Morgunblaðið - 12.07.1989, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JULI 1989
33
ignina um skyndilegt lát Ger-
h'ds Olsen sém kom á óvart.
Gerhard, eða Genni eins og hann
ir oftast kallaður, fæddist í
eykjavík þann 16. janúar 1922.
oreldrar hans voru hjónin Ingiríð-
* Lýðsdóttir ættuð af Suðurlandi
r Jentofte Olsen, beykir, ættaður
á Tromsö í Noregi. Voru börn
íirra átta, fjórar dætur og fjórir
mir, og eru nú sex eftirlifandi, en
igríður, elsta systirin, lést fyrir
lmörgum árum.
Gerhard ólst upp að Þormóðs-
öðurn við Skeijafjörð þar sem for-
drar hans höfðu komið sér upp
[yndarheimili með sinn stóra
arnahóp og kölluðu Túnsberg.
tarfaði Jentdete Olsen lengst af
já útgerðarfélaginu Alliance sem
afði bækistöðvar við Þormóðs-
,aði, og fór Genni ungur að starfa
íeð föður sínum og bræðrum en
ilsen var kjarnakarl sem kenndi
onum sínum handtökin enda hafa
ynir hans allir reynst dugandi
íenn.
Hugur Genna hneigðist að tækni-
törfum eins og bræðra hans sem
llir hafa helgað fluginu krafta sína.
'ann 1. maí 1944 réðst hann til
.oftleiða sem vélgæslumaður og
ar því einn af fyrstu starfsmönnum
ess félags, en Kristinn bróðir hans
ar einn af þre.m fyrstu flugmönn-
m þess, síðar komu einnig til starfa
já Loftleiðum yngri bræður hans
)laf og Alfreð.
Eftir nokkura ára starf við flug-
élaviðgerðir öðlaðist Genni flug-
irkjaréttindi og nokkru síðar flug-
élstjóraréttindi og starfaði sem
líkur á millilandaflugvélum Loft-
siða og síðar Flugleiða þar til hann
ét af störfum vegna aldurs í janúar
1. eftir meira en 44 ára starf. Jafn-
ramt var hann eftirlits- og þjálfun-
u'flugvélstjóri um árabil og reynd-
st farsæll í því sem og öðrum störf-
im.
Hinn 17. nóvember 1944 kvænt-
st Genni eftirlifandi konu sinni,
luldu Sæmundsdóttur, og reyndist
>að honum mikið gæfuspor. Var
íeimili þeirra fyrst að Þormóðsstöð-
im og síðar þar skammt frá við
^ynghaga en fyrir nokkrum árum
>yggðu þau sér einbýlishús við
5eiðakvísl í Árbæjarhverfi og hugð-
íst eiga þar rólegt ævikvöld er
callið kom svo skyndilega. Genni
>g Hulda eignuðust ljóra syni en
>eir eru Reynir flugafgreiðslumað-
ir, Ingi flugstjóri, Gunnar flug-
itöðvarstjóri, allir starfandi hjá
Flugleiðum, og Snorri lögfræðingur
í Ijármálaráðuneytinu, og hafa þeir
allir stofnað sín eigin heimili.
Gerhard Olsen var ekki hávær
maður en traustur og fastur fyrir
þegar á reyndi og hinn besti félagi
og vinur. Fyrir langt samstarf ■ á
leiðum loftsins sem annars staðar
vil ég votta honum virðingu mína
og þakklæti fyrir samfylgdina.
Jóhannes Markússon
Kveðja frá Flugvirkjafélaginu
Félagsstarf okkar í Flugvirkjafé-
laginu eins og í öðrum stéttarfélög-
um, beinist að því að standa vörð
um hagsmuni félaganna, fá bætta
vinnuaðstöðu og tryggja lífsafkom-
una, bæði meðan verið er í starfi
og ekki síður þegar starfsævi lýk-
ur. Okkur brá því þegar við spurð-
um lát félaga okkar Gerhards 01-
sen, sem lauk langri og farsælli
starfsævi sem flugvirki og flugvél-
stjóri í janúar síðastliðnum. Allt
benti þó til þess að hann ætti eftir
að njóta lífsins og sinna áhugamál-
utn sínum um langa framtíð.
Gerhard fæddist 16. janúar 1922,
annar í röðinni af börnum sæmdar-
hjónanna Ingiríðar Lýðsdóttur frá
Hjallanesi í Landsveit og Jentofts
Gerhards Hagelund Olsen, ættuð-
um frá Noregi. Gerhard ólst upp
hjá foreldrum sínum á Þormóðs-
stöðum við Skeijafjörð sem er í
nágrenni Reykjavíkurflugvallar.
