Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 3 Von Gelden í opinbera heimsókn Sjávarútvegsráðherra Vest- ur-Þjóðverja, Von Gelden, er væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn fimmtudag- inn 6. júlí næstkomandi. Von Gelden er jafnframt þing- maður Cuxhaven, en íslensk skip hafa um árabil selt afia í þeirri borg. Ráðherrann mun eiga viðræð- ur við Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra og forystumenn í íslenskum sjávarútvegi. Heimsókn hans lýkur 8. júlí. Innheimta söluskatts: Þýzk-íslenska reynir að ía innsiglið rofið með dómi SAKADÓMUR Reykjavíkur vísaði í gær frá kröfu, sem Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður Þýzk-íslenska hf. lagði fram um að innsigli tollstjóra við húsnæði fyrirtækisins yrði rofið og ólög- mætu ástandi þar með aflétt. Húsnæði fyrirtækisins voru inn- sigluð í hertum innheimtuað- gerðum vegna vangoldins sölu- skatts á mánudag. Að áliti aðaifulltrúa sakadóms, Hjartar 0. Aðalsteinssonar, átti umrædd grein laga um meðferð opinberra mála ekki við í málinu. Síðdegis í gær var svo tekin fyr- ir í fógetarétti krafa lögmannsins um að trygging fyrir greiðslu yrði tekin gild og innsiglið rofið. Fógeti veitti tollstjóra umbeðinn frest til klukkan 10 í dag en þá verður málinu fram haldið. Morgunblaöið/ Einar Falur Vorverk á þakinu Utvarpslögin: Óheimilt að innsigla sjónvörp skemur en í 3 mánuði SAMKVÆMT útvarpslögunum verður að innsigla sjónvarps- tæki í minnst 3 mánuði og því getur fólk ekki látið innsigla sjónvarpstæki sín og þannig losnað við að greiða afnotagjöld ef það er fjarri heimili sínu skemur en í 3 mánuði, t.d. vegna sumarleyfa. í viðtali við Morgunblaðið sagði Theodór Georgsson, innheimtu- stjóri Ríkisútvarpsins, að í útvarps- lögum væri kveðið á um að ekki mætti innsigla sjónvarpstæki fyrir skemmri tíma en 3 mánuði. „Við getum því ekki veitt þá þjónustu að innsigla sjónvörp fyrir fólk sem er í burtu frá heimili sínu í nokkr- ar vikur. Afnotagjald RÚV er hins vegar ekki sambærilegt við áskrift- argjald Stöðvar 2 þar sem áskrif- endur Stöðvar 2 fá nýtt lykilnúmer í hveijum mánuði. Greiði þeir ekki áskriftargjaldið ná þeir einfaldlega ekki lokaðri dagskrá Stöðvar 2,“ sagði Theodór. Theodór tók einnig fram að ekki hefði borið á óánægju með þessa tilhögun mála hjá RÚV fyrr en farið var að innheimta afnotagjöld mánaðarlega. Hann bætti því við að það kostaði 1.500 krónur að láta innsigla sjónvarp en það jafn- gildir afnotagjöldum RÚV í einn mánuð. Framhaldsskólar í Reykjavík yfirftillir ALLIR framhaldsskólar í Reykjavík nema Iðnskólinn hafa þurft að vísa frá umsóknum um skólavist næsta vetur. Sams konar vandræði eru ekki utan höfuðborgarsvæðisins, að sögn Karls Kristjánssonar í menntamálaráðuneytinu. Þó fækkar heldur ungmennum utan af landi sem fara til framhaldsnáms í Reykjavík í haust og virðist fólk fusara að sækja skóla nær sinni sveit. Rúmlega 3.000 nemendur hafa sótt um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur, en það er svip- að og undanfarin_ ár að sögn Karls Kristjánssonar. Ovenju fjölmennir Morgunblaðið/Einar Falur Liðsmenn úr varaliði Bandaríkjahers huga að farangri sínum eftir komuna til Keflavíkurflugvallar snemma í gærmorgun. ------------------- HeræiSnffar varnarliðsins: Eitt þúsund varaliðs- menn komnir til landsins HERÆFINGAR á vegum Atlantshafsbandalagsins hófiist á varnar- svæðunum á Reykjanesi í gær. Um eitt þúsund liðsmenn í varaliði Bandaríkjahers taka þátt í æfingunum ásamt varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli. Hluti varaliðsmannanna kom til landsins í fyrrinótt en von var á hinum í nótt. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli hefur bannað óviðkomandi umferð á svæðunum meðan á heræfingunum stendur, en svokallað heimavarnarlið herstöðvaandstæðinga hefur í hyggju að virða þetta bann að vettugi. 