Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989
21
Þúsund manns í sjávarháska við Svalbarða
Fyrsta ferðin af
fjórum til Islands
Hélt frá Akureyri að kvöldi 17. júní
„ÞETTA var fyrsta ferð Maxims Gorky af Qórum sem fyrirhugaðar
voru hingað til lands í sumar og það var fullbókað í þær allar. Það
er mikið áfall að missa skipið, bæði fyrir okkur, þýsku ferðaskrifstof-
una og Rússa, en Maxim var flaggskip skemmtiferðaskipaflota
þeirra," sagði Ólafia Sveinsdóttir hjá ferðaskrifstofúnni Atlantik,!
er umboðsaðili fyrir Maxim Gorkíj hérlendis.
Maxim Gorkíj í Sundahöfh. Myndin var tekin sl.
haldið var í siglinguna örlagaríku.
Morgunblaðið/Frosti Eiðsson
föstudag er skipið hafði viðdvöl í Reykjavík áður en
Maxim Gorkíj fór frá Hamborg
11. júní og hafði viðkomu í Edin-
borg í Skotlandi og Kirkwall á Ork-
neyjum áður en það kom til
Reykjavíkur að morgni 16. júní.
Hélt skipið um kvöldið vestur fyrir
land til Akureyrar og kom þangað
kl. 15 á laugardag. Þaðan hélt það
klukkan 21 um kvöldið áleiðis til
Svalbarða og var væntanlegt inn á
Magðalenufjöpð klukkan 10 í gær-
morgun. Frá Svalbarða var fyrir-
hugað að skipið sigldi meðfram
Noregsströndum og hefði viðkomu
Lagnaðarís nsti tvö göt
á stjómborðssíðu skipsins
Mannbjörg varð og samvinna sovéskra yfírvalda við Norðmenn sögð til fyrirmyndar
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
RINGULREIÐ blasti við áhöfiiinni á norska strandgæsluskipinu Senja
er það kom að sovéska skemmtiferðaskipinu Maxim Gorkíj um kl. 4.30
í gærmorgun. Margir farþeganna voru í björgunarbátum og víða var
neyðarflaugum skotið á loft. Fyrst eftir að bátamir voru látnir á flot
var talin hætta á að einn þeirra væri skaddaður og fóru þá um 90
farþegar út á ísinn þar sem þeir biðu í klukkustund, að sögn eins far-
þegpnna. fyegar norsku björgunarmennirnir komy á staðinn hófú þeir
þegar að taka farþega og skipverja sovéska skipsins um borð og um
ellefúleytið um morguninn voru allir farþegamir 611 og 126 af 379
skipverjum komnir um borð í Senju. Skipstjóri Maxim Gorkíj ákvað
að láta hina skipverjana vera áfram um borð til að aðstoða við björg-
un skipsins.
„Við urðum að brjótast í gegnum
þriggja sjómílna breitt belti af 2 - 3
metra þykkum lagnaðarís til að kom-
ast að Maxim Gorkíj sem var þá á
auðum sjó,“ sagði Sigurd Kleiven,
einn af yfirmönnum Senju. Þegar var
nokkur slagsíða komin á Maxim
Gorkíj fyrir hádegi í gær. Tvær
vatnsdælur frá Senju voru fluttar
um borð en önnur þeirra bilaði og
skipið byrjaði aftur að taka inn sjó
eftir hádegi. Þyrlu var flogið með
tvær dælur í viðbót frá Svalbarða
sem er um 150 sjómílna (280 km)
norðaustur af slysstaðnum og um
fjögurleytið höfðu menn aftur náð
tökum á lekanum.
Þtjú sovésk skip voru á leið á slys-
stað. Annað þeirra er búið tækjum
til að gera við göt á skipskrokk neð-
an við sjávarlínu en síðdegis á þriðju-
dag var enn óljóst hvort sigla yrði
skemmtiferðaskipinu til hafnar svo
að hægt yrði að gera við götin. Fyrst
í stað verður skipinu stefnt til sov-
éska námabæjarins Barentsburg á
Svalbarða.
