Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 16
16 ■MÖKGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 \. „Frelsið er ekki í því að lifa einn o g sér“ Þjóðhátíðarræða Þorsteins Páls- sonar á Eyrarbakka 17. júní 1989 Við söfnumst hér saman í dag, 17. júní, á þjóðhátíðardegi íslend- inga undir íslenska fánanum, tákni fullveldis og sjálfstæðis. Hann er hin sanna ímynd þjóðarinnar. Hann blaktir yfir sögu fólksins og baráttu í gegnum tíðina, vonum þess og framtíðarsýn. í fánanum eru fólgnar hugsjón- ir okkar og fyrirheit. Og hann er ávallt í fylkingarbijósti hvar sem fámenn þjóð gengur fram á vit nýs tíma. Hann vitnar um það sem íslensku þjóðinni er dýrmætast: sjálfstæði, samhug og styrk. En hver er nú hinn eiginlegi tilgangur fólks, ungra og aldinna, með því að koma saman á þjóð- > hátíðardegi? Er íslenski fáninn e.t.v. ekkert annað og meira en ' skraut sem prýðir bæina á þessum degi? Og eigum við eitthvert annað erindi við sjálfa okkur í dag, en að blása í blöðrur, ganga prúðbúin undir lúðrablæstri, syngja og dansa? Það er sannarlega ástæða til þess að gleðjast og kætast. Gleðin og ástin eru uppsprettur þess besta í fari mannsins. En á þessum degi eigum við líka erindi við sjálfa okkur, Islendingar. Það erindi felst í brýningu til þeirra skylduverka sem hvíla á sérhverri frjálsri og fullvalda þjóð, hveijum fijálsborn- um manni: Ræktun íslenskrar menningar og tungu, varðveisla • landsins gæða og gæsla landsrétt- inda. En umfram allt hvílir sú skylda á okkar herðum að varða veg þjóð- arinnar inn í nýja framtíð. Og ein- mitt nú horfum við fram til meiri breytinga á sviði tækni og sam- vinnu þjóða á milli en nokkru sinni fyrr. Hvort tveggja á eftir að koma við hag hverrar einustu fjölskyldu á einn eða annan hátt og hafa áhrif á líf og starf hinnar ungu vaxandi kynslóðar i landinu. Það veltur því á miklu að varða rétta leið að nýjum og mikilvægum markmiðum. Þjóðhátíðardagurinn hlýtur því jafnan að vera allt í senn gleðistund, helgistund og baráttudagur. í menningar- og atvinnusögu Eyrarbakká sjáum við ýmsa þá þræði sem óhjákvæmilega verða uppistaða og ívaf í þeim vefnaði sem sýnir ísland nútíðarinnar ganga á vit framtíðarinnar. Hér stóð verslun með miklum blóma. Hún var tengiliður sunnlenskra sveita við alþjóðlegt umhverfi og var aflvaki framfara. Hér störfuðu framtakssamir útvegsbændur og héðan er sprottið ýmislegt af því besta í íslenskri menningu. Allir sem þekkja sögu byggðar- lagsins sjá þessa þræði í vefnaðin- um. Og þegar við hugum betur að og frá víðara sjónarhorni sjáum við, að án þeirra verður hin stóra ófullgerða mynd íslenskrar framt- íðar aldrei fullgerð. í aldargamalli ísafold segir svo af sjóvamargarðinum fyrir Háeyr- arlandi sem var 2.470 álnir á lengd, ijórar álnir á þykkt að neð- an og hálf alin að ofan: „Garður- inn nær eigi aðeins tilgangi sínum að varna sjávargangi heldur er nú farið að rækta jarðepli meðfram honum að innan þar sem áður var möl og sandur og líkindi til að allt það svæði sem garðurinn er „Við ætlum okkur sann- arlega ekki einungis að verða Evrópubúar heldur fyrst og fremst íslendingar í samvinnu frjálsra þjóða í Evrópu. ísland á ekki að vera eyland nema í land- fræðilegumskilningi. Einangrun Islands á þessum miklu breyting- artímum mundi þýða stöðnun og afturför. Þá yrðu engir nýir akrar plægðir í skjóli sjóvarn- argarðs.“ fyrir verði innan nokkurrar tíðar orðið að matjurtargörðum eða tún- um og engjurn." Þannig horfðu menn til þessa mikla framtaks. Menn sáu gró- anda í þjóðlífi í skjóli hverrar nýrr- ar framkvæmdar sem hin fátæka en baráttuglaða þjóð tókst á við. Verkmenningarsaga byggðarlags- ins er ekki aðeins fortíð, hún blæs anda og krafti í ný verk og ný viðfangsefni sem til heilla horfa fyrir byggðina. Á sama hátt viljum við nú um stundir flétta saman ræktun og varðveislu íslenskrar menningar og þátttöku í alþjóðlegri samvinnu og samstarfi þar sem sem flestum hindrunum í verslun, viðskiptum og