Hann réðst til starfa hjá Loftleiðum
1. maí 1944 aðeins nokkrum dögum
eftir stofnun þess fyrirtækis og
starfaði óslitið hjá því og síðar Flug-
leiðum til 15. janúar sl. Fyrstu árin
starfaði Gerhard sem viðgerðar-
maður og aðstoðarflugmaður á
Stinson-vél Loftleiða þegar hún var
við síldarleit frá Miklavatni í Fljót-
um. Veturinn 1947 starfrækti Hall-
dór Siguijónsson kvöldskóla í flug-
virkjun og sótti Gerhard þann skóla
ásamt nokkrum öðrum flugvirkja-
nemum. Árið 1948 fór hann, ásamt
Halldóri læriföður sínum til fram-
haldsnáms í Bandaríkjunum til
framleiðenda flughreyfla og loft-
skrúfa, þ.e. Pratt & Withney og
Hamilton Standard, en á næstu
árum unnu flugvirkjar Loftleiða
ekki aðeins við viðhald og endurnýj-
un flugvélaskrokkanna, heldur líka
hreyfla og loftskrúfa. Þegar Loft-
leiðir tóku í notkun Catalínuflugvél-
ar gerðist Gerhard flugvélstjóri á
þeim og síðar flugvélstjóri á DC-4,
DC-6B, RR-400, DC-8 og DC-10.
Lengst af starfaði hann einnig sem
eftirlitsflugvélstjóri á þeim flugvél-
um sem hann starfaði við.
Gerhard var einn af stofnfélögum
Flugvirkjafélagsins 21. janúar 1947
og öðlaðist meistararéttindi í flug-
virkjun þegar það starf var fellt
undir iðnlöggjöf 1952.
Þegar við flugvirkjai' lítum til
baka og minnumst Gerhards, kemur
strax fram í hugann hve hann var
góður og traustur félagi og hæfur
starfsmaðui' sem jafnan vann verk
sín af virðingu og samviskusemi.
Alla starfsævi sína átti hann við
hamingju og einstaklega góða
heilsu að búa. Við minnumst þess
ekki að hann hafi fellt niður vinnu
einn einasta dag af heilsufars-
ástæðum og mun slíkt vera eins-
dæmi.
Að leiðarlokum þökkum við Guði,
sem gefur okkur lífið og dauðann,
fyrir að hafa átt samleið með góðum
dreng og biðjum um stuðning og
styrk til handa eftirlifandi eigin-
konu og öðrum ástvinum hans.
O.Á.P.
Elskulegur tengdafaðir, Gerhard
Olsen, er látinn langt fyrir aldur
fram. Einmitt nú, þegar hann var
nýhættur að fljúgá og gat farið að
vera heima í ró og næði, en þar
vildi hann helst vera, kom kallið sem
enginn getur skorast undan. Við
sem eftir stöndum verðum að sætta
okkur við það, hversu erfitt sem
það er. En við getum reynt að nota
þann styrk sem hann bjó sjálfur
yfir og hefur án efa sent okkur á
þessum erfiða tíma. Minning hans
er best heiðruð með því að sýna
stillingu og láta ekki bugast.
Nú þegar Gerhard Olsen hefur
kvatt er sorgin og söknuðurinn
mikill, en sárust er sorgin fyrir
tengdamóður okkar, sem sér á eftir
góðum eiginmanni, sem var henni
allt í öllu. Hún, synirnir og fjölskyld-
ur þeirra áttu hug hans allan. Það
fer því ekki hjá því að þeir sem
hafa átt mikið hljóta að missa mik-
ið. En minningin um góðan, traust-
an og tryggan eiginmann, föður,
tengdaföður og afa mun áfram lifa
og ylja um ókomin ár. Hans mann-
kostir og eiginleikar lifa áfram í
sonum hans, sem allir líkjast hon-
um, hver á sinn hátt.
Genni, eins og hann var alltaf
kallaður, var á margan hátt sér-
stakur maður. Hann var orðvar,
hugsunarsamur og traustur sem
bjarg. Reglusemi var honum í blóð
borin, einnig það að standa við það
sem hann sagði, allt var það sem
stafur á bók. Það sem hann átti
að sjá um þurfti að vera í lagi og
aldrei hætti hann við hálfnað verk.
Tilfinningar sínar bar hann ekki
á torg og var lítið fyrir að láta
hæla sér. Þess vegna er ekki við
hæfi að hér sé skrifuð löng hól-
grein um hann, enda þótt það sé
hægt, því einlæga aðdáun og virð-
ingu okkar átti hann svo sannar-
lega.
