Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 19 deildar Borgarspítalans og Rann- sóknarstöðvar Hjartaverndar var gerð rannsókn á fitusýrusamsetn- ingu blóðfitu meðal sjúklinga með hjartakveisu og fyrri kransæða- stíflu, sjúklinga með bráða krans- æðastíflu og heilbrigðra. Heilsufarsathugun á öldruðu fólki Heilsufarsathugun á úrtaki Reykvíkinga 80 ára og eldri fór fram á vegum öldrunarþjónustu- nefndar og Hjartaverndar. Boðið var til skoðunar 150 manna úrtaki en alls voru skoðaðir 107, flestir á Rannsóknarstöð Hjartaverndar, en allmargir, sem ekki voru ferðafæí- ir, voru skoðaðir í heimahúsum. Þessa rannsókn önnuðust Ársæll Jónsson, læknir, og Þórhannes Ax- elsson, félagsfræðingur. Rannsókn á skammvinnri heilablóðþurrð Dr. med. Gunnar Guðmundsson, yfirlæknir, og John Benedikz, lækn- ir við taugasjúkdómadeild Landspít- alans, hafa í samstarfi við Rann- sóknarstöð Hjartaverndar unnið að könnun á vissum taugasjúkdómum, einkum blóðrásartruflunum á heila, þ. á m. svokallaðri „skammvinnri heilablóðþurrð" en þetta sjúkdóms- einkenni er talið vera tiltölulega áreiðanlegur fyrirboði um alvarlegri blóðrásartruflun svo sem heilablæð- ingu eða blóðtappa í heilaæð. Er því talið mikilvægt að finna þetta einkenni í tíma, þannig að hægt sé að koma við varnaraðgerðum. Rannsókn á gigtarþætti Blóðsýni hafa verið tekin út' þátt- takendum í hóprannsókn Hjarta- verndar frá upphafi til mælinga á sk. gigtarþætti í blóði (rheumatoid factor) í samvinnu við Gigtsjúk- dómafélag íslenskra lækna (Jón Þorsteinsson) og Rannsóknarstofu Háskólans í sýklafræði (Arinbjörn Kolbeinsson) og Karolinska Insti- tutet (dr. Erik Allander). Rannsókn á blóðhag o.fl. í samvinnu við Rannsóknarstofu Landspítalans (Jón Jóhannes Jóns- son) var safnað blóðsýnum í sk. Monica-rannsókn til að kanna blóð- hag þátttakenda, járn og járnbindi- getu í blóði og algengi sjúkdómsins hemochromatisis. Rannsókn á tannheilsu í samvjnnu við tannlæknadeild Háskóla íslands (Einar Ragnars- son, lektor, Sigfús Þór Elíasson, prófessor og Siguijón H. Ólafsson, lektor) hefur verið unnið að könnun á tannheilsu þátttakenda í hóprann- sókn Hjartaverndar. Samvinna við krabbameinsskrá í samvinnu við próf. Hrafn Tul- inius, yfirlækni krabbameinsskrár, hefur verið unnið að könnun nokk- urra áhættuþátta þeirra þátttak- enda í hóprannsókn Hjartaverndar er greinst hafa með krabbamein. Svo virðist sem sumir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma og krabba- meins geti verið sameiginlegir. Þær rannsóknir sem hér hafa verið taldar, ásamt hinni eiginlegu hóprannsókn Hjartaverndar hafa veitt mikijvægar upplýsingar um heilsufar íslendinga. Upplýsingum er stöðugt verið að koma á fram- færi bæði meðal lækna og leikra. Þannig hafa nú verið birtar um 170 vísindalegar greinar um niðurstöður þessara rannsókna í erlendum og innlendum læknaritum og niður- stöður kynntar almenningi á marg- víslegan hátt í ijölmiðlum og á fund- um. Árangur af þessu starfi öllu má merkja á ýmsum sviðum. Allir helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru nú á undanhaldi, blóðþrýstingur hefur lækkað, blóð- fita hefur lækkað og reykingar minnkað. Dánartíðni vegna hjarta- og æða- sjúkdóma virðist .ekki hafa aukist sl. 10 ár gagnstætt því sem áður var þegar tíðni þessara sjúkdóma óx stöðugt ár frá ári. Höfundur er yfirlæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Kentruck Vandaöir iyftarar á lægsta verðinu &0- ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK - SIMI 687222 -TELEFAX 687295 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!_____________x Löng hrísgjrón með ristuðu heilvheitiklíði, núðlumog bragðgóðu grænmeti. Ljúf- fengur fjölskylduréttur. Fyrir 4 - suðutími 8 mín. Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON.s C(). Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 . Ct-*'i'uólms-beyki& - er þa& ekki ‘legt. Tilvaliö í staðinn fyrir gamla .....im... Ekki taka samt ákvörðun strax u getur valiö um 49 tegundir til viðbótar. nasonhf ! rík: í ilar í búöinni okkar og í nýja parket æklingnum frá KÁHRS. Velkomin. ARMUIA 8, 108 REYKJAVIK, SIMI 82111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.