Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JLyNÍ 1989 59 Hestamót Harðar: Valdimar Kristinsson Hestamannafélag-ið Hörður hélt sitt árlega hestamót nú í fyrsta skipti á nýju félagssvæði á Varmárbökkum. Gæðingar og unglingar mættu í dóm á fimmtu- dagskvöld en kappreiðar og úr- slit í gæðingakeppninni fóru fram á laugardag. Á laugardagskvöldið var farin hópferð í Þverárkot og tóku þátt í henni um 150 manns. Mikil þátt- taka var í gæðingakeppninni og vakti sérstaka athygli hversu góðir B-flokkshestamir vora. Þar sigraði Pjakkur, eigandi hans er Úlfhildur Geirsdóttir, en knapi var Ragnar Olafsson, hlaut hann í einkunn 8,39, en hann var í fjórða sæti eftir for- keppnina en vann sfg upp í úrslitun- um. Pjakkur var einnig valinn glæsilegasti hestur mótsins. í A-flokki sigraði Blöndal, eig- endur Erling Sigurðsson og Guð- mundur Hinriksson, en Erling sat hestinn. Blöndal hlaut í einkunn 8,19. í unglingakeppninni sigraðu þeir bræður Hákon Pétursson á Stjarna frá Hindisvík í eldri flokki unglinga með 7,92 og Guðmar Þór Pétursson á Vini frá Sauðárkróki með 7,80. í unghrossakeppni sigr- aði Perla frá Ey, eigandi Inga Kar- Morgunblaöið/Valdimar Kristinsson Pjakkur, efsti hestur í B-flokki gæðinga. Uifhildur Geirsdóttir á hestinn. Knapi er Ragnar Ólafsson. en Traustadóttir, knapi Sigurður Sigurðarson. Snyrtilegasti knapinn var valinn Kolbrún Ólafsdóttir sem keppti á Limbó frá Holti. I 150 metra skeiði sigraði Flugar á 15,31 sek. Eigendur hans era Steindór Steindórsson og Erling Sigurðsson sem sat hestinn. í 250 metra skeiði sigraði Vani á 23,74 sek., eigandi hans er Erling Sig: urðsson sem einnig sat hestinn. í 300 metra brokki sigraði Johnson á 41,11 sek., eigandi hans er Bald- ur Sigurðsson, knapi var Sigurður Narfi Birgisson. í 250 metra stökki sigraði Póri á 19,85 sek., eigandi og knapi Þórann Þórarinsdóttir. Glæsilegir gæðingar í B-flokki Hestar Bændaskólinn á Hvanneyri Níu búfræðikandi- datar útskrifaðir frá búvísindadeild Hvannatúni, Andakíl. NIU búfræðikandidatar voru útskrifaðir frá búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri laugardaginn 3. júní. í fyrsta hluta deildarinn- ar eru 11 nemendur og 3 í fjórða árs námi. Nægir atvinnumöguleik- ar eru fyrir búfræðikandidata. í ræðu við þetta tækifæri rakti Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri, tilhögun námsins og kom m.a. inn á þá traflun sem verkfall hafði á Iokaáfanga kennslunnar í báðum deildum. Þijár áherslubreytingar era á námi, aukin hagfræðikennsla, möguleikar á valgreinum og sam- dráttur á kennslu í hefðbundnum búgreinum. Hæstu meðaleinkunn hlaut Arnheiður Þórðardóttir og vora stúlkur nú í fyrsta sinn í meiri- hluta nemenda. Nokkrir gestir fluttu ávörp við þetta tækifæri og fluttu gjafir sem viðurkenningu fyrir námsárangur. Álfhildur Ólafsdóttir aðstoðarmað- ur landbúnaðarráðherra fjallaði m.a. um mikilvægi nýrra laga um hagþjónustu bænda, sem flytja skal á Hvanneyri. Gunnar Guðbjartsson, fyrram bóndi á Hjarðarfelli og 50 ára búfræðingur frá Hvanneyri á þessu vori, hvatti gamla nemendur til að taka þátt í gjöfinni til Bænda- skólans á 100 ára afmæli þess nú síðar í þessum mánuði. Guðmundur Jónsson fyrram skólastjóri færði skólanum veglega bókagjöf í tilefni afmælisins. Á þessu vori era liðin 40 ár síðan fyrstu búfræðikandidatarnir vora Morgunblaöið/Diðrik Jóhannsson Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri. útskrifaðir frá Hvanneyri og er þetta 21. hópurinn. Einnig eru nú liðin 60 ár síðan Guðmundur var fyrst við skólaslit sem kennari og hafa fá ár fallið úr, sem hann hefur ekki verið viðstaddur skólaslitin og útskrift búfræðikandidata. - D.J. STADRCYND! stórkekkað verð á takmörkuðu magnL. ...um er að ræða heitt mál því með sérstökum samningi við GRAM verksmiðjunar í Danmörku bjóðum við nú þrjár gerðir GRAM kæliskápa (sjá hér að neðan) á einstaklega hagstæðu 4/erði. yx Gram býður 11 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 9 gerðir af frystiskápum og frystikistum. 180 Itr. kælir + 70 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 126,5-135,0 cm (stillanleg) 285 Itr. kælir + 70 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) 198 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 62,1 cm H: 166,5-175,0 cm (stillanleg) verð áðnr 47.200 verð áður 59.010 verð áður 65.030 nú aðeins ‘tfc’.U fj ö (stfír. 39.995) núaðeins' núaðeins ímm mmm (stgr. 49.9.99) (stgr. 55.993) GOÐIR SKILMALAR, TRAUST ÞJONUSTA 3JA ÁRA ÁBYRÐ /FOniX HÁTÚNI6A SÍMI (91)24420 / STÆRRI BUÐ MEIRA • • VORUURVAL Verslunin eiðivi Langholtsvegi 111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.