Morgunblaðið - 13.06.1989, Page 55
55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13, J.ÚNÍ 1989
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
"Eims 03 toO VE-IST KFINNSKI HORRIM Vl-B FRRM A CS-IFURLEGT TfiP i RF? ISEMR VIO QRÍROtM
Tll_ S.TRÖISGO'STO ROHRUCtSROSEReR. ETf=C Hé(5 MEO £,RC3T Up|3 SISORL-PUG "
VIÐ BYGGJUM TÓNLISTARHÚS
Dregið 17. júní
Við treystum á þig
Ferðahappdrætti
Samtaka um byggingu tónlistarhúss
HVERVANN?
Vinningsröðin 10. júní:
211-211-111-22X
Heildarvinningsupphæð: 602.841 kr.
12 réttir = 492.087 kr.
5 voru með 12 rétta - og fær hver í sinn hlut 98.417 kr.
11 réttir= 110.754 kr.
189 voru með 11 rétta - og fær í sinn hlut 586 kr.
Hagsmunir bænda og
neytenda fara saman
Til Velvakanda.
Mig langar að leggja til nokkur
orð í þá umræðu sem skapast hefur
vegna tilmæla ASÍ og BSRB að fólk
kaupi ekki mjólkurvörur í 3 daga.
Eg veit að bændur eru ekkert of
sælir af sínum tekjum frekar en allur
almenningur i landinu, en þeir mættu
samt athuga það að neytendur lands-
ins eru ekki helstu óvinir þeirra.
Hagsmunir neytenda og bænda fara
saman eða ættu að minnsta kosti
að gera það. -
Neytendur vilja fá sína vöru á viðr-
áðanlegu verði og bændur vilja selja
sem mest af sínum vörum. Því meira
sem varan kostar því minna magn
getur venjulegt fólk, sem þarf að
velta fyrir sér hverri krónu áður en
það Iætur hana frá sér, keypt.
Ég er ekki mjög vel að mér í sam-
bandi við verðmyndun á landbúnað-
arvörum, en þó veit ég að bændur
fá ekki nema tiltölulega lítinn hluta
af því. Síðan eru alls konar milliliðir
sem taka til sín stóran hlut áður en
endanlegt verð til neytenda liggur
fyrir og stór hluti af verðinu er
geymslukostnaður sem einmitt er til
kominn vegna þess að fólk kaupir
minna af kjöti, smjöri og ostum, svo
eitthvað sé nefnt, en það myndi gera
ef verðið væri lægra. Það sem ýtti
við mér að setja þessi orð á blað
voru reyndar þau orð, sem mér skilst
að komi frá Landssambandi kúa-
bænda, að launþegasamtökunumv
æri nær að beita sér fyrir mótmælum
gegn verðhækkunum á bensíni,
áfengi og tóbaki. Verð á þessum
vörum og ýmsum öðrum hefur einn-
ig hækkað, rétt er það, en samt eru
launþegasamtökin að mótmæla á al-
veg hárréttum stað.
Það eiga ekki allir landsmenn bíla
og þeir sem eiga þá geta hæglega
dregið úr notkun þeirra, það er meira
að segja bráð hollt að ganga og hjóla
meira en fólk gerir almennt. Afengi
og tóbak er ekki nauðsynlegt fyrir
neinn, það er þvert á móti skaðlegt
heilsu manna og mér finnst allt í
lagi að þeir sem endilega vilja skaða
heilsu sína með notkun áfengis og
tóbaks borgi hátt verð fyrir það.
Það þurfa hins vegar allir að borða
og fyrst og fremst þarf fólk að hafa
aðgang að hollum og góðum mat,
eins og íslenskar landbúnaðarafurðir
óneitanlega eru á viðráðanlegti
verði.
Þó allar verðhækkanir séu slæmar
fyrir almenna launþega eru það samt
hækkanir á matvörum sem koma
langverst við pyngju heimilanna í
landinu.
Guðrún Einarsdóttir
SIGNODE BINDIVÉLAR
Sala og þjónusta á sama stað.
[HITUMMr"
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK
SÍMI: 685656 og 84530
Höfum til sölu ýmsar gerðir
af hinum heimsþekktu SIGNODE
bindivélum, hand-, raf-
eða loftknúðum,til nota
við hin fjölbreytilegustu
pökkunarverkefni.
KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR
Vorum aö fá sendingu af
POKKUNARNETUM
besta til pökkunar á grænmeti c
ávöxtum. Þau eru á hespum, <
passa fyrir pökkunarvélar, sem ei
til í flestum kjörbúöum.
Hver hespa er 100m og eru
25 hespur í kassa. Litir eru
gulur og rauöur.