Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 23 flíiripmM&M! Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Gleði verkalýðsfor- ingjanna Ekki þarf mikið til þess að gleðja hina galvösku for- ingja alþýðunnar, þá Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, og Ögmund Jónasson, formann BSRB. Samtök þeirra hafa stað- ið að ýmiss konar mótmælaað- gerðum vegna verðhækkana, sem dembdust yfir þjóðina um síðustu mánaðamót. Reiði laun- þega vegna þessara verðhækk- ana kom berlega í ljós á fjöl- mennum útifundi, sem efnt var til á Lækjartorgi og í ótrúlega almennum viðbrögðum við áskorun launþegasamtakanna um að fólk keypti ekki mjólkur- vörur í þrjá daga. Nú hefur ríkisstjórnin til- kynnt „aðgerðir“ til þess að koma til móts við mótmæli laun- þega. Þær aðgerðir eru fólgnar í því m.a. að lækka verð á mjólk um 4 krónur lítrann og lækka verð á dilkakjöti um tíma. Þá hefur verið tilkynnt, að ein teg- und af benzíni lækki strax um 2 krónur, en benzínverð hefur fallið mjög á alþjóðavettvangi undanfarnar vikur. Nú er allt í einu hægt að lækka benzínverð strax vegna verðlækkana er- lendis en sennilegt er, að bíleig- endur greiði þessa „benzínlækk- un“ sjálfir með þeim hætti, að önnur tegund af benzíni hækki síðar en tilefni væri til. Þá kem- ur til framkvæmda um næstu mánaðamót lögbundin hækkun á persónuafslætti til skatts og barnabótum og ríkisstjórnin hefur fyrirskipað vaxtalækkun, sem verið hefur í burðarliðnum mánuðum saman. í tilefni af þessum aðgerðum hafa Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir m.a.: „Samstaða almennings hefur skilað þessum árangri og það er satt að segja ekki á hveijum degi, sem ríkisstjórnir láta segj- ast í svona málum. Það eru við- brögð, sem við hljótum að meta af hálfu ríkisvaldsins, þó svo það sem þarna er gert komi ekki að fullu til móts við þær kröfur, sem við höfum verið með.“ Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru kattarþvottur og kák og viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar satt að segja hlægileg. Lögbundin hækkun á persónu- afslætti og bamabótum hefði hvort sem er komið til sögunn- ar. Benzín hefði hvort sem er lækkað vegna verðlækkana er- lendis. Vaxtalækkunin er í eng- um tengslum við aðgerðir verkalýðsfélaganna. Hið eina, sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram er lækkun á mjólk- urlítra um 4 krónur og að kjöt- fjallið verður selt í hálfum skrokkum á niðursettu verði! Þeir verkalýðsforingjar, sem lýsa sérstakri hrifningu á að- gerðum af þessu tagi eru ekki að hugsa um hagsmuni umbjóð- enda sinna. Þeir eru einfaldlega í pólitískum leik að gæta hags- muna þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr í landinu. Jafnvel verð- lækkunin á mjólk og útsala á kjötfjallinu á eftir að koma við pyngju launþega þótt síðar verði. Það gerist, þegar ríkis- stjórnin gerir ráðstafanir til þess að greiða með einhveiju móti 5-6 milljarða hallarekstur ríkissjóðs á þessu ári og þ. á m. þær 100-200 milljónir, sem þessar aðgerðir kosta. Tilfærslur af þessu tagi hafa enga raunverulega þýðingu fýr- ir fólkið í landinu. Þetta eru blekkingar og annað ekki. Verkalýðshreyfingin býr yfir miklum styrk, ef hún beitir sér. Þennan styrk á hún að nota til þess að knýja fram raunveruleg- ar umbætur í efnahags- og at- vinnumálum í stað þess að láta hafa sig í að taka þátt í blekk- ingum gagnvart launafólki í landinu. Þeir Ásmundur Stef- ánsson og Ögmundur Jónasson