Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 60
Vísindaneftid h val veiðiráðsins: Líingreyða- stoftiinn 11.500 dýr Malbikunarvélin komin ígang MorgunDiaoio/ overrir Malbikunarframkvæmdir sumarsins hófiist í gær á Bústaðavegi og verður unnið við endurbætur á EHiðavogi í dag. Reiknað er með að leggja út um 40 til 45 þús. tonn af malbiki í viðhald og nýjar götur í sumar og er það svipað magn og undanfarin ár, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar aðstoðargatnamálastjóra. Áætlaður kostnaður við malbikunina er um 190 milljónir króna. Myndin var tekin ofan af stóru malbikunarvélinni þar sem hún var að störfúm við gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar í gær. Grunnskólar: Skólastjórar telja útilok- að að spara 126 milljónir SKÓLAMENN virðast almennt sammála um að þótt reynt sé til hins ítrasta sé útilokað að ná að fúllu þeim 126 milljón króna sparnaði í grunnskólunum sem boðaður hefúr verið. Þegar sé mikið aðhald og vandséð að unnt sé að auka það að ráði. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, hefúr tilkynnt að grunnskólarnir eigi að spara 126 milljónir á þessu ári. Niðurskurðurinn lendir á síðari hluta ársins þar sem til- mæli ráðherra bárust undir lok vormisseris. Helstu afleiðingar niðurskurðar- ins verða að hver nemandi fær einni Búðardalur: 600 þúsund kr. stolið BROTIST var inn í Kaup- félag Hvammsfjarðar í Búð- ardal aðfaranótt mánudags- ins og stolið um það bil 600 þúsund krónum í reiðufé, ávísunum og greiðslukorta- nótum úr peningaskáp, að sögn Ólafs Sveinssonar kaup- félagsstjóra. Lykill að rammgerðum skápnum var geymdur á ákveðnum stað og virðast þjóf- amir hafa fundið hann án mik- illar leitar og opnað þannig skápinn. Menn frá Rannsókn- arlögreglu ríkisins eru komnir vestur til að rannsaka málið. kennslustund færra á viku en verið hefur, ekki verður af lögboðinni aukningu á kennslu forskólabarna og reynt verður að hafa sem fæsta bekki í skólunum þannig að víða fjölgar í bekkjardeildum. Alþingi samþykkti í ársbyijun að grunnskólamir skyldu spara 140 milljónir á árinu, en upphæðin hefur nú verið færð í 126 milljónir. Þar af er fræðslustjórum falið að fínna leiðir til að spara 57 milljónir og ráðuneytið mun sjálft stjórna 35 milljóna króna sparnaði. í bréfi ráðuneytisins til skólanna frá maíbyrjun er gert ráð fyrir að spara megi 18 milljónir með því að færa sundkennslu inn í viðmiðunar- stundaskrá. Þetta þýðir að ein kennslustund á viku dregst frá stundarskrá hvers nemanda að sögn Trausta Þorsteinssonar, fræðslu- stjóra á Norðurlandi eystra. Þó má hagræða kennslunni, þannig að ekki þurfi að klípa af einu ákveðnu fagi, þar sem sami kennari kennir margar námsgreinar. Þetta á við um smærri skóla og þá sem aðeins kenna að 7. bekk. Kennsla í 7. tii 9. bekk er hins vegar fagbundin og erfiðara að hnika þar til. Nokkrir skólastjórar höfðu á orði að mátulegt væri að minnka íslenskukennsluna um eina stund á viku, til að vekja athygli á þessum niðurskurði á sama tíma og rætt er um að auka þurfi og bæta móður- málskennsluna. Ljóst er þó að þetta verður ekki gert. Fræðslustjórinn í Reykjavik, Ás- laug Brynjólfsdóttir, hefur rætt við skólastjórana í borginni og sent menntamálaráðherra greinargerð, þar sem fram kemur að erfitt verði að auka aðhaldið frá því sem nú er í grunnskólunum. Þar sem nemend- um fjölgi um 200 í haust sé ekki unnt að fækka bekkjum meira yfir heildina en sem nemur tveimur bekkjardeildum. Til að spara að ráði þyrfti að sögn Áslaugar að grípa til róttækra aðgerða eins og að fella