Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 2
2
IGA,'
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 21. JÚNÍ 1989
Bensínverð;
Bensíngjald hækk-
að á við verðlækkanir
Gengislækkun krónunnar dregur úr
áhrifum verðlækkunar á bensíni
VERÐ á bensíni hefiir farið lækkandi á Rotterdam-markaðnum
að undanförnu, en á móti kemur lækkun gengis íslenzku krónunn-
ar, sem dregur úr áhrifiim verðlækkunarinnar hér á landi. Miðað
við stöðuna í dag er talið að farmur keyptur á verði síðastliðins
mánudags myndi með verðjöfnun við fyrirliggjandi birgðir seljast
á um 49 krónur lítrinn að óbreyttu gengi og bensíngjaldi. Ríkis-
stjórnin hefur hins vegar ákveðið að hækka bensíngjald til jaftis
við verðlækkanir á bensini til að vinna upp tekjutap vegna lækkiin-
ar nú. Því mun verð á bensíni ekki lækka við næstu verðákvörð-
un. Jafnframt er ákveðið að halda þeim verðmun, sem nú er á
blýlausu bensíni og súper-bensíni, sem er 4 krónur á lítra.
Birgir Árnason, aðstoðarmaður verðlækkun og komi til lækkun á
súper-bensíni muni gjaldið á því
hækka til jafns við hana til að
halda þeim verðmun sem nú er.
Með því sé ætlunin að stýra notk-
uninni meira yfir í blýlaust bensín
til að draga úr mengun. Ekki sé
um að ræða niðurgreiðslu á blý-
lausa bensíninu heldur einfaldlega
neyzlustýringu.
Kominn er til landsins farmur
af súper-bensíni. Sala af því hefst
líklega upp úr mánaðamótum og
miðað við gengi nú, gæti útsölu-
verð þá orðið um einni krónu lægra
en nú.
viðskiptaráðherra, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að ríkissjóður
væri með ákvörðun um lækkun
bensíngjalds að afsala sér ákveðn-
um tekjum tímabundið. Þessi
lækkun sé áætluð samsvara innan
við 10 milljóna tekjutapi af bensín-
gjaldi mánaðarlega, en reiknað sé
með því að gjaldið hækki aftur
innan nokkurra vikna, þegar nýr
farmur komi að utan. I raun sé
talið að þessi tímabundna lækkun
valdi ríkissjóði ekki tekjutapi, þeg-
ar upp verði staðið. Gjaldið verði
hækkað sem nemur mögulegri
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Hafbeitarlaxinn kominn
Vognm.
Hafbeitarlaxinn er kominn fyrir nokkru hjá Vogalax í Vogum.
Um helgina voru nokkur hundruð laxar komnir á land, aðallega
lax sem hefiir verið í tvö ár í sjó. Móttaka á laxi hefiir ekki verið
af fiillum krafti aðallega vegna seiðasleppinga sem standa yfir.
Stærstur hluti laxa sem heimtist á hveiju sumri er lax sem hefur
verið veiddur í sjó og í sumar mun Vogalax heimta Iax úr seiða-
sleppingu síðasta árs, en þá var ellefti hundruð þúsund seiðum
sleppt frá stöðinni. Á myndinni sjást starfsmenn Vogalax háfa lax.
- EG
Meiðyrðamál gegn blaðamanni:
Sektardómur og
ómerking ummæla
Hrafiiar spilla andarvarpi
Sílamávur ræðst á æðarunga
HRAFNAR spilltu fyrir stokkandarvarpinu í Vatnsmýrinni í vor
og eru óvenju fáir andarungar á Tjörninni um þessar mundir af
þeim sökum. Að sögn Ólafs Nielsens IíSræðings er búið að flæma
hrafhana í burtu og má því búast við að seinna varp stokkand-
anna komi til með að ganga betur. Þá hefiir sílamávur gert tals-
verðan usla hjá þeim æðarkollum, sem hafa komið ungum sínum
upp, eftir að hann fór að venja komur sína á Tjörnina yfir daginn.
