Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 14
14
!89 m 31 I£ • r.íi !/. QIGAjaMJJ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JUNI 1989
AF INNLENDUM
VETTVANGI
GUÐMUNDUR SV. HERMANNSSON
Andstaða gegn hvalveiðum
minnkar í hvalveiðiráðinu
DINGAR fengu mun mildari umfjöllun á 41. ársfiindi Alþjóðahvalveiðir-
áðsins, sem lauk í San Diego um helgina, en á síðustu fundum. Þótt
ályktun sú, sem samþykkt var á fúndinum um íslensku vísindaveiðarn-
ar, hafi sennilega verið oftúlkuð hér á landi, viðurkenna umhverfis-
verndarmenn að ársfúndurinn hafi brugðist vonum þeirra um að hörð
afstaða yrði tekin gegn hvalveiðum í vísindaskyni.
Alyktun ársfundar ráðsins um
vísindaáætlun íslendinga var
samþykkt án atkvæðagreiðslu og
hún var raunar niðurstaða óform-
legra samningaviðræðna milli
íslensku sendinefndarinnar og þeirra
sem lögðu tiliöguna fram. Útkomuna
gátu flestir túlkað sér í hag á ein-
hvern hátt.
Niðurstaða ályktunarinnar er svo-
hljóðandi á frummálinu: Now there-
fore the Commission: Invites the
Government oflceland to reconsider
the proposed take of fin whales in
1989 under Special Permits... (Því
óskar ráðið eftir að ríkisstjóm ís-
lands endurskoði fyrirhugaða veiði
á langreyðum [fyrirhugaðan afla
langreyða?] sem þarf sérstakar
heimildir...)
Þetta orðalag er hægt að skilja á
ýmsan veg og er greinilega haft
þannig viljandi; auðvelt væri að taka
afdráttarlausar til orða á hvom veg-
inn sem er.
Ályktunin tulkuð
átvennanhátt
í frétt frá Reuters-fréttastofunni,
eftir að ályktunin kom fram, var
haft eftir Guðmundi Eiríkssyni þjóð-
réttarfræðingi, sem stýrði íslensku
sendinefndinni í San _ Diego eftir
brottför Halldórs Ásgrímssonar
sjávarútvegsráðherra, að í þessu
gætu falist tilmæli um fækkun
þeirra hvala sem fyrirhugað væri
að veiða.
Utanríkisráðuneytið sendi álykt-
unina til íslenskra fjölmiðla_ sama
kvöld og hún var samþykkt. í með-
fylgjandi skýringum sagði orðrétt:
„Þá er mælst til þess við íslendinga,
að þeir endurskoði íjölda veiddra
langreyða í sumar, en áætlunin ger-
ir ráð fyrir töku 80 dýra.“
Þannig túlkuðu íslenskir fjöl-
miðlar einnig ályktunina. Dagblaðið
Tíminn gekk raunar svo langt, að
segja á forsíðu, að íslendingum hefði
verið selt sjálfdæmi um veiðar á lan-
greyð.
Ályktunin var síðan samþykkt á
fundi hvalveiðiráðSins aðfaranótt 15.
júní, og íslenska sendinefndin lýsti
því þá þegar yfir, að veiddar yrðu
68 langreyðar í stað 80.
Bandaríkjamenn vom meðal
flutningsmanna ályktunarinnar. Bill
Evans, formaður bandarísku sendi-
nefndarinnar, sagðist fagna þessari
ákvörðun íslendinga, og gaf þannig
til kynna að túlkun Bandaríkja-
manna á orðinu endurskoðun færi
saman við túlkun íslendinga.
En fulltrúar Breta og Hollend-
inga, sem einnig stóðu að ályktun-
inni, lýstu þvi yfir að þeir væru ekki
sammála Bandaríkjamönnum. í
þeirra huga þýddi ályktunin, að ósk-
að væri eftir að íslendingar féllu
alfarið frá veiðunum í sumar.
Á þennan hátt vilja umhverfís-
vemdarsinnar túlka ályktunina. Þeir
hafa einnig mótmælt því, í samtölum
við Morgunblaðið, að í ályktuninni
felist viðurkenning á vísindaveiðum
íslendinga, eins og íslensk stjómvöld
hafa haldið fram.