niður kennslu fimm ára barna og sameina einhveija skóla í Reykjavík. Þetta segist hún vilja forðast, skýr fyrirmæli ráðherra þurfi a.m.k. að liggja fyrir. Kristjana M. Kristjánsdóttir, skólastjóri Grandaskóla í Reykjavík, kveðst telja tviskinnung felast í að á sama tíma og boðaður sé sparnaður sé áhersla lögð á aukna viðveru yngstu barnanna. Fjálglega sé rætt um lengri og sam- felldan skóladag um leið og ákveðið sé að auka ekki kennslu í forskóla eins og gert hafi verið ráð fyrir í lögum. Foreldrar barna í Melaskóla, Mýrarhúsaskóla, Grandaskóla og Vesturbæjarskóla hafa mótmælt fyrirhugaðri skerðingu á skólastarfi í ályktun sem send var mennta- málaráðuneytinu. í ályktuninni kemur m.a. fram að þetta sé í ann- að sinn á tíu árum sem yfirvöld grípi til sparnaðaraðgerða sem þessara. Ýmsir skólastjórar sem Morgunblaðið ræddi við nefndu þetta og höfðu áhyggjur af að það fé sem tekið væri af skólunum fengju þeir ekki aftur. FORMAÐUR Vísindanefndar Al- þjóðahvalveiðiráðsins sagði á árs- fúndi ráðsins í gær, að bestu fáan- legu gögn um langreyðastofninn sýni að hann telji um 11.500 dýr, eða tvöfalt meira en nefndin hefúr áður talið. Þessi gögn eru m.a. úr vísindarannsóknum íslendinga, en í áliti vísindanefhdarinnar um vísindaáætlun Islendinga fyrir þetta ár kemur fram, að sumir nefndarmenn hafa efasemdir um gildi veiðiþáttar áætlunarinnar eins og undanfarin ár. íslenska sendinefndin lýsti því yfir á ársfundinum, að haldið yrði fast við vísindaáætlun Hafrannsóknar- stofnunar í sumar, þar með hvalveið- ar, en hvalveiðar í vísindaskyni yrðu ekki á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins vora Bandaríkjamenn án- ægðir með þá yfirlýsingu, en Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði við Morgunblaðið, að fyrir fund hvalveiðiráðsins hefði íslenska sendi- nefndin rætt við Bandaríkjamenn, í samræmi við tvíhliða samning land- anna vegna hvalveiðanna. „Við lofuðum að gera þeim grein fyrir með hvaða hætti við höfum farið eftir ályktunum hvalveiðiráðs- ins frá því síðast. Þeir eru ánægðir með það, og telja að við höfum stað- ið við samkomulagið. Á hinn bóginn er ljóst að þeir standa í málaferlum vegna afstöðunnar til okkar, og við þurfum að sjálfsögðu að taka tillit til þess, því við vonum að þeir vinni það má!,“ sagði Halldór. Þessi fundur hvalveiðiráðsins er af flestum talinn vera lognið á undan storminum á næsta ári, þegar tekist yrði á um hvort aflétta ætti hvalveiði- banninu sem þá hefur staðið í ijögur ár. Ýmis merki þeirra átaka sjást þó nú þegar. I gær héldu Sidney Holt og Roger Paine, sem sitja í vísindanefnd hvalveiðiráðsins og era kunnir fyrir baráttu gegn hvalveið- um, blaðamannafund og kynntu þar niðurstöður hvalatalningar Japana í Suðuríshafi. Þeir sögðu að sam- kvæmt þeim væru hvalastofnar enn verr á sig komnir en áður var talið. Þannig telji steypireyðarstofninn um 500 dýr, og langreyðastofninn um 5.000 dýr. Japanskur talsmaður hafnaði þessum tölum, og sagði þær fárán- legar, vegna þess að þær væru byggðar á rannsóknum á hrefnu, á svæði í suðurhöfum þar sem fáir aðrir hvalir héldu sig. Morgnnblaðið/Þorkell Afmæli á sjúkrahúsi Krístrún Guðmundsdóttir, sem gekkst undir viðamikla húð- ágræðslu með ræktaðri húð fyrir skömmu, hefúr verið í sjúkra- þjálfún tvisvar á dag og getur nú gengið á ný. Haldið var upp á Ijögurra ára aftnæli hennar á Landakotsspítalanum í gær. Hún er lengst til hægri, en með henni á myndinni eru Eir Pálsdóttir fyrir miðju og Jón Ármann Jónsson. Sjá frétt á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.