Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 27 „Goðasteinn“, héraðsrit Rangæinga eftirJón Gíslason Goðasteinn: Héraðsrit Rangæ- inga. Abyrgðarmaður: Friðjón Guðw röðarson. Ritnefiid: Friðjón Guðröðarson, Jón R. Hjálmarsson, Þórður Tómasson, Sigríður Th. Sæ- mundsdóttir, Oddgeir Guðjóns- son. 1. árg. 1988. Útgefandi: Rangárvallasýsla. Það er orðin tíska að héruð, sýsl- ur, ýmsir landshlutar, kaupstaðir og jafnvel hreppar gefi úr einhvers- konar rit, er nefnd eru héraðsrit eða jafnvel áróðursrit einhverskon- ar. Sum eru jafnvel furðuleg að efni, rituð af einhvetjum óskiljan- legum tilgangi. Þannig er tískan frábrugðin almennum tilgangi að veita almenningi heppilega og trausta fræðslu. Til eru þó heiðar- Sólstöðu- ferð í Viðey ÚTIVIST fer í kvöld, miðviku- dagskvöld 21. júní, sína árlegu sólstöðuferð í Viðey. Farið er frá Sundahöfn klukkan 20. Leiðsögu- maður verður Lýður Björnsson, sagnfræðingur. Viðeyjarkirkja verður skoðuð og gengið um eyjuna þ.á m. út að rústunum á Sundbakka. Heimkoma er milli klukkan 22 og 23. (Frcttatilkynning) STEINAR hf. gáfu í gær safii- plötu sem ber nafnið Bandalög. Á þessari plötu er eingöngu að finna ný íslensk lög í flutningi 9 hljómsveita. Hljómsveitirnar eru: Sálin hans Jóns míns, Greifarnir, Stjórnin, Todmobile, Ný dönsk, Jójó, Sú Ell- en, Bítlavinafélagið og Possibillies. legar undantekningar og er vert að haida slíkum á lofti. Fyrir nokkrum dögum kom á markaðinn rit, sannanlegt héraðs- sögurit, markað skýrri stefnu í þá átt að halda uppi hróðri og sögu ákveðins héraðs. Þetta er Goða- steinn, gefið út af Rangárvalla- sýslu. Ritið er miðað eingöngu við sögusvið Rangárþings, og er full ástæða fyrir sunnlendinga að veita því athygli, því þeim hefur verið boðið upp á hið furðulegasta áður í þessum efnum. Goðasteinn er ijölbreytilegur að efni. Þar birtast greinar um fróðleg- ar lýsingar á leiðum um héraðið og rýndar til minja fornrar sögu, þar sem er Njála. Þættir úr sögu sýslu- nefndar o'g lýsingar á störfum henn- ar í rúm hundrað ár. Þó ekki heil- leg saga, heldur stiklað á stóru. Þessi saga er skýr og lýsandi mörg- um framfaramálum í framkvæmd. Nú eru dagar sýslunefndarinnar allir eins og annarra í landinu. Þær hafa vikið fyrir straumi tímans. Goðasteinn birtir minningar lif- andi manna úr héraðinu. Mér er ein að loknum lestri efst í huga. En það er frásögn af stjómmálafundi á Stórólfshvoli árið 1936. Greinin er eftir Jóhann Guðnason, en hann var einn fundarmanna. Deilur voru miklar á fundinum, aðallega út af breytingum á jarðræktarlögunum, er fólu í sér áhrifaríkar ákvarðanir. Á þessum fundi komu fram til nokk- urra áhrifa verðandi alþingismenn héraðsins, en urðu ekki greindir þar til frægðarinnar af fundarmönnum, en af lesanda Goðasteins, og týn- anda sögunnar frægir af marg- breytileik áhrifa á taflborði atvik- Að lokum skal þess getið að nú er í vinnslu sjónvarpsþáttur. í þess- um þætti, sem verður sýndur núna á næstunni, verða myndbönd við 5 lög af plötunni. Þetta em lögin 100.000 volt, Getur verið? Danska lagið, Stelpurokk og Strákarnir í götunni. Einnig verða viðtöl við meðlimi sveitanna. anna í framvindu horfinna ára. Rangárþing var á þessum ámm brennipunktur í landbúnaðarsögu landsins. Stefna framsækinna hug- sjónamanna varð mörkuð leið í landbúnaðarmálum á komandi ámm. Alþingiskosningarnar næstu mörkuð tímamót. Fundurinn á Stó- rólfshvoli hafði þar sín áhrif. Jó- hanni tekst vel að lýsa atburðum fundarins frá sjónarhóli þátttak- enda, en heppilegra væri, hefði hann lýst að nokkm nánari við- horfum og viðbrögðum nokkurra fundarmanna. Grein Pálma Eyjólfssonar um smíði Markarfljótsbrúar árið 1934 er orð í tíma töluð. Þetta var merk- asta framkvæmd aldarinnar í Rang- árþingi, og ekki síst fyrir varnar- garðana miklu til að veija landið frá hættu vatnsflóðanna. Á fyrir- hleðslum varð framhald næstu árin og árangur þeirra áhrifamikill og flutti mikla hamingju í rangæskar sveitir, framfarir og landvarnir gegn aðalóvinum héraðsins, eyðing- unni miklu af völdum vatnanna, uppblæstrinum, sandfokinu og landeyðingu margvíslegri. í ritinu em annálar úr hverri sveit og almenn tíðindi greind ásamt frásögn af tíðarfari og fleira. Hér er hafður þjóðlegur háttur