Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 40
4bf
MÖRGi/nBLAÐIÖ ÞRIÐJlíDÁblJR Í3. JUNÍ 1!>89
Hvað er borgaraleg ferming og
hvað er siðrænn húmanismi?
eftir Gísla
Gunnarsson
Hér verður fjallað um siðræna
manngildisstefnu, sem er þýðing á
hugtökunum etískur húmanismi.
Nýlega fór fram borgaraleg ferming
hér á landi og fyrirmynd að henni
var sótt til samtaka etískra húman-
ista erlendis. Ekki hafa allir skilið
þá hugmyndafræði, sem slík samtök
styðjast við, t.d. var slíkur skilningur
ekkert skilyrði fyrir þátttöku í ferm-
ingarathöfninni. En það hefði að
sjálfsögðu verið í andstöðu við frjáls-
lyndi siðræns húmanisma að gera í
upphafi kröfu um einlita hugmynda-
fræðilega afstöðu.
Fýrst verður hér Qallað nokkuð
um ferminguna en síðan manngildis-
stefnu.
Fermingin
Að fermast borgaralega er ekki
endilega merki um trúleysi. Ferming-
arbaminu og foreldrum þess getur
fyrst og fremst ofboðið sú hræsni,
sem óneitanlega felst stundum í
kirkjulegri fermingu, að játa trúnað
við Krist til að tryggja sér góða gjafa-
hátið. Að neita kirkjulegri fermingu
við þessar aðstæður er því ákveðin
siðræn afstaða sem kristnir menn
ættu að geta virt.
Einnig getur fermingarbarnið haft
agnostísk viðhorf (agnostisismi =
að vera ekki viss um tilvist yfirn-
áttúrulegra afla eða „guðsríkis").
Það telur því réttara að gefa eng-
in heit. Sum fermingarbörnin eru
hins vegar viss í sinni sök og telja
guðdóminn ekki vera til; heimur-
inn sé einn og óskiptur. Þau eru
því aþeistar, guðleysingjar.
En við allar aðstæður felur borg-
araleg ferming og undanfari hennar,
sem er allviðamikið námskeið, í sér
ákveðna siðræna afstöðu, þá að vilja
verða ábyrgur og sjálfstæður ein-
staklingur í samfélaginu sér og sam-
borgurum sínum til góðs. Fermingar-
undirbúningurinn fól fyrst og fremst
í sér að styrkja hvern þátttakanda
til siðferðilegrar ábyrgðar í framtí-
ðinni og efla sjálfstæði hans.
Gagnrýni á borgaralega fermingu
er einkum á þeim nótum að hún sé
á hvern hátt ómakleg stæling kirkju-
legrar fermingar. Gagnrýni þessi
hefur oftast tvenns konar formerki
sem við fyrstu sýn gætu talist merki
um að hún sé af ólíkum rótum. Ann-
ars vegar er sagt að með borgara-
legri fermingu sé verið að stæla
ómerkilega gjafahátíð, sem rétt væri
að kirkjan ein sæi um. Með því að
nefna athöfnina fermingu sé verið
að sýna kirkjulegri athöfn of mikla
virðingu. Hins vegar er sagt að það
sé óvirðing við kristna kirkju að
kenna ókristilega athöfn við eitthvað
sem kirkjan ein hefur hingað til séð
um.
Ég held raunar að hjá mörgum
blandist þetta tvennt saman: Fóik
er íhaldssamt og er illa við nýjung-
ar. Öll þessi gagnrýni byggir auk
þess á misskilningi.
Með borgaralegri fermingu er á
engan hátt verið að lýsa stríði á
hendur kristni eða öðrum trúar-
brögðum. Fermingin er athöfn til að
stuðla að siðferðilegum þroska. Ef
eitthvað nýtist af kristnum helgisið-
um eða kristnu siðgæði við þá athöfn
væri slík á engan hátt í mótsögn við
eðli borgaralegrar fermingar. Hún
er eins og áður segir siðræn afstaða
og athöfn en án þess að heit sé
gefið um trúnað við ákveðin trúar-
brögð.
