Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 ©1988 Unlversal Press Syndlcete 'Lönyu bvcujhm era u.ppseld." Ég hef búið til bráðdrep- andi eitur elskan. Ég vona þú hafír ekkert á móti því að ég kalli það eftir þér? Með morgimkafftnu Hann elskar mig enn bless- aður, a.m.k. þegar hann er ekki að horfa á sjón- varpið. HÖGNI HREKKVtSI Hollt mataræði Til Velvakanda. Mig langar að senda ykkur fáein- ar línur um hvítlauk og nýtt c- vítamín, sem ég hefi notað sem heilsubótarefni í nokkra mánuði og hafa reynst mér vel. Það er mikil uppsveifla í líkams- rækt og mikið á dagskrá hollt mat- aræði og næringarefni allskonar og er það vel. Hollt mataræði, vítamín, steinefni byggir upp líkamshreysti og kemur í veg fyrir sjúkdóma og veitir ekki af að koma því inn hjá fólki að borða hollan og næring- arríkan mat. Því miður virðast margir vera kærulausir um matar- æði sitt og á það sérstaklega við um unga fólkið, sem lifir mikið til á pulsum, hamborgurum, gosi og sælgæti. Vafalaust er um að kenna tímaleysi og miklum hraða í okkar nútímaþjóðfélagi þar sem fólk hefir nauman tíma til að matast, hvað þá heldur að laga hollan mat og neyta hans í rólegheitum. Oft er það einnig að eidra fólk fer að neyta einfaldara fæðis, sem leiðir af sér vítamín- og steinefna- skort og hraðari öldrun. Læknar, vísindamenn og næring- arfræðingar eru sammála um að við eigum að neyta sem mest nýrr- ar fæðu og er allt grænmeti þar ofarlega á blaði. Það versta er að allt grænmeti er óheyrilega dýrt hér á landi miðað við erlendis. Allir ávextir eru mjög næringarríkir og hollir og ættum við að borða minnst eina appelsínu og eitt epli daglega. Nýlega birtust í Morgunblaðinu 26. maí sl. athyglisverðar greinar um hollt mataræði og leiðir til betri heilsu og mættu gjarnan koma oft- ar slíkar áminningar til okkar. Þetta voru mjög fróðlegar grein- ar og geta margir haft gagn af slíkum skrifum og þau leitt fólk til neyslu á hollari fæðu. „Ég byrjaði fyrir nokkrum mán- uðum að nota hvítlaukstöflur sem heita Ilja Rogoff-hvítlaukur og hefi notað þær stöðugt síðan. Pakkinn er auðkenndur með mynd af grá- skeggjuðum öldungi. Þessar hvítlaukstöflur eru lyktarlausar. Mér var sérstaklega bent á þessar hvítlaukstöflur þar sem þær inni- héldu efni sem hafa góð áhrif á heilsuna og var mér bent á að þær innihéldu efni sem heitir allicin og væri meira af en í öðrum hvítlauks- töflum. Líðan mín er mun betri eft- ir að ég fór að nota hvítlaukinn sem fæðuauka. Meltingin hefir batnað og fóta og handakuldi og doði hefir alveg horfið, sem bendir til þess að laukurinn hafi góð áhrif á blóðrás- ina. Kunningi minn sagði mér frá merkilegri reynslu sinni af vítamíni sem nefnist Bío-Selen + Zínk. Hann hafði verið með verki í hnjáliðum af og til í lengri tíma auk slitgikta- reinkenna sem er afar óþægilegur krankleiki. Kunningjafólk hans hafði bent honum á þetta vítamín og eftir rúmlega mánuð voru óþæg- indi í hnjáliðum alveg horfin og mun minni slitgiktareinkenni. Hon- um hafði einnig verið bent á nýtt c-vítamín sem heitir Ester C og fannst honum eins og áhrif þess væru til að flýta fyrir batanum. Eins og flestir vita er c-vítamín gott fyrir bein og bandvefi og Ester C inniheldur auk þess kalsíum, sem gerir upptöku þess í líkamanum auðveldari. Ég hefi einnig notað þetta merkilega c-vítamín í nokkra mánuði og lét fyrst kunningja kaupa það fyrir mig í Svíþjóð, þar sem ekki var hægt að kaupa það hér í heilsubúðum. Nú er Ester C-vítamínið fáanlegt hér. Ég hafði af og til fengið sýkingu í ennis- holumar og verið með asmaein- kenni en við að taka inn Ester C- vítamínið og laukinn góða hurfu þessi einkenni með öllu. Ég vil þakka þessum heilsuefnum fyrir hvað ég er miklu betri til heilsunn- ar en oft áður. Ég segi frá þessu ef það gæti verið fleirum til gagns og mættu gjarnan fleiri segja frá reynslu sinni af notkun vítamína og heilsuefna sem geta aldrei orðið til ógagns, heldur bætt heilsuna. Helgi Pálsson Þessir hringdu ... Góð þjónusta Kona hringdi: „Ég vil þakka Flugleiðum fyrir hversu vel starfsfólk þeirra hugs- ar um farþega flugfékigsins þegar þeir þurfa að bíða. Ég lenti í 14 tíma bið í Gautaborg þegar nýju flugvélarnar voru stöðvaðar. Guð- mundur, starfsmaður Flugleiða í Gautaborg, lét útvega öllum mat- armiða og svo voru allir kallaðir upp í heitan mat eftir sex tíma bið. Ekki var þetta látið nægja heldur var fólki boðin hressing á tveggja tíma fresti allt þar til lagt var upp. Ég vil þakka fýrir þessa góðu þjónustu.