Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989
Minning:
Runólfur Sv. Sverrisson
Mér fmnst ég varla heill né hálfur maður,
og heldur ósjálfbjarga því er ver,
ef værir þú hjá mér vildi ég glaður,
verða betri en ég er.
Horfið er nú sumarið og sólín,
í sálu minni hefur gríma völd,
i æsku léttir ís og myrkur jólin,
nú einmana ég sit um vetrarkvöld.
En eitt sinn verða allir meiin að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt,
ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið kemur alitof fljótt
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Dáinn, horfinn, kemur aldrei aft-
ur, þessi orð komu upp í huga mín-
um þegar mér voru færðar þær
fréttir að hann Runi væri horfinn,
hafði farist á mótorhjólinu sínu.
Manni finnst erfitt að skilja hvers
vegna hann Runi svo ungur og í
blóma lífs síns var kallaður á brott
svo fljótt. Einhver hlýtur tilgangur-
inn að vera, þó svo að það sé fyrir
ofan manns skilning. Guð hlýtur
að hafa ætlað honum Runa annað
og meira hlutverk hinum megin,
þar sem allt er svo bjart. Guð þekk-
ir sína og veit hvar traustið liggur.
í mínum huga verður hans hlut-
verk að halda sinni tryggu og
traustu hönd yfír öllum þeim sem
honum þótti svo vænt um. Þó sér-
staklega litlu bömunum í fjölskyld-
unni, sem eru að hefja sína lífsins
göngu.
Ur minni mínu líður hann aldrei,
hann hafði meiri persónu en það
til að bera, til þess að það væri
hægt. Við þekktumst mjög vel og
margar góðar minningar riijast
upp. T.d. þegar hann aðstoðaði litla
frænda að landa sínum fyrsta sil-
ungi í veiðiferðinni okkar.
Hann átti svo mikið í fari sínu
sem mannleg hönd getur ekki gert
grein fyrir á blaði, það getur aðeins
geymst í huganum og það breytir
heldur engu. Minningin um Runa
sem góðan vin, bróður og félaga
lifír. Nú á þessari stundu er Runi
t
Eiginkona mín og móðir,
ÁSTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Stangarholti 16,
andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 20. júní.
Sigurður Sigbjörnsson,
Guðmundur Elíasson.
t
Systir okkar,
CLARA FRIÐFINNSDÓTTIR ARNESON,
lést í Spokane 17. júní.
„ Silla, ,
’ Ögmundur,
Friðfinnur.
t
Ástkær eiginmaður minn,
EINAR SIGURJÓN MAGNÚSSON,
Nóatúni 32,
Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 20. júní.
Anna Guðmundsdóttir.
t
Hjartkær móðir okkar,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Haðarstig 10,
lést í Borgarspítalanum 20. júní.
Guðmundur Þórarinsson,
Magnús Þórarinsson,
Helga Þórarinsdóttir,
Guðbjörg Þórarinsdóttir,
Þuríður Þórarinsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja Felll,
Glerárhverfi,
Akureyri,
er látin.
Bergsteinn Garðarsson, Judith Sveinsdóttir,
Sumarrós Garðarsdóttir, Birgir Snæbjörnsson,
Júlia Garðarsdóttir, Lárus Zophaníasson,
Laufey Garðarsdóttir, Sigurður Jóhannesson
og barnabörn.
t
GUÐRÚN JENSDÓTTIR,
frá Árnagerði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. júní kl. 13.30.
Aðstandendur.
Minning:
Alfred Kr. Olesen
vonandi sæll og ánægður í sínu
nýja hlutverki sem er svo mikil-
vægt, og blessar okkur í sorg okkar.
Eg þakka honum fyrir góðar og
ánægjulegar stundir sem við eydd-
um saman á öllum þessum árum
sem við þekktumst. Ég votta for-
eldrum, systrum og vinum mína
dýpstu samúð á þessari sorgar-
stundu, en minningin um hann
Runa sem góðan dreng mun ávallt
lifa.
Vinarkveðja,
Kristján
Fæddur 23. janúar 1908
Dáinn 12. júní 1989
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(Sb. 1886 - V.'Briem)
Elsku Alfred afi er dáinn. Kallið
bar brátt að og kom öllum á óvart.
