Morgunblaðið - 12.10.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.10.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989 Björn Þórhallsson gefur ekki kost sér til formennsku 1 LIV: Kona væntanlega næsti formaður BJORN Þórhallsson, formaður Landssambands íslenskra verslunar- manna, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í LÍV á þingi þess sem haldið verður um hclgina. Björn hefur setið í stjórn landssambandsins frá stofnun þess 1972 eða í tæp átján ár. ,,Það er sjálfsagt mál til komið að breyta til og ekki nema eðlilegt að það sé gert,“ sagði Björn í samtali við Mogunblaðið. Hann sagðist að- spurður ekki ætla að hætta afskipt- um af verkalýðsmálum, en það yrði að ráðast með hvaða hætti það yrði. Björn sagði að kjaramálin yrðu eins og fyrri daginn stærsta mál þingsins. Þáyrðudög LÍV til endur- skoðunar, Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands héldi Torfi Jónsson Torfi Jónsson í Galleríi Borg árið 1957 og verið formaður Irá framsögu um stöðu verkalýðshreyf- ingarinnar og framtíð, Guðmundur H. Garðarsson, hagfræðingur, myndi fjalla um lífeyrismál, sem væru mik- ið hagsmunamál, Þráinn Hallgríms- son, skrifstofustjóri ASÍ, myndi fjalla um fræðslumál og hugsanlega yrði einnig kynning á Evrópubandalaginu og því sem við blasti í tengslum við það. „Eg reikna nú varla með því að við ætlum að leggja heildarefnhags- stefnu fyrir þjóðina, eins og mér skilst að annað samband ætli að gera sem fundar á svipuðum tíma. Menn verða að hafa verkaskiptingu í þessu,“ sagði Bjöm. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en þingið færi fram í friði og spekt. Það hefði oft- ast nær verið venjan. Menn hefðu reynt að halda sig við málefni og ekki verið mikið á auglýsingaþeys- ingi. Fullgildir félagar í aðildarfélögum LÍV eru 14.500 og reikna má með að félagar alls séu á sextánda þús- und. 113 fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu. Talsverður meirihluti í félögunum eru konur, enda er rætt um að næsti formaður sambandsins verði kona. Björn sagði að margar mjög hæfar konur væri að finna inn- an vébanda landsambandsins og hann tryði ekki öðru en hægt væri að finna meðal þeirra góðan foringja. Morgunblaðið/Sverrir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, Jóhann Ólafsson, formaður Verslunar- ráðs íslands, Guðjón Oddsson, formaður Samstarfsráðs verslunarinnar, Páll Bragason, varaformaður Félags islenskra stórkaupmanna, Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands og Arni Reynisson, framkvæmdasfjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Samstarfsráð verslunarinnar: Virðisaukaskattur verði ekki notaður til aukinnar skattheimtu SAMSTARFSRÁÐ verslunarinnar hefúr sent alþingismönnum bréf þar sem þeir eru hvattir til þess að standa vörð um að tilkoma virðisauka- skatts í stað söluskatts, sem fyrirhuguð er um næstkomandi áramót, verði ekki notuð til þess að auka enn meira skattheimtu á landsmenn og fyrirtæki og þar með hækkun vöruverðs. Aðild að Samstarfsráði verslunarinnar eiga Félag íslenskra stórkaupmanna, Kaupmannasam- tök íslands og Verslunarráð íslands. í bréfinu segir að samstarfsráðið ráðherra setur, og að uppgjörstíma- skori á fjármálaráðherra og alþingis- menn að tryggja að virðisaukaskatt- urinn verði í einu þrepi. Það verði ekki hærra en 22%, eins og upphaf- lega hafi verið gert ráð fyrir, og undantekningar frá því verði helst engar. Ákvæði laga um