Það hefur einnig verið gagnrýnt
að hugtakið ferming sé notað um
þessa athöfn. En hugtakið er í g'álfu
sér hlutlaust og merkir aðeins stað-
festing, sbr. latneska orðið confir-
mere. Með athöfninni er verið að
staðfesta að unglingurinn hafi sótt
sérstakt og sérstætt námskeið og að
þar með sé merkum áfanga náð í
lífí hans.
Sú staðhæfing að hugtakið ferm-
ing hafi á íslandi hingað til aðeins
verið notað um kirkjulega athöfn,
líkt og segi í orðabókum, fræðir okk-
ur aðeins um hver venjan hefur ver-
ið hér á iandi. Erlendis er ferming,
öðru nafni konfirmation, fyrir löngu
búin að vinna sér stöðu sem borgara-
leg athöfn. Þannig hefur „borgerlig
konfirmation" tíðkast í Danmörku
síðan 1913 eins og danskar orðabæk-
ur bera vitni um.
Hér ber einnig að athuga að ferm-
ing er ekki sakramenti eða heilög
athöfn í lúterskri kristni. Þar eru
sakramentin aðeins tvö, skírn og alt-
arisganga. Það væri sannarlega
gagnrýnisvert ef einhver borgaraleg
samtök færu að ræða um „borgara-
lega skírn“ eða „borgaralega altaris-
göngu“. Ferming í umhverfi lúter-
skrar kristni er allt annars eðlis,
enda var ferming lítt eða ekkert stun-
duð á Islandi frá siðaskiptunum
1540/50 fram til fjórða áratugar 18.
aldar. Þá var hún skipulögð á nýjan
leik en ekki sem þáttur i nýrri guð-
fræði, lúterskur rétttrúnaður breytt-
ist þá ekkert, heidur sem fullnaðar-
próf ungmenna í konunglegu ein-
veldi. Allir skyidu læra að lesa og
kunna kristin fræði og prófið í skóla-
lausu samfélagi varð fermingin í
höndum prestanna.
Eftir að almennri skólaskyldu var
komið á iaggirnar á þessari öld varð
fermingin að hálfgildings vandamáli
hjá kirkjunnar mönnum sem gripu
þá til þess ráðs að tengja hana fyrstu
altarisgöngunni. Þessi ráðstöfun
hlýtur að vera mjög umdeild guð-
fræði með lúterskum.
í löndum mótmælenda, jafnt lút-
erskum og kalvínskum, hefur ferm-
ingin verið mjög á undanhaldi á þess-
ari öld og virðist lítil eftirsjá vera
eftir henni 'meðal klerka, enda er hún
ekki sakramenti. Á íslandi hefur
fermingin hins vegar haldið velli sem
íjölskylduhátíð mikilla gjafa.
Satt að segja finnst mér lútersk
kirkja engan veginn vera í stakk
búin að geta hneykslast yfir innleið-
ingu borgaralegrar fermingar. Slíkt
gæti kaþólska kirkjan hins vegar
gert, en hún lítur á ferminguna sem
sakramenti. Á sama hátt hefur ka-
þólska kirkjan rétt til að hneykslast
á notkun lúterskra á fermingar-
hugtakinu. Frá sjónarmiði þeirrar
kirkju getur varia verið eðlismunur
á lúterskri fermingu og borgaralegri
fermingu.
Siðrænn húmanismi
Það er ljóst að ekki þarf endilega
að fara saman að taka þátt í athöfn
án trúarlegs ívafs eins og borgaraleg
ferming er og að stofna félagsskap
fólks sem í lífsviðhorfí eru agností-
kerar eða aþeistar (trúleysingjar eða
guðleysingjar). Kristnir einstakling-
ar geta tekið þátt í athöfn eins og
borgaralegri fermingu og jafnvel
borgaralegri greftrun (en greftrun
er ekki sakramenti hjá mótmælend-
um. Sumir kalvínskir söfnuðir sleppa
þannig meira eða minna öllum helgi-
siðum við greftrun).
Það er hins vegar ljóst að agnost-
ikerar og aþeistar hljóta að vera
burðarásinn í samtökum sem skipu-
leggja borgaralega valkosti við helsu
tímamót lífsins og því hljóta lífsvið-
horf þeirra að móta þau.