Maxim Gorkíj, sem ekki er styrkt
sérstaklega til siglinga í ís, mun
hafa verið á um 17 sjómílna hraða
er það rakst á lagnaðarís um hálf-
eitt-leytið aðfaranótt þriðjudags. ís-
inn risti tvær 10 - 75 sentimetra
breiðar rifur á stjórnborðsbóg skips-
ins, önnur er um sex metrar að lengd
en hin 2,5 metrar. Skyggni var
slæmt, rigning og þoka. Farþegar
urðu varir við hnykk og strax á eft-
ir hófu aðvörunarblístrur upp raust
sína. Farþegar voru beðnir að klæð-
ast björgunarvestum og fara í bát-
ana. Eftir skamma stund voru bát-
amir látnir síga niður á yfirborð sjáv-
ar; margir farþeganna voru aðeins
klæddir náttfötum en hiti var rétt
yfir frostmarki.
Farþegamir 679 em að mestu
fólk á miðjum aldri eða eldra. Langf-
lestir em vestur-þýskir en nokkrir
frá Hollandi, Austurríki, Sviss, Bret-
landi, Ítalíu og Svíþjóð. Enginn þeirra
mun hafa slasast að ráði en 79 var
flogið með þyrlu til Longyear-bæjar'
á Svalbarða og lentu þeir fyrstu, alls
13 manns, um kl. 9.30 að íslenskum
tíma. Einkum var um að ræða fólk
með hjartagalla og aðra sjúkdóma
og munu sumir hafa fengið vægt
taugaáfall. Þess var vænst að Senja
kæmi til Longyear-bæjar aðfaranótt
miðvikudags með hina farþegana en
þaðan verður þeim flogið til síns
heima.
Áhöfn Senju hrósaði sovésku skip-
verjunum fyrir frammistöðuna en
þeim tókst að róa farþegana og koma
í veg fyrir að fjöldahræðsla gripi um
sig. Sovétmennirnir þökkuðu Norð-
mönnum aðstoðina en það þykir frá-
sagnarvert hve sovésk yfirvöld björg-
unaraðgerða í Murmansk höfðu að
þessu sinni nána og góða samvinnu
við norsk stjórnvöld í Bode. Norð-
menn fengu þegar í stað allar nauð-
synlegar upplýsingar eftir að skipið
hafði sent út neyðarkall en er sovésk-
ur kjarnorkukafbátur sökk vestur af
Bjarnarey fyrir skömmu gagnrýndu
Norðmenn harðlega leyndarhyggju
Sovétmanna. Talið er að Norðmenn
hefðu getað bjargað mörgum sjólið-
um af bátnum ef samvinna Sovét-
manna hefði verið til staðar.
, sem
á nokkrum stöðum þar í landi en
ferðinni átti að ljúka í Hamborg
29. júní. Samkvæmt frétt Reuters-
fréttastofunnar kostaði ferðin
2.399 mörk á mann eða 72 þúsund
krónur.
Meðan viðdvöl var höfð í
Reykjavík fóru á fimmta hundrað
farþega í dagsferð á vegum Atlant-
ik, m.a. að Gullfossi og Geysi. Um
60 farþegar skoðuðu sig um sunnan
heiða og norðan, fóru m.a. að Mý-
vatni. Komu þeir aftur um borð á
Akureyri á laugardagskvöld.
Að sögn Ólafíu Sveinsdóttur hafa
margir Islendingar siglt með Maxim
Gorkíj á vegum Atlantik, einkum á
vetuma. M.a. fóm 30-40 manns
með skipinu í siglingu meðfram
Afríkuströndum fyrir um tveimur
ámm og tugir manns fóm fyrir
nokkram ámm frá Þýskalandi til
Ríó de Janeiro og dvöldust þar í
höfn meðan á kjötkveðjuhátíðinni
stóð.
Maxim Gorkíj er 24.981 tonna
skip. Þar var smíðað fyrir 20 ámm,
samkvæmt upplýsingum Lloyd’s-
tryggingafélagsins og hét Hamborg
í fimm ár. Sovéska Svartahafs-
skipafélagið keypti skipið síðan árið
1974 en það hefur jafnan verið
gert út frá Hamborg.
