Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKÍJDÁGUR 21. JÚNÍ-1989 35 Hjálmar S, Grindavík Fæddur 2. mars 1919 Dáinn 30. apríl 1989 Minn kæri félagi og vinur, Hjálm- ar Thomsen, lést á heimli sínu í Grindavík að morgni þess 30. apríl sl., sjötugur að aldri. Þótt Hjálmar hafi ekki gengið heill til skógar undanfarið, bar andlát hans engu að síður brátt og óvænt að. Þetta varð til þess að sá er þessar fátæk- legu línur ritar átti þess því miður ekki kost að fylgja Hjálmari sein- asta spölinn. Hjálmar Sigurður Thomsen fæddist þann 2. mars 1919 í Sumba á Suðurey í Færeyjum. Hann var einn níu barna þeirra Elsabetar Sofiu og Andrasar Thomsen, en hann var aflasæll skipstjóri á sinni tíð. Komust átta þeirra til fullorð- irisára, en fjögur þeirra eru enn á lífi. í Sumba, sem er syðst byggð í Færeyjum, ólst Hjálmar upp ásamt systkinum sínum. Þar er hin mesta náttúrufegurð, landslag sérkenni- legt, geysifagurt, í senn seiðþrungið og kyngimagnað. í norðvestri gnæfir Beinisvörður, ógnþrungið, lóðrétt, um 500 metra hátt strand- berg, ægifagurt og tignarlegt, í norðri dæmigerð færeysk fjallasýn, fjöllin grasi gróin í topp, í austri Ákraberg, en Atlantshafíð í allri sinni ógn og tign svo langt sem auga eygir. Þarna mætir mann- skepnan náttúruöflunum í allri sinni fjölbreytni og veldi í harðri, oft á tíðum mannskæðri lífsbaráttu, sjó- sókn ekki ósjaldan við uggvænlegar aðstæður, þar sem við var að eiga sjálft Norður-Atlantshafið, land- búnaður við þrönga landkosti, þótt allgóðir séu, auk eggja- og fugla- töku í björgunum. Þetta allt saman hlýtur að marka djúpt persónuleika þeirra einstaklinga er vaxa úr grasi við slíkar aðstæður, herða þá og stæla. Hjálmari hefur verið í blóð borið það lífsmynstur sem slíkar aðstæð- ur skapa. Bjargsig, eggjataka, grindadráp, hörð sjósókn við oft á tíðum afar erfíð skilyrði, takmörkuð hafnar- og lendingarskilyrði í Sumba, harður straumur milli eyj- anna, ásamt viðsjárverðum veðrum og úfnum sjó Norður-Atlantshafs- ins, með tilheyrandi fórnum, hafa verið hið daglega brauð í lífí hans í uppvextinum. Snemma beygist krókurinn og fjórtán ára gamall var Hjálmar farinn að stunda sjósókn á færeyskum kútterum, þar sem sótt var um langan veg á litlum, illa útbúnum skipum, með segl og e.t.v. kraftlitla hjálparvél, alla leið til íslands og jafnvel á Grænlands- mið. Á því leikur ekki vafi að þetta hlýtur að hafa reynt verulega á þolrif ungra manna í þá daga. Þarna kynntist Hjálmar fyrst Is- landi og íslendingum því færeyskir skútumenn höfðu náin og vinsam- leg samskipti við íslendinga vítt og breitt um landið, einkum þó í fjörð- um og á útnesjum á Norður- og Austurlandi. Þetta stundaði Hjálm- ar af kappi fram yfir tvítugt, en upp úr því settist hann á skólabekk Thomsen, - Minning í Þórshöfn og lauk skipstjóraprófi þaðan 1943 með piýðilegum vitnis- burði. Á þessum árum var síðari heims- styijöldin í algleymingi og fóru Færeyingar síst varhluta af þeim ógnum og hörmungum er henni fylgdu, misstu t.d. þriðjung fisk- veiðiflotans og fjölmörg mannslíf. Slíkar búsifjar, ásamt þeim fjörkipp í atvinnulífi íslendinga, sem hem- mámsárin ollu, hafa vafalaust orðið til þess að Hjálmar, reyndar ásamt íjölmörgum öðrum ungum Færey- ingum, hélt til Islands þetta sama ár. Hóf hann störf við hitaveitu- framkvæmdir í Reykjavík, en réð sig fljótlega á norskan flutninga- bát, er flutti ýmis hergögn, vopn, vistir og hermenn um strendur ís- lands í þjónustu norska hersins. Þetta stundaði Hjálmar til stríðs- loka og hefur kunnátta hans og reynsla í sjómennsku