Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 44
SJOVAQjOALMENNAR r' FELAG FOLKSINS MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Vextir - hækkaðir Fiskveiðasjóður íslands hefur hækkað vexti af lánum sjóðsins úr 8,75% í 9,75%. Vaxtahækkunin gildir frá 1. júní síðastliðnum. Hinrik Greipsson, viðskiptafræð- ingur hjá Fiskveiðasjóði, segir að ákveðið hefði verið að hækka vext- ina vegna vaxtahækkana erlendis, en sjóðurinn fjármagnar lánveiting- ar með erlendum lánum. Jafnframt því sem vextir voru hækkaðir var lántökugjald lækkað úr 5% í 1%. Hinrik sagði að hægt hefði verið að lækka lántökugjald vegna þess að lántökuskattur á er- • ' lend lán féll niður frá og með síðustu mánaðamótum. Kindakjöt á tilboðsverði: Fiskveiðasj óður: Óðinn í eftirlitsferð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Varðskipinu Óðni var breytt á vordögum og hefiir það nú tekið við því hlutverki sem vitaskipið Arvakur gegndi áður. Tekið var stykki úr lunningu og þyrlupalli og komið fyrir krana, til að lyfta ljósduflum úr sjó. Að sögn Sigurðar Steinars Ketilsson- ar, skipherra á Óðni, tókust breytingarnar vel og fór skipið á sjó að nýju þann 6. júní. Öll dufl eru yfirfarin einu sinni á ári. Þau eru tekin úr sjó, hreinsuð, máluð og legufæri skoðuð. Þá er skipt um gashylki í þeim og ljósin stillt. Þessi mynd var tek- in fyrir skömmu, þegar verið var að vinna við Saurbæjardufl í Hvalfirði. Bankar og sparisjóðir: Raunvextir lækka í dag uni 0,25-0,50 af hundraði Naftivextir útlána hækka allt að 3% Sala gæti haf- ist um næstu mánaðamót SALA Á sérunnu kindakjöti á tilboðsverði, sem ríkissfjórnin heftir ákveðið að selt verði á 20-25% lægra verði en annað kjöt, hefst væntanlega um eða eftir næstu mánaðamót. Að sögn Jóhanns Guðmundssonar, deild- arstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, verður einungis um að ræða bestu flokka kindakjöts, en það verður niðursagað og sérpakkað í neytendaumbúðir í hálfiim skrokkum. Að sögn Árna Helgasonar hjá afurðasölu Sambandsins var af- urðasölum ekki kunnugt um þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrr en hún var tilkynnt á blaðamanna- fundi á mánudaginn. Hann sagði að einhvern tíma tæki að vinna kjötið á þann hátt sem ákveðið hefur verið, en stefnt væri að því að kjötið kæmi á markað á næstu vikum. „Þetta mál er þó ekki kom- ið á það stig að hægt sé að segja nákvæmlega til um hvenær sala á kjötinu hefst. Þær forsendur sem við höfum fengið frá ríkisstjórninni eru að saga eigi kjötið í neytenda- umbúðir, en allri nánari útfærslu á því er ekki lokið.“ Málið var tekið fyrir eftir að virð- ingargerð, það er mat á verðmæti trygginganna, hafði verið lögð fram. Virðingarmenn mátu tryggingar Olís á 215,2 milljónir. Lögmenn Olís mótmæltu matinu í heild og einstök- um liðum þess. Fógeti úrskurðaði að tryggingarnar skyldu metnar til jafns við mat virðingarmanna og var þá af hálfu Landsbankans krafist að eignir Olís yrðu kyrrsettar fyrir mis- mun á þeirri upphæð og skuldinni, eða liðlega 223 milljónum króna. Þá krafðist Olís að fógeti skilaði RAUNVEXTIR lækka um 0,25-0,5% hjá flestum bönkum og sparisjóðum í dag. Á móti hækka nafnvextir óverðtryggðra útlána um allt að 3%. Seðlabankinn stefndi að lækkun raunvaxta um 1-1,25% í tveimur áföngum, í dag og 1. júlí, en þann dag eiga raun- vextir á spariskírteinum ríkissjóðs að lækka um 1-1,5%. hlutabréfum í félaginu, sem lögð höfðu verið fram sem trygging og Olís mat á 120 milljónir króna, en virðingarmenn á fimm milljónir. Þeirri kröfu var hafnað. Þá kærði Olís báða þessa úrskurði til Hæsta- réttar. Landsbankinn krafðist þess að gerð yrði fram haldið og ákvað fógeti að svo skyldi gert. Olís lagði þá fram 69 tryggingar- bréf, útgefin af Olís með veði í fasl- eignum og lausafé félagsins að nafn- virði tæplega 240 milljónir króna, ásamt bankabók í vörslu Lands- Alþýðubanki og Iðnaðarbanki lækka báðir raunvexti inn- og útlána