Morgunblaðið - 16.09.1989, Side 33

Morgunblaðið - 16.09.1989, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989 33, Hulda Sigurðardóttír frá Króki - Minning Fædd 12. nóvember 1915 Dáin 9. september 1989 I dag 16. september er borin til grafar í Hafnarfjarðarkirkju amma mín, Hulda Sigurðardóttir frá Króki í Suðursveit. Hulda fæddist 12. nóvember 1915 á Vagnstöðum í Suðursveit. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Gíslason og Þorbjörg Teitsdóttir. Hulda giftist Hermanni Eyjólfssyni f. 11.1. 1916, og eign- uðust þau fimm börn: Sigþór f. 15.6. 1938, Gísla Eymund f. 16.02. 1941, Gunnar Val f. 15.11. 1942, Erlu Sigríði f. 8.9. 1945 og Guðna Þór f. 7.4. 1954. Barnabörn þeirra eru nú fjórtán talsins og barna- barnabörn sautján. Hulda ólst upp í Króki í Suður- sveit ásamt fimm systkinum sínum, þeim Benedikt, Sigríði, Ragnari, Skafta (d. 25 ára) og dreng er lést aðeins hálfs árs gamall. Hún vann öll almenn sveitastörf heima fyrir og á öðrum bæjum. Nítján ára að aldri réðst hún til starfa til Reykjavíkur. Þaðan lá leið hennar að Svanastöðum í Mosfellsdal, þar sem hún vann sem vinnukona í eitt sumar. 1936 fór hún heim í Suður- sveit á ný, og kynntist þá . afa skömmu eftir það. Þau hófu búskap í Suðursveit og bjuggu þar fimm fyrstu árin, en fluttust árið 1943 til Hafnar í Hornafirði. Þar bjuggu þau á Hlíðarenda, Hafnarbraut 45a, allt til ársins 1981, er þau fluttust í Miðtún 10. Þar hafaþau búið síðan. Nú þegar gamla konan er horfin á braut, koma upp margar góðar minningar í hugann. Minningar um konu sem hafði kærleika, fórnfýsi og vinnusemi að leiðarljósi í lífi sínu. Amma hafði yndi af því að fá til sín gesti, og til henanr var alltaf gott að koma. Hún var ein þeirra manneskja sem vilja alltaf allt fyrir aðra gera, og lét hún alltaf sína hagsmuni víkja. Hennar hamingja fólst í því að gera vel við aðra, og alltaf hugsaði hún um að gera öðr- um sem minnst ónæði — allt fram á síðustu stundu. Hulda var gífur- lega sterk í sínum veikindum og kvartaði aldrei undan slíku heldur dró jafnan úr því hversu veik hún var. Sjón hennar hafði hrakað mjög síðasta árið. Hún lét það ekki á sig fá og hélt áfram að halda heimili þeirra hjóna, og hélt því áfram með miklum sóma allt fram á síðasta dag. Ósérhlífni og dugnaður hennar gerðu það að verkum að hún hélt þessu áfram. Uppgjöf var ekki til í huga hennar. Enda þótt ættingjum hennar og vinum hafi verið kunnugt um veik- indi hennar, kom fréttin um skyndi- lega versnandi heilsu hennar og síðar dauða sem reiðarslag. Engan hafði órað fyrir að hún myndi yfir- gefa okkur svo snemma. En svona er lífið, það kemur og það fer án þess að við getum nokkuð að gert. Við sem eftir sitjum í sorginni vitum að Guð hefur veitt henni blessun sína og veglegan sess í ríki sínu, það átti húnsvo sannarlega skilið. Þó hún amma mín sé nú dáin, vitum við að minningin um hana mun lifa með okkur um alla eilífð. Afa mínum, ættmennum, afkom- endum, tengdabörnum og vensla- fólki votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sinni miklu sorg. Kvödd er mikilfengleg kona. Blessuð sé minning hennar. Hermann Þór Erlingsson Síminn hringir snemma morg- uns, og mér er sagt að hún Hulda frænka sé dáin, að hún hafi veikst skyndilega kvöldið áður, en því miður hafi ekkert verið hægt að gera henni til hjálpar. Það koma fram í hugann ótal minningar frá liðnum árum, þegar við systkinin heimsóttum hana sem börn og seinna ég og mín fjöl- skylda, nú síðast í ágúst, og óraði mig ekki fyrir því þá þegar við sát- um og spjölluðum saman að þetta yrðu okkar síðustu samverustundir. Mig langar með þessum orðum að þakka frænku minni og nöfnu, fyrir allt sem hn hefur gert fyrir mig og mína tjölskyldu á liðnum árum. Að lokum sendi ég aðstand- endum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er átt’í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu og .set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blið. Blessuð sé minning hennar. Hulda t Hjartkær sonur minn, BÆRING VAGN AÐALSTEINSSON, er látinn. Fyrir mína hönd, barna hans og systkina, Svanhildur Maríasdóttir. t Ástkær eiginkona mín og dóttir okkar, MARGRÉT BJÖRGÓLFSDÓTTIR, Sólvallagötu 45, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. september kl. 13.30. Jónas Sen, Þóra Haligrímsson, Björgólfur Guðmundsson. Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför frænku okkar, MARGRÉTAR LÁRUSDÓTTUR, Eskihlíð 33. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Jóhannsdóttir og fjölskylda. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sendu Sambýli ein- hverfra, Trönuhólum 1, Reykjavík gjafir í minningu ÓLAFS JÓNSSONAR frá Skála, Aðallandi 6, Reykjavfk. Fyrir hönd Sambýlisins, Sigríður Lóa Jónsdóttir, forstöðumaður. Aldarminning: Ágústa S. Steindórs- dóttir, Hnífsdal Þann 11. septembei' sl. hefði amma mín, Agústa Sigurborg Steindórsdóttir, átt einnar aldar afmæli en hún lést í nóvember 1979, rétt 90 ára. Hún fæddist á Snæfjöllum á Snæfjallaströnd 11. september 1889. Foreldrar hennar voru Sigur- borg Márusdóttir og Steindór Gísla- son. Ágústa amma var eina dóttir þeirra hjóna en auk hennar áttu þau fimm syni, af þeim komust þrír til manns. Ágústa varð ung að fara að vinna með foreldrum sínum og þótti dugn- aðarforkur til allra verka, vann karlmannsverk sem önnur. Ágústa giftist 20. desember 1924 Guðjóni Magnússyni frá Hóli í Bol- ungarvík og bjuggu þau allan sinn búskap í Hnífsdal, lengst af í litla húsinu sínu við Strandgötu. Þeim varð ekki barna auðið en ólu upp tvö fósturbörn, þau Svanfríði Kristínu Benediktsdóttur (foreldrar hennar voru Jóna P. Sigurðardóttir og Benedikt Ásgeirsson frá Galtar- hrygg), og Kristinn Benediktsson (foreldrar hans voru Kristín Jóns- dóttir og Benedikt Rósi Steindórs- son, bróðir Ágústu). Svanfríður móður mína tóku þau hjón í fóstur aðeins 20 mánaða gamla en Kristin fárra vikna. Hjólreiðakeppni í Haftiarfirði Hjólreiðakeppni JC HafharQarðar og Hjólreiðafélags Reykjavík- ur fer fram á götum Hafnaríjarðar á morgun, sunnudaginn 17. september. Keppnin hefst við Lækjarskóla klukkan 10 f.h. Keppt verður í þremur flokkum, 1. keppnisflokki, 19 km. 2. almennum flokki 14 ára og eldri, 10 km. 3. unglingaflokki, 13 ára og yngri, 5,5 km. Hjólreiðamenn í keppnisflokki munu keppa um Iðnaðarbanka- skjöldinn, en sá skjöldur er farand- gripur. Auk þess fá þrír efstu menn í hveijum flokki verðlauna- peninga. Eftir keppnina munu keppendur og þeir, sem hafa áhuga, á hjóla hring í bænum og enda síðan við Lækjarskóla þar sem verðlaunaaf- hending mun fara fram. JC Hafnarfjörður fer þess á leit við ökumenn að þeir sýni keppend- urn hina fyllstu tillitssemi. Einnig skorum við á alla áhuga- menn um hjólreiðar að koma og hvetja keppendur til dáða. (Frcltatilkynning) Amma hafði þá atvinnu auk ann- ars að vera pijónakona í Hnífsdal. Og fórum við ömmubörnin og langömmubörnin ekki varhluta af því. Á jólum fengum við öll mjúka pakka frá ömmu og afa með ein- hverri flík en ömmu féll aldrei verk úr hendi við hannyrðir. Amma var skaprík kona og oft gustaði af henni, vinnusöm var hún og gerði miklar kröfur til sín sem annarra. Þann 29. september eru 90 ár liðin frá fæðingu Guðjóns en hann var 10 árum yngri en amma. Hann stundaði sjómennsku um langan aldur. Guðjón lést 17. desember 1973, 74 ára að aldri. Mér er Ijúft að minnast þeirra mætu hjóna sem tóku mér opnum örmum er ég sem barn dvaldi hjá þeim sumarlangt á ári hveiju. Frá þeim tíma á ég margar góðar minn- ingar. I tilefni þess að nú eru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Ágústu Sigui'borgar mun fjölskylda hennar og nánustu vinir hittast og minnast þeirra merku hjóna. Sigurboí'g Sveinbjörnsdóttir + Hugheilar þakkir færum við þeim fjölmörgu, er auðsýnt hafa okk- ur samúð og hlýhug við fráfall dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, BRYNDÍSAR ÞÓRARINSDÓTTUR, fóstru, Rauðalæk 36. Alda Andrésdóttir, Þórarinn Árnason, Auður Þórarinsdóttir, Bjarni Jóhannesson, Þórarinn Árni. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR GÍSLADÓTTUR, Hraunbæ, Álftaveri. Sérstakar þakkirtil þeirra, sem aðstoðuðu í hana veikindum henn- ar. Þorbergur Bjarnason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall dóttur minnar, eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HÖNNU E. G. PÁLSDÓTTUR, Grettisgötu 96, er lést 2. september sl. Margret A. Pálmadóttir, Gyða S. Halldórsdóttir, Hanna E. Halldórsdóttir, Páll E. Halldórsson, Gunnar S. Halldórsson, Einara Ingimundardóttir, Halldór Þorgrímsson, og barnabörn. Hreinn M. Björnsson, Sigurjón Bjarnason, Bára M. Sigurgísladóttir, Björg Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.