eru að bregðast því fólki, sem hefur sýnt þeim mikið traust og trúnað, þegar þeir senda frá sér yfirlýsingu af þeirri gerð, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar er í sjálfheldu. Hún stendur frammi fyrir stórfelld- um hallarekstri ríkissjóðs og gífurlegum óleystum vandamál- um í atvinnulífinu. Innan ríkis- stjórnarinnar er engin samstaða um leiðir út úr þessum vanda. Innan ríkisstjórnarinnar er ein- ungis samstaða um að sitja áfram. Það er eins og mennirn- ir, sem tekið hafa að sér að stjórna landinu hafi engan metnað, hvorki fyrir hönd sjálfra sín, ríkisstjómarinnar eða þeirra flokka, sem að stjórn- inni standa, að ekki sé talað um fyrir hönd þjóðarinnar. íslenzk stjórnmál eru í kreppu og verka- lýðsforingjar auka ekki veg sinn með því að leggja blessun sína yfir algjört aðgerðaleysi stjóm- málamanna frammi fyrir þeirri kreppu. MÓfeGUI^BLAÉÐ MIÐVlkÓDlÁGÍjá-2li.Íúkíí 1989 Hvað fínnst þér um ísland? eftir Jónínu Michaelsdóttur „Hvaða skoðun hefurðu á íslandi efir þennan dag?“ spurði fréttamað- ur ríkisútvarpsins páfann, þegar þeir stóðu augliti til auglitis og fréttamanninum gafst einstakt tækifæri til að spyija þennan merka mann tveggja spurninga. Síðari spumingin var, hver væru skilaboð páfans til íslensku þjóðarinnar. Eft- ir ræðuna á Þingvöllum fannst manni þetta óþarfa spurning, enda vísaði páfi til hennar. Mér þótti þetta metnaðarlaust hjá fréttamanninum og hafði ein- hver orð um það, að aldrei ætluðum við að vaxa upp úr þessari stöðluðu spumingu til erlendra gesta „hvað finnst þér um Island?“ Nærstaddur maður sem heyrði til mín sagði: „Hvað er athugavert við þessa spurningu? Mér finnst hún mjög eðlileg. Ég hefði spurt svona sjálfur." Hann hitti auðviðað naglann á höfuðið. Þetta er spurningin sem flestir íslendingar hafa mestan áhuga á að heyra svar við. Það gildir einu hvað við fáum merka erlenda gesti, stjórnmálamenn, listamenn eða fræðimenn, það bregst ekki að áhugi okkar á þeirra landi og aðstæðum eða þeim sjálf- um sem einstaklingum er afar rýr. Um leið og þeir stíga fæti á íslenska grund eru þeir spurðir, hvað fínnst þér um ísland, hvað vissirðu um Island áður en þú komst, hvað hef- ur komið þér á óvart og hvernig þykja þér Islendingar. Það getur vel hugsast að svona mannasiðir tíðkist með öðrum þjóð- um, en ég hef ekki heyrt um það. Enda hygg ég að íslendingum þætti aulalegt að vera sjálfír spurðir svona spuminga í löndum sem þeir ættu eins til tveggja daga viðdvöl í. Þetta er sambærilegt við það að við tækjum á móti gestum á heimil- um okkar með því að spyija um leið og við opnuðum hurðina „Jæja, hvaða skoðun hefurðu á heimili mínu?, er það ólíkt þinu?, kernur þér á óvart hvernigég bý?, hvernig þykja þér veitingarnar?, hvernig kanntu við heimilisfólkið? Hveiju getur kurteis gestur svar- að? Hvernig stendur á því að við er- um svo fíkin í skjall að við beinlín- is biðjum um það? Hversvegna sækjumst við með svona miklu óþoli eftir hóli frá útlendingum? Ekki erum við að sækjast eftir raun- verulegum vitnisburði eða skoðun- um því við tökum því afar illa ef einhver efast um ágæti okkar og sérstöðu, eins og dæmin sanna. Er þessi blanda af minnimáttar- kennd og stórmennsku einkennandi fyrir eyjaskeggja, eða kemur fleira til? Hvað finnst okkur sjálfum um ísland og ísleiidinga? Fyrir um það bil tíu árum sagði Kristján frá Djúpalæk í blaðaviðtali: Guð er mikill kómíker að búa til fólk eins og íslendinga. Þama fóm skeggjaðir ruddar