greiðslufrest skattsins í tolli verði virk frá fyrsta degi með reglugerð sem fjármála- bil skattsins verði fjögur á ári í stað sex. Þá verði tryggt að skattskylda verði miðuð við greiðsluaðferð en ekki reikningsaðferð, með sérstöku tilliti til afborgunarviðskipta, og að sett verði reglugerð um endur- greiðsiu skattsins til erlendra ferða- manna. Á blaðamannafundi sem Sam- starfsráð verslunarinnar hélt til að kynna efni bréfsins var vakin at- hygli á því, að í lögum um virðis- aukaskatt væri heimild til ráðherra að ákveða greiðslufrest skattsins við vöruinnflutning. Að sögn Páls Bragasonar, varaformanns Kaup- mannasamtaka íslands, hefur verið áætlað að ef innflutningsverslunin þyrfti að staðgreiða virðisaukaskatt við innflutning, þá gæti það þýtt 2-4% hækkun á innflutningsverðlagi vegna fjármagnskostnaðar, miðað við 22% virðisaukaskatt og meðal- talsbirgðahald. TORFI Jónsson opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Borg, Pósthússtræti 9, fímmtudaginn 12. október, klukkan 17. Torfi Jónsson er fæddur á Borg í Stokkseyrarhreppi 1935. Hann stundaði nám í Handíða- og mynd- listaskólanum á kvöldnámskeiðum, síðan í listaháskólanum í Hamborg 1956-1961. Torfi hefur haldið nokkrar einka- sýningar m.a. á Loftinu 1976, Nor- ræna húsinu 1985 og í Svíþjóð 1988. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum. Á sýningu Torfa eru nú vatnslitamyndir frá Vest- fjörðum, málaðar sl. sumar. Við opnunina flytja Ingveldur Hjaltested og Jónína Gísladóttir lög eftir Sigvalda Kaldalóns og íslensk þjóðlög. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 10-18 og frá klukkan 14-18 um helgar. Henni lýkur þriðjudaginn 24. októþer. Dagur fatlaðra á föstudaginn: Hundruð mamia á biðlistum vegna húsnæðisvandamála DAGUR fatlaðra á íslandi verður haldinn föstudaginn 13. október. Þá verður farin ganga frá Hlemmi niður á Austurvöll undir kjörorð- inu Lífsgæði og á Austurvelli verður haldinn útifúndur. I frétt frá Landssamtökunum þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Islands, sem standa fyrir göngunni og fundinum, er meginósk fatlaðra að þessu sinni að sambýlum þeirra verði fjölgað. Samkvæmt upplýsingum svæð- isstjórna fatlaðra búa 108 einstaklingar við óviðunandi aðstæður í húsnæðismálum og umönnun og um 250 manns eru á biðlista hjá Öryrkjabandalaginu vegna húsnæðisvanda auk Qölmargra hjá sveitar- stjórnum víða um land. Alþýðusamband íslands, Banda- lag háskólamenntaðra manna í þjón- lag starfsmanna ríkis og bæja, ustu ríkisins taka þátt í göngu dags- Bandalag kennarafélaga og Banda- ins og útifundinum. Kvikmyndin Magnús tilnefnd til evrópskra verðlauna: Yiðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn - segir Þráinn Bertelsson leikstjóri „ÉG átti ekki von á þessu. í mestu bjartsýni lét ég mig dreyma um eina tilnefningu, en það hvarflaði ekki að mér að þær yrðu tvær,“ sagði Þráinn Bertelsson leikstjóri. Kvikmynd hans, Magnús, hefúr verið tilnefiid til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta kvikmynd ársins, auk þess sem handrit Þráins að myndinni var einnig tilnefht. Þráinn kvaðst líta svo á að í til- nefningunum fælist viðurkenning fyrir alla þá, sem störfuðu við kvik- myndagerð á íslandi og vonandi hvetti þetta þá til dáða. „Þessar tilnefningar gjörbreyta líka mögu- leikum mínum á að koma mynd- inni á framfæri erlendis, því nú vita allir, sem á annað borð fylgj- ast með málum í kvikmyndaheim- inum, af