Farþega af Maxim Gorkíj lyft upp í norska björgunarþyrlu eftir að
skemmtiferðaskipið rakst á lagnaðarís suðvestur af Svalbarða. Sly-
sið varð skömmu eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags.
Longycar-bæ á Svalbarða. Reuter.
RÁÐVILLTIR farþegar Maxims
Gorkíjs, flestir nyög rosknir og
sumir aðeins klæddir náttfötum
eða í loðfeldum yfir náttsloppum,
komu með þyrlu til Longyear-
bæjar á Svalbarða í gærmorgun
eftir erfiða nótt. Þeir sögðust hafa
heyrt háan skell og ískur þegar
skemmtiferðaskipið rakst á
ísspöngina, skömmu eftir mið-
nætti.
„Eftir að aðvömnarblístmr fóm í
gang varð nokkurt uppnám," sagði
Marianne Finne frá Vestur-Þýska-
landi. „Áhöfnin sagði okkur að koma
upp á þilfar og setja á okkur björgun-
arvestin. Það var kalt og helli-
rigndi." Er sjór tók að streyma inn
í skipið var hrelldum farþegunum
skipað í bátana sem síðan voru látn-
ir síga niður á sjávarflötinn. „Bátur-
inn, sem ég var í, skall hvað eftir
annað á skipssíðunni. Fólk var óskap-
Frásagnir farþega:
Fólk var óskaplega hrætt
og við vorum umkringd ís
lega hrætt og það var ís alls staðar
umhverfis okkur,“ sagði Brigitte
Fruhwald frá Múnchen.
Adolf Kuhn, 73 ára gamall mað-
ur, sagði að björgunarbátur hans
hefði verið látinn hanga á skipssíð-
unni í tvær stundir. „Þeir létu
hann loksins síga en það var margt
að bátunum. Það var mikið til af
áfengi en ekki dropi af drykkjar-
vatni,“ sagði Kuhn.
Enn eitt
sjóslysið
Moskvu. Reuter.
ÁSIGLINGIN suðvestur af
Svalbarða er siðasta atvikið í
röð óhappa sem sovésk skip
hafa orðið fyrir á undanföm-
um árum:
7. apríl 1989: Sprenging varð
í sovéskum Iqarnorkukafbáti í
Noregshafi. Sökk báturinn og
fómst með honum 42 menn.
Atvikið átti sér stað skammt
suðaustur af þeim stað sem
Maxim Gorkíj sigldi á ísjaka.
18. maí 1988: Eldur kviknaði
um borð í farþegaskipinu Príam-
uije í höfninni í Osaka í Japan.
11 farþegar biðu bana.
Nóvember 1986: Tveir skip-
veijar biðu bana er eldur kom
upp í farþegaskipinu Túrkmeníu
á Japanshafi. Þijúhundmð
skólaböm, sem vom um borð,
sakaði ekki.
Október 1986: Sovéskur kjarn-
orkukafbátur sökk undan aust-
urströnd Bandaríkjanna. Þrír
skipveijar biðu bana.
Ágúst 1986: Farþegaskipið
Nakhímov aðmíráll og flutn-
ingaskipið Pjotr Vasev skullu
saman á Svartahafi undan hafn-
arborginni Novorossíysk. 398
menn dmkknuðu.
Febrúar 1986: Farþegaskipið
Míkhaíl Lermontov sigldi á sker
við Nýja Sjáland og sökk. Einn
maður dmkknaði.
Júní 1983: Farþegaskipið Alex-
ander Súvorov sigldi á jám-
brautarbrú á Volgu skammt frá
borginni Úljanovsk. Á annað
hundrað manns biðu bana er
sóldekkið rifnaði af skipinu.
Febrúar 1982: Flutningaskipið
Míkhaník Tarasov sökk við aust-
urströnd Kanada með þeim af-
leiðingum að um 120 skipveijar
dmkknuðu.