Slík samtök eru á erlendum málum
kennd við húmanisma og etík. Frá
upphafi húmanismans á síðmiðöldum
hefur stefnuáherslan einkum falist í
trausti á getu og vilja mannsins til
að bæta sjálfan sig og umhverfi sitt:
Maðurinn hefur fijálsan vilja til að
velja og hafna og ráða örlögum
sínum, bæði einn og í samfélagi við
aðra. Lögmálum eða valdi utan
mannlegs vilja hefur ekki endilega
verið hafnað en hins vegar talið að
séu þau ekki til þroska eigi að vinna
gegn þeim og maðurinn á að geta
komist mjög langt í þeim efnum ef
vilji hans er tvímælalaus. Slík „lög-
mál“ eða slíkt vald getur bæði talist
til „yfirnáttúrulegra" og náttúru-
legra fyrirbæra.
Húmanisminn hefur því bæði get-
að samræmst trúarbrögðum og snú-
ist gegn þeim. Hinar ýmsu kirkjur
heims snerust þó nær allar gegn
manngildisstefnunni fyrr á öldum og
jafnt mótmælendakirkjur og ka-
þólska kirkjan létu brenna húmanista
á báli á 16. öld. Því hefur húmanism-
inn þróast sem hugmyndafræði í
stöðugri andstöðu við kirkjuleg völd.
Lögð hefur verið áhersla á fijálsan
vilja mannsins til að ráða örlögum
sínum og snúist hefur verið gegn
aliri forlagahyggju og hugmyndum
um að „yfirnáttúruleg" öfl ráði lífi
mannsins.
Vísindahyggja og skynsemis-
stefna 18. og 19. alda voru að mikiu
leyti sprottnar af meiði húmanismans
en vísindahyggjan setti samt húman-
ismann í hugmyndafræðilegan
vanda. Samkvæmt gamalii vísinda-
hyggju á að vera mögulegt að leysa
öll mannleg vandamál með einföldum
forskriftum úr náttúruvísindum og
félagsvísindum. Forskriftirnar verða
að lögmálum, sem hljóta svipað hlut-
verk og trúarbrögðin: Maðurinn
verður samkvæmt „vísindaforskrift-
unum“ að lúta í einu og öllu lögmál-
um náttúru, sögu eða markaðar líkt
og menn áður fyrr urðu að lúta vilja
Guðs. Fijáls vilji mannsins má sín
lítils í þessari forskriftatrú.
Trúleysi (agnostisismi) og guðleysi
(aþeismi), sem á nær einhliða rætur
að rekja til lögmálsbundinnar
vísindahyggju 19. aldar, er því ann-
ars eðlis en það trúleysi og guðleysi
sem felst í húmanismanum. Þessu
til áréttingar hafa húmanistar nú á
síðari helmingi 20. aldar bætt hug-
takinu etík, siðfræði, við húmanis-
mann. Hún er nokkurs konar undir-
strikun manngildishugsjónarinnar.
Manninum er gefinn fijáls vilji til
að bæta siði sína, þ.e. að bæta sjálf-
an sig. Húmanisminn væri lítis eða
einskis virði án sterkrar siðgæðisvit-
undar. Til hvers væri að setja traust
sitt á manngildið ef tilgangurinn er
ekki að bæta manninn?
Auk þess er það sérhveijum manni
nauðsynlegt að búa við ákveðin og
skýlaus siðferðisgildi einfaldlega til
að geta verið í samfélagi með öðrum
mönnum. Hér hræða vissulega spor
guðlausrar forskriftatrúar, en þar
var gjarnan almennum siðferðisregl-
um í samskiptum manna á meðal
kastað fyrir róða á þeim forsendum
að þær væru smáborgaralegar og
jafnvel kristilegar. Guðleysinginn
Hitler sótti hugmyndir SÍ77—anr í
„mannbóta"- og kynþáttakenningar
sósíaldarwinsmans og sniðgekk allar
venjulegar siðareglur. Hugmynda-
legar rætur stalínismans voru fyrst
og fremst trúin á sögulega nauðsyn
óhjákvæmilegrar og harðrar stétta-
baráttu og öll mannleg breytni var
sniðin eftir þessari trú.