norðan úr Noregi á prömmum yfír til írlands og stálu þessum faliegu ungu stúlkum sem vom við- kvæmar, skáldlegar og dultrú- aðar. Þessir heimsku barbarar fóm með þær hingað á þetta eyðisker og áttu með þeim börn. Þau erfðu kergjuna og mdda- skapinn annarsvegar og tilfinn- ingabrímið, dultrúna og skáld- skapargáfuna hins vegar. Þessir eiginleikar hafa erfst gegnum kynslóðirnar og em þjóðarein- kenni á íslendingum enn i dag. í einni manneskju getur þetta kostað skelfileg átök, því þessir eiginleikar fara ekki saman. Annar norðanmaður, Tómas Ingi Olrich, flutti afburða góða ræðu á vegum Sjálfstæðisflokksins nýverið undir yfirskriftinni „Þjóðin, sagan, tungan“. Þar segir m.a.: Hér em í hnotskurn örlög þessarar þjóðar. Hún er borin til einangmnar en dreymir um vegamót, áhrif, viðurkenningu, frægð. Álltaf er gmnnt á tor- tryggni eyjaskeggjans sem fínnst allir vera á móti sér, eink- um þó stórþjóðir og náttúmöfl; sem hreykir sér af því að þrauka hér „á mörkum hins byggilega heims“, eins og hann orðar það gjaman; sem eflist við að steyta hnefann á móti umheiminum, öskrar sig hásan í þorskastríðum og hvaladeilum, óttast öll banda- lög, líka þau sem tryggja öryggi hans, kreppir hnúana gegn rign- ingarsuddanum, norðanáhlaup- um og eldgosum. Hins vegar er heimsmaðurinn, skáldið, sem yrkir sig inn í hjarta umheims- ins, Jóhann sern teflir til vinn- ings, Þorgils Óttar sem skorar mark, íslendingurinn sjálfur, opinn fýrir nýjungum, haldinn ólæknandi útþrá, landinn sem er því knárri sem hann er smærri, og vill láta klappa sér lof í lófa. Með hæfilegum ýkjum má fullyrða að íslendingar nú- tímans hrærist milli tveggja kennda þar sem einangrunar- og minnimáttarkenndin er ann- arsvegar og á hinn bóginn heimsmennska og mikil- mennska." Við erum vissulega heimsmenn í margvíslegum skilningi, það er rétt, en við erum fýrst og fremst fisk- veiðiþjóð og við skulum ekki þykj- ast vera neitt annað. Við erum að vísu menningarlega sinnuð og vel menntuð fiskveiðiþjóð, en þó ekki betur menntuð en svo aðút úr há- skólanum okkar útskrifast fólk sem skilur ekki hvað stendur undir vel- ferðinni á íslándi. Við höfum ekki betri tök á okkar málum en svo, að meira að segja best reknu fyrirtæki í sjávarútvegi eiga í erfiðleikum. Ef við getum ekki skapað okkar undirstöðuat- vinnuvegi rekstrarskilyrði þá hlýtur annað að vera eftir því. Fyrir nokkr- um árum þegar farið var að tala um að ríkið þyrfti að styrkja sjávar- útveginn, varð einum kaupsýslu- manni að orði: „Er nú svona komið fyrir okkur? Þetta er eins og að segja, ég skal styðja þig ef þú vilt halda á mér á meðan." Það verður að vera hægt að veiða fisk og gera út með hagnaði á ís- landi. Við verðum að ná sáttum í landinu um fiskveiðistefnu og við verðum að ná sáttum milli dreif- býlis og þéttbýlis. Þessi þjóð hefur ekki efni á því að vera til lengdar sjálfri sér sundurþykk í þeim málum sem mestu skipta. Okkur íslendingum er nokkur vandi á höndum nú um stundir. Skipulagning á hvaða sviði sem er, er okkur óeiginleg og áætlanir, að ekki sé talað um langtímaáætlanir, eru nánast handan við hugmynda- flugið. Þetta sést glöggt á því hvað við erum hissa á því að þensla und- anfarinnar ára sé gengin yfir. Okk- ar lífsmynstur hefur eflaust mótast af sveiflum í afkomu gegnum tíðina, síbreytilegu veðurfari og lengst af óstöðugu stjómarfari. Okkur finnst að hér sé ekki hægt að gera áætlan- ir sem standast. Mestu skipti að þreyja þorrann og treysta því að hlutimir bjargist einhvern veginn. í góðæri lifum við eins og góðærið muni aldrei taka enda. En nú er nýr tími að renna upp. Samskipti okkar og viðskipti við Jónína Michaelsdóttir „íslendingar geta stundað margvíslegt o g gagnlegt nám á er- lendri grund, en íslensk sköpunargáfa er sprott- in úr íslenskri náttúru og íslenskum liftiaðar- háttum. Enginn getur til dæmis samið lag eins og „Brennið þið vitar“, nema sá sem hefur kynnst náið náttúruöfl- um eins og briminu við Stokkseyri.