þar örugglega komið í góðar þarfir. Næstu 25 árin stundaði Hjálmar síðan sjó- mennsku og tengd störf að lang- stærstu leyti, aðallega á Suðurnesj- um, í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði og Grindavík. Voru Færeyingar afar eftirsóttir til slíkra starfa á þessum árum, enda hörkuduglegir, samviskusamir og áreiðanlegir. Eru mörg dæmi þess að þeir hafa ráðið sig vertíð eftir vertíð á sáma bát eða hjá sömu atvinnurekendum. Á þessum árum var atvinnuástand ótryggt í Færeyjum, en blómlegt á íslandi, þótt síðar ætti þetta eftir að breytast og jafnvel snúast við. Árið 1946 kynntist Hjálmar eftir- lifandi eiginkonu sinni, bráðhuggu- legri og myndarlegri Reykjavíkur- stúlku, Margréti Ingjaldsdóttur. Margrét fæddist 22. október 1925, dóttir hjónanna Kristjönu Kristjáns- dóttur, er lést 1940, aðeins 42ja ára gömul, og Ingjaldar Jónssonar frá Stórhólmi í Leiru, húsabygging- armeistara í Reykjavík, er lifir tengdason sinn í hárri elli, fæddur 1894. Þau Hjálmar og Magga fluttu til Færeyja 1948 og bjuggu þar næstu fimm árin. Þar giftu þau sig 1951. Hef ég fyrir satt, að þar hafi farið glæsilegt par, enda Hjálmar hinn mesti fríðleiksmaður. Magga reyndist honum í hvívetna hinn vænsti lífsförunautur. Hún hefur alla tíð verið hörku dugleg til vinnu ekki síður en Hjálmar og þau samrýnd og samstillt í lífsbar- áttunni. Þeim hjónum varð ekki barna auðið og er það miður, því bæði voru þau einstaklega barngóð og hænd að börnum og gagn- kvæmt. Gestrisin voru þau hjónin með afbrigðum á færeyska og rammíslenska vísu og virkilega huggulegt að sækja þau heim. Undir lok sjötta áratugarins fór Hjálmar að fást við ýmiss konar byggingarvinnu, aðallega þó múr- verk, samhliða störfum tengdum sjómennskunni. Múrverkið skipaði æ stærri sess á starfsvettvangi hans og undir lok sjöunda áratugar- ins hafði hann snúið sér alfarið að því. Þau hjónin fluttust til Grindavíkur 1969 og ári síðár höfðu Minning: Pétur Pétursson Sást þú hinn heilaga mann, með ljós í dagsbirtunni, leitandi að mannveru, sem var leið á mannlegum dýrum og djðflum í borg þessari? (Persneskt ljóð frá 14. öld.) Það að koma sem ókunnur mað- ur frá íjarlægu landi og tengjast fjölskyldu sem tók mér opnum örm- um og með hlýju í hjarta, er undir- staða hamingju minnar í þessu landi. Mér eru og verða ofarlega í minni fyrstu jólin mín, er ég dvaldi að Gautlöndum hjá Pétri og Jónu ásamt börnum þeirra og bamaböm- um. Pétur tók á móti mér með sínu hlýja brosi og bauð mig velkominn á sitt heimili, sem væri ég eitt af hans börnum. Þeir em ekki margir mennimir sem eru svo stórir og örlátir í hjarta að geta gefið af sjálf- um sér af einlægni. Það gerðu og gátu Pétur og hans yndislega kona, Jóna, og var það mér og er mikill heiður að hafa kynnst þeim. Að lokum vil ég þakka Pétri alla þá umhyggju sem hann hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Ég efast um að hann hafi gert sér grein fyr- ir hversu mikið bros hans og hlýja vom mér, þegar ég kom sem ókunn- GRÆÐUM ÍSLAND LANDIÐ OKKAR Vinningsnúmer í happdrætti Ataks í landgræðslu Um leið og við birtum hér vinningsnúmer í happdrætti Átaks í landgræðslu 1989, þökkum við öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem keyptu miða eða styrklu átakið með öðr- um hætti. Við óskum vinningshöfum til hamingju með þátt- þau reist sér hið myndarlegasta hús á Mánagötu 25 þar í bæ, þar sem þau bjuggu síðan. Hjálmar stundaði múrverkið vítt og breitt um Stór- Reykjavíkursvæðið og Suðurnesin. Hann var mjög vandvirkur og eft- irsóttur fagmaður. Árið 1976 