Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI 1989 15 ar sem fengu betri meðferð hvalveið- iráðsins nú en áður. Japanir og Norð- menn ætla einnig að veiða hvali í vísindaskyni á þessu og næsta ári. Japanir um 400 hrefnur í Suðurís- hafi og Norðmenn 20 hrefnur á Atlantshafi. Fyrr í vetur fór fram bréfleg at- kvæðagreiðsla um tillögu, sem Bret- ar lögðu fram gegn vísindaveiðum Japana, en Japanir lögðu ekki fram veiðiáætlun sína fyrr en eftir ársfund ráðsins í fyrra. Af 32 þjóðum sem máttu kjósa, greiddu 16 tillögunni atkvæði. 4 sögðu nei, 4 sátu hjá en 8 greiddu ekki atkvæði. Því féll til- lagan á jöfnum atkvæðum samkæmt regi.um ráðsins um bréflega kosn- ingu. Á fundinum í San Diego voru samþykktar ályktanir þar sem óskað var eftir því að Japanir og Norð- menn endurskoðuðu fyrirhugaðar veiðar sínar, á svipaðan hátt og Is- lendingar. Talsmaður japönsku sendinefnd- arinnar sagði við Reuters-fréttastof- una, að umhverfisverndarsinna- blokkin í hvalveiðiráðinu, sem væri ábyrg fyrir hvalveiðibanninu, væri ekki eins sterk og áður. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði við íslenska frétta- menn að breytt sjónarmið væru í hvalveiðiráðinu og Islendingum hefði verið sýndur þar skilningur í fyrsta skipti. Umhverfisverndarsinnar hafa við- urkennt þetta. Campbell Plowden, stjórnandi herferðar Greenpeace gegn hvaiveiðum Islendinga, sagði að það sem eitt sinn hefði verið nokk- uð ótvírætt orðalag væri nú orðið útvatnað, og átti þá við ályktanirnar gegn vísindaveiðunum. „Þær senda ekki nægilega skýr skilaboð til al- mennings," sagði hann. Grænfriðungar hafa m.a. byggt herferð sína gegn vísindaveiðunum á því, að hvalveiðiráðið hafi fordæmt þær. Plowden sagði ljóst, að umhverfis- verndarsinnar yrðu að leita út fyrir hvalveiðiráðið að stuðningi í barát- tunni gegn vísindaveiðunum. „Eins og málin standa innan hvalveiðiráðs- ins verður æ ljósara, að neyðarráð- stafana einstakra ríkisstjórna er þörf,“ sagði hann við Reuter.. Umhverfisverndarsinnar gera sér þó góðar vonir um að hvalveiðibann- inu verði ekki lyft í bráð. Haft er eftir Sidney Holt, sem situr í vísinda- nefnd ráðsins, að mikil andstaða yrði við að aflétta banninu, sem á að endurskoða á næsta ári. En Halldór Ásgrímsson segist nú vera mun bjartsýnni en áður, á að samstaða náist í hvalveiðiráðinu um að taka aftur um atvinnuhvalveiðar. Það gæti jafnvel orðið á fundi ráðs- ins árið 1991, sem haldinn verður á íslandi. 24 dansarar í stórglæsilcgri og lUríkri sumarsýningu Hótel Islands Frumsýning er 23. júní og frítt verður á sýninguna og dansleik fyrir matargesti Miða og borðapantanir daglega í síma 687111 ilÚm |g,T,AND Þeætetos í ísienskri þýðingu Morgunblaðið/Einar Falur Sigurbjörn Bernharðsson, Halldór Hauksson og Stefán Orn Arnarson. Tónleikar í Norræna húsinu ÞRÍR tónlistarmenn, Halldór Hauksson píanóleikari, Sigur- björn Bernharðsson fiðluleikari og Stefán Orn Arnarson, sem all- ir eru að ljúka tónlistarnámi sínu hérlendis, halda tónleika í Norr- æna húsinu I kvöld, miðvikudags- kvöld, og munu þar leika verk eftir Beethoven, Shostakovitsj og Mendelsohn. í samtali við Morgunblaðið sögðu þremenningarnir að samstarf hefði hafist að hvatningu kennara þeirra, Guðnýjar Guðmundsdóttur, Gunnars Kvaran og Gísla Magnússonar, en í skólanum er Sigurbjörn eini pilturinn við nám í fiðluleik, enginn piltur er við nám í lágfiðluleik, karlkyns selló- nemendur eru teljandi á fingrum annarrar handar og karlar eru sjald- gæfir meðal píanónemenda á loka- stigi. „Fyrir 10-20 árum hefði það frek- ar þótt óvenjulegt ef þrjár konur hefðu stofnað saman tríó en á síðustu árum hafa þær tekið öll völd í tónlistarheiminum hér og