Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 ÍSLENDINGASÖGURNAR Sigurvegarar í ritgerðasam- keppni Verslunarbankans Urslit í ritgerðasamkeppni Verslunarbankans voru kynnt nýlega. Samkeppnin var haldin meðal nemenda 9. bekkjar grunnskólans á þjónustusvæði bankans og tengdist dagatali bankans en í ár skreyta skopleg- ar lýsingar úr íslendingasögun- um dagatalið. Með samkeppninni vildi Verslun- arbankinn vekja athygli unglinga á íslendingasögunum og hvetjá þá til að kynna sér þær og velta efni þeirra fyrir sér. Árangur samkeppninnar var ein- staklega ánægjulegur. Þátttaka var góð og verðlaunaritgerðimar bera- vott um auðugt ímyndunarafl sigur- vegaranna, næma tilfínningu þeirra fyrir móðurmálinu og þekkingu á menningararfi okkar, segir frá Verslunarbankanum. Fyrstu verðlaun hlaut Þuríður Björg Þorgrímsdóttir í Reykjavík. Verðlaunin vom Kaskó-reikningur með 50 þúsund króna innstæðu. Önnur til fímmtu verðlaun, heildar- útgáfu íslendingasagnanna með nútímastarfsetningu, hlutu María Krista Hreiðarsdóttir, Hafnarfirði; Sigrún Sigurðardóttir, Reykjavík; Sigurbjörg Þrastardóttir, Akranesi og Ögmundur Bjamason.Reykja- vík. Sjöttu til tíundu verðlaun, Kaskó-reikning með 10 þúsund króna innistæðu, hlutu Ambjörg Gunnarsdóttir, Reykjavík; Daði Ingólfsson, Reykjavík; Einar Þór Ingvarsson, Kópavogi; íris Val- geirsdóttir, Álftanesi og Öm Úlfar Sævarsson, Keflavík. FLUG Að fjörutíu árum liðnum Tæplega Qörutíu árum seinna var þessi mynd tekin af þeim. í efri röð eru Jón Hannesson, Armann Óskarson, Alfreð Olsen, Gunnar Valgeirsson og Haraldur Stefánsson. í neðri röð eru Búi Snæbjörnsson, Halldór Þorsteinsson og Benedikt E. Sigurðs- son. Þessir ungu íslensku flugvirkjanemar stunduðu allir nám við Cal-Aero Technical Institute-skólann í Los Angeles skólaárið 1949-50. FEGURÐ í KAUPMANNAHÖFN Linda vakti athygli Kaupinannahöfn. Frá Grími Frið- geirssyni fréttaritara Morgnn- blaðsins Ungfrú heimur Linda Pétursdóttir heimsótti sjávarútvegssýninguna World Fishing, sem lauk fyrir skömmu í Bellá Cent- er í Kaupmannahöfn. Linda kom á öðrum degi sýningarinnar og var henni fylgt um sýningarsvæðið inn að íslensku sýningar- básunum, eins og hverri annarri drottningu sæmir. Þann tíma sem Linda stóð vörð um íslenska svæðið, streymdu sýningargestir að, svo sem skipstjórar frá Norður-Noregi, stórkaup- menn frá Suður-Evrópu, hug- vitsmenn úr ýmsum áttum og aðrir sýningargestir. Sumir létu mynda sig með Lindu og margir fengu eiginhandaráritun á plögg sín. Eftir að hafa virt fyrir sér fegurðina og spjallað við Lindu, gáfu margir sér tíma til að kanna nánar annað sem íslend- ingar höfðu fram að færa. Fjölmenn móttaka var síðan haldin sama kvöld í boði sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn, á einu af veitingahúsum Tívolí skemmtigarðsins. Enn var Linda til staðar og vakti nærvera hennar mikla athygli. Indversk- ur stórkaupmaður í sjávarútvegi vék sér að mér og spurði hvem- ig tilfínning það væri fyrir mig sem íslending, að hafa átt fyrir landa tvær fegurstu konur í heimi með svo stuttu millibili. Ég ráðlagði manninum að skjót- ast til íslands og þá mundi hann skilja hvers vegna mér væri ekki brugðið. Nokkur dönsk blöð birtu við- töl við Lindu í vikunni og sömu spumingunni var varpað fram aftur og aftur, hver er leyndar- dómurinn á bakvið það að vera eða verða fallegasta kona I heimi. Svarið er einfalt segir Linda, borða físk og það íslensk- an físk, en það ér ekki bara ég sem geri það heldur hafa for- eldrar mínir borðað mikinn fisk alla tíð. Sérfræðingar í áróðursmálum em sammála um það að Linda hafi staðið sig með sóma bæði á sýningunni sjálfri og í blaða- viðtölum hér í Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Bjami Fulltrúar fermingarbama séra Gunnars Ámasonar 1964 ásamt núverandi sóknarprestum og sóknar- nefhdarformönnum. Fremri röð frá vinstri: Gyða Sigfúsdóttir, séra Ami Pálsson, Stefán Gunnarsson formaður sóknamefiidar Kársnesssóknar, Sören Jónsson formaður sóknamefiidar Digranesssóknar, séra Þorbergur Kristjánsson og Hjálmar Árnason. Aftari röð: Svanhvít Magnúsdóttir, Sturla Þengils- son, Hjördís Gissurardóttir og Oskar Þórmundsson. KÓPAVOGSKIRKJA Fermingarbörn frá 1964 færa kirkjunni gjafir Fermingarböm séra Gunnars Árnasonar úr Kópa- vogskirkju 1964 komu nýlega saman til að minn- ast 25 ára fermingarafmælis. Um 100 úr 169 manna hópi komu til fagnaðar þar sem einnig var safnað fyrir gjöf til safnaðarins. Fénu var varið til að kaupa 40 sálmabækur og sýn- ingartjalds til minningar um séra' Gunnar og voru áritaðar gjafirnar afhentar sóknarprestum og sóknar- nefndarformönnum nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.