Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.06.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989 Ráðherrafiindur EFTA; Skipulag EFTA lagað að nánara samstarfi við EB Hér birtist í íslenskri þýðingu, fréttatilkynning af ráölierrafundi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, sem haldinn var dagana 13. og 14. júní 1989, í Kristian- sand, Noregi: 1. Ráðherrar EFTA-ráðsins hittust í Kristiansand í Noregi 13. og 14. júní 1989 undir formennsku Jan Balstad, viðskipta- og siglingamála- ráðherra Noregs. 2. Ráðherrar lýstu ánægju sinni yfir því að samskiptin milli EFTA- landanna og Evrópubandalagsins EB væru komin á nýtt stig, einkum eft- ir fund leiðtoga EFTA-landanna sem haldinn var í Osló og ráðherrafund EFTA og EB sem haldinn var í Brussel. Þessir fundir lögðu grunninn að víðtækri athugun á mögulegum nýjum leiðum og sviðum framtíðars- amvinnu á milli EFTA-landanna og Evrópubandalagsins. 3. Ráðherrar lýstu ánægju sinni yfir því að vegna undirbúnings næsta ráðherrafundar EFTA og EB hefði verið komið á fót sameiginlegri nefnd háttsettra embættismanna (High Level SteeringGroup),til að kanna til 'hlítar umfang og innihald, svo og lagalega og stofnanalega þætti kerf- isbundins samstarfs. 4. Ráðherrar lýstu ánægju sinni yfir því frumkvæði að næsti sameig- inlegi ráðherrafundur yrði haldinn fyrir lok þessa árs. Þeir létu í ljós þá von að sá fundur skapaði grund- völl fyrir víðtækum samningaviðræð- um á milli EFTA-landanna og EB er hæfust í bytjun ársins 1990. 5. Með hliðsjón af niðurstöðum hinna óformlegu könnunarviðræðna, „^ættu þessar samningaviðræður ekki eingöngu að ná til vöru, þjónustu, fjármagns og fólks, heldur einnig til nánari samvinnu á sviðum utan áætl- unar EB um sameiginlegan innri markað svo sem um rannsóknir, tækni, menntun, umhverfísmál og félagslega þætti. Þessar samninga- viðræður ættu einnig að leiða tii þess að settur yrði á nýr veigamikill og víðtækur rammi um samskipti EFTA og EB, með sameiginlegri ákvarðanatöku og stjórnstofnunum. 6. Ráðherrar bentu á að samskipt- um EFTA og EB miðaði nú áfram með tvennum hætti, í áframhaldandi samningaumleitunum á grundvelli Luxemborgaryfirlýsingarinnar frá 1984 og í hinum nýju könnunarvið- STERKA RYKSUGAN SEM ENDIST LENGUR mmmamsmm vmmm nú meÖ nýjum 1000 w. mótor SÉRTILBOÐ stórlœkkad verð, nú aðeins 14J30 (stgr. 13.999,-) /rQniX HATÚNI 6A SIMI (91)24420 ræðum um kerfisbundnara samstarf. Ráðherrar lögðu áherslu á að þessir tveir ferlar eru nátengdir þar sem sameiginlega hafa þeir að markmiði að koma á einu Evrópsku efnahags- svæði (EES). 7. Ráðherrar vísuðu til samkomu- lags leiðtoga EFTA-ríkjanna á fundi þeirra í Osló um að efla EFTA, sem megin vettvang þeirra til marghliða samninga við EB. Þeir náðu sam- komulagi um ákveðnar aðgerðir til að styrkja EFTA í þessu skyni og lýstu ánægju sinni yfír að skrifstofa EFTA skuli efld. Þeir vöktu athygli á þörfinni fyrir að aðlaga stofnana- legt skipulag EFTA og fyrirkomulag samningaviðræðna sem mundi leiða af núverandi könnunarviðræðum við EB um kerfisbundnara samstarf. 