karlmenn eru í mikium minnihluta, nema í blásturshljóðfæradeildum,“ sögðu þeir og töldu að nú væri hljómsveit- arstjórn eina karlavígið í tónlistar- heiminum. Tónleikarnir í Norræna húsinu hefjast klukkan 20.30. eftir Erlend Jónsson Fyrir stuttu kom út samræðan Þeætetos eftir Platón í íslenskri þýðingu Arnórs Hannibalssonar, prófessors. Þeætetos er sígildur texti þekkingarfræðinnar, en hingað til hefur ekki verið unnt að vísa nemum í þessari fræði- grein á annað en enskar þýðingar (nema þeim örfáu, sem lesa forng- rísku). Þýðing Arnórs á þessu öndvegisverki heimsbókmenn- tanna er því mikill fengur, bæði fyrir íslenska tungu og menningu og heimspekimenntun hér á landi. í Þeætetos veltir Platón fyrir sér spurningunni „Hvað er þekk- ing („episteme“)?“ Þessi spurning er honum mikilvæg bæði vegna skilgreiningar Sókratesar á dyggð sem visku (þekkingu) og einnig vegna hins að Platón telur sig þurfa að veita svar við efahyggju og afstæðishyggju Sófistanna. í Þeætetos tekur. hann einkum fyr- ir kenningu Prótagórasar, sem kennt hafði í riti sínu Sannleikur- inn („aleþeia"), að ekki sé til neinn algildur sannleikur, heldur sé mað- urinn „mælikvaðri allra hluta“, allt sé aðeins satt fyrir einhvern. Platón setur hér fram hina hefð- bundnu skilgreiningu á þekkingu sem sannri skoðun (,,doxa“) með rökstuðningi (,,logos“), en hafnar henni að lokum sem ófullnægjandi sökum þess að honum tekst ekki að gera fullnægjandi grein fyrir því, hvað átt er við með „rökstuðn- ingi“. Lokasvar PlatónS felst í tilv- ísun til frummyndakenningarinn- ar, en hún kemur hvergi beint fram í þessari samræðu, heldur aðeins óljóst vísað til hennar. Við þýðingu sígildra bókmennta á þýðandinn um tvo kosti að velja. Annars vegar getur hann kosið að fylgja frumtextanum eins ítar- lega og unnt er, en þá ef til vill með því að gera þýðinguna stirða og óþjála í lestri. Hins vegar getur hann farið ögn frjálslegar með textann, en gert hann þess í stað læsilegri og auðskiljanlegri. Dæmi um hina fyrri tegund þýðingar er þýðing þýska heimspekingsins og guðfræðingsins Friedrichs Schlei- ermachers (1768-1834) á samræð- um Platóns, sem fylgir texta Plat- óns næstum bókstaflega en verður við það á köflum fremur stirðleg og steinrunnin. Arnór hefur í þýð- ingu sinni valið seinni leiðina, og gætt textann lífi og ferskleika, „ Arnóri hefur tekist að snúa Platóni á snilldar- lega íslensku; þýðing hans er þannig úr garði gerð, að maður getur tekið hana sér í hönd og lesið í einum teyg sér til skemmtunar, án þess að hnjóta um tækniyrði eða óskiljan- legt orðaiag.“ sem gerir hann einkar hæfan sem kennslutexta, og reyndar einnig fyrir hinn almenna lesanda. Ar- nóri hefur tekist að snúa Platóni á snilldarlega íslensku; þýðing hans er þannig úr garði gerð, að maður getur tekið hana sér í hönd og lesið í einum teyg sér til skemmtunar, án þess að hnjóta um tækniyrði eða óskiljanlegt orðalag. Þannig finnst manni að samtímamenn Platóns hljóti að hafa litið á samræður hans; snilld Platóns felst meðal annars í því að gera hinar torráðnustu heim- spekigátur skiljanlegar á alþýðu- máli með því að setja þær fram í samræðuformi. Á ritinu má að mínu mati finna tvo smágalla, annan tæknilegan og hinn efnislegan. í fyrsta lagi hefði mátt setja blaðsíðutölur úr útgáfu Stephanusar, sem vani er að nota til nánari tilvitnana, á spássíu fremur en inn í texta. Og einnig hefði átt setja sumstaðar stuttar athugasemdir við textann til nánari skýringar á efnisatriðum og vafaatriðum við þýðingu. En auðvelt verður að bæta úr þessu í seinni útgáfum. Höfundur er dósent í rökfræði og aðferðafræði vísinda við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.