Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 49
bet Jónsdóttir, sem ól upp og hafði
hjá sér dótturson sinn, Ástþór Pétur
Olafsson. Allt var þetta fjörmikið
málafylgjufólk, frá hinum yngsta til
hins elsta. Gestakomur voru tíðar
og margraddaður söngur á hátíðum.
Þormóður var Húnvetningur og
alinn upp á Hnausum í Þingi. Og
alla tíð blundaði bóndinn í honum.
Ungur að aldri hélt hann til
Reykjavíkur og lærði húsgagna-
smíði, sem hann stundaði alla sína
ævi. Hann mat smiðsstarfið mikils
og söng við vinnuna, þegar hann
var að glíma við eitthvað vanda-
samt. Hann starfaði lengst af í
trésmíðastofu Áhaldahúss
Reykjavíkurborgar og var verkstjóri
þar síðustu fimmtán árin af starfs-
ferli sínum.
Þoi-móður tengdafaðir minn var
ekki margmáll um tilfinningar sínar.
Þó bar hann með sér, að hann var
hamingjusamur maður. Hann átti
því láni að fagna að lifa í farsælu
hjónabandi. Þau Steinunn Bergþóra
Pétursdóttir giftu sig 7. júní 1941
og stóðu ævinlega saman sem einn
maður í blíðu og stríðu. Ég man,
að tengdamóðir mín lét þau orð
falla, að hún hefði aldrei þurft að
kvíða næsta degi með Þormóð sér
við hlið.
Við Þormóður Jónasson áttum
samleið í þijátíu ár. Það er tóm-
legra við brottför hans. Ég kveð
kæran tengdaföður með virðingu
og þökk.
Björg Atla
Þormóður Jónasson, afi Þormóð-
ur, er látinn nærri áttatíu og eins
árs að aldri. Ég held að öllum hafi
komið það mjög á óvart. Þrátt fyrir
alvarlegan sjúkdóm sem fyrst varð
vart við fyrir um tveimur árum von-
aði ég að við fengjum að njóta sam-
vista við hann miklu lengur. Heilsu
hans hrakaði hratt síðustu mánuði,
en stutt er síðan hann geislaði af
hreysti og lífskrafti. 1. ágúst í fyrra,
daginn sem hann varð áttræður,
lékum við körfubolta saman. Hann
var léttur á fæti og kvikur í hreyf-
ingum, með blik í augum og bros á
híún ivíut, ,8t HuoAcmtmw HiaAJsvgJUHOi
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1989
49
vör. Þannig man maður afa Þor-
móð. Ég furðaði mig oft á því hvað
þessi gamli maður var sterkur. Áður
en veikindin settu mark sitt á hann,
snaraði hann sementspoka léttilega
í fang sér ef þörf krafði og mikið
stóð til á Grettó.
Hann var sífellt að. Eftir að hann
hætti störfum sem verkstjóri leið
varla sá dagur að hann væri ekki
að dytta að húsinu. Svo dundaði
,hann sér niðri á verkstæði þar sem
hann smíðaði og gerði við húsgögn.
Maður dáðist að handbragðinu og
þolinmæðinni sem hann sýndi þegar
hann fékk til viðgerðar illa farna
muni sem flestir töldu ógjörning að
lagfæra og gerði þá sem nýja.
Á verkstæðinu ríkti sérstakur
andi. Þar var hefilbekkur, hjólsög
og ótal verkfæri önnur. Ilmur af
spæni og sagi blandaðist daun af
málningu og jakki. Þama var afi í
essinu sínu. Ég hafði gaman af því
að fylgjast með honum að störfum
og þegar ég var smástrákur lét
hann mig hafa afgangsspýtur, ham-
ar og nagla, svo ég gæti smíðað líka.