Hegðun einstakra fylgismanna
guðlausrar forskriftar líkist því aug-
ljóslega breytni sumra kirkjunnar
manna. Þetta ættu allir guðleysingj-
ar að hafa í huga þegar sumir þeirra
hyggjast fordæma t.d. kristnina með
því að benda á einstakar misgerðir
kristinna manna í nafni trúar sinnar.
En húmanisminn er hins vegar að
því leyti líkur trúarbrögðum eins og
kristni að hann leggur mikla áherslu
Gísli Gunnarsson
„Samtök um siðræna
manngildisstefhu munu
stuðla að því að hver
og einn geti í frjálsu
vali sínu tekið þann
kost sem verði engum
til meins og honum eða
henni til einhvers
þroska.“
á siðfræði hvers og eins. Sérhver
húmanisti á að reyna að fara eftir
reglunni „Það sem þér viljið að aðrir
gjöri yður skulið þér og öðrum
gjöra.“ Það er engin skömm að fara
í smiðju trúarlegrar siðfræði. Þvert
á móti er það skylda húmanistans
að efla siðfræði sína í samræmi við
það besta og skynsamlegasta sem
finnst í siðareglum þess samfélags,
sem hann lifir í. Allt skilur þetta sið-
ræna manngildisstefnu (etískan
húmanisma) frá forskríftatrú gam-
allar vísindahyggju.
Að endingu skal ítrekað hvað sið-
ræn manngildisstefna er: Maðurinn
er, bæði einn og í samfélagi við aðra,
með fijálsan vilja og lýtur ekki lög-
málum trúarbragða hvort sem þau
eru í gervi guðstrúar eða vísinda-
hyggju. Þetta líf er hið eina sem við
eigum og við þurfum að efla það og
bæta. Við beijumst gegn hleypidóm-
um og þröngsýni og vinnum gegn
fáfræði. Samtök um siðræna mann-
gildisstefnu munu stuðla að því að
hver og einn geti í fijálsu vali sínu
tekið þann kost sem verði engum til
meins og honum eða henni til ein-
hvers þroska.
Höfúndur erdósent í sagnfræði
við Háskóla Islands.
Lestrarfélag Borgar-
flarðar hundrað ára
Borgarfírði eystra. — Frá Sverri Haralds-
syni fréttaritara.
Um þessar mundir er Lestrarfélag
Borgarfjarðar hundrað ára gamalt.
Að vísu var það um haustið 1888
sem nokkrir bændur komu saman á
bænum Hofsströnd til að ræða um
stofnun lestrarféiags og voru tuttugu
einstaklingar sem tóku sig saman
um stofnun þess. Ekkert er til skráð
um þessa fyrstu ráðstefnu, en fyrsta
reglulega fundargerð sem til er er
frá fundi sem haldinn var á Hofs-
strönd síðla vetrar 1889 og hefur
aldur félagsins verið miðaður við
þann tíma. Samin voru lög félagsins
í ellefu liðum og voru þau lesin upp
á þessum fundi og samþykkt. Fjórir
Borgfirðingar voru kosnir til að
kynna félagið og hvetja sveitungana
til að ganga í það. Félagsgjald var
ákveðið tvær krónur fyrir karla, en
ein króna fyrir konur. Þetta gilti til
ársins 1918, en þá var gjaldið hækk-
að í fjórar krónur, jafnt fyrir alla.
Nokkrar bækur höfðu verið keypt-
ar, en ekki svo margar, að allir fé-
lagsmenn gætu fengið bók, en þá
var bara að skiptast á og láta þær
ganga á milli. Bók máttu menn hafa
í tvo daga fyrir hveijar fimm arkir.
Á þeim heimilum, þar sem einhver
var félagsmaður, mátti allt heimilis-
fólkið lesa bókina, pn algert bann
var við að lána félagsbók út af heimil-
inu. Enginn sérstakur útlánstími var,
en félagsmenn tóku bækur og ski-
luðu þeim, þegar ferð féll og vantaði
lestrarefni. Það er fyrst árið 1912,
sem auglýstur er ákveðinn tími til
útlána, kl. 2—4 á laugardögum.
