Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI 1989 Pólsku þingkosningarnar:: Kommúnistar í mimiihluta? Hróp gert að Shamir Um 500 ísraelskir landnemar á herteknu svæðunum gerðu í gær hróp að Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, við útfbr land- nema sem stunginn var til bana um síðustu helgi. Landnemarnir sögðu að Shamir hefði gerst sekur um landráð með því að rétta Palestinumönnum sáttarhönd. „Leyniþjónustumenn hafa hand- tekið morðingjana," sagði Shamir meðal annars í ræðu sem drukknaði í ókvæðisorðum landnemanna. Þegar forsætisráð- herrann ók á brott börðu þeir á þak bifreiðar hans og hrópuðu: „Svikari", „Við viljum hefnd“. Varsjá. Reuter. BRESTIR eru nú komnir í pólska stjómarflokkinn, flokkasamsteyp- una, sem lotið hefur kommúnistum allt frá árinu 1949. Sameinaði bændaflokkurinn, sem á að heita næstur Kommúnistaflokknum að völdum og áhrifum, hefur beint þeirri spurningu til félaga sinna hvort þeir vilji endurskoða samstarfið í því skyni að treysta stöðuna innan bandalagsins eða segja alveg skilið við það. Eftir þingkosningamar í Póllandi frumvörpum hjálparlaust. Bænda- verða kommúnistar í fyrsta sinn að reiða sig á raunverulegan stuðning samstarfsflokkanna til að halda meirihlutanum. Einir og sér hafa þeir ekki nema 30% þingsæta í neðri deild pólska þingsins og geta því ekki komið fram neinum laga- flokkurinn hefur 16% þingsæta en aðrir samstarfsflokkar kommúnista svo fá, að það hrekkur ekki til að mynda meirihluta. í efri deildinni hefur Samstaða öll þingsætin nema eitt en sú deildin er miklu valda- minni. Bretland: Bensínverð lækkar London. Reuter. BRESKA olíufélagið Brítish Petroleum, (BP), og bresk dótturfyrir- tæki Exxon og Royal Dutch/Shell-olíufélaganna tilkynntu á mánudag verðlækkun á bensíni. Aðgerðir bresku olíufélaganna sigla í kjölfar verðlækkunar á bensíni í öðrum Vestur-Evrópuríkjum. í síðustu viku tilkynntu forsvarsmenn breska olíufélagsins Petrofina að þeir hefðu lækkað verð á bensíni og sögðust með því vilja skila verðlækkun á alþjóðamörkuðum til viðskiptavina sinna. Talsmenn Esso sögðu að verð á hveiju galloni (4,5 lítrum) af bensíni hefði lækkað undanfarna daga um á milli 2,5 pens til 6,5 pens, (2,22- 5,78 ísl. kr.), og talsmenn BP sögðu að heildsöluverð á hveiju galloni myndi lækka um 3,1 pens, (2,75 kr.), frá miðnætti þriðjudags. Tais- maður Shell í Bretlandi sagði að gallonið af bensíni myndi lækka um 6,4 pens, (5,69 kr.), í dag, miðviku- dag. „Verðlækkunin endurspeglar ástand markaðarins en markaðs- forsendur geta breyst fyrirvara- laust. Gengi dollarans hefur einnig áhrif á bensínverð," sagði talsmað- ur Shell. Neytendasamtök í Bretlandi hafa margoft gagnrýnt bresku olíufélög- in fyrir að lækka ekki verð á bensíni til neytenda í kjölfar verðfalls á alþjóðlegum mörkuðum. Rannsókn hefur hafist á vegum hins opinbera í framhaldi af ásökunum um að bresku olíufélögin hafi samráð sín á milli um verð á bensíni. í dagblaði Bændaflokksins, Dzi- ennik Ludowy, voru stuðningsmenn hans spurðir hvort þeir vildu endur- skoða samstarfið við kommúnista með það fyrir augum að auka áhrif flokksins í því eða „gerast óháðir og semja við aðra um Iausn ein- stakra mála“. Mikolaj Kozakiewicz, einn af leið- togum Bændaflokksins á þingi, seg- ir, að frammámenn kommúnista hafi snúist öndverðir gegn þessum hugmyndum og spurt hvað væri þá eftir af bandalaginu, samfylking- unni, sem Kozakiewicz lýsti með þessum orðum: „Kommúnistar höfðu meirihluta í öllum mikilvæg- ustu stofnununum og þurftu ekki að fara eftir neinum samstarfsregl- um. Ef í odda skarst voru það þeir, sem réðu.