Fimm andartegundir verpa við
Tjörnina, æðarfugl, stokkönd,
duggönd, skúfönd og gargönd.
Æðarfugl og stokkönd eru fyrst
til að verpa í byijun maí og er
æðurin, sem verpir í hólmanum,
tiltölulega öruggur þar en hinar
andartegundimar verpa flestar í
Vatnsmýrinni. Undanfarin ár
hafa stokkendur lent í erfiðleikum
þegar hrafninn sem haldið hefur
til í niýrinni á vorin hefur hreins-
að úr hreiðrunum, en nú hafa
þeir verið flæmdir í burtu. Varp
hjá þeim tegundum, sem nú stend-
ur yfir, ætti því að takast betur
auk þess sem búast má við að
stokkendur verpi á ný á næstu
vikum. Gætu ungar því verið
komnir á Tjörnina í byijun júlí ef
allt fer að óskum en síðastliðið
sumar var talsverður ungadauði
við Tjömina vegna skorts á æti.
í sumar er útlitið hins vegar gott,
þar sem nóg er af mýi.
En það er ekki eingöngu hrafn-
inn og hungrið sem hijáir ung-
ana. Nú koma um 300 sílamávar
á Tjörnina snemma á morgnana
og halda þar til yfir daginn. Þeir
sækja í brauðið, sem ætlað er
öndunum og ráðast á ungana og
drepa. „Sílamávurinn hefur verið
við Tjörnina í nokkuð langan tíma
en honum hefur fjölgað og hann
breytt háttum sínum,“ sagði Ólaf-
ur. „Þeir em ekki ofsóttir innan
borgarmarkanna og em því alls
óhræddir og nýta sér þessa fæðu-
lind sem brauðið er. Það verður
ekki sigrast á þeim endanlega við
Tjörnina, þeir em það margir.
Eina vonin er að hægt verði að
koma þeim í skilning um að þeir
séu ekki óhultir um líf sitt við
Tjömina.“
Sílamávurinn verpir allt í kring
um Reykjavík og fer honum ört
fjölgandi. Sagðist Ólafur reikna
með að stofninn skipti hundmðum
para ef ekki þúsundum því hann
á sér engan náttúrulegan óvin
sem máli skiptir svo nálægt
byggð.
HALLUR Magnússon blaðamað-
ur hefur verið dæmdur til
greiðslu 40 þúsund króna sektar
og tiltekin ummæli um séra Þóri
Stephensen í grein sem Hallur
skrifaði i dagblaðið Tímann hafa
verið dæmd dauð og ómerk í
sakadómi Reykjavíkur. Þá var
Halli gert að greiða séra Þóri
150 þúsund króna miskabætur
og allan sakarkostnað, þar með
taldar 70 þúsund krónur til veij-
anda síns.
Sakadómari, Sverrir Einarsson,
sakfelldi Hall á grundvelli 108.
greinar almennra hegningarlaga
þar sem segir að hver sem hafi í
frammi skammaryrði, aðrar móðg-
anir í orðum eða athöfnum eða
ærumeiðandi aðdróttanir við opin-
beran starfsmann, þegar hann er
að gegna skyldustarfi sínu, eða við
hann eða um hann út af því, skuli
sæta sektum varðhaldi eða fangelsi
allt að þremur árum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sílamávum hefiir fjölgað á Tjöminni að undanfornu en æðarkollum og öndum fækkað.
í samtali við Morgunblaðið sagði
séra Þórir Stephensen að þær
miskabætur sem hann fengi dæmd-
ar í máli þessu yrðu látnar renna
til Viðeyjarkirkju.