því að Magnús er til,“ sagði hann. „Ef myndin kemst eitt- hvað áfram í samkeppninni þá vekur það athygli á því sem við íslendingar erum að fást við, en hingað til hafa íslenskar kvik- myndir ekki átt upp á pallborðið hjá útlendingum." Þráinn kvaðst ekki gera sér nokkrar hugmyndir um í hvaða sæti myndin lenti við verðlaunaaf- hendinguna, sem fram fer í París 25. nóvember. „Tilnefningarnar eru meira en ég lét mig dreyma um,“ sagði hann. „Hins vegar held ég að aðeins 5 myndir séu tilnefnd- ar, svo árangurinn verður alltaf betri en í þeim evrópskum sam- keppnum öðrum, sem við höfum tekið þátt í, því þar höfum við allt- af verið i 16. sæti.“ Þráinn kvaðst ekki vita hversu Þráinn Bertelsson. margir hefðu séð Magnús, en hann hefði miðað við að myndin stæði undir sér ef 30 þúsund áhorfendur berðu hana augum. Því takmarki teldi hann náð. Gangan hefst kl. 16 á Hlemmi og verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Póst- hússtræti á Austurvöll. Göngustjóri verður Emil Bóasson, en tvær lúðra- sveitir leika í göngunni, Lúðrasveit verkalýðsins og Hornaflokkur Kópa- vogs. Á Austurvelli verður haldinn útifundur. Fundarstjóri verður Sig- mundur Guðbjarnaspn, háskólarekt- or, en ávörp flytja: Ásdís Skúladótt- ir, sem flytur ávarp dagsins, Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroska- hjálpar, Arnþór Helgason, formaður Óryrkjabandalagsins, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sem tal- ar fyrir hönd iaunþegasamtakanna. Formenn stjórnmálaflokkanna verða á útifundinum og verður þeim afhent ávarp dagsins. I lok fundarins verður borin upp ályktun, sem verð- ur afhent forsætisráðherra. í henni verður farið fram á að ríkisvaldið geri fjögurra ára áætlun um hvernig leysa megi bráðasta vanda mikið fatlaðs fólks með kaupum á vern- duðu húsnæði og rekstri þess. Einn- ig er því beint til ríkisstjórnarinnar að hún fylgist með högum fjölfatl- aðra barna, sem þurfa framtíðar- heimili. Að kvöldi föstudagsins hefst svo sameiginleg ráðstefna Öryrkja- bandalags Islands og Landssamtak- anna þroskahjálpar, sem verður fram haldið á laugardaginn, en á sunnudaginn verða landsfundir sam- takanna. 8 landa keppni í skák: ísland sendir sína sterkustu skákmenn SUNNUDAGINN 14. október, hefst í Álaborg í Danmörku 8 landa keppni í skák. Þetta er landsliðskeppni 6 manna sveita. 5. sæti er skip- að unglingameistara og 6. sæti kvennameistara. íslenska liðið er skip- að okkar sterkustu skákmönnum ef frá er talinn íslandsmeistarinn, Karl Þorsteinsson, sem átti ekki heimangengt að þessu sinni. Liðið er þannig skipað: 1. Jóhann Hjartarson, 2. Margeir Pétursson, 3. Helgi Ólafsson, 4. Jón L. Árna- son, 5. Hannes Hlífar Stefánsson (unglingaborð), 6. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir' (kvennaborð). _ í frétt frá Skáksambandi Islands segir m.a: „Keppni þessi er í framhaldi 6 landa keppninnar sem íslendingar tóku þátt í á 8. áratugnum með mi- sjöfnum árangri. Árið 1983, eftir að keppnin hafði legið niðri um nokkurt skeið, var hún endurvakin og Pólveij- um og Færeyingum bætt við. Keppn- in 1983 fór fram í Osló og þar sigr- uðu Pólveijar en íslendingar urðu í 3. sæti eftir að hafa leitt keppnina lengst af. í tvö næstu skipti var ís- land ekki með en sendir nú mjög sterka sveit til keppni. Vonir standa til að þessi sveit verði í baráttu um efstu sæti en mótstaðan verður þó harðvítug."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.