á. Greind em mannalát og æviatriði horfinna samferðamanna rakin af kunnáttu og þekkingu viðkomandi sóknarprests. Að mínu geði mættu þessar greinar vera meira markaðar af staðreyndum einum, sleppt til- finningamálum, minnandi á líkræð- ur. Það er vandi að rita slíkar grein- ar. Þær eiga fyrst og fremst að miðast við heimildargildi fyrir kom- andi kynslóðir. í ritinu er talsvert af ljóðum, al- þýðlegum ljóðum, ortum af tilfínn- ingu, hrifningu og aðdáun skáld- anna af eigin innsýn. Þetta hefur oft verið sérkenni á Ijóðum rang- æskra skálda, en á stundum náð alllangt, og fært dijúgan bagga í garð. Tvær greinar ritsins em sérstæð- ar. Sú fyrri er grein Jóns Böðvars- sonar, þar sem hann lýsir af munni fram staðfræði Njálu á merkustu höfuðbólum héraðsins snertandi Jón Gíslason „Goðasteinn er vel gert rit, tjáir sannferðuga sögu, sem allir hafa yndi af að kynnast og lesa. Rangárvallasýsla fer hér vel af stað með útgáfu héraðsrits, sem er og verður verðugt málgagn byggðastefti- unnar í landinu.“ aðalörlög sögunnar. Skilningur hans og sjónarmið um búsetu sögu- persóna em rakin af sogulegri inn- sýn. Hann skilgreinir í stuttu máli áhrif landsins, áhrif skipulagsins, hreppafyrirkomulagsins, er Rangæ- ingar námu af Árnesingum, en var lögtekið fyrr en á Njáludögum, og markaði viss áhrif í gang sögunnar á fleiri en einn veg. Þessi frásögn Jóns, ætti að verða þáttur í fræðslu rangæskra barna í skólum um kynningu á listaverkinu mikla, Brennunj álssögu. Hin greinin er eftir Oddgeir Guð- jónsson í Tungu um leiðirnar milli Rangárþings og Skaftafellssýslu, leiðina er Flosi og brennumenn fóm til Þríhyrningshálsa til örlagaverks- ins mikla á Bergþórshvoli. Oddgeir lýsir leiðinni vel. Hann er manna kunnugastur á þessum slóðum, hef- ur margoft farið þar um landið, borið örnefni og staðhætti saman við frásagnir sögunnar, og gert sér heildarmynd sem er sönn og rétt. Grein hans sannar, hve höfundur Njálu hefur verið kunnugur á þess- um slóðum. Sama er að greina um aðrar lýsingar hans af sögustöðum Njálu, niðri í sveitunum. Skoðun mín er sú, að höfundur Njálu sé þekktur prestur í héraðinu, alinn upp og að langfeðgatali frá einu glæstasta höfuðbóli héraðsins, Holti undir Eyjaljöllum, frægur rithöf- undur síðari hluta 13. aldar. Fyrirlestur um ljós eftir Björgvin Sigfússon sýslumann er mjög at- hyglisverður og var fluttur 27. des- ember 1927 í fundarhúsi Fljótshlíð- ar. Hann er vel og skemmtilega saminn og sýnir mikla framfaravið- leitni þessa merka sýslumanns. Það er ánægjulegt að fá hann á prent þó seint sé. Goðasteinn skipar fomt öndvegi söguhefðar landsins. Þar er ein gleggsta sönnunin frásögn Harald- ar Guðnasonar í Vestmannaeyjum um séra Þorstein Benediktsson prest á Krossi. Prestur hefur að vissu marki skipað sess þjóðsagna- persónu í héraðinu. Frásögnin er gott dæmi þess, hve góður rithöf- undur getur gert mynd slíks skemmtilega og athyglisverða, án þess að meiða neinn, haldandi sér- kennum skýrum, sönnum og rétt- um. I Goðasteini er einnig birt fleira athyglisvert efni, dulrænar sögur og frásagnir. Skýrslur úr hveijum hrepp sýslunnar, sem eru fróðlegar og athyglisverðar. Ritið ber þess merki að unnið hefur verið að því af alúð og án þess að ota tota neins fram um of eins og gert er í sumum líkum ritum. Goðasteinn er vel gert rit, tjáir v sannferðuga sögu, sem allir hafa yndi af að kynnast og lesa. Rangár- vallasýsla fer hér vel af stað með útgáfu héraðsrits, sem er og verður verðugt málgagn byggðastefnunn- ar í landinu. Höfundur er fræðimaður. Steinar gefa út safnplötu Þessir bílar eru tilvalin lausn á flutningaþörf flestra fyrirtækja og einstaklinga. MAZDA „E“ bílarnir hafa undanfarin ár veriö vinsælustu bílar sinnar gerðar hérlendis. Þeir eru sérlega rúmgóðir, þýðir og léttir í akstri og fást nú í 3 mismunandi gerðum: Lokaðir sendibílar, sendibílar með gluggum og sætum fyrir 6 manns og pallbílar með sætum fyrir 3. Hægt er að velja milli bensín- eða dieselvéla, sendibílarnir eru nú allir með vökvastýri og fást einnig með aldrifi. Við eigum nú til afgreiðslu strax nokkra af þessum frábæru bílum á mjög hagstæðu verði, eða frá kr. 846.000 Hafið samband viö sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.