Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 17
17 einn og sér og eiga ekki viðskipti við neinn. Frelsið kemur að vísu mest hjá manni sjálfum en ekkert frelsi sem snertir mannfélagið kemur fram nema í viðskiptum og þau eru því nauðsynleg til frelsis." Þessi hvatning brautryðjandans á enn erindi til Islendinga á fæðing- ardegi hans. Verkefnin eru að vísu ný en grundvallarhugsunin sú sama og fyrr. Þegar betur er að gáð verður margt af því sem tilefni er illvígra stundardeilna í raun og veru fá- nýtt og lítilfjörlegt þref þegar horft er til hinna meiri verkefna og lengri framtíðar. Því skiptir nú mestu að sameina þjóðina um þau grundvallarsjónarmið sem mest um varðar í hinni nýju framfara- sókn íslendinga í alþjóðlegri sam- vinnu. Við verðum að skipa málum okkar svo á næstunni að við getum styrkri hendi stýrt fleyi þjóðarinn- ar til þessarar áttar. Við ætlum okkur sannarlega ekki einungis að verða Evrópubúar heldur fyrst og fremst íslendingar í samvinnu frjálsra þjóða í Evrópu. Ísland á ekki að vera eyland nema í landfræðilegum skilningi. Ein- angrun íslands á þessum miklu breytingartímum mundi þýða stöðnun og afturför. Þá yrðu eng- ir nýir akrar plægðir í skjóli sjó- vamargarðs. í dag opnum við hér safn til minja um verkmenningu byggðar- lagsins. Það er tákn þeirrar þjóð- legu og menningarlegu ræktunar- starfsemi sem er uppistöðuþráður í hinum nýja vef íslenskrar þjóð- félagsgerðar. Hér á Eyrarbakka höfum við líka nýtt iðnfyrirtæki í höndum framtakssamra og áræð- inna manna í alþjóðlegum sam- skiptum. Það myndar annan þráð í þann vef. Hvort tveggja er tákn um íslenska hugsun og framfarir. Hvort tveggja felur í sér lifandi dæmi um þau meginverk sem við þurfum að sameina íslensku þjóð- ina um undir íslenskum fána á vegferð hennar inn í nýja framtíð í samfélagi þjóðanna. Þá verður vor móðir og fóstra fijáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs, er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast í samhuga fylgi þess almenna máls. Gleðilega þjóðhátíð. ur sýnt íslensku þjóðinni mikla vinsemd og virðingu með heim- sókn páfans. Það kom ekki síst fram í því hversu ótrúlega vel hann hafði búið sig undir þessa för. Hann lagði það á sig að mæla hluta af ræðum sínum á íslensku og vitna í Lilju, Nonna og Stefán frá Hvítadal. Aldrei fyrr hefur erlendur þjóðhöfðingi eða tignar- maður sýnt af sér þvílíka fram- komu hér. Það ber okkur að þakka sérstaklega. Kirkjudeildir þræta um kenni- setningar og sundurþykkja krist- inna manna er þeim til skammar. Hana má þó skilja vegna ófullkom- leika mannanna. Guð talaði til okkar með því að senda okkur Krist. Boðskapur hans og kenning- ar eru verk Guðs. Kirkjan sem stofnun er verk manna. Með tak- mörkuðum skilningi sínum á óum- ræðanleika Guðs greinir þá á um margt. Og þeir munu halda áfram að deila sér til angurs og miska. „Skaparinn er nú samt sá sem ræður,“ sagði gamli maðurinn í Bláskógaheiðinni inn af Þingvöll- um. Og svo mun verða enn um sinn. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. t MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI 1989 Metheny, Mingus og Skrefi framar Morgunblaðið/Sverrir _________Pjass____________ Guðjón Guðmundsson Mezzoforte-piltarnir Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Jóhann Ás- mundsson eru orðlagðir fönkhestar og hafa nýverið sent frá sér ágæta hljómplötu, (Playing for Time) . í gegnum árin hafa þeir líka verið atkvæðamiklir í fábrotnu jasslífi borgarbúa og á mánudagskvöld Iéku þeir í Heita pottinum fyrir troðfullum sal. Með þeim lék enski tenórsaxafónleikarinn David O’Higgins og eftir hlé söng Ellen Kristjánsdóttir nokkur lög. Take a Walk eftir Michael Brec- ker var fyrsta lag kvöldsins og síðar áttu eftir að koma fleiri tónsmíðar eftir meðlimi Steps ahead, m.a. Nothing Personal . í Facedancing eftir bandaríska gítarleikarann og tónskáldið Pat Metheny var einleikskafli Friðriks langur, fallegur og methenískur. Eftir hlé slæddust inn tvær perl- ur eftir Mingus, Goodbye Pork Pie Hat og Duke Ellingtons Sound of Love. David O’Higgins býr yfir mikilli tækni þótt tónsviðið spanni engar óravíddir. Einleikskaflar hans voru með þeim hraðari sem heyrst hafa í Heita pottinum og tónninn hreinn eða ýlfrandi, þegar svo bar undir. Loks er að geta að Mezzoforte leikur í Tunglinu, (í Lækjargötu), annað kvöld . wmrnmmm Þar sem gott verð, gæði, mikil afköst, góð þjónusta og hátt endursöluverð fara saman gerir þú bestu kaupin. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir því að IBM var söluhæsta einmenningstölvan í Evrópu 1988 til fyrirtækja og einstaklinga.* ' Könnun Intelligent Electronics Europe. IBM PS/2 tölvan afkastar mun meiru miöað viö verö en áður hefur þekkst hefur ótrúlega vaxtargetu er með nýja skjái, sem fara vel meö augun og bjóða upp á Ijósmyndagæði er tæknilega fullkomin IBM PS/2 GERÐ 30-H21/286 10 MHZ (1 Mb minni, 20 Mb seguldiskur) Listaverð kr. 276.000,- OKKAR SÉRVERÐ kr. 209.760,- NYTT FTökúmGwMALT geröi sarnn!!^Kaup 'Vrst \s\ns urn ^9"* sásamnt - ekja. Ny'egav^^ sto1nunum fSt3?«*p8B*w ^SlörsscTnar fya Sns>9^ _________ 1D PS/2 30-021 M, IBM PS/2 30-H21/PRR +IBM AT3 7286 kr ■ 150.212,- 55.000,’- kr. kr. 209.760,- 95.000 kr. 114.760 IBM PS/2 TIL AÐ HALDA FORYSTUNNI! GISLIJ. JOHNSEN SF. 0 0 0 i Æ\ I I SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. NÝBÝLAVEGI 16 KÓPAVOGUR SlMI 64 12 22 HVERFISGÖTU 33 SlMI 62 37 37

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.