Ályktanir um vísinda-
áætlun mildast
Ályktun um vísindaveiðar íslend-
inga var fyrst lögð fram á ársfundi
ráðsins árið 1987. Bandaríkjamenn
keyrðu þá í gegn ályktun um að
hvalveiðiráðið ætti að meta vísindaá-
ætlanir einstakra landa á grundvelli
umsagnar vísindanefndar ráðsins.
Síðan var samþykkt ályktun, með
miklum meirihluta atkvæða, þar sem
sagði, að vísindaveiðar íslendinga
uppfyiltu ekki að fullu ýmis skil-
yrði, sem ráðið og vísindanefndin
hefðu sett um slíkar veiðar. í ljósi
þess var íslendingum ráðlagt að aft-
urkalla sérstök leyfi til vísindaveiða
og veita þau ekki meðan ýmsir
óvissuþættir væru ekki að fullu
skýrðir að mati vísindanefndarinnar.
Á fundi hvalveiðiráðsins 1988 var
samþykkt önnur ályktun, þar sem
ítrekað var að íslenska vísindaáætl-
unin uppfyllti ekki enn skilyrði ráðs-
ins um vísindarannsóknir. Ekki var
þó beinlínis sagt að ísland ætti að
hætta vísindaveiðunum. íslenska
sendinefndin á fundinum túlkaði það
sem skref í rétta átt, og féllst á að
ályktunin yrði afgreidd án atkvæða-
greiðslu.
í ályktuninni nú er rifjað upp, að
á fundum sínum 1987 og 1988 hefði
ráðið haft þá skoðun, að íslenska
vísindaáætlunin uppfyllti ekki sett
skilyrði.
Og síðan segir: ... ráðið viður-
kennir að ísland hefur framkvæmt
rannsóknaráætlun sína á nákvæman
hátt.
Þetta er auðvitað ekki viðurkenn-
ing á að ráðið telji öllum skilyrðum
vera fullnægt. En í ljósi fyrri álykt-
ana er þó ljóst, að þarna er gengið
verulega til móts við íslendinga.
Breytt afstaða
Bandaríkjamanna
Breytingin á afstöðu Alþjóðahval-
veiðiráðsins, á aðeins tveimur árum,
kemur heim og saman við afstöðu
Bandaríkjamanna, sem ráða raunar
ferðinni innan hvalveiðiráðsins. Þeir
voru í fararbroddi gegn hvalveiðum
íslendinga fyrir tveimur árum; um-
hverfisvemdarsinnar áttu sterk ítök
í bandaríska viðskiptaráðuneytinu
sem sér um sjávarútvegsmál. Álykt-
anirnar, sem samþykktar voru á
ársfundi ráðsins árið 1987, miðuðu
að því að Bandaríkjastjórn gæti beitt
íslendinga viðskiptaþvingunum
samkvæmt bandarískum lögum ef
þeir héldu áfram að veiða hvali í
vísindaskyni.
Bandarísk lög um sjávarútveg
gera ráð fyrir því, að grafi önnur
ríki undan friðunarmarkmiðum al-
þjóðlegra samtaka, geti Bandaríkja-
stjórn bæði sett innflutningsbann á
sjávarafurðir viðkomandi ríkja og
afnumið veiðiheimildir innan banda-
rískrar lögsögu.
Eftir mikið japl og jaml og fuður
og hótanir á báða bóga, sem óþarfi
er að rifja upp hér, hefur afstaða
Bandaríkjamanna smátt og smátt
snúist á sveif með íslendingum, og
yfirvofandi viðskiptaþvingunum var
afstýrt.
Þetta vakti mikla reiði umhverfis-
vemdarsinna og á síðasta ári höfð-
uðu þeir mál á hendur Bandaríkja-
stjóm fyrir að hafa ekki beitt íslend-
inga viðskiptaþvingunum þrátt fyrir
hvalveiðar sl. sumar. Bandaríkja-
stjóm hafði þá lýst því yfir, að
vísindaáætlun íslendinga, þar með
taldar veiðarnar sl. sumar, bryti
ekki í bága við friðunarmarkmið
Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Bandaríkjamönnum var því mikið
í mun, ekki síður en íslendingum,
að ársfundur ráðsins nú tæki ekki
harða afstöðu gegn vísindaveiðum
íslendinga. Raunar vildu þeir helst
að engin ályktunartillaga yrði flutt
um vísindaveiðarnar.