um 0,5% en Alþýðubankinn hækkar nafnvexti á móti um 1-2%. Búnaðar- bankinn, Verslunarbankinn og spari- sjóðirnir lækka raunvexti um 0,25% en hækka nafnvexti inn- og útlána á móti. Búnaðarbankinn hækkar nafnvexti útlána um allt að 3%. Samvinnubankinn breytir sínum bankans með 12,7 milljóna króna innistæðu, sem frekari tryggingu. Fógeti úrskurðaði að kröfu bankans að tryggingabréf þessi yrðu ekki tek- in sem tryggingar fyrir kröfu bank- ans. Þennan úrskurð kærði Olís einn- ig til Hæstaréttar. Fógeti ákvað engu að síður að gerðinni skyldi fram hald- ið og var málinu frestað til dagsins í dag. í dag á Olís að benda á eignir til kyrrsetningar fyrir kröfum Lands- bankans. Ef eignir félagsins verða kyrrsettar er Landsbankinn að tryggja sig gegn ráðstöfun Olís á þeim eignum þar til dómur hefur gengið um kröfur bankans í heiid sinni og hann getur gert íjárnám eftir þeim dómi. vöxtum ekki, nema á gjaldeyrisreikn- ingum. Hjá Landsbankanum taka nú gildi breytingar sem ákveðnar höfðu verið fyrir síðasta vaxtadag, þar á meðal 3% hækkun á nafnvöxtum skuldabréfa. Ekki fengust upplýsing- ar um vaxtabreytingar Utvegsbank- ans í gær. Vextir verðtryggðra útlána eru nú 7,25-7,5% hjá ríkisbönkunum þrem- ur. Einkabankar og sparisjóðir eru með svokallaða kjörvexti og er lægsta þrep þeirra 6,75-7,25% en á það bætist allt að 3% álag. Óverðtryggðir skuldabréfavextir eru 33,5-36,5% í ríkisbönkunum, en kjörvextir einkabanka og sparisjóða eru 32-34,5% fyrir utan álag. Almennar sparisjóðsbækur bera nú 14-18% vexti, hæsta í Útvegs- banka. Vaxtabreytingamar nú koma í kjölfar viðræðna Seðlabanka og banka og sparisjóða. Þar hefur einn- ig verið rætt um breytingar á skipti- kjarareikningum. Rikisstjórnin vill að þeir verði lagðir niður um næstu áramót, og Seðlabankinn telur einnig að leggja beri niður þessa reikninga, þótt varast eigi skyndilegar breyting- ar í þeim efnum. Talsmenn banka og sparisjóða hafa varað mjög við því að þessir reikningar verði lagðir niður. Ræddu þessir aðilar málið sl. mánudag en stefnt er að því að niðurstaða fáist í þessari viku. Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans sagði við Morgunblaðið að bankarnir sættu sig við að breyta fyrirkomulagi reikning- anna í áföngum. Til dæmis þannig, að um næstu mánaðamót geti sá hluti innstæðnanna aðeins borið verðtryggingu sem staðið hafi óhreyfður í 6 mánuði. Um næstu áramót verði viðmiðunartímabil reikninganna lengt í 12 mánuði og verðtrygging komi þá aðeins á þann hluta innistæðu sem staðið hafi í 12 mánuði. Nú er borið saman á 6 mánaða fresti hvort nafnvextir eða verð- trygging gefi betri ávöxtun og reikn- ingarnir bera hærri vextina, hvort sem þeir hafa verið hreyfðir eða ekki. Einnig hefur verið rætt um að leyfa verðtryggða 6 mánaða reikn- inga í stað skiptikjaranna. Þeir reikn- ingar væru ailtaf lausir, en yrði tek- ið út af þeim innan 6 mánaða bæru þeir nafnvexti. Ef þeir lægju óhreyfð- ir í 6 mánuði bæru þeir verðtrygg- ingu. Brynjólfur sagði þetta geta þýtt, að sparifjáreigendur þyrftu sjálfir að bera saman hvort þeir njóti hærri ávöxtunar með nafnvöxtum eða með verðtryggingu. Ef nafnvextirnir væru hærri gæti verið hagstæðara fyrir sparifjáreigendur að taka út af reikningnum og leggja svo inn á hann aftur áður en 6 mánaða mark- inu er náð. „Það er verið að bjóða upp á sama hringlið og var í þessu áður en skiptikjarareikningarnir komu til og það væri mikil afturför," sagði Brynj- ólfur Helgason. ^Qlís: Mat kært til Hæstaréttar OLIS kærðí í gær tíl Hæstaréttar úrskurð borgarfógeta um að eignir félagsins, sem það hafði lagt firam til tryggingar fyrir vanskilaskuldum við Landsbankann, skyldu metnar á 215,2 milljónir króna, en Olís hafði metið þær á um 540 milljónir. Urskurðurinn var kveðinn upp við mál- flutning í kröfugerð Landsbankans um kyrrsetningu í eignum Olís fyr- ir vanskilunum, sem nema 438 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.