Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 25
MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2l. .itÍNÍ 1989' 25 Reykjavíkurfundurinn einn mikilvægasti fiind- ur mannkynssögunnar Morgunblaðið/Einar Falur Helen Caldicott. - segir Helen Caldicott Ástralski læknirinn Helen Caldicott er stödd hér á landi um þessar mundir í boði þeirra kvennasamtaka sem tóku þátt í kvennaráðstefh- unni Nordisk Forum í fyrra sumar. Á fréttamannafundi sem haldinn var i tilefni komu hennar hingað til lands kom fram að meðan á dvöl hennar stendur mun hun flytja fyrirlestra, m. a. á kvennamessu sem haldin verður í Selfjarnarneskirkju miðvikudagskvöldið 21. júní, en þar sjá íslenskir kvenprestar um messugjörð. Á fundi sínum með fréttamönnum sagði Caldicott m.a., að leiðtoga- fundurinn í Reykjavík hefði verið einn mikilkvægasti fundur mann- kynssögunnar fyrir þær sakir að þá hafi komið í Ijós að möguleikar á kjarnorkuvopnaafvopnun væru fyrir hendi. Þá sagði hún að það hefði komið illa við sig að rekast hér á herstöð Atlantshafsbanda- lagsins, því NATO væri „úrelt fyrir- bæri.“ Þá sagðist Caldicott telja, að „Mikhail Gorbatsjov væri krafta- verk og hann hefði ekki stigið feil- spor frá því að hann tók við völdum í Sovétríkjunum." „Aftur á móti er Bush enn hættulegri en Reagan því hann er klókari," sagði frú Caldic- ott. Útvörður held- ur landsfund Landsfundur Útvarðar, sam- taka áhugafólks um jafhrétti á milli landshluta, verður haldinn í Reykjaskóla í Hrútafirði helg- ina 1. til 2. júlí nk. I frétta tilkynningu frá samtök- unum kemur fram að á aðalfundin- um verði m.a. flutt erindi um byggðamál og framtíðarstarf Út- varðar. Þátttakendum verður skipt í starfshópa á meðan landsfundur- inn stendur yfir. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Fótbrotinn sjómaður sóttur Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á mánudaginn fótbrotinn sjómann um borð í togarann Snorra Sturluson, sem þá var staddur um 165 mílur NV af Reykjavík. Maðurinn var fluttur á Borgarspítalann og tók ferð þyrlunnar um íSé klukkustund. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Dönsku Konungssveinarnir í ríkisóperunni í Kaupmannahöfh sem sungu fyrir Isfírðinga nú nýlega, ásamt stjórnanda sinum. Dönsku „Konungs- sveinarnir“ syngja fyrir Isfirðinga DÖNSKU konungssveinarnir frá ríkisóperunni í Kaupmannahöfh sungu fyrir Isfirðinga í frímúrarasalnum við firnagóðar undirtekt- ir. I kórnum eru 10 söngvarar, en sljórnandi þeirra er Steen Lind- holm, aðalstjórnandi danska óperukórsins. Efiiisskráin var mjög fjölbreytt. Lög eftir 12 höfunda frá 18. aldar Mozart til Leonards Bernstein. Húsfyllir var á tónleikunum þrátt fyrir að úti væri fyrsta góða sumarkvöldið. Tónleikamir stóðu á þriðja tíma og urðu listamennimir að syngja aukalög. Að sögn kórstjórans, Steen Lind- holm, komu „De Kongelige Svende“ hingað frá Stykkishólmi, en héðan halda þeir til tónleika- halds í Reykjavík og á Selfossi. Hann sagðist sjálfur hafa komið margoft til íslands bæði með kóra og sem gestastjórnandi íslenskra kóra. Hingað vestur hafði hann þó aldrei komið, en hafði lengi langað að heimsækja þennan mikla músík- bæ og fæðingarbæ Hjálmars Helga Ragnarssonar sem hann þekkti vel, bæði sem tónskáld og stjóm- anda. Allir söngvararnir em fastráðnir hjá dönsku ríkisópemnni og syngja þar að mestu í kórhlutverkum en þó hafa sumir þeirra sungið ein- söngshlutverk. Á tónleikunum á ísafírði var mikil fjölbreytni í með- ferð ljóðs og texta þar sem kór, einsöngur, leikur og látbragð var fellt af smekkvísi að fjölbreyttri músík. - Úlfar Fiskverð á uppboðsmörkuðum 20. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 57,00 41,00 53,52 50,715 2.714.255 Skötubörð 151,00 151,00 151,00 0,020 3.020 Ýsa 79,00 35,00 62,41 2,494 155.669 Karfi 31,00 24,00 29,61 13,561 401.549 Ufsi 27,00 15,00 23,93 1,245 29.787 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,203 10.125 Langa 20,00 20,00 20,00 0,242 4.842 Lúða 220,00 70,00 128,80 0,749 96.405 Koli 47,00 46,00 46,31 1,603 74.225 Hlýri 29,00 29,00 29,00 0,728 21.102 Skötuselur 75,00 75,00 75,00 0,609 45.675 Samtals 49,28 72,168 3.556.654 Selt var úr Otri HF og bátum. í dag verður selt úr Gjafari VE og fleiri bátum, þorskur 33t., stórufsi 2 t., milliufsi 40 t., ýsa 10 t., karfi, langa og fleira. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskursl. 56,00 41,00 50,82 5,429 275.899 Þorskursmár 35,00 28,00 33,13 0,198 6.559 Ýsa sl. 92,00 39,00 65,42 3,422 223.866 Ýsa undirm. 20,00 20,00 20,00 0,057 1.140 Blandað 35,00 35,00 35,00 0,090 3.150 Karfi 29,00 28,00 28,48 42,105 1.198.995 Ufsi 28,00 27,00 27,10 4,372 118.494 Ufsi smár 9,00 9,00 9,00 0,037 333 Steinb. og hlýri 25,00 15,00 20,56 0,396 8.140 Langa 29,00 29,00 29,00 0,029 841 Blálanga 20,00 15,00 18,81 0,528 9.930 Lúða stór 100,00 100,00 100,00 0,097 9.700 Lúða smá 190,00 170,00 184,21 0,107 19.710 Hlýri 30,00 25,00 28,48 0,082 2.335 Skarkoli 35,00 25,00 27,37 0,173 4.735 Keila 9,00 9,00 9,00 0,045 405 Samtals 32,96 57,167 1.884.232 Selt var úr Ásbirni RE, Þórsnesi SH og netabátum. 1 dag verð- ur selt úr Þorláki, 60 t. grálúða, og bátafiskur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 50,00 43,00 45,06 9,685 436.393 Ýsa 65,00 60,00 62,50 0,390 23.750 Karfi 31,00 29,00 30,24 6,134 185.474 Ufsi 31,00 14,00 29,05 4,476 130.016 Steinbítur 32,50 15,00 22,71 0,311 7.063 Langa 35,50 35,00 35,34 5,625 198.795 Lúða 220,00 153,00 196,15 0,183 35.895 Sólkoli 55,00 55,00 55,00 0,463 25.463 Skarkoli 20,00 20,00 20,00 0,006 110 Skata 40,00 40,00 40,00 0,009 360 Samtals 38,26 27,272 1.043.321 Selt var úr Búrfelli KE og Hrungni GK. I dag verður selt úr færabátum og ýmsum öðrum bátum. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HERMANNSJÓHANNESSONAR frá Saurum, Eyjabakka 10. Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Hermannsson, Hjálmfrfður Hafliðadóttir, Þorsteinn Hermannsson, Sigrfður Gunnarsdóttir og barnabörn. Tónleikar Con Brio NORSKUR kór, Pro Musica- koret Con Brio, heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Með kórnum leikur Arnhild Vik á píanó. Stjórnandi Con Brio kórs- ins er Finn-Normann Lövdahl. Sumarbúðir í Skálholti DAGANA 8.-13. ágúst og 14.