8. Ráðherrar lýstu ánægju sinni yfir skýrslu sérfræðinga um lagaleg atriði svo sem um gildi og bein áhrif samningsákvæða á milli EFTA- landanna og EB, meginreglu sem byggð eru á Cassis de Dijon úrskurð- inum og lausn deilumála. Þeir féllust á niðurstöður sérfræðinganna og töldu að góður grundvöllur hefði ver- ið skapaður fyrir könnunarviðræður við EB um þessi atriði. 9. Ráðherrar lýstu ánægju sinni yfir tækifærinu er gæfist til að mæta varaforseta framkvæmda- stjórnar EB. Henning Christopher- sen, samvinnu EFTA-landanna og Evrópubandalagsins í ljósi þess sam- eiginlega markmiðs að þróa evrópskt efnahagssvæði samhliða áætlun EB um að koma á sameiginlegum innri markaði þess. 10. í þessu sambandi, lýstu ráð- herrar ánægju sinni yfir að samn- ingaviðræðum: — sé farsællega lokið um viðbótarbókanir við fríverslunar- samningana um afnám núverandi banna og bönn við nýjum útflutn- ingstakmörkunum. — og að þær séu á lokastigi um: samkomulag um þátttöku EFTA- landanna í áætlun EB um viðskipta- legt ijarskiptakerfi (Trade Electronic Interchange System, TEDIS) og marghliða samkomulag milli EB og EFTA- landanna um upplýsinga- skipti á drögum að tæknilegum reglugerðum, sem ætlað er að koma í veg fyrir tæknilegar viðskiptahindr- anir. Þeir lýstu von sinni um að þess- ir samningar tækjust fljótlega. Þeir lýstu ennfremur ánægju sinni yfir hinum raunverulega árangri sem náðst hefði, sérstaklega á sviði menntamála, auk samvinnu á nýjum sviðum. 11. Ráðherrar lýstu miklum áhuga sínum á áætlunum EB um að koma á fót Evrópskri umhverfismálastofn- un. Þeir óskuðu eftir að ræða og fá nánari skýringar í samvinnu við EB á einstökum atriðum er varða slíka evrópska stofnun með fullri og jafnri aðild EFTA-landanna. Þeir lýstu ánægju sinni yfir áformum Sviss um að halda ráðstefnu með umhverfis- málaráðherra EFTA-landanna og EB á þessu ári. Með tilliti til þeirra umhverfis- spjalla sem landflutningar hafa í för með sér, svo og vegna aukinnar notk- unar nútímatækni í samgöngum, lögðu ráðherrar áherslu á hag- kvæmni þess að tengja saman flutn- inga með bifreiðum og lestum. 12. Þeir lýstu yfir vilja sínum til að hefja snemma árs 1990 formlegar samningaviðræður við EB um gagn- kvæma opnun markaðar opinberra vöruinnkaupa og framkvæmda og halda áfram könnunarviðræðum við EB um aðra þætti að því er varða opinber innkaup. 13. Ráðherrar lýstu ánægju sinni yfir þeim árangri sem náðst hefði innan EFTA við að undirbúa afnám viðskiptatruflandi ríkisstyrki á hinu Evrópska efnahagssvæði. Þeir sam- þykktu drög að kerfi um eftirlit og framkvæmd sem kynna á innan EFTA-landanna um þetta efni. 14. Ráðherrar vísuðu til þess að lausn í samgöngumálum væri nauð- synleg fyrir frekara samstarf EFTA og EB við myndun sameiginlegs Evrópsks efnahagssvæðis. 15. Ráðherrar lýstu einnig áhuga á að kanna möguleika á þátttöku EFTA-landanna í menningar- og menntaáætlunum EB og iýstu ánægju sinni með boð um að taka þátt í verkefni EUREKA á sviði myndbanda. 16. Ráðherrar lögðu áherslu á gildi starfs Evrópuráðsins til að efla evr- ópska samvinnu, sérstaklega á sviði mannréttinda, menntunar, menning- ar og félagsmála. Þeir bentu á sífellt nánari samræmingu EB og Evrópur- áðsins. 