Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 9 Dómkirkjusöfimður- inn feer safiiaðarheimili BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leigja Dómkirkjusöfhuðinum gamla Iðnaðarmannahúsið við Vonarstræti 14 a. Að sögn Kjartans Gunnars- sonar, sem sæti á í sljóm safnaðarins, hefur lengi hefiir verið unnið að því að fá safiiaðarheimili. Kjartan segir að þetta breyti mjög miklu fyrir söfnuðinn. Að- staða hafi aðeins verið í kirkjunni, en hún sé svo mikið notuð til at- hafna að lítið svigrúm gefíst til safnaðarstarfs. Dómkórinn hafi að vísu æft á kirkjuloftinu og litlir fundir verið haldnir þar. í gamla Iðnaðarmannahúsinu, á homi Von- arstrætis og Lækjargötu, geti hins vegar margs konar starf farið fram. Þar geti kórinn æft, bama- og æskulýðsstarf farið fram auk starf- semi í þágu aldraðra. Jafnframt muni skrifstofur presta vera í hús- inu, nú hafi þeir eingöngu aðstöðu í skrúðhúsi kirkjunnar. Ekki hefur verið gengið endan- lega frá leigusamningum og end- umýja þarf alveg innviði hússins. Kveðst Kjartan gera ráð fyrir að nokkuð dýrt verði að standsetja safnaðarheimilið. í gamla Iðnaðar- mannahúsinu er nú kaffíaðstaða verkamanna sem byggja ráðhúsið. Maunréttmdabrotum í Rúmeníu mótmælt Utanríkisráðherra hefiir sent utanríkisráðuneyti Rúmeniu mot- mælaorðsendingu vegna mannréttindabrota þar í landi, einkum gagn- vart fólki af ungverskum uppruna. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Rúmenía og ísland taka nú bæði þátt í mannréttindafundi í París á vegum Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og verður íslensku orðsendingunni dreift þar. í orðsendingunni er minnt á að ríkin tvö séu bæði þátt- takendur í RÖSE og hafi þar m.a. skuldbundið sig til að virða mann- réttindi, þar með talin réttindi minnihlutahópa. Tjaldsvæði í Galtalækjarskógi Sumarheimili templara rekur í sumar tjaldsvæði í Galtalækjarskógi. Staðurinn er friðland þeirra, sem dvelja vilja á fallegum stað, og griðland þeim, sem dvelja vilja í vímuefnalausu umhverfi. Stærri hópar ; getg pantað dvalartíma hjá landverði í síma 98-76505. Stjórnin. Ragnheiðarstaðar- hátíð laugardaginn 1. júlf Hópferð á hestum verður farin frá Víðivöllum föstudaginn 30. júní. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fáks, símar 672166 og 672241. Hestamannafélagið Fákur. Sammála Sigurði segir Hörður Frjáls verzlun ræðir nýlega við Hörð Sigur- gestsson, forstjóra Eimskips, eins traust- asta einkafyrirtækis landsins. Það hefur starfað í 75 ár. Hluthafar eru nálægt 13.000. Eimskipafélagið á og hlut í 20 öðrum félög- um, m.a. 33.5% í Flugleiðum. Staksteinar staldra í dag við sitthvað í þessu viðtali — sem og frásögn Hamars af skuldum Hafnarfjarðarkaupstaðar. Ekkí eyland í efiiahagsieffu tilliti Hörður Sigurgestsson, forsljóri Eimskip, segir mæ, aðspurður um fram- tiðarsýn i farmflutning- um. „I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á að í efiiahagslegu tilliti er Island ekki eyland. Við erum hluti af stærri heild, einkum þeirri er tengist V-Evrópu. í Evr- ópubandalaginu er að myndast ný viðskipta- og rflgasamsteypa sem mun hafa rnikil áhrif. Það er þvi mjög biýnt að íslend- ingar fylgist mjög gaum- gæfilega með því sem þar gerist og aðlagist breytt- um aðstæðum þar, eflir þvi sem kostur er“. Að tengja Is- land umheim- inum Síðar í viðtalinu segir Hörðun „Um íslenzk fyrirtæki gilda sömu lögmál og um fyrirtæki út í hinum stóra heimi. Ég tel mjög