“ Hjól Bleikt kvenhjól var tekið við Fjölnirsveg 15 hinn 15. júní. Þeir sem geta gefið upplýsingar vin- samlegast hringi í síma 12288. Vespa Lítil rauð Vespa með númerinu KS-648 var tekin fyrir utan Vest- urberg 4 sl. laugardag. Þeir sem geta gefið upplýsingar eru vin- samlegast beðnir að hringja í síma 670305 eða láta lögregluna vita. BMXhjól Rautt BMX hjól með svörtum púðum var skilið eftir fyrir utan Birkigrund 7 í Kópavogi fyrir hálfum mánuði. Upplýsingar í síma 44193. Kettlingar Þijár þriggja mánuða fallegar og kassavandar læður fást gefn- ins. Upplýsingar í síma 23505 á kvöldin eða síma 24819 á vinn- utíma. Víkverji skrifar Iblaðinu Víðförla, sem gefið er út af Biskupsstofu, birtist nýlega greinargerð guðfræðideildar Há- skólans vegna svonefndrar borg- aralegrar fermingar og er hún sam- in af Einari Sigurbjörnssyni próf- essor. I lok hennar segir: „Hugtakið „borgaraleg ferming" stenst því varla, þar eð slík athöfn er hvorki „borgaraleg" né „ferm- ing“. Með skírskotun til trúfrelsis- ákvæða ber að ítreka, að fólki, sem ekki vill þiggja fermingu fyrir sig eða börnin sín, leyfist að gera hvað sem er í stað þess svo fremi það rúmist innan ramma almenns sið- ferðis og allsheijarreglu og stofna til samtaka um það sem komið gæti í stað fermingar. En forvígis- menn slíkra samtaka ættu að velja annað nafn á athöfnina með tilliti til þess sem að framan greinir. Þar kæmi margt til greina svo sem „manndómsvígsla“ eða „ung- mennavígsla". Þó að orðið „vígsla“ hafi upprunalega trúarlega merk- ingu, hefur orðið tekið á sig verald- lega merkingu fyrir löngu og rökstyður það þessa nafngift. Það styðst líka við erlenda fyrirmynd yfir hljðstæðar athafnir svo sem þýska orðið „Jugendweihe“.“ eir sem stóðu að hinni borgara- legu fermingu sem svo er nefnd hljóta að taka tillit til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á notkun orðsins „ferming" í þessu samhengi. Trúfrelsið er virkt og foreldrar ráða því hvort börn þeirra ganga til prests eða ekki. Þegar páfi var hér og messaði á Landa- kotstúni ávarpaði hann á íslensku böm sem gengu í fyrsta sinn til altaris. Hann beindi orðum sínum til íslenskrar æsku og vísaði til kross frá Póllandi, sem hefur verið valinn staður við Úlfljótsvatn og sagði: „Ykkur íslenskum börnum og ungmennum, fel ég þennan kross, sem ég nú hef blessað. Hann munu skátar reisa við Úlfljótsvatn til minningar um heimsókn mína. Hann mun minna ykkur á þúsund ára sögu kristni á Islandi. Hann mun minna ykkur á að þessi trú er arfleifð ykkar. Tileinkið ykkur hana! Lifið hana til fullnustu! Þetta er ósk mín til handa -íslenskri æsku.“ Orðin sem Víkverji hefur skálet- rað í ræðu páfa skipta að sjálfsögðu sköpum, þegar hugað er að ferm- ingunni og þeim undirbúningi sem kirkjan veitir undir hana. Viljum við að æskan fari á mis við þessa arfleifð? Af frásögn Önnu Bjarnadóttur fréttaritara Morgunblaðsins sem var í fylgd páfa á ferð hans um Norðurlöndin má ráða, að lút- erska kirkjan hafi _ tekið honum verst í Danmörku. í síðasta tölu- blaði bandaríska vikuritsins News- week er vitnað til orða Bertils Wi- bergs biskups í Danmörku þegar hann útskýrði, hvers vegna Jóhann- esi Páli II var bannað að fTytja ávarp í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hefur raun verið sagt frá hinum furðulegu rökum biskupsins hér í blaðinu áður en Víkveiji getur ekki stillt sig um að birta þau orðrétt upp úr News- week. „Það kynni að rugla danskan almenning. Danir eru lítt búnir undir slíkan atburð og þekkja lítið til þess sem skilur á milli lútersku kirkjunnar í Danmörku og páfa- dóms. Þeir kynnu jafnvel að halda að hann væri þeirra páfi.“ Vantraust biskupsins á almenn- ingi og óttinn við fákunnáttu fólks hlýtur að vekja undrun. Hér er þó ekki um vanda páfa eða kaþólsku kirkjunnar að ræða heldur dönsku þjóðkirkjunnar sem kennir sig við Martein Lúter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.