Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 TÓNLIST Stefiiir fær lofí Noregi Karlakórinn Stefnir, ásamt Sigr- únu Hjáimtýsdóttur sópran- söngkonu, hélt nýlega tónleika í norska bænum Levanger, skammt norðaustur af Þrándheimi. Kórinn hlaut afar góðar viðtökur og var óspart hrósað í dagblöðum í Levan- ger. Asamt Stefni tóku tveir kórar, karlakór Levanger og vísnakórinn Kjissiln, þátt í tónleikunum. Stefnir hóf tónleikana með nokkrum íslensk- um þjóðlögum. Þá voru flutt verk eftir eftir Wagner, Mozart og Ed- vard Grieg. Karlakór Levanger söng nokkur íslensk lög, til heiðurs gest- unum og kórarnir sungu eitt lag saman. I lok tónleikanna var kórinn kallaður upp og flutti eitt aukalag fyrir áheyrendur. Yfirskrift Hege Udbye, gagnrýn- anda við Levanger-Avisa, í umsögn um tónleikana er „Bravo !!!“. Hann segir söng kórsins guðdómlegan og minnist sérstaklega á leik Guðrúnar Guðmundsdóttur og söng Sigrúnar Hjálmtýrsdóttur. „Hún fékk tárin til að spretta fram í augu áheyrend- anna,“ segir Hege m.a. um söng Sigrúnar. Eftir umsögninni að dæma ríkti fádæma stemming á tónleikunum. Áheyrendur yfirgáfu tónleikahöllina með bros á vör og flestir með auma lófa. Það þurfti mikið klapp til að þakka tónlistarmönnunum eins og þeir áttu skilið. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng með karlakórnum Stefni á tón- leikunum í Levanger. FERÐAMÁL Vann þriggja vikna ferð Anna og systir hennar, Bára, á Akureyrarflugvelli, rétt áður en lagt var uppí ferðina. til Flórída Farvís, tímarit um ferðamál, er nýkomið út. Þetta er þriðja tölu- blað Farvíss en það kom fyrst út á miðju síðasta ári. Að venju er ferða- getraun í tímaritinu og er vinnings- ferðin að þessu sinni Hollandsferð fyrir tvo með ferðaskrifstofunni Sögu. Skilafrestur í ferðagetrauninni er til 1. júlí næstkomandi. Síðla vetrar var dreginn út vinn- ingsferð Farvíss frá því í haust. Upp kom seðill fimm ára gamallar Akur- eyrarstúlku, Önnu Jónsdóttur. Anna bauð fjölskyldu sinni til viku dvalar á Holiday Inn-hótelinu á Cocoa Be- ach sem er á Atlantshafsströnd Flórída. Fjölskyldan er nýkominn frá Flórída, eftir velheppnaða þriggja vikna dvöl. STRANDFLUTNINGAR FRÁ HAFNARFSRÐI NÆSTI BROTTFARARDAGUR 25. 6. FRÁ HAFNARFIRÐI TIL (SAFJARÐAR TIL SKAGASTRANDAR TIL DALVfKUR TIL NORÐFJARÐAR TIL REYÐARFJARÐAR FAXAFROST HF. TRAUSTUR HLEKKUR ÍNUTÍMA FLUTNINGUM VÖRUMÓTTAKA HJÁ FAXAFROST HF. ÓSEYRARBRAUT 14B, HAFNARFIRÐI. SlMAR 652275 / 651214 • TELEFAX 651744 PayDay með söituðum hnetum, engu öðru líkt. PayDay hefur svo sannarlega slegið í gegn. Það gera söltu hneturnar. Dreifing: MATA, Sundagörðum 10, sími 91-681300 ... á við bestu galdraþulu! Ef þér fínnst eitthvað vanta upp á bragðið af súpunni, pottréttinum, heitu sósunni, salatsósunni eða ídýfunni skaltu einfaldlega bæta við MS sýrðum rjóma, 18%. Það er allur galdurinn. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 18% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 9.7 37 1 msk (15 g) 29 112 100 g 193 753

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.