Fyrstu stjórn Lestrarfélags Borg-
arfjarðar skipuðu: Hannes Sigurðs-
son, Gilsárvallahjáleigu, formaður,
Árni Sigurðsson, Bakkakoti, bóka-
vörður, og Bjarni Þorsteinsson, Höfn,
gjaldkeri. Næstu íjögur árin var þessi
stjórn endurkosin.
Á fundi næsta ár sögðu þrír sig
úr félaginu, en sjö gengu í það. A
þessu ári leggja átta félagsmenn
fram 50 aura hver, til kaupa á dönsk-
um bókum. Þetta annað starfsár eru
bækur félagsins þessar: Fornaldar-
sögur norðurlanda, bækur Þjóðvina-
félagsins, bækur Bókmenntafélags-
ins, Búnaðarritið, Iðunn, Snorra-
Edda, Lækningabók dr. Jónassens,
Hjálp í viðiögum og danskar bækur
fyrir 4 kr.
Næsta ár eru keyptar bækur fyrir
fjörutíu krónur og áttatíu aura og
er þá inneign félagsins sex krónur
og tuttugu aurar. Og áfram er bætt
við bókakostinn: Kvennafræðarinn,
Ljóð Kristjáns Jónssonar, Gríms
Thomsens, Matthíasar Jochumssonar
óg kvæði eftir Hans Natansson,
Frelsi og menntun kvenna, Huld o.fi.
Giöggt má sjá, að megináhersla er
lögð á þjóðlegan fróðleik, bækur
góðskáldanna og merk tímarit. Um
aldamót voru til í sjóði fimm krónur
og sjötíu og þrír aurar.
Strax á fyrstu starfsárum félags-
ins var farið að halda hlutaveltur og
bögglauppboð, til að afla félaginu
tekna.
Fyrstu árin er Lestrarfélagið til
húsa á Bakka, en árið 1904 fær það
húsnæði fyrir bækurnar í svokölluðu
Bindindishúsi, sem þá var nýreist,
Fyrsta húsnæði Lestrarfél. í baðstofunni á Bakka. 1889—1904.
Bindindishúsið 1904—1906. Barnaskólinn 1907—1969.
Fjarðarborg 1970— .
en það var ekki lengi, því að þetta
hús brann til grunna árið 1906. Eitt-
hvað af bókum var þá í útlánum, er
nnikið af bókum brann þarna. Þá
hafði félagið átt 260 bækur.
Árið eftir er bamaskólinn nýreist-
ur og fær Lestrarfélagið þar inni
með bækur sínar. Árið eftir berst
félaginu bréf frá Oddi Björnssyni
bókaútgefanda á Akureyri, þar sem
hann býður að gjöf allar útgáfubæk-
ur sínar tii þess tíma. Varð þetta
mikil og ómetanleg hjálp við að
byggja félagið upp aftur eftir brun-
ann. í félagsheimilið Fj'arðarborg
flytur Lestrarfélagið árið 1970. Þá
er bókaeign þess u.þ.b. 1.450 bækur
og auk þeirra talsvert af tímaritum.
Núverandi bókaeign er um 3.000
bækur auk ýmiskonar smárita og
tímarita. Einnig manntöi og
kirkjubækur í ljósritum.
Útlán eru nú tvisvar í viku, á
þriðjudögum og föstudögum, á tíma-
bilinu frá miðjum október til maí.
Bókaverðir á þessum árum eru orðn-
ir 19. Núverandi bókavörður, Sigríð-
ur Eyjólfsdóttir, hefur gegnt því
starfi síðan 1965. Núverandi stjóm
skipa: Svandís Geirsdóttir, Árgarði,
Sesselja Jónsdóttir Desjarmýri og
Olafur Arngrímsson, Þórshamri.
Segja má, að stórhugur bænd-
anna, sem komu saman á Hofsströnd
í Borgarfirði fyrir hundrað árum og
stofnuðu vísi að lestrarfélagi, hafi
borið góðan ávöxt. Síðan hefur Lestr-
arfélag Borgarfjarðar eflst og aukist
og veitt fjölmörgum fróðleik og
ánægju, þrátt fyrir fátækt og tak-
markaðan styrk opinberra aðila. Og
nú á fjölmiðlaöld er jafnmikil þörf
fyrir lestrarfélagið í Borgarfirði og
hún var fyrir hundrað árum.
— Sverrir