og þessi fæðing-
artíðni gæti orðið til þess að Ind-
veijar yrðu fjölmennasta þjóð
veraldar eftir nokkra áratugi.
Samkvæmt spám Sameinuðu
þjóðanna verður íbúafjöldinn í
Kína um 1,49 milljarðar árið
2025 og 1,45 milljarðar í Ind-
landi. Indversk yfirvöld spá því
að íbúafjöldinn í Indlandi, sem
nú er 807 milljónir, verði um
einn milljarður um aldamótin og
1,6 milljarðar árið 2035.
Indland er þegar helmingi
þéttbýlla en Kína og hefur fólks-
fjöldinn þrengt mjög að náttú-
ranni og valdið vandamálum í
borgum. Erfitt er að veita ýmsa
nauðsynlega þjónustu, t.a.m. að
tryggja nægjanlegt vatn og raf-
magn. „Fyrir fátækt þróunar-
land eins og Indland hefur þessi
mikla fólksfjölgun gert að engu
viðleitni okkar til að bæta
lífskjörin í landinu,“ sagði áætl-
anaráðherra landsins við þing-
nefnd í síðasta mánuði.
Heilsugæslan í landinu hefur
batnað, hungursneyðum og al-
varlegum farsóttum hefur verið
útrýmt. Indveijar mega nú búast
við að ná 58 ára aldri en náðu
ekki nema 32 ára aldri að meðal-
tali þegar Indland hlaut sjálf-
stæði frá Bretlandi árið 1947.
I skýrslu áætlananefndar Ind-
lands er varað við ýmsum hætt-
um sem gætu stafað af óheftri
fólksfjölgun í landinu.
• Hætta er á að matvælafram-
leiðslan verði ekki í samræmi við
fólksfjölgunina.
• Fátæklingum gæti fjölgað og
ólæsi orðið almennara. Alvarleg
heilbrigðisvandamál gætu komið
upp.
• Skortur á landi og atvinnu-
leysi gætu valdið upplausn í sam-
félaginu og óeirðum.
• Umhverfisspjöll gætu orðið
alvarlegri og eyðing skóga gæti
orðið til þess að flóð og þurrkar
yrðu tíðari.
„Slíkir spádómar hafa lítil
áhrif á hegðan fólks,“ segir Ge-
orge Walmsley, yfirmaður nefnd-
ar Sameinuðu þjóðanna er falið
hefur verið að stemma stigu við
fólksfjölgun í Indlandi. Hann
segir að indverskum stjórnvöld-
um hafi orðið nokkuð ágengt í
baráttu sinni fyrir því að draga
úr fólksfjölguninni en ekki náð
takmarkinu. Erfíðast sé að ná
árangri í stijálbýli landsins, þar
sem menntun kvenna sé minni
en í borgunum.
Reuter
Heimilislausir Indverjar sofa á lestarstöð í Nýju Delhí. Indversk
yfirvöld spá því að Indverjar verði fleiri en Kínverjar eftir nokkra
áratugi og vara við hættu á fjölgun fáttæklinga og upplausn í
samfélaginu vegna fólksfjölgunar.