Reykjavík og Kópavogur;
Samningur um sorpmóttöku
í Gufiinesi var framlengdur
BORGARYFIRVÖLD í
Reylyavík og bæjaryfirvöld í
Kópavogi hafa gert með sér
samkomulag, sem meðal annars
felur í sér að Kópavogskaup-
staður áskilur sér rétt tíl að íáta
dómstóla skera úr um gildi
samningsins um Fossvogsbraut
og að hugmyndir um lausn á
umferðavanda svæðisins verði
skoðaðar. Þá er gert ráð fyrir
að aðilar skuldbindi sig til að
ráðast ekki í varanlegar fram-
kvæmdir á svæðinu fyrr en end-
anleg lausn er fundin. í fram-
haldi af samkomulaginu hefiir
Reykjavíkurborg framlengt til
eins árs fyrri samningi við Kópa-
vogskaupstað um móttöku á
sorpi á sorphaugunum í Gufii-
nesi. Að sögn Heimis Pálssonar,
forseta bæjarstjómar Kópavogs,
er þar með fallið frá urðun sorps
í Leirdal.
„Ég er mjög ánægður með að
sammningar hafa verið staðfestir
með þessum hætti,“ sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri. Heimir Páls-
son tekur í sama streng og segist
vera ánægður með að menn skuli
hafa komist að þeirri niðurstöðu
að hægt væri að mætast á miðri
leið. „Eg fagna þvi að það skuli
vera fundin laus á þessu máli, sem
ég tel að báðir aðilar geti verið
sáttir við,“ sagði hann.
í samkomulaginu segir:
„1. Ágreiningur er um lögmæti
einhliða yfirlýsingar Kópavogs-
kaupstaðar um að hluti samnings
milli sveitarfélaganna frá 1973 sé
úr gildi fallinn. Því er ljóst að leita
þarf annarra leiða til að fá úrlausn
þess ágreiningsefnis.
2. Kópavogskaupstaður áskilur sér
rétt til að hlutast til um að dómstól-
ar skeri úr um gildi ofangreinds
samnings um Fossvogsbraut og
fleira. Komi það mál til kasta dóm-
stóla skuldbinda aðilar sig til að
hraða málsmeðferð eftir því sem
kostur er.
3. Aðilar munu skoða þær hug-
myndir, sem fram hafa komið um
lausn á stofnbrautavanda svæðis-
ins, sem hliðsjón hafa af umhverf-
isþáttum. Skoðun þeirra skal lokið
svo fljótt sem kostur er, enda
stendur nú yfir endurskoðun á
aðalskipulagi Kópavogs.
4. Á meðan á meðferð málsins
skv. 2. og 3. lið stendur skuldbinda
aðilar sig til að ráðast ekki í varan-
legar framkvæmdir á svæðinu,11
Á fundi borgarráðs í gær lögðu
fulltrúar minnihlutans fram sér-
staka bókun og fögnuðu samkomu-
laginu. Richard Björgvinsson, full-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi, sagði erfitt að túlka sam-
komulagið, sem væri jafn óljóst
orðað og fyrri samningur og erfitt
fyrir aðra en þá sem tóku þátt í
viðræðunum að átta sig á þýðingu
þess, en hann fagnaði að sam-
komulag hefði náðst og að sveitar-
félögin færu að starfa saman á
ný og á eðlilegan hátt. „Margt af
því sem þarna kemur fram er í
anda þess, sem Sjálfstæðismenn í
Kópavogi bentu á í upphafi, eða
að höfðað yrði ógildingarmál ef
menn vildu endilega fá bráða nið-
urstöðu í málinu en það var búið
að liggja niðri í tæp 17 ár,“ sagði
Richard.
Húsbruni á Isafirði:
Grunur um íkveikju
ELDUR kom upp í húsinu Hafii-
arstræti 20a á Isafirði um klukk-
an hálf tvö aðfaranótt þriðju-
dags. í húsinu eru líkamsrækt
og sólbaðsstofa. Talið er að um
íkveikju hafi verið að ræða.
Allt slökkvilið bæjarins var kvatt
út og Iauk slökkvistarfi á um það
bil 20 mínútum. Eldur logaði á öll-
um þremur hæðum hússins, sem
er forskalað timburhús, og er það
mikið skemmt. Minni skemmdir
urðu á tækjum fyrirtækisins.
Rannsókn málsins var á frum-
stigi hjá lögreglunni á ísafirði í
gær, en þó voru líkur taldar benda
til að um íkveikju hafi verið að