Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR- 21: JÚNÍ1989 KJARTAN JÓNSSON SKRIFAR FRÁ KENÝU AMski fíllinn í hættu „Háttsettir embgettismenn hafa smyglað fílabeini í svo stórum stíl úr landi, að fílastofninn hefur minnkað úr 30.000 dýrum í 6.000 á síðustu 25 árum í stærsta þjóð- garðinum, Tsavo. Það er ekki bara leitt, að þessi veiðiþjófnaður skuli viðgangast, heldur er hér efna- hagskreppa í uppsiglingu. Ráð- herra og samstarfsmönnum hans ber að gera eitthvað í málinu í stað þess að láta aðeins sitja við orðin tóm.“ Það er Richard Leakey, for- maður samtaka um verndun villi- dýra Kenýu og þjóðminjavörður, sem lét þessi orð frá sér fara ný- lega. Hann hélt því fram, að hann hefði séð fyrir skömmu afrit af leynilegri skýrslu frá ráðuneytinu, sem fer með mál náttúruverndar og ferðamannaþjónustu með lista yfir nöfn háttsettra embættis- manna, sem grunaðir eru um aðild að þessari óhæfu. Hann hvatti til, að nöfnin yrðu birt og látið yrði til skarar skríða gegn lögbijótun- um. Ráðherrann hefur mótmælt ásökunum Leakeys og telur þær ýkjur einar og dylgjur, en hefur hins vegar átt erfitt með að hrekja þær. Þetta mál hefur tekið mikið rúm í íjölmiðlum undanfarnar vikur og stöðugt berast fréttir af villidýrum, sem finnast dauð, sérstaklega fílum, skögultannalausum. Nokkrir þjóðgarðsverðir hafa týnt lífi í bar- áttunni við veiðiþjófa. Tengsl við Sómalíu 'Srííiw: Fórnarlamb veiðiþjófa. Þúsundum fíla er slátrað á ólöglegan hátt í Kenýu og reyndar í allri A-og Mið-Afiríku. En á innfelldu myndinni sést Richard Leakey, þjóðminjavörður og formaður samtaka um verndun villidýra Kenýu. Tímaritið „The New African“, sem gefið er út í London, birti fyr- ir nokkru bréf, undirritað af Siad Barre, forseta Sómalíu, þar sem hann leyfir ýmsum ráðuneytum lands síns að flytja inn fílabein frá Eþíópíu og Kenýu. Telur blaðið, að þetta sýni svo ekki verði um villst, að hann standi að baki veiði- þjófnaðinum, en útflutningur á fíla- beini er bannaður a.m.k. frá Kenýu. Þessi frétt hefur valdið miklu hneyksli hér í landi, en ríkisstjórn Sómalíu heldur því fram, að bréfið sé falsað og hefur boðið fram að- stoð sína við að vinna gegn þess- ari plágu. Hvað svo sem rétt er í þessu, þá er það staðreynd, að áberandi stór hluti þeirra, sem handteknir hafa verið undanfarnar vikur fyrir brot á dýraverndunar- lögum og grunsamlegt athæfi í þjóðgörðunum, eru Sómalir eða af sómölsku bergi brotnir. Um 460.000 Sómalir búa í Kenýu og eru kenýskir ríkisborgar- ar. Þeir hafa löngum reynst yfir- völdum landsins erfiðir og krafist þess, að hefðbundin landsvæði þeirra, sem eru um fjórðungur landsins (150.000 km2), verði sam- einuð Sómalíu. Þeir hafa fylgt kröf- um sínum eftir með skæruhernaði árum saman, þó að fremur lítið hafi borið á þeim á síðustu árum. Erfið barátta Dýraverndunarmenn bæði heima og erlendis hafa lýst miklum áhyggjum yfir ógnvænlegri fækk- un fíla iandsins og reyndar í allri A- og Mið-Afríku og þrýst mjög á yfirvöld að taka málið föstum tök- um. Talið er, að um 1.200 vel vopn- aðir lögregiú- og hermenn hafi verið sendir þjóðgarðsvörðum í Tsavo-þjóðgarðinum einum til hjálpar. Margir þjóðgarðar eru í landinu, svo að þetta gefur svolitla hugmynd um fjölda öryggisvarða, sem sendir hafa verið á vettvang til að ráða niðurlögum veiðiþjóf- anna. Forsetinn hefur heitið að taka þetta mál föstum tökum og yfirmaður lögreglu hefur hvað eftir annað lýst því yfir, að þjóðgarðarn- ir séu kembdir og að ekki muni líða á löngu uns lokauppgjör fari fram á milli veiðiþjófa og her- manna. Hann hefur heitið því að hreinsa þjóðgarðana af lögbijótum. Notaðar hafa verið þyrlur í leit 4ð óvininum og af og til hafa hópar þeirra sést, m.a. eitt sinn 90 í einu. Þeir voru klæddir hermannabún- ingum og vopnaðir sjálfvirkum hríðskotabyssum framleiddum í Sovétríkjunum. En þrátt fyrir stór orð yfirvaida og mikinn fjölda her- manna, verður bið á lokaorrustunni og margir fílar fínnast áfram dauð- ir í þjóðgörðum. Hafa dýraverndun- armenn látið í ljós efasemdir um hæfnL öryggisvarða og ágæti tækjakosts þeirra. Veiðiþjófar Annars eru veiðiþjófar ekki nein lömb að leika sér við. Þeir þekkja landið til hlítar og eru vanir útilífi. Beri hættu að höndum, vita þeir um næsta felustað. Þeir fara út í þetta starf meðvitandi um þær hættur sem það getur haft í för með sér og vita, að þeir geta verið skotnir af öryggisvörðum hvenær sem er. En freistingin fyrir stórum Ijárfúlgum, sem fást fyrir