17. Ráðherrar voru sammála um að nauðsynlegt væri að nota einnig aðrar leiðir og vettvang í Evrópu til að auka og efla samruna og sam- vinnu innan Evrópu. 18. Ráðherrar lögðu einnig áherslu á aukið gildi ráðgefandi stofnana EFTA, þingmannanefndarinnar og ráðgjafanefndarinnar. Þeir létu í ljós þakklæti fyrir á störfum þessara nefnda, sem stöðugt halda áfram að leggja samtökunum mikilvægt lið á sviðum eins og flutningastarfsemi, fjármagnsþjónustu, menntamálum, umhverfisvernd, neytendavernd og félagslegum þáttum evrópsks samr- una. Ráðherrarnir samþykktu að kanna ætti skipun á sameiginlegrar EFTA — EB neytendamálanefndar á sama grundvelli og CEN/CEN- ELEC. þráði alltaf samvistir við dóttur sína. Ég held að það væri hollt fyrir þá sem æsa sig upp við minnsta mótlæti og gera meiri kröfur til ann- arra en sjálfra sín, að hugsa um kringumstæður Jónínu þegar hún horfir á eftir einkabarni sínu að heim- an og hennnar góði eiginmaður bíður dauðans. En Jónína lagði sig alla fram við að byggja upp aftur það sem hrunið var. Hún flutti til Hvammstanga til að vera sem næst dóttur sinni og vann allt sem til féll og varð sjálfstæð efnalega. Hún gift- ist aftur árið 1938, Guðmundi Gunn- arssyni kaupmanni. Hann var góður maður og þau áttu gott og rausnar- legt heimili þar sem gaman var að heimsækja þau. Jónína hlúði að ætt- ingjum og vinum með sínu jákvæða hugarfari og ég fann að hún var mjög þakklát því fólki sem rétti henni hjálparhönd í veikindum manns hennar í Grafarkoti. Einnig þeim sem studdu hana við fráfall Guðmundar, seinni manns herinar, en hann andað- ist árið 1964. Hjónin Ásdís Páls- dóttir og Sigurður Tryggvason reyndust henni þá og síðar afar vel, eins og börn hugsa best um móður sína. Þorbjörg fór að vera mikið með móður sinni eftir að hún fluttist til Hvammstanga. Þorbjörg giftist ung Guðmundi B. Jóhannessyni á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi og bjuggu þau þar. Þau eignuðust sex 19. Ráðherrar lýstu ánægju sinni yfir lokaskýrsiu vinnuhópsins um fríverslun með fisk sem ákveðið var að skipa á fundi ráðherra í Tampere í júní árið 1988. Þeir samþykktu að breyta EFTA-sam'komulaginu í sam- ræmi við þetta. 20. Ráðherrar skiptust á skoðun- um um stöðu marghliða viðskiptavið- ræðna á vegum GATT og lýstu ánægju sinni yfir því að samninga- viðræðum væru nú haldið áfram eft- ir enduskoðun sem gerð var þegar þær voru hálfnaðar. Þeir lögðu áherslu á mikla þýðingu hins opna merghliða viðskiptakerfís sem byggðist á skýrum og hagkvæmum reglum og lýstu áhyggjum sínum yfir aukinni tilhneigingu stjórnvalda til að grípa til einhliða aðgerða til að leysa ágreining um viðskipti. Ráðherrar minntu á hið jákvæða hlutverk sem EFTA-löndin hefðu gegnt í Uruguay-viðræðunum frá upphafi og lögðu áherslu á þörf fyr- ir aukna samvinnu þeirra í milli í lokaþætti samningaviðræðnanna. Þeir lögðu sérstaka áherslu á þörf fyrir enn frekari viðleitni til að ná árangri á öllum sviðum Uruguay- viðræðnanna. Þeir bentu á mikilvægi þess að styrkja og endurbæta ákvæði Hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti. Ennfremur lögðu þeir áherslu á gagnkvæma þýðingu Ur- uguay-viðræðnanna og myndun hins sameiginlega evrópska efnahags- svæðis í heimsviðskiptum. 