þjónustu er rutt úr vegi. Sem fyrr munu þeir nýju straumar færa aukið líf og meiri þrótt í at- vinnustarfsemi og bæta um leið hag og kjör fólksins í landinu. En því aðeins getur þetta gerst að við veikjum ekki menningarleg- ar og sögulegar undirstöður íslenskrar þjóðfélagsgerðar. Hér gildir eitt og það sama fyrir Eyrar- bakka í nábýji við aðrar byggðir í landinu og ísland í samskiptum við aðrar þjóðir. Framfarimar tengjast menningu og frelsi. Síðustu vikur og daga hefur sundurlyndið öðru fremur sett svipmót sitt á íslenskt þjóðlíf. Það er sá skuggi sem hvílir yfír þjóð- hátíð á íslandi í dag. Eftir verð- fall og ýmis önnur áföll á síðasta ári hafa ytri aðstæður nú snúist til betri vegar. Því verr þykir mönnum að upplausnarandinn skuli færast í aukana. En lyftum okkur stundarkorn upp fyrir dægurþras og ríg og reynum að skyggnast til þeirra verka og viðfangsefna sem við blasa við lok þessarar aldar og í byijun nýrrar. Þá má okkur vera Ijóst, að við hvort tveggja verðum Islendingar og getum stillt saman strengina og sameinað krafta þjóðarinnar. Við höfum búið við frið í Evrópu í fjóra áratugi. Þar ræður mestu um staðfesta þeirra ríkja sem bundust samtökum til þess að vera í sókn og vörn fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindi. Svo er komið að menn tala ekki lengur um það sem óhugsandi draumsýn að Evrópa verði ein áifa og fijáls. Og menn ræða um það sem möguleika að smánarmúrinn í Berlín sem skilið hefur á milli frelsis og ófrelsis, mannréttinda- og kúgunarhverfis. Þessi nýju við- horf veita ekki aðeins von um meira öryggi heldur skapa þau skilyrði til nýrrar framfarasóknar. Þar eiga íslendingar að vera þátt- takendur en ekki utangarðsmenn. Evrópubandalagið hefur sett sér markmið um frjáls viðskipti og samskipti á flestum sviðum. Aðrar þjóðir ræða um það hvernig þær megi tengjast þessari nýju frjáls- ræðisbylgju í Evrópu. Og í ríkjum Austur-Evrópu eru stigin athyglis- verð skref í átt til aukinnar vald- dreifíngar og markaðsbúskapar. Enn sem fyrr hljótum við að veita alþjóðlegum straumum af þessu tagi inn i íslenskt þjóðlíf og fínna þar farveg til nýrrar fram- faraviðleitni. Og þó að við deilum kröftum okkar í stundarátökum eigum við að geta sameinast um hin mikilvægustu mál sem miða að því að varða leið íslands inn í þessa nýju framtíðarsamvinnu þjóðanna. Þetta eru verkefni nýs tíma og munu hafa áhrif á hagi hvers og •'■eins og koma inn á heimilin og inn á eldhúsborð fólksins í landinu rétt eins og Eyrarbakkaverslun og sjóvarnargarður á Háeyrarlandi á sinni tíð. Sérhver árvökull , íslendingur vill á tímum slíkra breytinga veija íslenska hagsmuni og standa vörð um íslenskt sjálfstæði og íslenska menningu. Það gerði Jón forseti einnig í baráttu sinni fyrir verslun- arfrelsi á síðustu öld. Um hættuna af erlendum áhrifum sagði hann tæpitungulaust: „Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi að þeir eigi við okkur kaup og við- skipti, frelsið er ekki í því að lifa MEÐALANNARRA ORÐA Sá sem kemur í naftii Drottins eftir Njörð P. Njarðvík „Benedictus qui venti in nomine Domini,“ stendur á góðum stað, svo að ég slái nú um mig með latínu í tilefni dagsins: Blessaður sé sá er kemur í nafni Drottins. Sá sem man þessi orð, hlýtur að hafa undrast þá andúð og jafnvel fjandskap, sem óneitanlega örlaði á fyrir hingaðkomu páfans í Róm. Ég segi fyrir mitt leyti, þessi heim- sókn arftaka Péturs postula gladdi mig þótt ég sé ekki rómversk- katólskur, og ber margt til þess. Og raunar er íslandsför hans mér nokkurt undrunarefni. Ekki þarf að fara mörgum ^orðum um þá staðreynd að við Islendingar telj- umst flestir til lúterskrar þjóð- kirkju, að forminu til að minnsta kosti. Og söfnuður rómversk- katólskra telur einungis liðlega tvö þúsund manns. Hvers vegna er trúarleiðtogi 870 milljóna manna að leggja á sig langa för á vit ein- hverrar fámennustu þjóðar heims- ins, sem þar að auki er lútersk, og einhvers fámennasta söfnuðar katólskra á byggðu