“ önnur lönd taka á sig nýja mynd með breyttri fjarskiptatækni og bættum samgöngum. f stað þess að vera afskekkt og út úr, emm við í vaxandi mæli í þjóðbraut. Allt er að taka á sig annan svip í Evrópu, bæði austan tjalds og vestan og þjóðir Evrópubandalagsins og við- skiptalönd þeirra búa sig undir hinn sameiginlega innri markað árið 1992. Þetta gerir til okkar auknar kröf- ur um leið og það opnar okkur nýja möguleika. Þessar kröfur snúa annars vegar að því að við verðum að lúta sömu leikreglum og aðrir og getum ekki skýlt okkur bak við smæð og ijarlægð. Hins vegar verð- um við að gera upp við okkur hvað við ætlum að varðveita í okkar menningu, hvers vegna og hvern- ig- Mikilvægast af öllu er auðvitað það sem öðru fremur gerir okkur að þjóð, íslensk tunga. í því efni greinir menn nú þegar á um leiðir. Menn hafa með réttu áhyggjur af því hversu margt fjölmiðlafólk sem oftast nær eyram almennings, bæði talar beinlínis rangt mál og hefur, að því er virðist, ekki næma mál- kennd. Einnig er rætt um hættuna af enskunni og talað um að setja íslenskt tal inn á allt erlent sjón- varpsefni. Það er að mínu áliti í ætt við forsjárstefnu. í stað þess að beina kröftunum að því að styrkja okkur sjálf, vilja menn ein- angra málið og loka úti erlend áhrif. Mér finnst þetta fráleitt, og beinlínis eins og verið sé að hafa vit fyrir manni. En ég veit að þeir sem fýrir þessu tala stjórnast hreint ekki af slíkum hvötum heldur telja þetta virðingarvott við tungumálið og til þess fallið að vernda það. Um það er ég þeim ósammála. Ég tel afar mikilvægt fyrir okkur að læra erlend tungumál, ekki síst vegna þess að okkar tunga skilst hvergi nema hér. Einnig gera aukin samskipti okkar við aðrar þjóðir kröfu til fjölbreyttrar tungumála- kunnáttu. Það er gagnlegt og mikil- vægt að eiga þess kost að sjá og heyra þýskar, skandinavískar, enskar, bandarískar og franskar kvikmyndir á frummálinu. Enda ævinlega með íslenskum texta. Þegar ég var í Finnlandi í fyrra sagði við mig finnskur þingmaður að á Norðurlandaráðsþingum skildu Finnar sem töluðu sænsku og ís- lendingar sem töluðu dönsku hveij- ir aðra mætavel, meðan Finnar skildu til dæmis ekki Dani. Ég sagði honum að það væri vegna þess að þó að við íslendingar lærðum dönsku í skólum, lærðum við hana ekki með því að tala hana heldur með því að lesa hana. Þannig væri hreint ekki tryggt að Danir skildu þessa skóladönsku þótt Finnar skildu hana. Eflaust er þetta upp og ofan, en það breytir ekki því, að þættir eins og Matador eru gagnlegir og stuðn- ingur við dönskukennslu í skólum. Við eigum að leggja megin- áherslu á að efla og auka íslensku- kennslu í skólum, einkum í barna- skólum. Ekki bara lestur og mál- fræði, heldur framsetningu, mál- skilning og gleðina yfir þeim galdri sem býr í málinu. Vekja athygli á orðunum sjálfum. Ásamt orðtökum og málsháttum gegna ljoð miklu hlutverki í vexti og viðgangi íslenskrar tungu. Eink- um og sér í lagi þau sem börn læra í barnaskóla og helst undir lagi. Þau geta líka átt þátt í að vekja með börnum þjóðerniskennd eða þjóðarstolt, sem er alls óskylt þjóð- ernisrembingi og hroka. Orðtök og málshættir eru þegar best gerist lífssannindi í örfáum orðum, en þeir krefjast líka skilnings á tungu- málinu. Sama má segja um ljóð. I grein undir fyrirsögninni: „Hvar eiga ljóð heima“ í Morgunblaðinu í vikunni, skrifar Njörður P. Njarðvík um „hinn nána skyldleika ljóðsins við sjálft eðli tungumálsins og launhirslur þess.