Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 41 Eru íslenskir neyt endur fávísir? Týndur köttur Kötturinn Mjási týndist 24. maí. Hann var með bláa 61 og er merkt- ur. Hann er gulbröndóttur. Mjási á heima á Hlíðarvegi 51 í Kópavogi. Vinsamlegast hringið í síma 42676 ef hann hefur einhvers staðar kom- ið fram. Til Velvakanda. Hversu lengi ætla íslenskir neyt- endur að sætta sig við gengdar- lausa okurálagningu kaupmanna. Tímabært er að segja stopp, stopp, stopp - hingað og ekki lengra. Þeg- ar Ríkissjónvarpið birtir hvað eftir annað verðkannanir sem sýna verðmismun milli verslana uppá hundrað til þrjúhundruð prósent þá spyr ég: Hversu lengi ætlar fólk að líða slíka óvirðingu og átroðslu við pyngju almennings? Það er í raun einföld og árangursrík leið til að stöðva þá sem stunda óréttláta viðskiptahætti og það er að beina öllum viðskiptum til þeirra sem hafa sýnt sig sanngjarna í verði og bjóða frambærilega vöru hvað varð- ar gæði og þjónustu. Og þannig mætti gefa þeim kaupmönnum sem hér er um fjallað svo sem mánuð til að hugleiða í næði hvernig á að meðhöndla viðskiptavini, nefninlega með virðingu og góðri þjónustu, ásamt bestu fáanlegum gæðum og ekkert minna. Án neytenda er jú engin verslun. Samtakamátturinn er gífurlegur og ef þú vilt leggja þitt að mörkum til að fá það sem þér ber með réttu fyrir peningana þína þá hvet ég þig og þína til að gerast virkur félagi og þátttakandi i Neytendasamtök- unum hvar á landinu sem þú ert. Því fleiri virkir þátttakendur, því auðveldara verður að halda uppi réttlátu vöruverði, gæðum og þjón- ustu. Gera mætti skrá í samráði við verðlagsráð yfir þær verslanir sem stunda óréttlát viðskipti og senda þá skrá til félaga mánaðar- lega með það fyrir augum að þeir geti hagað viðskiptum sínum út frá því. Samtakamátturinn virkist að- eins ef við beinum sameiginlegum kröftum okkar í farveg Neytenda- samtakanna sem eru jú hugsuð til að gæta hagsmuna þinna og allra neytenda í landinu. Við getum verið þakklát fyrir einkaframtakið og þá duganaðar- menn sem lyft hafa versluninni upp í þann standard sem við njótum í dag. Verslun á íslandi á alla virð- ingu skilið en stöðvum okurálagn- ingu, léleg vörugæði og lélega þjón- ustu. Stöndum saman. Örn Guðmundsson Hvers vegna er aðeins tekið við heilum dósum? Kæri Velvakandi. Ég á átta ára dóttur sem frétti að hún gæti fitað sparibaukinn sinn með því að gera hreint fyrir sínum dyrum og annarra og safna einnota umbúðum, aðalega dósum. Sú litla var ötul og að bragði voru húsa- kynni okkar undirlögð af plastpokum fullum af dósum og hún öðlaðist umsvifalaust aurasál og lagerinn var talinn mörgum sinnum á dag. Af einskærri hugvitsemi datt pabba I hug að spara pláss svo hægt væri að koma fleiri dósum í hvern poka og kramdi allt draslið saman með handafli við mikla aðdáun dótturinn- ar. Þá færði móðirin okkur þær frétt- ir að ekki væri tekið á móti einni né neinni dós nema að hún væri óaðfinnanleg. Nú, aðdáun dótturinn- ar breyttist strax í grát og gnístran tanna og skemmdavargurinn sá framtíðardrauma hennar um þríhjól fyrir litlu systur hrynja niður og verða að engu. Vissulega skil ég launþegana í ráðuneytinu því það væri alveg eftir barninu að ganga á lagið og panta strax til landsins nokkra skipsfarma af einnota um- búðum nema henni lægi mikið á því þá myndi hún flytja allt inn í flugi. Maður sér fyrir sér í framtíðinni að fólk sem tekur upp dós á almanna-._. færi, skoðar hana vandlega og fleyg- ir henni síðan aftur af því að hún var rispuð og þar með er megintil- gangurinn með skilagjaldinu kominn út í hafsauga og eftir nokkur ár sést ekki í borg Davíðs fyrir beygluðum og rispuðum dósum. Fyrst ég er svo orðinn svekktur, sár og reiður, langar mig til að minn- ast á svolítið sem ég botna bara ekkert í. Verkalýðshreyfingin sem á eignir upp á 6-7 milljarða setur þær reglur að sjómenn sem komi í land úr veiðiferð skuli lúlla í 24 stundir áður en þeir beri sig aftur eftir — lífsbjörginni, eða með öðrum orðum útgerðin skal rekin eftir reglugerðum verkalýðshreyfingarinnar eða þá að hún velji hinn kostinn og bara reki allan mannskapinn sem þeir og gerðu. Hvað á þá að gera við flugá- hafnir sem hafa tekjur sínar af þjón- ustu við ferðafólk og láta fjölda far- þega bíða í erlendri flughöfn vegna þess að heilar 7 mínútur fóru umfram markið samkvæmt reglugerð. Hvar er gamla vinnugleðin, eljusemin og þjónustulundin. Jú, hún er á bólakafi í ótal reglugerðum. Helgi Steingrímsson tr~~ I STAÐ TOMRAR BUDDU OG BUNKA AF REIKNINGUM: W, Þegar mjólkurlítrinn kostar 67 krónur og 10 aura og verðbólgan er 20-25% er nauðsynlegt að halda vel utan um fjármálin. Því fylgir mikið óöryggi að lifa aðeins frá einni útborgun til annarrar og festast í vítahring greiðslukorta. Það er erfitt að losna - en ekki vonlaust. FYRSTA SKREFIÐ ER AÐ FARA YFIR ÚTGJÖLDIN Annað skrefið er að leggja reglulega til hliðar nokkra upphæð. Hún þarf ekki að vera há, margir byija t.d. með 5.000 krónur. Peningarsem áður fóru í óþarfa safnast þannig saman og mynda varasjóð sem grípa má til þegar mikið liggur við. Þú getur notið þess að stjóma þínum eigin fjármálum ogeiga ekki bara tóma buddu. 5.000 KRÓNUR GETA ORÐIÐ 2,5 MILLJÓNIR Mánaðarlegur spamaður hjá VIB er einfaldur, þægilegur og fyrirhafnarhtill. Hann er ávaxtaður í öruggum verðbréfmn sem gefa góða ávöxtun, t.d. spariskírteinum, bankabréfum eða Sjóðsbréfum. Ef raunvextir eru 7% verða 5.000 krónur á mánuði að 2,5 milljónum auk verðbóta á 20 árum. Komdu við á skrifstofunni í Armúla 7 og kynntu þér þjónustu okkar eða hringdu í síma 681530. VIB VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Fteykjavik. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.