Sár er söknuður okkar núna en
sagt er að tíminn lækni öll sár og
í staðinn munum við eignast góðar
minningar um afa. Afí fæddist 23.
janúar 1908 og var því 81 árs er
hann lést. Hann bar aldurinn vel.
Þótt hann væri ekki vel hraustur
síðasta árið féll honum aldrei verk
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JAKOB JÓNSSON,
lést á Djúpavogi 17. júní.
Þóra Einarsdóttir,
Guðrún Sigríður Jakobsdóttir, Hans W. Rothenborg,
Svava Jakobsdóttir, Jón Hnefill Aðalsteinsson,
Þór Edward Jakobsson, Jóhanna Jóhannesdóttir,
Jón Einar Jakobsson, Gudrun Jakobsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
BJARNI RÖGNVALDSSON,
Álfaskeiði 78, v
Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum 15. júní. Hann verðuV jarðsunginn
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Guðrún Bjarnadóttir,
Bjarni Þór Sigurðsson.
frá
t
Móðir okkar,
SVAVA HELGADÓTTIR,
Vallarbraut 2,
Njarðvík,
sem lést í sjúkarhúsi Keflavíkur að morgni 15. júní, verður jarð-
sungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 23. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið
eða Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs.
Börnin.
t
Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim sem vottuðu okkur sam-
úð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð-
ur og ömmu,
SIGRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR,
Melstað v/Nýbýlaveg.
Sverrir Kristjánsson,
Ása Karlsdóttir, Tryggvi Steingrfmsson,
Erla K. Nelson, Gene Nelson,
Laufey Karlsdóttir,
Birgir Karlsson, Svava Ólafsdóttir,
Hulda K. Onyika, AlbertOnyika
og barnabörn.
t
Hjartanlega þökkum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður,
tengdaföður og afa,
EGGERTS JÓHANNESSONAR
vélstjóra,
Skeiðarvogi 87.
Sigurborg Sigurðardóttir,
Sigrfður Björg Eggertsdóttir.
Guðmundur Geir Jónsson,
Jón Eggert Guðmundsson,
Jóhannes Geir Guðmundsson,
Björgvin Guðmundsson.
úr hendi og var sístarfandi fram á
síðasta dag.
Þær voru ófyar stundirnar sem
við áttum hjá afa og ömmu í
Nökkvavoginum og alltaf var tekið
á móti okkur með opnum örmum.
Á okkar yngri árum dvöldum við
oft eina og eina helgi hjá afa og
ömmu, þá var alltaf hægt að fínna
sér eitthvað að gera.
Á sunnudögum fórum við með
afa í bakaríið og keyptum ný rún-
stykki með morgunkaffínu, þessar
ferðir voru alveg ómissandi þegar
dvalið var yfir helgi. Afi þurfti allt-
af að hafa eitthvað fyrir stafni.
Sumarið 1980 setti hann upp gróð-
urhús og þar ræktuðu afí og amma
grænmeti á hveiju sumri. Afi hugs-
aði vel um plöntumar enda var
uppskeran ávallt mjög góð. Það
voru síðan bamabörnin sem sáu um
að bragða á fyrsta hluta upp-
skerunnar. Afí fylgdist alla tíð mjög
vel með okkur bamabörnunum, í
námi, starfi og leik. Við trúum því
að afi hafí fengið allar sínar óskir
uppfylltar áður en hann kvaddi. Ósk
hans var að geta dvalið heima og
notið umhugsunar ömmu. Oft er
stutt á milli gleði og sorgar. Fyrir
þremur vikum var öll íjölskyldan
stödd í kirkju á mikilli gleðistundu.
Afi fylgdist þá með elsta bama-
bami sínu ganga í hjónaband. Nú
þremur vikum síðar emm við aftur
saman komin í guðshúsi, en í þetta
sinn að kveðja afa okkar. •
Elsku amma, missir þinn er einna
mestur, við viljum biðja góðan guð
að veita þér styrk í sorg þinni.
Megi minningin um afa lifa um
ókomna tíð.
Blessuð sé minning um afa okk-
ar.
Helga, Alfreð og Lovísa.
Kransar, krossar
w ogkistuskreytingar. w
* Seodum um allt land. *
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
t Álftieímum 74. sími 84200 >