-20. ágúst verða haldin námskeið fyr- ir börn á aldrinum 8-12 ára með sama sniði og undanfarin sumur. Áhersla er lögð á tónlist og myndmennt ásamt leikjum og úti- veru. í lok hvors námskeiðs munu börnin sjá um söng við messu í Skálholtskirkju og haldin verður sýning á því sem bömin hafa unnið. Stjórnendur námskeiðsins eru Áslaug Ólafsdóttir tónmennta- kennari, Halldór Vilhelmsson og Hjördís Ólafsdóttir myndmennta- kennari. Athugasemd VEGNA frétta- tilkynningar frá Alliance Fran- caise 23. maí sl. skal upplýst að frk. Thora Frið- riksson var fyrsta konan til þess að gegna forsetastörfúm í félaginu. Thora Fríðriksson. Hún var forseti þess frá 1932- 1938 og eftir það heiðursforseti en hafði áður verið ritari og varafor- seti félagsins um árabil. Frú Hólmfríður Svavarsdóttir, sem nú hefur verið kjörin forseti Alliance Francaise, er því þriðja konan, en ekki önnur, á forseta- stóli í félaginu. - Anna Eiríkss Hljóðsnælda með barna- leikjum ÚT ER komin hljóðsnælda fyrir börn sem hlotið hefur nafiiið „Barnaleikir". Umferðarráð, Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar og Kór Seljaskóla hafa unnið saman að þessari útgáfú. Á „Barnaleilg'um“ syngur kórinn 19 lög við undirleik hljómsveit- arinnar. Eddi frændi, sem Pétur Hjálmarsson leikur, kynnir öll lögin og lætur fylgja með ýmsar góðar umferðarráðleggingar. Snældan er hugsuð sem afþrey- ing fyrir börn í bílum og getur komið sér vel á ferðalögum. Gert er ráð fyrir að börnin sitji í aftur- sætunum, með beltin spennt og syngi með kórnum. Þannig verða þau vonandi ánægðari á ferðalag- inu, en oft vill brenna við að þau þreytist fljótt á lengri leiðum. Snældan „Barnaleikir" fæst á bensínstöðvum, í matvörumörkuð- um og í hljómplötuverslunum um land allt. Útilífsnámskeið skáta NÚ í sumar munu þrjú skátafé- lög á Stór-Reykjavíkursvæðinu standa fyrir ævintýra- og útilífs- námskeiðum. Þessi félög eru Kópar í Kópavogi, Vífill í Garðabæ og útilífsskóli Dalbúa í Reykjavík. Markmið þessara námskeiða eru þau sömu og skátastarfsins; að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þær leiðir sem valdar hafa verið til að ná þessu markmiði eru hópvinna, þroskandi viðfangsefni af ýmsu tagi og útilíf. Að sjálfsögðu er útilífsþátturinn hvað stærsti hlutinn í dagskrá nám- skeiðanna en öll tækifæri verða nýtt til að gefa þátttakendum kost á að þroska samstarfshæfileika sína, læra tillitsemi, öðlast ábyrgð og rækta jákvæða þætti í fari hvers og eins. Tónverk eftir Telemann í Hallgríms- kirkju í KVÖLD, miðvikudaginn 21. júní klukkan 20.30 verða haldnir tónleikar í hliðarsal Hallgríms- kirkju þar sem eingöngu verða flutt tónvek eftir Georg Philipp Telemann. Á tónleikunum verða leikin eftir- talin verk: Forleikur fyrir tvær klarinettur og fylgirödd. Konsert fyrir óbó d’amore, strengi og fylgi- rödd. Konsert fyrir tvær klarínett- ur, strengi og fylgirödd. Svíta fyrir selló strengi og fylgirödd og kon- sert fyrir flautu, óbó, klarínettu, víólu, tvær fiðlur, tvo kontrabassa og fylgirödd. Flytjendur eru; Martial Nardeau flauta, Kristján Þ. Stephensen óbó, Kjartan Óskarsson og Óskar Ing- ólfsson klarínettur, Þórhallur Birg- isson og Kathleen Bearden fiðlur, Sarah Buckley víóla, Nora Kom- blueh og Lovísa Fjeldsted selló, Páll Hannesson og Richard Korn kontrabassar og Elín Guðmunds- dóttir sembal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.