21. Ráðherrar áttu ítarlega skoð- anaskipti um samskipti EFTA við Júgóslvaíu. Þeir vora sammála um mikilvægi þess að styðja aðgerðir sem leiddu til enduruppbyggingar og opnunar hagkerfis Júgóslavíu. í því sambandi gáfu ráðherrar sérfræð- ingum fyrirmæli um að ljúka athug- un á stofnun sérstaks iðnþróunar- sjóðs EFTA fyrir Júgóslaviu og að sérfræðingar skiluðu skýrslu til næsta fundar ráðherra EFTA-ráðs- ins þar sem lokaákvörðun yrði tekin. 22. Næsti ráðherrafundur EFTA- ráðsins verður haldinn 11.-12. des- ember 1989 í Genf. börn sem lifa en þau eru: Jónína, bókasafnsfræðingur, gift Hójmgeiri Björnssyni tölfræðingi; Ásbjörn bóndi á Þorgrímsstöðum, kona hans er Kristín Guðjónsdóttir; Valdís sjúkraliði, gift Jóni Guðmundssyni skrifstofumanni; Vigdís, gift Karli Magnússyni varðsljóra; Guðmundur vélstjóri, kona hans er Sigríður Eiríksdóttir bókari, og Kjartan raf- virki, ókvæntur, í námi í tæknihá- skóla í Danmörku. Systkinin eru öll dugmikið og velgefið fóik. Þorbjörg og Guðmundur misstu bæði heilsuna og fluttu þá til Hvammstanga upp úr 1970. Þorbjörg fékk þó dálítinn bata og átti Jónína mörg skemmtileg ár í návist dóttur sinnar og dóttur- barna. Jónína átti létt með að blanda geði við aðra og átti stóran kunn- ingjahóp. Þorbjörg var mjög vel gerð kona og þó að hún væri illa farin af liðagigt fór hún flesta daga í sæmilegu veðri að hitta móður sína, hvort sem hún var heima eða á sjúkrahúsi, en þar dvaldi Jónína síðustu árin. Þorbjörg dó snögglega fyrir fjór- um árum. Því tók Jónína eins og öðrum áföllum og var þakklát að hafa fengið að njóta þetta lengi sam- vista við hana og börnin hennar, en þau eru öll flutt úr Húnavatnssýslu nema Ásbjörn sem býr á Þorgríms- stöðum. Tryggva Eggertsdóttir, frænka Þorbjargar, vinnur á Sjúkrahúsi Hvammstanga, og sýndi Jónínu ómetanlega hlýju og umhyggju síðustu árin. Ég og fjölskylda mín erum þakk- lát fyrir allar samverustundirnar á heimili Jóriínu og á heimili Þorbjarg- ar, alltaf fórum við þaðan ríkari af hlýju og vináttu. Og Dýrunni voru þær gleðigjafar frá fyrstu kynnum. Við biðjum afkomendum þeirra allrar blessunar. Með samúðarkveðjum, Sigrún Hjálmarsdóttir ★ Leiðrétting við minningarorð eftir Hólmgeir Björnsson 20. maí: Ólafur Rúnebergsson systursonur Jónínu er upphafsmaður þess að hita vatn til húshitunar með vindorku (ekki vatnsorku). Enn fremur féll niður nafn Þuríðar Gunnarsdóttur, hálfsystur Guðmundar, seinni manns Jónínu. Jónína Ólafsdótt- ir - Kveðjuorð Í7TTT7H!! Fædd 20. ágúst 1892 Dáinn 15. maí 1989 Jónína andaðist 15. maí á Sjúkra- húsinu á Hvammstanga. Ándlát hennar kom ekki ættingjum eða vin- um á óvart. Níutíu og sex ára gömul kona með dvínandi lífsþrek sofnaði síðasta blund. Ég kynntist Jónínu fyrir þrjátíu árum þegar ég giftist systursyni hennar og tók hún mér strax eins og einum í fjölskyldunni. Hún bjó þá á Hvammstanga með seinni manni sínum, Guðmundi Gunnarssyni kaup- manni. Ég fann að hún var heil- steypt, vel gefin og ákveðin kona sem gæti staðið ein hvenær sem þess þyrfti með. Mig langaði strax til að vita eitthvað um liðna ævi hennar og það kom með