Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Morgunblaðið/RAX ÍÞRÖmR FOLK ■ JÚRÍ Sedo v, þj álf ari Víkings, stjórnaði liði sínu ekki í gærkvöldi. Sedov er nú staddur í Sovétríkjun- um, þar sem hann verður viðstadd- ur jarðarför móður sinnar. Diðrik Ólafsson, fyrrum landsliðsmark- vörður, sjórnaði liðinu gegn Fylki. CLAUD Huggins frá Jam- aíka lék sinn fyrsta leik með Fylki í 1. deildarkeppninni í gærkvöldi. UELLEFU knattspyrnumenn voru dæmdir í leikbann á fundi aga- nefndar í gær. Svavar Hilmarsson, sem leikur með 3. deildarliði Víkveija fékk eins leiks bann og Fjalar Sigurðsson, sem leikur með Augnabliki í 4. deild fékk tveggja leikja bann. Auk þess voru fjórir leikmenn í 2. flokki dæmdir í leik- bann, fjórir úr 3. flokki og einn úr 4. flokki. Andri Marteinsson, Atli Ein- arsson og Goran Micic, Víkingi. Fylkismennirnir Guðmundur Magnússon og Guðjón Reynisson sjást hér sækja að marki Víkinga, en lekmenn Víkings voru vel á verði í leiknum. Einn stærsti sigur Vík- inga í langan tíma ítRÉJmR FOLK ■ FRANZ-Josef Tenhagen, þjálfari Bochum, var rekinn frá félaginu í gær, en Bochum tapaði sjö síðustu leikjum síðum í „Bun- ^■■■1 desligunni. Leik- FráJóni menn félagsins urðu Halldóri óhressir þegar þeir G,slr^arss^nl , fréttu þetta - sögðu i -Þyskalan i ag þag værj þejm ag kenna en ekki þjálfaranum, hvað illa gekk undir lokin. ■ ROLF Schafstall, þjálfari Uerdingen, ákvað í gær að gerast þjálfari hjá 2. deildarliðinu Osna- briick. ■ FLEMMING Povlsen - danski landsliðsmaðurinn hjá Köln, er nú orðaður við Juventus og Napolí. Hann er metin á um 200 millj. ísl. króna og eru ítölsku félög- in tilbúin að borga þá upphæð. Povlsen er óhress með að Köln hefur ekki borgað honum 2.9 millj. kr., sem félagið skuldar honum síðan það yfirtók kaup Real Madrid á honum. ■ BUM-kun Cha, landsliðsmað- ur S-Kóreu, sem leikur með Leverkusen, hefur ákveðið að snúa heim og gerast þjálfari í S-Kóreu. VÍKINGAR löguðu markatölu sína heldur betur í gærkveldi gegn nýliðum Fylkis; áður en yfir lauk var staðan orðin 4:0 Víkingum fhag, og miðað við færin sem þeir fengu hefði sig- urinn getað orðið stærri. Það verður hins vegar að segjast að munurinn á liðunum var alls ekki sá sem úrslitin gefa til kynna; Fylkismenn voru síst lakari fyrsta klukkutímann, en eftir að Víkingar skoruðu öðru sinni var sem öll mótstaða væri brotin á bak aftur. Víkingar fengu sannkallaða óskabyqun því á ijórðu mínútu skoraði Andri Marteinsson fyrsta mark leiksins. Fylkisvömin var ekki ^^■■i fulláttuð á því að KristinnJens hún ætti að vera Sigurþórsson mætt á vaktina, og skrifar fékk Andri góðan tíma til að skila knettinum rétta boðleið í markið útan úr miðjum teig. Það sem eftir lifði hálfleiksins voru Fylkismenn mun meira með boltann og sóttu meira, en komust lítt áleiðis og sköpuðu sér engin afgerandi færi. Víkingurinn Goran Micic fékk hins vegar ágætt tæki- færi til að bæta einu marki við, en skot hans framhjá Guðmundi Bald- urssyni fór í slá. Sóknartríoið í ham. Víkingar komu mun ákveðnari til Ieiks í seinni hálfleik og með sóknartríóið Andra, Atla og Goran í broddi fylkingar skapaðist hætta hvað eftir annað upp við mark Fylk- is. _ Á 64. mínútu geystist Atli Ein- arsson upp vinstri kantinn og inn í vítateiginn, þar sem hann á síðustu stundu skilaði boltanum fá sér og Bjöm Bjartmarz kom aðvífandi á réttu augnabliki og sendi knöttinn óvænt í netið. Einungis þremur mínútum síðar skall fengu Víkingar hornspyrnu, sem einn Fylkismaður framlengdi listilega inn í teiginn og þar var Goran Micic mættur á rétt- um stað og skallaði af öryggi í netið. En þar með var ekki öll sag- an sögð því á 71.mínútu vann Gor- an knöttinn af einum Fylkismanni og komst inn í teiginn, þar sem hann sendi boltann á hárréttu augnabliki á Atla Einarsson, sem ekki átti í vandræðum með að skora