brýnt að þau gefi þróuninni erlendis náinn gaum og freisti þcss að hasla sér völl erlendis. Til þess að geta það verðum við að eiga fyrirtæki af ákveð- inni stærð og styrkleika. Meðal annars þess vegna tel ég nauðsynlegt að hér sé nokkur fjöldi sterkra fyrirtælga, er geti tekist á við það að tengja ísland umheiminum með starf- semi sinni erlendis á virk- ari hátt en verið hefuo. Mér finnst að Eimskip geti haft verk að vinna í þessu sambandi". Eignaraðild af takmarkaðri stærð Eimskipafélagið hefur leitað nokkuð inn í aðrar atvinnugreinar. Það á hlut í 20 iélögum. Á síðasta ári jókst hlutafé þess í Flugleiðum, Fjár- festingarfélaginu, Iðnað- arbankanum, Ske(jungi og Verzlunarbankanum. Fijáls verzlun spyr Hörð mæ. um ummæli Sigurðar Helgasonar, stjómarformanns Flug- leiða, þessefiiis, að þörf sé á dreifðari eignaraðild í því fyrirtæki, en Eim- skip á 33.5% í Flugleið- um. Forstjóri Eimskip svaran „Ég er sammála Sig- urði Helgasyni, fulltrúa næststærsta eignaraðil- ans að Flugleiðum, um að eignaraðild eins aðila megi ekki verða of stór. Meðal annars þess vegna hefiir Eimskip ekki áform um að auka sinn hlut í Flugleiðum þrátt fyrir að slfldr kostir hafi boðist“. Samkeppnin er gífurleg Fijáls verzlun spyr forsfjóra Eimskips hver sé ímynd félagsins í dag í augum landsmanna? Hann svaran „Það fer auðvitað etlir því hver á horfir. Al- mennt hygg ég að það ríki jákvæð viðhorf til Eimskipafélags íslands og að fólk te(ji það traust og öruggt fyrirtæki. Okkar hlutverk er m.a. að gera fólki grein fyrir því að um þetta fyrirtæki gilda sömu lögmál og hjá öðrum istenzkum fyrir- tækjum, stórum og smáum. Samkeppni í farmflutningum er gifur- leg og ekki má mikið út af bera til að góður hag- ur breytist í tap. Menn virðast stundum gleyma þvi að siglingar til og fiá landinu eru fijálsar og að hvaða skipaeigandi sem er getur hafið hing- að reglubundnar sigling- ar ef honum bjóðast hér viðskipti. Við erum því á opnum samkeppnismark- aði og allt tal um einok- unarstöðu Eimskips eru hugarórar einir. Sést það m.a. af því að þrátt fyrir að innlendir samkeppnis- aðilar hafi sumir hverjir lagt árar í bát á síðustu árum hafa fármgjöld Eimskips lækkað. Það segir sina sögu“. Skuldir Hafii- arfjarðar- kaupstaðar f blaðinu Hamar, sem sjálfstæðismenn í Hafiiar- firði gefa út, segir m.a.: „Skuldir bæjarsjóðs Hafiiarfiarðar námu kr. 462 mifljónum um síðustu áramót. Hækkuðu þær um 200 m.kr. á síðast- liðnu ári. Þetta kemur fram í reikningum bæjar- sjóðs fyrir árið 1988, sem nýlega hafa verið lagðir firam í bæjarstjórn. Mest varð hækkunin á lausa; og skammtímaskuldum. í ársbyijun 1988 voru þær 115 m.kr., en tvöföld- uðust rúmlega á árinu og voru í árslok orðnar um 236 m.kr. Þar af námu víxilskuldir um 20 m.kr. í ársbyijun, en í árslok 1988 39 m.kr. Þetta gerist á sama tíma og tekjuaukning bæjar- sjóðs nam 340 m.kr. Tekjur hækkuðu úr 1.140 m.kr., sem gert var ráð fyrir í (járhagsáætlun, i kr. 1.478 m.kr. . . . Þessi gífurlega skulda- aukning sem átt hefiir sér stað á yfirstandandi kjörtímabili þarf ekki að koma neinurn á óvart. Alls staðar þar sem Al- þýðuflokks- og Alþýðu- bandalagsmenn koma nærri fjármálum, fara þau í kaldakol." Gardsláttuvélin sasii aa.a.7 d-j Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp aö vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærö betur með iÆm&sXt SIMI: 681500 - ARMULA 11 lHl m ——

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.