nánari kynningu við hana og hennar fólk. Hjá henni var sár ástvinamissir og miklir erfið- leikar að baki. Jónína fæddist að Urðarbaki í Vestur-Húnavatnssýslu 20. ágúst 1892. Foreldrar hennar voru Kristín Sveinsdóttir og Ólafur Sigurðsson sem bjuggu þar. Þau áttu aðra dótt- ur, Dýrunni, fímm árum yngri. Þegar Dýrunn var ársgömul veiktist Kristín móðir þeirra af sínu dauðameini og dó skömmu síðar. Ólafur varð að sundra heimilinu. Hann kom Dýrunni í fóstur til frændfólks en hafði Jónínu oftast með sér í vinnumennsku. Móð- urmissirinn og brottförin frá Urðar- baki var þung reynsla fyrir Jónínu og sárt fannst henni að sjá litlu syst- ur sína flutta burt. Þær ólust ekki upp saman og voru ekki samvistum á bernskuárunum, en með'aldrinum náðu þær saman aftur og var ávallt innilegt samband milli þeirra eftir það. Jónína varð dugleg og myndarleg til verka og þegar hún hafði safnað kaupi sínu nógu lengi fyrir skólavist fór hún á Kvennaskólann á Blöndu- ósi en Vestur-Húnavatnssýsla átti eftir að njóta allra starfskrafta hen- ar. Hún giftist árið 1915 Valdimari Baldvinssyni frá Helguhvammi í Kirkjuhvammshreppi, vel gefnum og ágætum manni og þau fóru að búa í Grafarkoti. Valdimar hafði stundað nám í Ólafsdal og framhaldsnám í búfræði í Dalum, búnaðarskóla í Danmörku 1911-1917. Starfaði hann sem barnakennari samhiiða bú- skapnum. Þau eignuðust dóttur árið 1916 sem var látin heita Þorbjörg. Jónína fann hamingjuna aftur með manni sínum og litlu dótturinni og greri þá söknuður hennar eftir æsku- heimilinu. Ári síðar eignuðust þau aðra dóttur sem dó í fæðingu. Árið 1918 fór Valdimar að finna fyrir lasleika og það sama haust fór hann á sjúkrahúsið á Sauðárkróki að leita sér lækningar. En læknarnir gátu ekkert hjálpað, til þess var krabba- meinið orðið of útbreitt. Þá var ákveðið hjá þeim hjónum að flytja hann heim, í rúmi á hestasleða um hávetur frá Sauðárkróki og heim í Grafarkot. Tveir hjálpsamir ná- grannar fóru þessa ferð með Jónínu og gekk hún meiri hluta leiðarinnar. Vegna ófærðar og kulda gat hún lítið setið á sleðanum. Frá þessari ferð er sagt í ársritinu Húnvetningi árið 1980. Heim komust þau hjón án áfaila en ekki með þann fögnuð í huga sem fylgir heimkomu og endur- heimtri heilsu. Hins vegar varð að taka því af raunsæi sem óumflýjan- legt var. Þorbjörgu litlu var komið að Helguhvammi til frændfólks síns svo að Jónína gæti verið sem mest hjá manni sínum. Föðursystur Þor- bjargar komu frá Helguhvammi að sækja hana. Barnið var dúðað í hlý föt og dregið á litlum sleða milíi bæjanna. Jónína stóð úti meðan þær fjarlægðust bæinn og logndrífan hlóðst á litlar herðar þar til þær hurfu í hríðarmugguna. En inni lá þjáður maður sem hafði kvatt dóttur sína í síðasta sinn, en öllu þessu tók hann með fádæma stillingu. Valdi- mar dó í júlímánuði 1919. Þá var búið að selja búsmuni þeirra og allar skepnur á uppboði, sem nægði þó hvergi nærri fyrir sjúkrahúskostnaði og læknavitjunum tii Valdimars. Jónína fór í vinnumennsku til þess að geta borgað skuldirnar sem eftir stóðu. Þorbjörg var áfram í Helgu- hvammi á góðu heimili, en Jónína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.