Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 31 Stjörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Hœfileikar Fisksins í dag er það umfjöllun um Fiskamerkið (19. febrúar — 19. mars) útfrá hæfileikum og jákvæðum eiginleikum merkisins. Fjölhœfni Það er alltaf erfitt að festa Fiskamerkið niður því hegðun Fiskanna er misjöfn og margslungin. Lýsing sem á vel við stóran hóp Fiska á illa við aðra, sem jafnvel móðgast þegar þeir heyra lýsingu á meðbræðrum sínum. Það sem kannski er sammerkt er fjöl- breytileiki og fjölhæfni. Það má því segja að hæfileikar Fisksins séu margir og þeir oft á tíðum fjölhæfir. Landamœraleysi Það sem kannski veldur því að erfitt er að lýsa Fiskinum er að hann er landamæralaust merki. Hann er móttækilegur og á ákaflega auðvelt með að flæða með umhverfinu og falla inn í svo til hvaða mynst- ur sem er. AÖlögunarhœfileikar Þegar Fiskurinn er í hlutverki stjómmálamannsins verður hann oft stjórnmálamaður „par excellence" eða hinn dæmigerði stjórnmálamaður Viðhorf hans einkennist þó jafnframt af ákveðinni mann- úð og alþýðleika, því Fiskur- inn vill ná til allra. Það má því segja að meðal hæfileika sé aðlögunarhæfni og innlifun og innsæi í það hvað muni ganga í fólk. ímyndunarafl Það má einnig segja að Fisk- urinn hafí hæfileika til að setja sig f spor annarra. ímyndunarafi hans er einnig slíkt að hann getur séð fyrir hugskotssjónum sér lausn á vandamálum og aðstæðum sem eru íjarri. Hann býr til aðstæður í huga sér og getur á þann hátt leyst flóknustu mál. Nœr til allra Fræg sjónvarpskona, sem bírtist á skjánum á hveijum degi um kvöldmatarleytið, er í Fiskamerkinu. Hæfileikar hennar eru þeir að geta sett sig hratt í ólíklegustu mál (hún hefur einnig sterkan Tvíbura) en jafnframt þeir að vera opin, móttækileg og for- dómalaus. Hún hefur því lag á að láta öðrum líða vel í návist sinni og slaka á. Við- horf hennar og framkoma ein- kennast af sveigjanleika. Listrœnn Áberandi hæfileikar eru á list- rænum sviðum, en svo virðist sem Fiskurinn sé sérlega vel fallinn til listrænna iðkana. Áhugi á tónlist og dansi er áberandi og einnig á kvik- myndagerð, bókmenntum og leikhúsmálum. Hið listræna birtist á fleiri sviðum og einn- ig hjá öðrum en þeim sem vinna við listræn störf. Fisk- urinn í stjommálum er t.d. oft menningarlega sinnaður eða er það sem kalla mætti lista- maður í pólitíkinni. Nœmleiki Fiskurinn hefur einnig hæfi- leika á andlegum sviðutn hvort sem hann kýs að beita þeim eða ekki. Það sem kannsi er þó einkennandi fyr- ir alla Fiska er ákveðinn næm- leiki og hæfileiki til að nálg- ast viðfangsefni sitt að innan, ef svo má að orði komast. Innsæi, samhygð og skilning- ur gagnstætt yfírborðs- mennsku. Yfirsýn Að lokum má geta eins helsta hæfileika Fisksins sem er þó fólginn í því að tengja hið ólíka saman og hafa yftrsýn. GARPUR /vórr/N leggur at/rhrah3úp S/NN UF/R E7EÆNÍU OG í /JOKKRA Dý&HÆTA TÍMA. -.. R.ÍK/R FRJDUtS Ö<S i HA LLARSALh/LUt■■ -/{E/UlUe EJCK/ T/L A1ALA,\ EN f KVÖt-D BR LÆPA. ÉG HEF EKK/ Sé£>) LOKAÞ'aTTUR/NN, TÖFRASPEG/LINN SÍÐ- LÆA/NTyRt f í USTU TVÆ.R V'IKORNAR.J AAE£> KlOAA ' ij GRETTIR BRENDA STARR í VATNSMÝRINNI FERDINAND Hvað finnst þér? Hvaða máli skiptir það? Þú hlustar aldrei hvort eð er. Ég var bara að halda uppi samræð- Er það? um. Þegar þú heldur uppi samræðum verður þú líka að hlusta. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Reikningskúnstir nútímans byggjast flestar á tugakerfinu. Þó eru nokkrar undantekningar. í tölvuvísindum ræður tvenndar- kerfi rikjum, og bridsspilarar nota eingöngu „þrettándakerf- ið“. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 5 VKD6 ♦ 743 + ÁD8763 ♦ 9 V G9843 ♦ KD1065 ♦ KDG8432 V 1075 ♦ 8 + G2 * 94 Suður ♦ Á1076 VÁ2 ♦ ÁG92 ♦ K105 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 spaðar Dobl 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass Pass Pass Útspil: spaðanía. Tveir spaðar norðurs við * grandinu voru yfirfærsla í lauf, og austur notaði tækifærið og doblaði til að sýna spaðalit. Tígullin er veikur og undir venjulegum kringumstæðum yrði suður að spila upp á að austur ætti háspií og tíuna: spila fyrst litlu á níuna og svínað síðan gosanum. En ef sagnhafi kann að telja upp í 13 ýtir hann þeirri áætlun fijótlega til hliðar. Ágæt byijun er að taka tvisv- ar tromp og stinga svo spaða í blindum. Þá skýrist sú lega. t Síðan er farið heim á hjartaás og spaði aftur stunginn. KD í hjarta upplýsa síðan að vestur á þrílit þar og því í mesta lagi einn tígul. Þá er ekki annað eftir en taka tígulás, spila síðasta spaðanum og henda tígli úr borðinu. Aust- ur á ekkert nema spaða eftir og verður því að gefa 12. slaginn með því að spila út í tvöfalda eyðu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna alþjóðlega mótinu í Moskvu, sem er nýlokið, kom þessi staða upp í skák júgóslavneska stórmeistarans Cvitan, sem hafði hvítt og átti leik, og sovézku stúlk- unnar Arakhamia. Svartur var að enda við að gera þau mistök að drepa hvítan bisl^up á a6 með drottningu sem stóð á b6, en nauð- synlegt var að drepa með hrók. 22. Bxh6! — Hxh6 23. Dcl (Hvítur vinnur nú manninn til baka með auðunninni stöðu) 23. — Hhh8 24. Dxc5+' - Kd7 25. Hdl - Hac8 26. Dd4 og hvítur vann auðveld- lega. (Svartur gaf eftir 26. — Hc7 27. Rg5 - De2 28. He4 - Dh5 29. Rf3 - Dh6 30. Dd3 - Hcl 31. Hh4 - Hxdl+ 32. Dxdl - Df8 33. Da4+ - Ke7 34. Dxa5) Þrátt fyrir þetta náði Arakhamia sæmilegum árangri á þessu sterka móti, hún hlaut þijá og hálfan vinning af níu mögulegum. Hin 17 ára gamla Galljamova hlaut fjóra vinninga, en heimsmeistari kvenna, Maja Chiburdanidze, hætti keppni eftir slaka byijun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.