“ Betur verður þessi hugsun tæplega orðuð. Ég er sannfærö um að þeir sem koma vel nestaðir úr bama- og unglingaskóla í þessum efnum halda áfram að vera sterkirá íslenskusvellinu, þótt erlend áhrif flæði yfir úr öllum átt- um. Það er ekki nema eðlilegt og hefur gerst á öllum tímum að ungl- ingar á gelgjuskeiði temji sér sér- stakt orðfæri. Það gengur yfir. Þeir sem eldri eru munu laga mál- far sitt ef það kemst í tísku, og þess verður ekki langt að bíða. Hinsvegar er það mín skoðun að varast beri að dauðhreinsa málið og vekja hér upp fordóma gagnvart þeim sem ekki tala eins og ítrustu reglur segja til um. Það er einn af stærstu kostunum við íslenskt þjóð- félag, að hér er engin málfarsleg stéttaskipting og í það eigum við umfram allt að halda. íslenskur metnaður og menning er yfirskrift þessa fundar. Maður veltir fyrir sér hvort við íslendingar erum ekki meira metorðagjarnir en metnaðargjarnir. Að minnsta kosti stundum. Er okkur jafn mikið metn- aðarmál að gera hlutina vel og að skreyta okkur með fínum stöðuheit- um? Og hvað er metnaður? Hvernig birtist hann? Hvernig er hægt að ala á heilbrigðum metnaði og hvar, á heimilum, vinnustöðum, í skólun- um? Varðandi skólana, þá virðumst við vera búin að koma okkur upp kerfi sem setur heildina ofar ein- staklingunum. Þetta skólakerfi forðast sakmkeppni og samanburð og hvatningu um að standa sig betur. Þeir sem skara fram úr fá einskonar stöðvunarskyldu eða bið- skyldu í námsbækumar sínar. „Ef þú heldur áfram verður of mikill munur á þér og hinum.“ Hvernig á fólk að bijótast áfram sem hvorki er hvatt né þjálfað til átaka. Við íslendingar erum svo fáir að hver og einn verður að vera tilbúinn að leggja miklu meira af mörkum en þeir sem fæðast meðal stór- þjóða. Þess vegna er hver einasti einstaklingur svo mikils virði, að við verðum að þroska hæfileika og metnað hans til hins ítrasta. Vegna fæðar okkar munar svo mikið um hvern mann. Hvort sem við þurfum að tala máli þjóðarinnar á erlendri grund vgna viðskiptahagsmuna, eða annarra untanríkismála verðum við ævinlega færri en aðrir og verð- um að hafa víðtækari kunnáttu til að standa okkur. Á sama hátt þurfa færri hendur að halda uppi íslensku velferðarkerfi en þekkist með öðr- um þjóðum. Sú þróun undanfarinna ára að Islendingar stundi framhaldsnám erlendis og setjist síðan að á ís- landi með reynslu sína og menntun í farteskinu er ómetanleg. íslenskt þjóðfélag verður að skapa þessu fólki skilyrði til að finna kröftum sínum viðnám svo að það leki ekki niður í skriffínnskusinnuleysi og kerfisdekur eða flytji til annarra landa. Varðandi íslenska hugvitsmenn er kannski spuming hvort við höf- um ekki sofið á verðinum. Einhvern veginn virðist manni að þeir sem stjórna fjármálum séu tregari til þegar hugmyndir og framtíðaráætl- anir eru annarsvegar en þegar framleiðslan er borðleggjandi. Þama er oft villst á skynsemi og skammsýni. Við höfum tilhneigingu til að vera áhugalítil meðan einstaklingur