lauk hann sveinsprófi í faginu með 1. einkunn, þótt kominn væri af létt- asta skeiði. Sumarið 1980 veiktist Hjálmar, en fram að þeim tíma hafði hann verið hið mesta hraust- menni. Það varð til þess að hann neyddist til að draga verulega úr vinnu upp úr því. Sl. sumar varð svo Hjálmar fyrir alvarlegu heilsu- áfalli, er gekk mjög nærri honum. Engu að síður auðnaðist honum að halda vinum og venslafólki, sumu komið um langan veg alla leið frá Sumba, rausnarlega veislu á sjötíu ára afmælisdegi sínum í mars sl. Tæpum tveim mánuðum síðar var hann svo allur. Ég kynntist Hjálmari ekki fyrr en undir árslok 1975, þegar hann var nokkuð farinn að reskjast. Þótt æskuárin væru að baki var ljóst, að þar fór bráðmyndarlegur maður, virðulegur, hávaxinn og hraustleg- ur. Hjálmar var hæglátur að eðlis- fari, þannig að ég sá hann aldrei skipta skapi, yfirvegaður, vel gefinn og viðfeldinn. Undir róseminni bjó þó ákveðni og festa, og þegar hann hafði tekið ákvarðanir var þeim ekki auðveldlega breytt. Skilvís var hann með afbrigðum og stóðu allar hans skuldbindingar sem stafur á bók. Hann var fremur dulur og flíkaði lítt sínum tilfinningum. Þó var hann einlægur og traustur vin- ur og hið mesta ljúfmenni. Tókst með okkur hin ágætasta vinátta og bar aldrei skugga á og er því skarð fyrir skildi við fráfall Hjálmars. Hann átti auðvelt með að semja sig að siðum okkar íslendinga bæði í mataræði og í lífsháttum og gerði sér far um að tala lýtalausa íslensku, þannig að erfítt var að greina, að þar fór ekki innfæddur. Hann bar alla tíð mjög sterkar til- finningar til heimabyggðar sinnar og bar Sumba oft á góma. Kunni hann frá mörgu að segja og var oft unun á að hlýða. Kæra Magga, ég og fjölskylda mín vottum þér okkar innilegustu samúð við fráfall elskulegs eigin- manns. Jafnframt sendum við systkinin Hjálmari og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Guðmundur ugur maður frá fjarlægu landi. Ég mun minnast Péturs, sem mannsins með ljósið í hjartanu. Mahmoud Radmanesh tökuna — og árangurinn. Loflorku einbýlishús 87405 Sómabátur 15283 Jeppi Cherokee 96494 Bifreiðar Peugeot 205 23478 64380 103332 177347 179808 186629 Mótorhjól Suzuki GSX 600 192114 Vatnshjól Yamaha 87344 105851 153308 Hestar ásamt náinskeiði 72445 76962 91315 Heimilistæki að eigin vali 4540 6535 7531 102717 115512 132927 Evrópuferðir m/Flugleiðum 17168 17955 23503 46118 51070 56119 124111 137174 140391 186257 194676 Landið þitt 3407 5286 5630 11614 13401 13821 21379 24000 26518 41246 45803 47248 49510 51928 52657 63281 63418 64019 71007 72993 73729 84294 84549 86851 103840 104653 111758 121984 123281 124734 135104 137280 137792 144236 147414 147725 149417 150938 ' 153529 kr. 10.000.000,- kr. 2.600.000,- kr. 2.000.000,- kr. 500.000,- 157126 163977 172990 kr. 500.000,- kr. 320.000,- kr. 100.000,- 93752 115928 kr. 50.000,- 12865 20475 38232 189263 kr. 50.000,- 29834 35000 44596 59100 107388 109422 158808 162167 172348 kr. ! 24.900,- 8083 9717 11436 18032 18664 20901 27113 33418 35950 48242 48271 48697 56865 61401 62830 67405 68515 70208 78019 80106 83200 88173 99018 101630 116761 120932 121948 125972 128475 128611 139814 139977 144144 147773 148704 148957 154386 155214 158774 159083 159341 160233 160376 163013 165092 167400 170729 171968 173037 173732 174965 176242 177081 177198 179818 181227 184021 184365 187005 188377 191983 Vinningshafar eru beðnir að snúa sér til skrifstofu Átaks í síma 91-29711. LANDSHAPPDRATTI ÁTAKS í LANDGRÆÐSLU Laugavegi 120, 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.