1 fyrrinótt fluttu 10 herflutninga- Heræfingarnar standa til 28. júní vélar um 300 liðsmenn varaliðs og hefur lögreglustjórinn á Kefla- Bandaríkjahers til íslands og von var á hinum í nótt. Mennirnir eru úr þeim hluta varaliðsins, sem ætlað er að koma varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli til aðstoðar á hættutím- um. víkurflugvelli sent frá sér auglýs- ingu um umferðartakmarkanir á vamarsvæðunum á Reykjanesi þar til þeim lýkur. Svokallað heima- varnarlið herstöðvaandstæðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem lýst er yfir fyrirætlunum um að hafa þessar takmarkanir að engu. Segir þar meðal annars, að á það verði látið reyna til hins ítrasta næstu daga, hvorir séu rétt- hærri á íslenskri grund, „óvopnaðir íbúar þessa lands eða vígvæddir bandarískir hermenn", eins og seg- ir í yfirlýsingunni. Ekki bar á mótmælum við varn- arsvæðin í gær, en í yfirlýsingu hins svokallaða heimavarnarliðs er sagt, að hópferðir verði farnar á heræfingasvæðin síðdegis í dag og á laugardaginn. árgangar luku grunnskólanámi nú í vor og á liðnu ári. Auk nýskráninga í framhaldsskóla felst í nefndri tölu fjöldi þeirra sem vilja flytja sig milli framhaldsskóla. Helmingur þeirra sem sóttu um inngöngu að Fjölbrautarskólanum í Breiðholti næsta haust hafa þurft frá að hverfa. Sömu sögu er að segja um Menntaskólann við Hamrahlíð. Rúmlega 300 manns fengu inni í F.B. en umsækjendur voru 670. ívið fleiri umsóknir, yfir 800, bárust skól- anum í fyrra og þá var tekið við 500 nemendum. Að sögn Kristínar Arn- alds, skólameistara, reyndust þetta of margir nýnemar og nauðsynlegt að draga úr fjölda þeirra. Hún segir að nú hafi tekist að veita öllum umsækjendum úr Breiðholtshverfinu skólavist, auk þeirra fái þeir inni sem sækja um listasvið eða matvæla- og heilbrigðissvið. Heldur færri fá aðgang að M.H. í haust en fyrir ári. Af 330 umsókn- um sem bárust fá 160 skólavist í haust en 80 unglingum hefur verið boðið að hefja nám á vorönn. Líkt og í F.B. er reynt að taka við nemendum sem skrá sig til náms á brautum sem ekki eru í boði annars staðar. Þetta á við um tónlistarbraut í M.H. Að auki er leitast við að hleypa að fólki sem verið hefur í námi erlendis, vegna mats. Sverrir Einarsson, kon- rektor í M.H., segir skýringuna á því, að færri æskja nú inngöngu í skólann en í fyrra, vera að umsókn- um hafi verið stýrt mun meira en áður. Bréf hafi verið send til 9. bekk- inga þar sem þeim hafi verið bent á sinn skóla. Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir að nú sé gert ráð fyrir 230 nýnemum eða tíu bekkjum. Þetta sé meira en húsnæði skólans þoli. Þá megi geri ráð fyrir að um tveir tugir nemenda sitji aftur í þriðja bekk, þannig að ekki muni veita af auknu húsnæði. í athugun er hvort skólinn geti feng- ið inni í húsi KFUM eða öðrum í grenndinni, en óvíst um niðurstöð- una. Með góðu móti er unnt að taka við 250 nýnemum í Menntaskólann við Sund, en þar komast fyrir 275 fyrsta árs nemendur. Að sögn að- stoðarskólameistara má gera ráð fyrir að 30-40 manns færist ekki upp á annað ár, m.a. vegna verkfalls kennara. Alls nálgast umsóknir um Kvenna- skólavist 150, sem er að sögn Aðal- steins Eiríkssonar rektors, miklu meira en í fyrra. Húsnæði Kvennasól- ans er miðað við þrjá bekki og ljóst að vísa þurfi frá helmingi umsækj- enda. Aðalsteinn segir að vegna breytingar skólans úr áfangakerfi í bekkjarkerfi sé aðeins unnt að taka við 75 nýnemum í stað 100 síðasta vetur. Segir hann að þó sé í athugun að innrétta eina kennslustofu til við- bótar, í hluta af sal sem m.a. er notaður fyrir matstofu nemenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.