Morgunblaðið - 12.07.1989, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1989
mmm
Viltu færa íbúðarlánið yfir
á nafii sonar míns.
HÖGNI HREKKVÍSI
2,5 milljarðar krona
'■ yggingar 696 íbúða
... ... rlkiftin* ákvað á fúndi sínum i (tær a.1
STJÓRN
FSSSJSsSgSSS'íS
7 urði E. Guðmundftftym, * * u
Annars vegar er um að r*ða 396
(búðir aem veitt verður lán Ul úr
i Bytcginganýóði verkamanna. Par af
1 eru 226 i verkamannabústððum, 61
Lpr leiguibúð og 110 eru félagalcgar
IL aupleigu ibúðir. Fram að áramótum
» a til útborgunar 197 milljðnir
óna vegna byggingar verka-
tnnabústaða. 50 miHjönir til bygg-
' ir leigulbúða og 111 milljðnir til
og 325 miHjðnum krðna til félap-
legra kaupleiguíbúða og snemmaárs
1991 26 milljðnum samU s til v»-
bóur. 1 heildina tekið eru þetta 900
milljðnir til verkamannabÚ8taða24t
milljónir til leiguibuða og 440 milj-
*£ ui i««.i.i~
eða samuls 1.584 milljðmr krðna.
Þá verða veitt lán til byggingar
eða kaupa 300 Ibúða úr Byggingar-
áætlunum Húsnæðisstofnunar, og
384 miHjðnum á næsU án^þanniK
að samUls verður um að rseða 576
milljðnir króna. H,ns'í*pr5r “í"
að neða 156 öldrunaribuðir. 79 millj-
ðnum verður veitt til þeirra i haust
202 á nsesU án og 13 milljónum I
ársbyrjun 1991. Samtals verður veitt
til þessara Ibúðabygginga úr Bygg-
ingasiMi rikisins 870 miljjðnum
krðna, aö mati HúsnæðissUfnunar.
SamUls nema lánveitingar ur
báðum ajððunum I haust til þessara,
696 Ibúða 629 miHjónum króna,
tamkvæmt áæUunum Húsnæðis-
stofnunar, á næsU án 1.786 rnilljón-
um króna og 39 milljónum króna I
býlishúsum. Hún leggur nyög miklrl
áherslu á að framkvæmdaað>la|
gangi úr skugga um hvort ekki »■
hægt að noU þetU fé
kaupa ibúðir á almennum markaí|
i lióst er að ! ýmsum byggðarloi ■
i standa Ibúðir j-mist auðar e^
eru mjög erfiðar I sölu,- sagði Si.1
urður E. Guömundsson I samtali'»
Morgunblaðið eftir fundinn I g*>I
Okkur finnst eðlilegt og rett L
látið veröi á það reyna hvort ej
aé unnt að fá þær Ibuðir keyp«
áður en ákvarðanir verða teknar J
nýbyggingar. Að öðru leyti ■
mestu um ákvarðamr Husnf J
stjómar að mæU þörfmm fynr 1"
Þessir hringdu . .
Er ekki þörf á að
endurskoða reglurnar?
Einn húsnæðislaus hringdi:
„Ég sótti um íbúð í verkamanna-
bústað á sínum tíma en fyrir
skömmu var mér tilkynnt að ekki
væri hægt að hjálpa mér að svo
stöddu. Skilst mér að stór hluti
þeirra sem um sækja fái ekki úr-
lausn. Þetta fólk á yfirleitt ekki um
neitt annað að velja en leigumarkað-
inn því það ræður ekki við að kaupa
á frjálsum markaði. Ég verð að við-
urkenna að ég er sár út í þetta
kerfi. Þarna eru of skörp skil að
mínu mati. Annað hvort fá menn
íbúðir upp í hendurnar á vildarkjör-
um eða þeir fá hreint ekki neitt.
Væri ekki réttara að kjörin væru ef
til vill ekki alvega svona góð og fólk
væri látið borga meira? Þannig gætu
fleiri fengið úrlausn. Fyrir nokkru
birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem
segir að ákveðið hafi verið að veija
2,5 milljörðum króna tii byggingar
íbúða á félagslegum grundvelli á
næstu átján mánuðum. Þetta er
mikið fé. Er ekki þörf á að endur-
skoða reglurnar fyrir úthlutun þess-
ara íbúða?“
Páfagaukur
Grænn og gulur páfagaukur
flaug út um glugga við Lokastíg
fyrir skömmu. Vinsamlegast hring-
ið í síma 15431 ef hann hefur ein-
hvers staðar komið fram.
Hjól
Rautt kvenhjól af tegundinni Tun
turi, með hvítum hnakk var tekið
við Fjölnirsveg fyrir skömmu. Þeir
sem geta gefið upplýsingar um
hvar það er niður komið eru vinsam-
legast beðnir að hringja í síma
14236.
Um dýr og menn
Kæri Velvakandi.
