Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 29
MORGÚNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 21. ÍÚNíi 198$ 29 Buslugangiir og boðaföll kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóborgin Hið bláa volduga — „The Big Blue“ Leikstjórn og handrit Luc Besson. Tónlist Eric Serra. Aðalleikendur Rosanna Ar- quette, Jean-Marc Barr, Jean Reno, Paut Shenar. Frönsk. 20th Century Fox 1988. Besson vakti talsverða athygli fyrir fáeinum árum með mynd- inni Subway, litlum stemmning- skrimma þar sem hann nýtti skemmtilega neðanjarðargöng Parísarborgar sem umgjörð myndarinnar. Efnið var hinsvegar innantómt og rann að lokum útí myrkur undirheimanna. En það var stíll á handbragðinu. Honum bregður fyrir í Hinu blá volduga og þá eingöngu í vel unnum og listilegum neðansjáv- armyndatökum sem gerast þó endurtekningargjarnar er til lengdar lætur. Söguþráðurinn er harla mjó- sleginn. Myndin hefst á grískri smáeyju þar sem þeir Barr og Reno metast um það í bernsku hvor geti kafað lengur í bláma töfrandi undirdjúpanna. Árin líða og Reno er orðinn heimsmeistari í köfun er hann minnist síns gamla keppinautar, hefur uppá Barr og gengur myndin síðan mestmegnis útá köfunarkeppni þeirra á milli. Þetta dugar ekki Besson, sem þarf að flækja inní söguna ámát- legu ástarævintýri þar sem tryggingarsölukonan Arquette kemur einsog fjandinn úr sauð- arleggnum. Er hlutverk hennar allt svo illa skrifað og fáránlegt, næstum kvenfjandsamlegt, að það stórskaðar myndina. Aukinheldur er leikur hennar lygilega slakur, hún minnir helst á móðursjúka fermingarstelpu þar sem hún eltist við marbendil- inn sinn sem virðist mun ást- fangnari af Reno og höfrungun- um. Samtölin eru svo hjákátlega illa skrifuð að maður þarf að hlusta á þau til að trúa þeim. Eitthvað hlýtur að hafa glutrast niður í ensku þýðingunni. Tengsl Barrs við undirdjúpin og íbúa þeirra á' að vera hin dulræna undirstaða Blámans en í meðförum Bessons lekur öll dulúð eitthvað útí ballarhaf og hjartað vantar. En höfrungarnir, sem eru í hæpnum félagsskap, leika listir sínar og slá öll mannanna verk gjörsamlega út í þessari furðu- mynd. RADAUGÍ YSINGAR TILKYNNINGAR Slysavarnakorrur í Reykjavík Nokkur sæti laus í sumarferðina 24. júní nk. Upplýsingar í símum 24240 frá kl. 9-18 og 31241 eftir kl. 19, Eygló. Til lesenda Húsfreyjunnar Meinleg prentvilla varð í nýútkomnu 2. tbl. Húsfreyjunnar. í Heilsuspjalli á bls. 39 stend- ur: .þurfa meira D-vítamín en aðrir" en á að vera E-vítamín. Vonum við að þetta komi ekki að sök og biðjumst afsökunar á þessum mistökum. Ritstjóri. KENNSLA Háskólinn á Akureyri Umsóknarfrestur um rekstrardeild framleng- ist til 26. júní 1989. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu skólans við Þórunr.arstræti, sími 96-27855. Háskólinn á Akureyri Sjávarútvegsdeild Ákveðið hefur verið að sjávarútvegsdeild taki til starfa í janúar 1990. Kennsla í sjávarútvegsfræði hefst frá. sama tíma. Sjávarútvegsfræði er þverfaglegt nám sem tekur 4 ár. Námið skiptist í 5 meginhluta: Líffræði/fiskifræði. Efnafræði/matvælafræði. Rekstrarhagfræði/fiskihagfræði. Tæknigrein- ar. Félags- og skipulagsmál sjávarútvegs. Almenn inntökuskilyrði eru stúdentspróf og minnst eins árs starfsreynsla í sjávarútvegi. Heimilt er að veita inngöngu þeim, er langa starfsreynslu hafa í sjávarútvegi ef annar undirbúningur telst fullnægjandi. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu skólans við Þórunnarstræti, sími 96-27855. Umsóknarfrestur er til 14. júlí. Aðalfundarboð Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta boðar til aðalfundar fyrir árið 1988 í húsi Slysavarnafélagsins, Grandagarði, föstudag- inn 30. júní 1989 og hefst fundurinn kl 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fundarboð Almennur fundur LFH verður haldinn föstu- daginn 30. júní kl. 15.00 á Hótel Esju 2. hæð. Málefni: Staða fiskeldis. Hagskælingar módel 1958 Við ætlum að hittast föstudagskvöldið 23. júní. . Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband við Hrefnu í síma 12853. Sumarferð Húnvetninga- félagsins í Reykjavík Hin árlega sumarferð félagsins verður farin í Þórsmörk dagana 15. og 16. júlí. Grill og gaman á laugardagskvöldinu. Tilkynnið þátttöku fyrir 30. júní í símum 41150, 681941 og 671673. Fríkirkjan, Hafnarfirði Aðalsafnaðarfundur nk. fimmtudagskvöld 22. júní kl. 20.30. Fundurinn verður í safnað- arheimili kirkjunnar, Austurgötu 24. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjallað um væntanlegar breytingar á safnað- arheimilinu. Safnaðarstjórn. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sjálfstæðisfólk á Sauðárkróki Tökum landið ífóstur. FUS Víkingur og sjálfstæðiskvennafélag Sauðárkróks standa fyrir gróðursetningu fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 25. júni. Gróður- sett verður i reit sjálfstaeðiskvenna í Grænuklauf. Mæting á sama stað kl. 16.00. Tökum landið í fóstur og fjölmennum. Stjórnirnar. Eyfirðingar Fundur verður með alþingismönnunum Agli Jónssyni og Halldóri Blöndal i Steinhólaskála fimmtudaginn 22. júní kl. 22. PwS. 1 T , £ Sjálfstæöisfélagið, Einar þveræingur. Akureyri - Vörður FUS Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, heldur opinn stjórnarfund i Kaup- angi við Mýrarveg fimmtudaginn 22. juni kl. 20.30. Efni fundarins verður gróðursetningarferð í Ólafsfjörð 1. júlí nk. og starfið í sumar. Allt ungt sjálfstæðisfólk velkomið. Gestur fundarins verður Daviö Stefánsson. Raufarhafnarbúar Almennur fundur um stjórnmálaviðhorfið og stöðu landsbyggðar verður í félagsheimilinu Hnitbjörgum miðvikudaginn 21. júni kl. 20.30. Ræöumenn verða alþingismennirnir Þorsteinn Pálsson og Halldór Blöndal og menntakólakennarinn Tómas Ingi Olrich. Sjálfstæðisfélag Raufarhafnar. smáauglýsingar Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Sumarferð Húsmæðra- félags Reykjavíkur verður farin sunnudaginn 25. júni. Allar nánari upplýsingar og farpantanir i dag og á morgun hjá Sigriöi, sími 14617 og Berg- rósu í sima 39828. Stjórnin. Fíladelfía Almennur bibliulestur verður i kvöld kl. 20.30. Efni: Grundvall- aratriði trúarlífsins. Garðar Ragnarsson. Allir hjartanlega velkomnir. M Útivist M iðvikudagur 21. júní kl. 20: Sólstöðuferð í Viðey. Leiðsögumaður: Lýður Björns- son, sagnfræðingur. Kynnist úti- vistarparadis Reykvikinga og fræðist um merka sögu eyjunn- ar. Verð 400,- kr. fritt f. börn yngri en 12 ára með foreldrum sínum. Brottför frá Sundahöfn. Föstudagur 23. júní kl. 20: Jónsmessunæturganga Útivist- ar 1989. Langistígur - Þingvellir. Létt og skemmtileg gönguleið. Landnámsganga nr. 14. Brottför frá BSÍ, bensinsölu. Fjölmennið. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDU6ÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Kvöldferðir Ferðafélagsins: Miðvikudaginn 21. júní kl. 20.00. ESJA - sólstöðuferð. Gengið frá Esjubergi á Kerhóla- kamb (856 m). Fólk á eigin bílum velkomið i ferðina. Verð kr. 600,-. Föstudaginn 23. júní kl. 20.00. Jónsmessunæturganga, geng- ið um Svínaskarð. Um Svinaskarð lá fyrrum alfara- leið milli Mosfellsbæjar og Kjósar. Verð kr. 800,-. Brottförfrá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Fritt fyrir börn í fylgd f ullorðinna. Ferðafélag islands. iyjj útjvist Helgarferðir Útivistar 23.-25. júní: 1. Jónsmessuferð t Núpsstaðar- skóga. Svæði sambærilegt við okkar þekktustu ferðamanna- staði. Tjöld. Brottför kl. Í8.00. 2. Jónsmessuferð í Þórsmörk. Það verður sannköiluð Jóns- messustemmning í Mörkinni. Gist i Útivistarskálunum Básum. Brottför kl. 20.00. Sumarleyfi i Básum, Þórsmörk. Fjöldi daga að eigin vali. Ódýrt sumarleyfi í fallegu umhverfi og við bestu aðstæður til gistingar í óbyggðum. Dvöl milli ferða. Brottför föstudagskvöld, sunnu- dagsmorgna og miðvikudaga frá 28. júní. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.