Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDÁGUR 13. JtÍNÍ'1989
Hvernig stendur á því að
þú ert hér? Ég er enn að
tala við þig á skrifstofúnni.
Það væri ánægjulegt að sjá
þig hér á laugardagskvöld-
ið, tengdamamma, þá gæt-
um við brugðið okkur bæj-
arleið meðan þú gættir bús
og bama?
HÖGNI HREKKVÍSI
Þessir hringdu
/ Jíc
Greiðið niður
lambakjötið
Húsmóðir hringdi:
„Nú er talað um 10 til 15 pró-
sent samdrátt í sölu á lambakjöti
og er það engin furða. Lambakjöt
er svo dýrt að fæstir hafa efni á
að kaupa það nema til hátíða-
brigða. Matarvenjur hafa í rauninni
ekki breyst heldur hefur þetta háa
verð neytt fólk til að velja aðrar
tegundir kjöts. Þetta virðast ráða-
menn ekki skilja. Það er furðulegt
til þess að hugsa að þó við höfum
ekki efni á að kaupa þetta kjöt
sjálf höfum við greitt 350 þúsund
krónur með hverju tonni sem flutt
hefur verið út. Að mati stjórn-
málamanna virðumst við hafa efni
á að greiða lambakjötið niður ofan
í útlendinga en ekki okkur sjálf!
Er einhver skynsemisglóra í þessu?
Það hlýtur að vera betra að greiða
lambakjötið niður en að láta það
fara á haugana."
Ýmsar ástæður fyrir
gjaldþrotum
Þorsteinn Jakobsson hringdi:
„Mig langar að gera athugasemd
í sambandi vð grein eftir Dr. Gunn-
laug Þórðarson sem birtist í Morg-
unblaðinu 6. júní. Hann talar um
að þeir sem verða fyrir gjaldþroti
séu bara skúrkar og svikarar, setur
alla undir sama hat sem verða fyr-
ir gjaldþroti sem náttúrulega ekki
rétt. Það e mismunandi hvernig
fólk lendir í þessum erfiðleikum og
þar sem Gunnlaugur er að tala um
skúrka þá er ansi stór hópur lög-
fræðinga sem er í þeim hópi. Ætla
mætti að stór hópur af lögfræðing-
um væru hreinar blóðsugur á hin-
um almenna borgara. Svo skora
ég á alla gjaldþrota einstaklinga
að gerast félagar í Samtökum
gjaldþrota einstaklinga og samein-
ast til að stöðva þessi mannrétt-
indabrot sem eru að gerast í þessu
þjóðfélagi."
Orlof húsmæðra
Orlofskona hringdi:
„Ég vil koma á framfæri spurn-
ingu sem brennur í huga margra
reykvískra húsmæðra um þessar
mundir. Hvað veldur þvi að orlof
húsmæðra í Reykjavík efnir ekki
til orlofsdvala hér á landi í sumar?
Nú verður orlofið staðsett á Bened-
orm. Ég legg ekki dóm á þá ráð-
stöfun að sinni. Ég er ein af mörg-
um sem héf notið orlofsdvalar í
ríkum mælienda hefur orlofið haft
menningarlegt gildi auk hvíldar og
góðs samfélags. Orlof húsmæðra í
Reykjavík hefur um langt árabil
verið rekið með framsýni og mynd-
arskap. Ég harma að sjá því stefnt
á þessa braut að það sé engöngu
hægt að taka erlendis."
Þrílit læða
Þrílit læða fór að heiman frá sér
í Hafnarfirði 2. júní. Hún er um
það bil hálfs árs gömul og var með
bláa ól. Hún gæti hugsanlega hafa
lokast iryii og ætti fólk að svipast
um í skúrum eða öðrum líklegum
stöðum. Ef kisa hefur einhvers
staðar komið fram vinsamlegast
hringið í síma 53353.
Vargager
Kona hringdi:
„Mér finnst furðulegt að það
• skuli ekkert vera gert til að fækka
veiðibjöllunni á Tjörninni eða ein-
hveijar ráðstafanir gerðir til vemd-
ar æðarungunum. Ég held að ann-
að eins vargager hafi aldrei verið
á Tjörninni fyrr. Með þessu móti
lifir ekki einn einasti ungi, svo
þetta verður bara mávatjörn í
framtíðinni. Gerið eitthvað í málinu
áður en það verður of seint.“
Bröndótt læða
Bröndótt læða fór að heiman frá
sér að Miðvangi 151 í Hafnarfirði.