Sumu fólki virðist illa við öll dýr
en sérstaklega hunda og ketti, og
vill ekki vita af þeim í nágrenni við
sig. Telur það sig verða fyrir marg-
háttuðum óþægindum af þeim eins
og kom fram í umræðunni um
hundahaldið á sínum tíma. Ég vil
meina að það sé þroskandi, jafnt
.fyrir börn sem fullorðna, að læra
að umgangast dýr og sjálfur hefði
ég ekki viljað fara á mis við það serri
barn.
Því er nú einu sinni svo varið að
við mennirnir verðum hveijum öðr-
um til miklu meiri vandræða en dýr-
in sem alltaf verða að lúta í lægra
haldi. Fyrir skömmu var verið að
tala um það í Velvakanda að of
margir kettir væru hér í borginni
og sagt að það kæmi niður á fugl-
alífinu. Mér sýnist fuglalífið fjöl-
skrúðugt hér í borginni þrátt fyrir
kettina. Eitrun í görðum er smáfugl-
unum hættulegri en allir kettir
landsins samanlagt. Hvernig væri
að hætta að eitra?
Dýravinur
Gullhálsmen
Gullhálsmen tapaðist á föstudag,
líklega við Miklagarð við Sund eða
þar í grennd. Á menið er greypt
bænin Faðir vor og er þess sárt
saknað af eigandanum. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 79398.
/HcMrœ/ct
Þegar íslenskum verslunum
eru gefin erlend nöfn er um
leið verið að fjölga slettum í
íslensku og skapa þeim
fótfestu þar. Er það það sem
Víkverji skrifar
Víkvetji var að hlusta á tónlist
í morgunútvarpi rásar 1 á
föstudaginn og hrökk við, er hann
heyrði kynni segja frá því, að
Bandaríkjaher hefði komið þann
dag, 7. júlí, fyrir 48 árum, Iofað
að fara eftir að hernaðarátökum
lauk, en eins og við öllum vitum
var þessi samningur framlengdur
sagði þulan í lokin. Víkveiji skyldi
þessi orð á þann veg, að Bandríkja-
menn hefðu ekki staðið við fyrir-
heitið frá 1941 og haldið áfram að
hafa hér herafla eftir að stríðinu
lauk, þvert ofan í það, og hann
væri hérna enn þá.
Hvað sem þessp einstaka atviki
líður hefur Víkverji þá skoðun, að
það sé leiðigjarnt að hlusta á upp-
rifjun á gömlum atburðum í
símskeytastíl á morgnana, þegar
kveikt er á útvarpi til að heyra ljúfa
tónlist. Hér er um smekksatriði að
ræða og auðvitað má deila um það.
Hitt er alvarlegra ef þeir sem standa
fyrir slíkri uppriijun eru svo illa að
sér, að þeir fara beinlínis rangt með
eins og kynnirinn að morgni 7. júlí.
Bandaríkjaher fór héðan af landi
brott 8. apríl 1947 og stóð þar með
við samninginn frá 1941. Síðan var
samið við Bandaríkjamenn að nýju
1951 og á grundvelli þess varnar-
samnings kom varnarliðið hingað í
maí 1951.
xxx
eir sem hafa áhuga á að rann-
saka íjölmiðlaframgöngu
stjórnmálamanna og áhrif hennar
ættu að líta á viðtölin þrjú sem birt-
ust við Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra í blöðunum 30.
júní og 1. júlí. í þessum viðtölum,
sem voru í Þjóðviljanum, Alþýðu-
blaðinu og hér í Morgunblaðinu
ræddi ráðherrann jafnt utanríkis-
sem innaríkismál og útlistaði skoð-
anir sínar rækilega.
Eftir helgina beindist athyglin
þó einungis að einu atriði: Hvernig
ráðherrann ætlaði að haga framtíð-
arstörfum sínum í utanríkisráðu-
neytinu. Hvort hann ætlaði að ráða
sér staðgengil, aðstoðarmann eða
jafnvel skipta um embætti við Jón
Sigurðsson flokksbróður sinn. Allt
annað sem ráðherrann sagði var
gleymt og grafið, þetta stóð eitt
eftirog þótt undarlegt megi.virðast
eftir umræður um málið í eina viku,
finnst líklega mörgum að ekki hafi
verið tekið af skarið um hve lengi
Jón Baldvin ætlar að sitja í utanrík-
isráðuneytinu né hvernig hann ætl-
ar að standa að embættisfærslu
sinni þar.
Það stendur óbreytt sem hann
sagði í Morgunblaðsviðtalinu þegar
hann ræddi um staðgengilinn, að
næstu sex mánuði telur hann sig
hafa svo mikið að gera við að sinna
EFTA, að íslensk stjórnmál og
stjórnarstörf hljóti að víkja eða sitja
á hakanum.
xxx
Víkveiji telur þetta rannsóknar-
efni vegna þess, að utanríkis-
ráðherra hefur áreiðanlega átt von
á því, að athygli manna beindist
að allt öðru eftir þessa viðtalasyrpu
heldur en framtíð hans sem ráð-
herra. Er ekki að efa, að hann hef-
ur litið þannig á, að hann væri að
styrkja stöðu sína með því að ræða
jafn ítarlega við ijölmiðla og raun
bar vitni. Þegar upp er staðið blas-
ir við, ,að hið gagnstæða gerðist.