Þetta skýrir túlkun Bandaríkja-
manna á ályktunínni. Bill Evans
bætti því raunar við, að Bandaríkja-
stjóm hlakkaði til að sjá niðurstöður
íslensku rannsóknanna, sem myndu
styrkja það vemdarstarf sem unnið
væri innan Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Evans er forstöðumaður Sjávarút-
vegs- og veðurfræðistofnunar
Bandaríkjanna, NOAA, og mun hafa
sýnt íslenskum stjórnvöldum mikinn
skilning í hvalveiðimálinu. Hann tók
við þessu embætti snemma á síðasta
ári, en er nú að láta af því aftur,
að sögn vegna óánægju með laun.
Hvalveiðiráðið brást
umhverfisverndarsinnum
En það eru ekki aðeins íslending-
HRINGFERÐ ISLENDINGA
UM ÍSLAND 22. JÚLÍ
Skoðaðu ísland í skemmtilegri tíu daga hringferð.
Brottför frá Reykjavík 22. júlí. Stansað er á fallegum
útsýnisstöðum, þekkt náttúrufyrirbæri og sögustaðir
skoðaðir. Ferðin er þægileg og sérlega fróðleg.
Þessi ferð kostar 59.500 kr. og innifalinn er
morgunverður, kvöldverður og gisting í tveggja
manna herbergi á Reykjum í Hrútafirði, Siglufirði,
Akureyri, Laugum, Eiðum, Hornafirði, Kirkjubæjar-
klaustri og Skógum.
Leiðsögumaður er: Guðmundur Guðbrandsson.
Pantaðu sæti strax í dag. Visa og Euro greiðslukjör.
Ellilífeyrisþegar fá 10% afslátt.
%
FERDASKRIFSTOFA
Skógarhlíð 18 101 Reykjavík sími 91-25855
ISLANDS
Nííján sæmdir fiílkaorðunni
FORSETI íslands sæmdi að til-
lögn orðunefndar eftirtalda ís-
lendinga heiðursmerki hinnar
íslensku fálkaorðu á þjóðhátíð-
ardaginn 17. júní:
Áma Helgason, fv. símstöðvar-
stjóra, Stykkishólmi, riddarakrossi
fyrir störf að félags- og atvinnu-
málum, Árna Jónasson, erindreka,
Reykjavík riddarakrossi fyrir störf
í þágú landbúnaðarins, Árna Sig-
uijónsson, fulltrúa, Kópavogi,
riddarakrossi fyrir löggæsiustörf,
Áslaugu Friðriksdóttur fv. skóla-
stjóra, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir störf að skólamálum, Björg-
vin Vilmundarson, bankastjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf að bankamálum, Brand Stef-
ánsson, fv. vegaverkstjóra, Vík,
riddarakrossi fyrir störf að sam-
göngumálum, Daníel Ágústínus-
son, fv. bæjarstjóra, Akranesi,
riddarakrossi fyrir störf í þágu
ungmennafélagshreyfingarinnar,
Eðvarð Sigurgeirsson, ljósmynd-
ara, Akureyri, riddarakrossi fyrir
forgöngu í Ijósmyndun og kvik-
myndagerð, Friójón Þórðarson,
alþingismann, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf í opinbera þágu,
Gísla Pálsson, bónda, Hofi í Vatns-
dal, Austur-Húnavatnssýslu ridd-
arakrossi fyrir störf að félags- og
framfaramálum, Gísla Jónsson,
menntaskólakennara, Akureyri,
riddarakrossi fyrir kennslu- og
fræðistörf, Guðmund Jónsson, for-
seta Hæstaréttar, Reykjavík, stór-
riddarakrossi fyrir störf í opinbera
þágu, Guðnýju Guðmundsdóttur,
konsertmeistara, Kópavogi, ridd-
arakrossi fyrir störf að tónlistar-
málum.
Dr. Guðrúnu P. Helgadóttur, fv.
skólastjóra, Reykjavík, stjörnu
stórriddara fyrir skóla- og fræði-
störf, Gunnar Flóvenz, fram-
kvæmdastjóra, Kópavogi, stór-
riddarakrossi fyrir störf að mark-
aðsmálum sjávarútvegsins, Her-
mann Pálsson, fv. prófessor, Edin-
borg, riddarakrossi fyrir fræði-
störf, Sigurð Ólafsson, lyfsala,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf að heilbrigðismálum, Sigur-
jón Óskarsson, skipstjóra, Vest-
mannaeyjum, riddarakrossi fyrir
björgun mannslífa og skipstjórnar-
störf og Þórð Kristleifsson, fyrrum
menntaskólakennara, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf að
fræðslu- og söngmálum.