bóli? Einstæður atburður Fólk skrifaði í lesendadálka dagblaða og hringdi í þjóðarsálina og agnúaðist út í heimsókn páfans af tveimur ástæðum einkum. Önn- ur var sú að okkur kæmi páfínn ekkert við, og hin var sú að þessi viðstaða trúarleiðtogans væri allt- of dýr. Mátulegt væri að katólski söfnuðurinn bæri þann kostnað sjálfur. Svo var einnig ráðist á páfann fyrir afstöðu hans til fóst- ureyðinga og getnaðarvarna og afstöðu til annarra trúarbragða (einhveijum þótti hann of umburð- arlyndur í þeim efnum) — og hann var meira að segja sakaður um villutrú! En páfinn var ekki bara að heimsækja katólska söfnuðinn á íslandi. Hann var að heimsækja íslensku þjóðina alla. Það kom skýrt fram í hinni samkirkjulegu athöfn á Þingvöllum sem var ekki aðeins söguleg stund, heldur um margt einstæður atburður. Það hefur komið fram að páfinn fer ekki á óbyggða staði á ferðum sínum. Samt sem áður óskaði hann eftir þessari athöfn á þessum stað. Þá vaknar þessi spuming, sem allir hugsandi menn hljóta að þurfa að leita svara við: Þegar páfinn í Róm fer í fyrstu heimsókn sína til Norðurlanda, hvers vegna fer hann þá sérstaklega til Þing- „Rómversk-katólska kirkjan hefur sýnt íslensku þjóðinni mikla vinsemd og virðingu með heimsókn páfans. Það kom ekki síst fram í því hversu ótrúlega vel hann hafði búið sig undir þessa för. Hann lagði það á sig að mæla hluta af ræðum sínum á íslensku og vitna í Liiju, Nonna og Stefán frá Hvítadal.“ valla til þess að faðma að sér lút- erskan biskup íslands? Er það til- viljun? Halda menn að það sé gert út í bláinn? Á vit íslenskrar sögu Ferð Jóhannesar Páls II til Þingvalla sýnir okkur umyrða- laust, að vissulega kemur okkur páfinn í Róm við. Rómversk- katólska kirkjan var kirkja okkar í 550 ár, í lengri tíma en lúterska þjóðkirkjan. Og ekki einungis það. Gullaldarminning okkar, hinn mikli menningararfur þjóðarinnar, ritmálið og bókmenntimar, er sköpunarverk rómversk;katólskra manna. Höfundar íslendinga sagna og Snorri Sturluson vom katólskir, — það ættu allir að vita. Og það sýnir víðsýni þessara manna að þeir ræktu sinn menn- ingararf, þótt heiðinn væri. Þeir forðuðu heimsmynd heiðinna for- feðra sinna frá gleymsku og glöt- un. Þessi bókmenntaarfur, ásamt helgiritum á borð við Hómilíubók- ina og Maríusögu, er enn undir- staða íslenskrar menningar og þjóðernis. Þegar páfinn fer til Þingvalla, er hann að ganga á vit íslenskrar sögu og sýna íslenskri menningar- hefð sérstaka virðingu. Um leið er hann að minna okkur á að sú trú sem við tókum árið 1000, var sú trú sem hann er enn fulltrúi og leiðtogi fyrir. Og það er á þess- um stað og á þessum forsendum sem hann faðmar að sér biskup okkar. Sú táknræna athöfn býður fram einstaka sátt páfastólsins til þeirra sem sneru við honum baki. Sú var tíð að sagt var að allar götu lægju til Rómar. Þessi páfi hefur í raun snúið orðtakinu við. Með ferðum sínum er eins og hann vilji sýna að allar götur liggi frá Róm. Vitaskuld er mikill ágrein- ingur milli kirkjudeilda, en ferð páfans hingað með útbreiddan faðm er merkilegt skref. Það var enn undirstrikað í boðskap páfa á þessum sögufræga stað. Þegar eining kristinna manna tekst, verður hún Guðs gjöf, sagði hann, gerleg fyrir náð hans. Það hefði einhvern tíma þótt tíðindum sæta að hlýða á slík orð af munni páf- ans í Róm. Lærdómsrík heimsókn Ýmislegt fleira var lærdómsríkt við heimsókn páfans — fyrir þann sem ekki er daglegur gestur í katólskri kirkju. Það var til dæmis hinn dulræni styrkur sem geislar af katólskri messugerð og ekki verður fundinn í lúterskri kirkju. En kannski var mest um vert að skynja þá trúargleði sem alls stað- ar ríkti. Og kannski umfram allt hjá Karmelsystrunum í Hafnar- firði. Sú gleði og hamingja sem lýsti af andlitum þeirra sem hafa afneitað öllu nema Guði, hlýtur að vekja undrun og spurn hjá þeim sem dýrka dauða hluti og hégóm- leika hins ytri heims. Rómversk-katólska kirkjan hef-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.