með hugmynd eða draum í bijóstinu er að bijótast áfram, en komist hann í mark er þetta okkar maður og við fyllumst notalegri sjálfum- gleði og sigurhrósi. Við látum oft eins við skiptum ekki máli á alþjóðavettvangi vegna smæðar okkar, þótt við séum stöku sinnum að tala í okkur loft hér heima og segjast nú hafa látið þá heyra það þarna úti í heimi. Ef okkur finnst ekki tekið nægi- legt mark á okkur á erlendum vett- vangi, getum við sjálfum okkur um kennt, því við höfum ekki verið sérlega virk í flestum þeim samtök- um sem við eigum aðild að. Okkur þykir nægilegt framlag að mæta á staðinn. Hluti af því að láta taka sig alvar- lega er að leggja metnað í verkin sín, hver sem þau eru. Og það er ekki forn menningararfur, fámenni, sérstaða landsins eða annað þess- háttar sem vekur athygli á okkur og er okkur til virðingar eða van- sæmdar meðal annarra þjóða, held- ur þeir einstaklingar sem eru full- trúar okkar þar. Sterkur persónuleiki sem er vel að sér og veraldarvanur og hefur eitthvað fram að færa er allsstaðar tekinn alvarlega og getur haft ótrú- lega mikil áhrif þótt hann sé frá lítilli þjóð. Um þetta höfum við auðvitað dæmi úr opinberum störfum eins og Hannes Hafstein, Thor Thors, Bjarna Benediktsson og Vigdísi for- seta. Þó að þetta séu ólíkir einstakl- ingar eiga þau öll sameiginlegt að hafa gert þjóð sinni meira gagn með persónu sinni einni saman en stórar sendinefndir og margháttað landkynningarskrum. Sama máli gegnir auðvitað um skáld okkar og listamenn og hvern þann sem með framkomu sinni og hæfileikum er sér og þjóð sinni til sóma. Kristjáni Jóhannssyni var ekki boðið að syngja í Scala-óper- unni vegna sérstöðu íslensku þjóð- arinnar, heldur vegna eigin hæfi-’ leika, metnaðar og persónutöfra. Við erum staðsett miðja vegu milli Evrópu og Bandaríkjanna, og erum bæði undir evrópskum og bandarískum áhrifum. Það er ekk- ert nema gott um það að segja meðan við gleymum því ekki að við erum fyrst og síðast íslendingar. Um leið og við tileinkum okkur nýjungar og lögum okkur að að- stæðum hverju sinni, verðum við að gæta þess að slitna ekki frá rótunum, muna alltaf hver við er- um. Ekki reyna að líkjast öðrum heldur vera við sjálf. Það er okkar styrkur. Við eigum að sækja sjálfsvirð- ingu og sjálfsöryggi í menningu okkar, inn í okkur sjálf, en ekki í álit útlendinga. Það skiptir engu máli hvað aðrir eru tilbúnir að hæla okkur ef við sjálf vitum ekki hver við erum. íslendingar geta stundað marg- víslegt og gagnlegt nám á erlendri grund, en íslensk sköpunargáfa er sprottin úr íslenskri náttúru og islenskum lifnaðarháttum. Enginn getur til dæmis samið lag eins og „Brennið þið vitar“, nema sá sem hefur kynnst náið náttúruöflum eins og briminu við Stokkseyri. Við skulum taka nýjum tíma fagnandi en vera, eins og segir í barnasálminum; kvíðalaus við. kalt og hlýtt, kyrr á okkar rót. Annars fer fyrir okkur eins og köngulónni í sögunni sem kom ofan úr loftinu og hóf að spinna sér vef. Þegar vefurinn var fullbúinn og flugurnar farnar að festast í honum þeyttist köngulóin um vefinn á fleygiferð og réði sér ekki fyrir stolti. Hún staldraði við og leit yfir sköpunarverk sitt sem glitraði í sólinni, en þá sá hún allt í einu ein- hveija missmíð á meistaraverkinu. Enda sem féll ekki inn í vefinn. Hún hraðaði sér þangað og beit hann í skyndi í sundur, en þá hrundi vefurinn, — og hún með. í stærilæti sínu og hofmóði hafði hún gleymt hvaðan hún kom. Ræða flutt á fundi