Hún var með rautt band með nafn-
hylki og gylltri bjöllu á. Þeir sem
orðið hafa varir við kisu vinsamleg-
ast hringi í síma 652983.
Póstkort með páfa
Spurt var eftir póstkorti sem
gefið var út í tilefni af heimsókn
páfa. Póstkort þetta fæst hjá Fé-
lagi kaþólskra leikmanna, Magna
Laugavegi 15, Rammagerðinni,
Isafold og fleiri bókaverslunum.
Fækkið veiðibjöllunni
Veiðimaður hringdi:
„Ég er gamall veiðirnaður og
man vel eftir því hve veiðibjöllur
eru grimmar og aðgangsfrekar.
Nú er fjöldinn allur af veiðibjöllum
sestur að á Tjörninni og hafa æðar-
kollurnar engan frið með unga sína.
Fyrir nokkrum áratugum var mað-
ur sem sá um að fækka veiðibjöllum
á Tjörninni. Það var Bjargmundur
Sveinsson, rafvirki, en hann var
bróðir Kjarvals málara. Hann skaut
þarna snemma á morgnana og
varð ekkert ónæði af því. Borgar-
yfirvöld ættu að fá menn frá. skot-
félögunum til að annast þetta því
ef það verður ekki gert er fuglalíf-
ið á tjörninni í mikilli hættu.“
Leðurjakki
Brúnn Leðurjakki tapaðist 31.
maí í tengslum við lokadansleik
háskólastúdenta. í vasa hans var
gullúr og lyklar. Vinsamlegast
hringið í síma 74581 ef jakkinnn
hefur komið í leitirnar.
Kettlingur
Svartur kettlingur kom í hús við
Bárugötu fyrir nokkru. Upplýsing-
ar í síma 24966.
Víkverji skrifar
Það er alltof sjaldgæft, að
stjórnmálamenn nái einhveij-
um raunverulegum og áþreifanleg-
um árangri í störfum sínum. Nú
er sagt, að Jón Sigurðsson, við-
skiptaráðherra, sé í sjöunda himni
vegna þess, að samningar tókust
um sölu Útvegsbankans og samein-
ingu fjögurra banka í kjölfar þess.
Gleði viðskiptaráðherra er skiljan-
leg.
Menn hafa verið að fást við end-
urskipulagningu bankakerfisins í
tvo áratugi. Þær tilraunir hafa allar
runnið út í sandinn þar til nú. Þess
vegna má Jón Sigurðsson vel við
una. Fram að þessu hafa flestar
tilraunir til endurskipulagningar
bankanna miðað að því að sameina
einhvern banka Búnaðarbankanum.
Sá banki hefur hins vegar byggt
upp öflugustu varnarmúra, sem
nokkur ríkisstofnun hefur komið sér
upp, með þvi að kalla til liðs við
sig alls kyns hagsmunahópa, sem
að bankanum standa.
Niðurstaðan er sú, að Búnaðar-
bankinn Iosnar við aðild að einhvers
konar sameiningu. En hvernig ætli
forráðamönnum hans líki tilhugsun-
in um að verða minnsti bankinn?
Gaman var að sjá tvo stórsöngv-
ara koma fram í sjónvarps-
þætti í fyrrakvöld, þau Kristján
Jóhannsson og Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur. Sérfróðir menn um tónlist
hafa sagt Víkveija, að Sigrún
Hjálmtýsdóttir hafi slíka hæfileika
sem óperusöngkona, að hún hafi
möguleika á að bijótast í gegn á
alþjóðavettvangi. Þeir hinir sömu
segja, að námsdvöl hennar á Italíu
hafi gjörbreytt henni sem söngkonu
og þar hafi hún náð að þroska
hæfileika sína mjög. Hún hafi lagt.
dægurlagasöng algerlega á hilluna,
enda sé hættulegt fyrir óperusöng-
konur að stunda slíkan söng.
Við höfum fylgst af stolti með
þeim árangri, sem Kristján Jó-
hannsson hefur náð á erlendum
vettvangi á undanförnum árum.
Það verður vissulega spennandi að
fylgjast með hinni nýju stjörnu
meðal íslenzkra óperusöngvara,
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, á næstu
Hafa sjónvarpsáhorfendur veitt
því eftirtekt, að þegar dregið
er í einhvers konar happdrætti í
sjónvarpi er alltaf hafður til staðar
einn karlmaður og ein kona. Hún
er hins vegar alltaf í þjónustuhlut-
verkinu en karlmaðurinn í hlutverki
stjórnandans. Hvers vegna?