í nánast autt markið. Þar með vora úrslitin ráðin og verða Fylkismenn að stoppa betur í vömina eigi þeir að forða sér frá falli. Hilmar Sighvatsson er allt í öllu á miðjunni hjá þeim, en það vantar greinilega brodd í sóknina til að dæmið gangi upp. Víkingar vora hættulegir í sókna- raðgerðum sínum og með tríóið fyrrnefnda á sínum snæram geta þeir verið öllum liðum hættulegir. Tengiliðimir og vömin er hins veg- ar höfuðverkur sem á eftir að segja til sín gegn sterkari liðum en Fylki. Víkingur— Fylkir4 : 0 íslandsmótið i knattspyrnu, Víkingsvöllur, 1. deild, þriðjudaginn 20. júní 1989. Mörk Víkings: Andri Marteinsson, 4. min., Bjöm Bjartmarz, 64. mín., Goran Micic, 67. min. og Atli Einarsson, 71. mín. Dómari: Ágúst Guðmundsson, og dæmdi hann með ágætum. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Ámundi Sigmundsson, Sveinbjöm M. Jóhannes- son, Öm Torfason, Hallsteinn Amarson, Aðalsteinn Aðalsteinsson (Bjöm Bjartmars vm. í s.h.), Lúðvík Bragason, Atii Einarsson, Atli Helgason, Goran Micic og Andri Marteinsson. Lið Fylkis: Guðmundur Baldursson, Valur Ragnarsson, Gústaf Vffilsson, Pétur Óskars- son, Gísli Hjálmtýsson, Ólafur Magnússon, Guðmundur Magnússon, Hilmar Sighvatsson, Anton K. Jakobsson, Baldur Þór Bjarnason, og Claud Huggins. ■ PETER Reichard, fyrram leikmaður Stuttgarrt, sem hefur leikið með Strasbourg í Frakklandi, hefur gengið til liðs við Toulouse. ■ FRANSKA félagið Auxerre tilkynnti í gær að það hafi hug á að kaupa danska landsliðsmann- inn Henrik Mortensen. Guy Ro- ux, þjálfari liðsins, sagði _að þessi 24 ára leikmaður frá Árósum, æfðni nú með félaginu og að hann myndi líklega leika sinn fyrsta leik gegn Dynamo Berlín 5. júlí. ■ BARCELONA hefur krafið Tottenham um 2,5 milljónir doll- ara fyrir enska landsliðsmanninn, Gary Lineker. Það er hálfri milljón dollara hærri upphæð en Totten- ham hafði boðið. Samningar um kaupverðið munu því halda áfram og er líklegt að miðvallarspilarinn Mohamed Nayim, sem Tottenham hefur að láni frá Barcelona verði seldurtil Lundúnarfélagsins - inn í áðurnefndri upphæð. KNATTSPYRNA Daníel skor- aði beint úr aukaspyrnu Daníel Einarsson tryggði Víðis- mönnum farseðilinn í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í gærkvöldi í Grindavík. Daníel skoraði sigur- mark leiksins, 0:1, beint úr auka- spyrnu þegar 25 mín. vora til leiks- Ioka. Rok og rigning var á meðan leikurinn fór fram. Fjórir leikir verða leiknir í kvöld kl. 20 og komast sigurvegarar í þeim í 16-liða úrslit ásamt Víði, Þrótti R. og 1. deildarliðunum. Leik- imir era: Stjarnan - Selfoss, Augna- blik - ÍBV, Tindastóll - Völsungur, Leiknir F. - Huginn. FRJALSAR IÞROTTIR Árangur á Ármannsmóti ólögmætur: Bandspotti var not- aður við mælingar ALLUR árangur sem var unn- in á Innanfélagsmóti Ár- manns 11. júní hef ur verið úrskurðaður ólögmætur. Eins og hefur komiðfram þá náðu nokkrir íþróttamenn per- sónulegum metum á mótinu. tjórn Frjálsíþróttasambands Islands kom saman í gær til að ræða um mótið og síðan sendi stjórnin út eftirfarandi fréttatil- kynningu: „Stjóm FRÍ hefur að tillögu laganfendar sambandsins sam- þykkt að allur árangur unnin á Innanfélagsmóti Ármanns 11. júní teljist ólögmætur þar sem ekki var farið að leikreglum við framkvæmd mótsins." Eins og komið hefur fram þá var mótið ekki tilkynnt á réttan hátt til FRÍ. Þá vora ekki til stað- ar dómarar á mótinu og búið var að bæta bandspotta við málband það sem notað var við mælingar á sleggjukasti. Hér var um að ræða um tíu metra bandspotta, til lengja málbandið. Þrátt fyrir að mælitæki hafi ekki verið lögleg var árangur í sleggjukasti út- skurðaður góður og gildur af mótshölduram - og hann sendur út til ijölmiðla. Á þessu sést þá var allst ekki farið að leikreglum við fram- kvæmd mótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.