í dag þegar við kveðjum góðan
tengdaföður er okkur efst í huga
þakklæti til hans. Þakklæti fyrir
allt sem hann var allri ljölskyld-
unni. Við erum ekki búnar að átta
okkur á, að hann kemur ekki aft-
ur, en eitt er víst, að oft eigum við
eftir að hugsa til hans, þegar við
verðum hjálparþurfi. Það hefur
myndast stórt skarð í fjölskylduna
og það verður ekki fyllt. Enginn
getur komið í stað Genna. Það er
sagt að tíminn lækni öll sár, en við
vitum að hann læknar ekki, heldur
deyfir og mildar.
Með virðingu og þökk kveðjum
við þennan sterka, trausta og
trygga mann, sem aldrei sýndi okk-
ur neitt nema góðvild og umhyggju.
Megi Guð blessa minningu hans
og styrkja Huldu tengdamóður okk-
ar og syni þeirra í þessari miklu
sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Fyrir hönd tengdadætra,
Ólafía Árnadóttir.
Excel á Macintosh
Skemmtilegt og fræðandi 4 daga námskeið um
þetta öfluga forrit hefst á mánudag. Tími 16-19.
Töflureiknir, gagnagrunnur og viðskiptagrafík.
Tölvu- og verkfræölþjónustan
Grensásvegi 16 • Stmi 68 80 90
Greiöslukortaþjónusta
og sanngjarnt sumarverö
Fyrir Manex meóferó
Eftir Manex meóferð
„Ég hafði verið með
blettaskalla um nokk-
urra mánaða skeið.
Læknisferðir höfðu
lítinn árangur borið og
örlítill hárvöxtur var
farinn að koma aftur.
En MANEX vökvinn jók
mjög hárvöxtinn. Á
tveimur mánuðum eru
fjórir blettir að heita
má horfnir, en tveir eru
að byrja að lagast. Þó
hef ég ekki notað
MANEX nógu reglu-
lega, ekki nema 1-2 í
viku.“
Marta S. Gísladóttir,
Oddabraut 4,
815 Þorlákshöfn.
FLASA
Lilja Bragadóttir:
„Ég var orðin verulega
áhyggjufull út af hár-
losinu. Ég hafði reynt,
ýmis efni án árangurs,
þar til ég byrjaði að
nota MANEX hárvökv-
ann. Hann kom í veg
fyrir hárlosið og betr-
umbætti hárið."
PERMANEHT
Jóhannes S.
Jóhannesson:
„Ég hafði í gegnum ár-
in reynt allt til að losna
við flösuna en ekkert
dugði. Ég hélt ég yrði
bara að sætta mig við
þetta. En nú veit ég
betur. MANEXvökvinn
virkilega virkar."
EXEM
Slíkar umsagnir berast okkur daglega.
Hefur Uú reynt MANEX hárvökvann
tyrir kitt hár?
Helldsölubirgðir:
Fæst á flestum rakaia- og hársnyrtistofum
og í nokkrum apátekam.
ambrosia
JMBOOS- 0G HEILDVERSLUN
Sími 91-680630.
Arnhildur
Magnúsdóttir:
„Hár mitt hefur verið
ómeðfærilegt og tekið
illa permanenti.
MANEX vökvinn gjör-
breytti hári mínu. Nú
get ég haft perman-
ent-krullurnar án þess
að þurfa að vesenast í
því með krullujárni
o.fl."
Tómas Friðjónsson:
„[ fjölda ára hef ég
barist við mjög slæmt
exem í hársverði. Ég
hafði reynt ýmis smyrsl
o.fl. án teljanlegs ár-
angurs. Með einni
flösku af MANEX hár-
vökvanum tókst mér
hins vegar að hreinsa
í burt allt exem og í dag
sést ekki vottur af því
hjá mér.“
MÁLAÐU
BETUR
MEÐ
VITRETEXl
Utan- og innan-
hússplastmálning
VITRETEX er
vatnsþynnanleg innan-og
utanhúss plastmálning.
Veðrunarþol er mikið og
viðloðun óhreininda lítil.
VITRETEX er mjög létt I
vinnslu, gefur jafna og
góða filmu og er auðveld í
málun. VITRETEX hindrar
ekki eðlilega rakaútgufun
úr steinsteyþu. VITRETEX
fæst í 1 Itc, 4 Itr. og 10 Itr.
umbúðum.
-Slippfélaglð■
Málningarverksmiðja1
Dugguvogi 4