“ Atökin í Kazakhstan: Þrír féllu og tugir særðust Moskvu. Rcuter. ÞRÍR menn létust og nokkrir tugir slösuðust í átökunum, sem urðu í sovétlýðveldinu Kazakh- stan um síðustu helgi. Skýrði sovéska innanríkisráðuneytið svo frá í gær. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins sagði, að 1.000 manns hefðu gengið berserksgang í borginni Novíj Úzen við Kaspíahaf, brennt bíla og brotið rúður í verslunar- gluggum. Sagði hann, að fólkið hefði verið að mótmæla matar- skorti og háu matarverði í sam- vinnuverslununum, sem margar væru í eigu innflytjenda frá Kákasuslöndum. Á sunnudagskvöld réðst um 200 manna hópur á aðal- stöðvar kommúnistaflokksins í borginni með grjótkasti en honum tókst að dreifa með táragasi. Sjö hundruð manns af innflytj- endaættum, aðallega konur og börn, hafa verið flutt brott frá Novíj Úzen og virðist sem hemum hafi tekist að binda enda á átökin að mestu Ieyti. Eru sovésk stjórnvöld augljóslega staðráðin í að láta ekki atburðina í nágrannaríkinu Úz- bekístan endurtaka sig en þar voru að minnsta kosti 97 manns drepnir í ofsóknum Úzbeka á hendur Mesk- hetum. Fære^jar; Stjórnar- myndun á lokastigi Þórshöfh. Frá Snorra Halldórssyni, frétta- ritara Morgnnblaðsins. LOKSINS virðist vera óhætt að fullyrða, að ný stjórn sé að fæðast í Færeyjum. Fólkaflokkurinn, Sambandsflokk- urinn og Þjóðveldisflokkurinn hafa jafnað með sér ágreininginn um landsstjórnarembættin og hefur mið- stjórn tveggja fyrmefndu flokkanna þegar samþykkt samstarfið. Deilan stóð á milli sambands- manna og þjóðveldismanna og vildu hvorir tveggju fá fjármálin í sínar hendur. Varð það úr, að embættinu var skipt og fá sambandsmenn ljár- málin en þjóðveldismenn fá efna- hagsmál og samgöngumál. Vitnaleiðslur í Palme-málinu: Skelfdist augnaráðið og læsti bíldyrunum Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR þau Palme-hjónin voru í kvikmyndahúsinu síðasta kvöldið sitt saman sat 28 ára gamall maður í bílnum sínum fyrir utan bíóið. Veitti hann þá athygli manni, sem eigraði um fyrir framan húsið og þegar þeir horfðust loks í augu varð ungi maðurinn svo skelfdur, að hann læsti bíldyrunum. Reuter Teikning úr réttarsalnum: Lisbet Palme og sakborningurinn, Christ- er Pettersson. Þetta kom fram hjá einum þeirra, sem báru vitni í gær í réttarhöldun- um yfir Christer Pettersson, sem sakaður er um að hafa myrt Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar. Sagði ungi maðurinn, að Pettersson væri „ótrúlega líkur“ manninum, sem hann sá fyrir utan kvikmyndahúsið. Annað vitni, kona, kvaðst líka vera viss um að hafa séð Pettersson hjá bíóinu. Ná sósíalistar naumum _ meirihluta á Evrópuþingi? Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ALLT bendir til þess að sósíalistar nái samstöðu með græningjum og kommúnistum á nýkjörnu Evrópuþingi og myndi meirihluta með 260 þingmönnum. Það er því líklegt að að forseti þingsins verði sósíalisti a.m. k. fyrri hluta kjörtímabilsins, sem er fimm ár, og ljóst er að þeir munu hafa meiri áhrif í nefhdum en á siðasta þingi. Kosið var til þingsins á fimmtu- ómerkileg málskrafssamkoma held- dag og sunnudag en 518 þingmenn sitja á Evrópuþinginu og fer fyöldi þeirra frá hveiju landi nokkum veg- inn eftir íbúafjölda. Nýkjörið þing er hið mikilvægasta í sögu Evrópu- bandalagsins (EB). Það verður hlut- verk þessa þings að hafa umtals- verð áhrif á mótun innri markaðar bandalagsríkjanna og vafalítið eiga félagslegar áherslur af ýmsu tagi eftir að setja svip sinn á þingstörf- in. Evrópuþingið sannaði í vor með frumkvæði sínu í tillögugerð um hreinsibúnað í bíla að það er ekki ur hefur það umtalsverða mogu- leika til að gera sig gildandi. Töluvert ræðst af þeirri afstöðu sem breski Verkamannaflokkurinn tekur á þinginu til málefna Evrópu en ýmislegt þykir benda til þess að formaður þingflokks hans á þinginu í Strassborg verði einlægur Evrópu- sinni, Glyn Ford frá Manchester. Ford býður sig fram á móti núver- andi þingflokksformanni, Barry Seal, sem hefur ekki verið sérlega áhugasamur um evrópsk málefni. Verði Ford kjörinn er líklegt að breyting verði á þeirri hálfvelgju, sem einkennt hefur afstöðu Verka- mannaflokksins til málefna Evrópu- bandalagsins. íhaldsflokkurinn breski virðist vera að einangrast á þinginu, þeir flokkar sem mynduðu með honum fylkingu á Évrópuþinginu í Strass- borg hafa allir yfirgefið hann. Það er því fátt sem bendir til þess að för Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, til Madríd á fund leiðtoga EB-ríkja verði skemmtiferð. Starfsbræður hennar leggja hart að henni að saqsþykkja áætlun Jaques Delors, forseta fram- kvæmdastjómar EB, um sameigin- legan peningamarkað innan EB og hið sama gildir um tryggingu lág- marksréttinda á sviði félagsmála. Thatcher flutti á sínum tíma fræga ræðu í Brugge þar sem hún fór hörðum orðum um tillögur Delors og hafnaði þeim algjörlega. Márten, sonur Lisbetar og Olofs Palme, kom einnig fyrir réttinn í gær en hann fylgdi foreldrum sínum í kvikmyndahúsið. Sagði hann, að sakborningurinn minnti sig á mann, sem hann hefði séð þar fyrir utan, en vildi ekki taka dýpra í árinni. Márten sagði hins vegar frá öðru, sem getur ef til vill haft einhver áhrif á framvindu málsins. Hann sagði, að við sakbendingu hjá lög- reglunni hefði hann þekkt meðal þeirra, sem stillt var upp, lögreglu- mann, sem hann hafði áður haft nokkur skipti við. Í annað sinn var honum aðeins sýnd ljósmynd og hann spurður hvort hún væri af rétta manninum. Samtímis því gretti sig og geiflaði einn lögreglu- mannanna til að sýna hvernig unnt væri að breyta andlitsfallinu við myndatöku. Veijendur Petterssons munu vafalaust gera sér mat úr þessari frásögn Mártens og takist þeim að gera yfirheyrslur lögreglunnar tor- kennilegar eykst enn óvissan um lyktir málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.