Svo gaf hann mér gaum við og við
til að sjá hvað smíði barnabarnsins
liði, þurrkaði af sér svitann og tók
í nefið. Úr svipnum mátti lesa, að
honum væri ljóst, að smíðagáfan
gengi ekki endilega í erfðir. Frá
fyrstu tíð var hins vegar eftir því
tekið hjá afa hve laginn hann var.
Margar af mínum skemmtileg-
ustu stundum átti ég með þeim sam-
an, ömmu Öggu og afa Þormóði.
Samband þeirra var afskaplega
traust og hlýtt. Þrátt fyrir nærri
hálfrar aldar hjónaband fannst
manni oft eins og þau væru nýgift.
Við sátum stundum tímunum saman
og spjölluðum um heima og geima.
Þau sprelluðu og stríddu hvort öðru,
enda miklir húmoristar bæði. Meðan
hann var heill heilsu spiluðu þau
gjarnan rommí þegar færi gafst og
gekk þá mikið á og hvorugt gaf
nokkuð eftir. Sjaldan hef ég séð
spilað af jafn miklu kappi.
Nú er skarð fyrir skildi á Grettó.
Ég kveð afa minn og þakka honum
vináttuna.
Atll Orn Hilmarsson
Við eigum nú 4 bíla til afgreiðslu STRAX á stórlækkuðu verði:
Verð áður................................... Kr. 2.170.000
Tilboðsverð................................. Kr. 1.870.000
Þú sparar.........................
Viö getum afgreitt þessa bíla meó
vönduðum pölium eða vörukössum, sem
vakið hafa verðskuldaða athygli og hlotið
HINO FB 113_____________
Heildarþungi: 7500 kg.
Burðargeta: 5400 kg.
Vél: 111 hö.
Kr. 300.000
frábæra dóma atvinnumanna. Ennfremur
léttar álvörulyftur, sturtur og vökvakrana.
Hafið samband við sölumenn véladeildar,
sem veita fúslega allar upplýsingar.
T9 BÍLABORG HF
FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99
KYOLIC er konungur hvítlauksins - lyktarlaus.
2ja ára kælitæknivinnsla KYOLIC fjarlægir alla lykt en viðheldur
öllum hinum frábæru eiginleikum. Ræktun og framleiðsla sem á
engan sinn líka í veröldinni
KY0LIC er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum
KY0UC hefur meiri og betri áhrif en hrár hvítlaukur
KYOLIC á að baki meira en 30 ára stöðugar rannsóknir
japanskra vísindamanna
eða töflur
FUóta,
nai’bxö:^0gánhylk.a
Wakunaga, japanska rannsóknarmiðstöðin, sem ræktar og framleiðir kYOLIC
hvítlauk rekur eina af þremur stærstu rannsóknarmiðstöðvum í Japan. Þar eru
eingöngu notaðir ströngustu alþjóðlegir rannsókna- og framleiðslustaðlar, s.s G.L.P
Good Laboratory Practices og G.M.P Good Manufacturing Practices.
Wakunaga eyðir árlega miljónum bandaríkjadala til hvítlauksrannsókna. Það eru
margfalt meiri fjármunir til rannsókna en allir aðrir hvítlauksframleiðendur
veraldar samanlagt.
KYOLIC er eini lífrænt ræktaði hvítlaukurinn og vex á ökrum þar sem tilbúinn
áburður eða skordýraeitur hefur aldrei komið nálægt.
I stað tilbúins áburðar er jarðvegur einungis blandaður möluðum jurtarótum, laufi
og öðrum lífrænum efnum.
Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar
hitameðferð. Hiti eyðileggur virk og
viðkvæm efnasambönd og hvata í hvítlauk.
Þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða
verka allir aðrir framleiðendur veraldar
hvítlauksafurðir sínar við háan hita til að
þurrka hvítlaukinn og fjarlægja lykt eða þá
að innihald er mestmegnis jurtaolíur
annarra jurta, s.s. sojabaunaolía.
Helstu sölustaðir heilsu- og lyfjaverslanir
Heildsölubirgðir Logaland heildverslun sími 12804