Sjálfstæðismanna á Stokkseyri 9. júní sl. V estmannaeyjar; Fjölbreytt hátíðar- höld á 70 ára afinæli Forseti íslands í opinbera heimsókn Vi'stmamiaeyjuin, HÁTÍÐARHÖLD vegna 70 ára afmælis Vestmanneyjakaupstaðar hefjast 24. júní nk. Fjölbreytt dagskrá hefúr verið skipulögð í til- e&ii af þessu og munu hátíðarhöld standa yfir í eina viku. Afmælisnefnd bæjarins sem hef- ur starfað síðan snemma vetrar, kynnti dagskrá afmælisvikunnar fyrir skömmu. Þar kom fram að ýmislegt verður boðið upp á í til- efni þessara tímamóta. Hinn eiginlegi afmælisdagur Vestmannaeyjabæjar er 14. febrú- ar, en þann dag hélt bæjarstjóm hátíðarfund og samþykkti hátíðar- tillögu um uppbyggingu þjónustu- kjama við dvalarheimili aldraðra. Þa var jafnframt ákveðið að hátíð- arhöld vegna afmælisins færu fram vikuna 24. júní til 1. júli í sumar. Af helstu dagskráratriðum sem boðið verður upp á afmælisvikuna má nefna sýningar sem settar verða upp. Þar á meðal verður sýning um 70 ára sögu Vest- mannaeyjahafnar, póstsaga Vest- mannaeyja, sýning um börn í Eyj- um og kynnt verður nýtt aðalskipu- lag bæjarins. Formleg setning afmælishátí- ðarinnar verður á Stakkagerðist- úni laugardaginn 24. júní og um leið verða sýningar hátíðarinnar opnaðar. Sunnudaginn 25. verður hátíðarmessa í Landakirkju og þann dag kemur forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, í opin- bera heimsókn til Vestmannaeyja. Forsetinn mun í heimsókn sinni vígja formlega gróðurreit sem 70 ára afinæli Vestmannaeyjakaupstaðar verður haldið hátíðlegt vikuna 24. júní til 1. júlí. komið verður upp í hlíðum Helga- fells. Þá verður haldin veisla sem núverandi og fyrrverandi bæjar- fulltrúum verður boðið til. Á sunnudagskvöldið munu síðan Sin- fóníuhljómsveit íslands og Kirkju- kór Landakirkju halda tónleika í Samkomuhúsinu. Ýmsar uppákomur verða síðan í vikunni og verða lúðrasveitamót og Tommamót í knattspyrnu tengd hátíðardagskránni. Hátíðarhöldun- um lýkur síðan laugardaginn 1. júlí með útigrilli í Ráðhúströðinni. Þar verður bæjarbúum boðið upp á pylsur og fleira sem bæjarfulltrú- arnir ætla að matreiða. Þá verða hljómleikar á Stakkagerðistúni þar sem hljómsveitirnar Stuðmenn, Mezzoforte og Centaur leika. Grímur. Sauðárkrókur: Átak í umhverfísmálum Morgunblaöið/Bjöm Bjömsson Steinunn Hjartardóttir formaður umhverfis- og gróðurverndarnefiidar ávarpar gesti og opnar sýninguna. Sauðárkróki. UMHVERFISÁTAK hófst ný- lega á Sauðárkróki með sýningu í Saftiahúsinu og stendur það fram eftir sumri. Á sýningunni eru myndir grunnskólanem- enda, sem gerðar eru í tilefni umhverfísátaksins. Það er um- hverfis- og gróðurverndarneftid sem stendur að átakinu og er ætlunin að taka á ýmsum þáttum í umgengni bæjarbúa til þess að gera ásýnd bæjarins snyrtilegri og fegurri. Fyrir bestu myndina voru veitt vegleg verðlaun, glæsilegt reiðhjól, og hlaut það Helgi Páll Jónsson nemandi í 5. bekk. Aukaverðlaun, einnig fyrir sérlega skemmtilega mynd, hlaut Tinna Dögg Gunnars- dóttir sömuleiðs nemandi í 5. bekk, og var það vönduð myndavél. Tólf aðrir hlutu bókaverðlaun fyrir góðar myndir, og voru það nemendur allt frá 6 ára eða 0 bekk og upp í 7. bekk. Alls bárust á sýninguna rúmlega 320 myndir, og sýndu nemendur að þeir sjá glöggt það sem miður fer í umhverfinu. Fjölmargir bæj- arbúar voru viðstaddir opnun sýn- ingarinnar og þágu kaffiveitingar í boði Umhverfisnefndar en yngri kynslóðin þá gos. - BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.