fílstenn- urnar verða óttanum við hætturnar yfirsterkari. Auk góðra vopna nota þeir mótorsagir (keðjusagir), sem sagar fílabeinið af fórnarlömbun- um á fáeinum mínútum og jeppa með drifi á öllum hjólum. Hvernig þeir komast óséðir inn og út úr þjóðgörðunum, þar sem vopnaðir öryggisverðir eru við hvert hlið, hefur löngum valdið mönnum höfuðverk. Yfirvöld hafa um langt skeið verið sökuð um að þjóðgarðsverðir og aðrir háttsettir ráðamenn séu viðriðnir þetta vonda mál. Nýlega var nokkrum háttsett- um embættismönnum innan þjóð- garðanna vikið úr starfi og sagt er að fleiri séu undir eftirliti lög- reglu, en hún segir að sig skorti haldbær sönnunargögn gegn söku- dólgunum. Verðir laganna eru ekki nógu sannfærandi og gengur illa að eyða tortryggni almennings. Peningar ógna fílnum Til að gefa svolitla hugmynd um hag fílsins í Kenýu, segir í grein eftir enskan blaðamann frá 1975, að tala fíla í landinu hafi verið um 120.000 það ár og að þeim fækki um 10-20.000 á ári. Þetta er ekki fjarri lagi, því að opinberar tölur segja að fílastofninn sé nú um 22.000 dýr. Það er ekki að undra, þótt þessi þróun valdi mörgum áhyggjum og ótta. Verði villidýr- Morgunblaðið/Valdís Magnúsdóttir Fíllinn Helena hefúr glatt margan ferðalanginn í Tsavo-þjóðgarð- inum. Hér er hún ásamt börnum greinarhöfúndar. alíf landsins eyðilagt, er hætt við, að ferðamönnum muni fækka stór- lega, en þeir eru næst stærsta gjaldeyristekjulind þjóðarinnar. Fregnir hafa þegar borist af fólki, sem hætt hefur við áætlaðar ferðir til landsins af ótta við veiðiþjófa. Þó ber ekki að gera of mikið úr þessu enn þá, en þróunin er væg- ast sagt uggvænleg. Það er ekki auðvelt að vinna gegn rányrkju á villidýrum Afríku, því að mikil eftirspum er eftir munum búnum til úr skinnum og fílabeini. Enn finnast lönd, sem hafa mjög rúma löggjöf um kaup og sölu slíks varnings. Árið 1986 undirrituðu ýmsar Afríkuþjóðir samning til að stemma stigu við veiðiþjófnaði, Þar var m.a. kveðið á um, að aðeins væri leyfilegt að flytja út fílabein af dýrum, sem dæju eðlilegum dauða og tennu/, sem gerðar væru upptækar af -veiðiþjófum. En erfitt er að sporna við fótum, því að nokkur lönd álf- unnar hafa ekki undirritað samn- inginn. Burundi er eitt þessara landa. Þaðan voru fluttarút 23.000 fílstennur árið 1987, en engir fílar eru lengur í landinu! Miklu magni er einnig smyglað á skútum til Dubai, lítils ríkis á strönd Samein- uðu furstadæmanna, og þaðan áfram á aðra markaði. Annars kveður samningurinn um verndun villidýra Afríku aðeins á um úflutn- ing á óunnu fílabeini. Þetta hefur gefið kaupahéðnum frá Hong Kong, sem er miðstöð heimsversl- unar á fílabeini, möguleika á að setja upp verkstæði í löndum Afríku. Þaðan geta þeir svo flutt það löglega úr landi. Talið er að 80% alls fíiabeins á heimsmarkaði sé aflað á ólöglegan hátt. Annað vandamál, sem er tiltölu- lega nýtt af nálinni, er samkeppni villidýranna og húsdýra mannsins um landið. Fjöldi Kenýumanna hef- ur þrefaldast á síðustu 25 árum, þ.e. úr 8 í 24 milljónir. Það er augljóst, að allir þessir nýju lands- menn þurfa mat og landsvæði, sér- staklega þegar það er haft í huga, að 80-90% landsmanna eru bænd- ur. Á undanförnum árum hafa hirð- ingjar s.s. Masajar, beitt kúahjörð- um sínum á allt að 20% af flatar- máli þjóðgarðanna. Slík minnkun beitilands grasbítanna setur fjölda þeirra ákveðnar skorður. Yfirvöld vita um þetta vandamál, en hafa ekki álitið það svo knýjandi, að ástæða væri til að taka það mjög föstum tökum. Um 1.600 fílar eru drepnir á viku í Afríku. Þótt enn séu til nokk- ur hundruð þúsund dýr í álfunni er hætt við að illa fari innan tíðar, verði fótum ekki spyrnt við af ai- efli. Refsingar eru tiltölulega væg- ar í Kenýu við drápi á villidýrum, eða fangelsi í eitt til tvö ár. Það er harðar tekið á slíkum afbrotum í Kína. Þar varðar það dauðarefs- ingu að drepa pandabjörn. Ljóst er, að herða verður mjög viðurlög við lögbrotum af þessu tagi, ef árangur á að nást. Rányrkja á afríska fílnum er sérstaklega sorgleg, þegar það er haft í huga, að hægt er að saga skögultennur fílanna af þeim án þess að drepa þá. Sé það gert, vaxa nýjar í staðinn, rétt eins og neglur og hár. í Asíu eru tekjur hafðar af fílum með þessum hætti. Það ætti öllum að vera ljóst, að eyðing sköpunarverksins slær til baka, þótt síðar verði. Nýleg dæmi frá Evrópu hafa sýnt það, svo að ekki verður um villst. Höfundur er kristniboði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.