Morgunblaðið - 09.11.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 09.11.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐH) FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 Dúkrista og þurrkrít Aðalheiður Valgeirsdóttir Myndlist Bragi Ásgeirsson í Ásmundarsal opnaði. ung myndlistarkona, Aðalheiður Val- geirsdóttir, sýningu á dúkristum og þurrkrítarmyndum um sl. helgi. Þetta mun vera fyrsta einka- sýning Aðalheiðar, en áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum heima og erlendis. Uppi- staðan á sýningunni eru dúkris- turnar, sem eru ekki einasta stærstar og fyrirferðarmestar heldúr ótvírætt listrænastar. í þeim kemur fram viss grafísk kennd fyrir miðlinum og mögu- leikum hans og hvernig hægt sé að lífga upp sáraeinföld form og fá þau til að lifa sínu eigin lífi. Dúkristan er alveg sérstakur miðill innan grafík-tækninnar, með sín sérkenni og möguleika. Hér er tréristan skyldust, en mun harðari undir skurðaijárninu og erfiðari viðfangs. En möguleikar ■dúkristunnar eru engu að síður fjölþættir,, enda hafa margir heimsþekktir listamenn unnið í henni og náð eftirminnilegum ár- angri, m.a. sjálfur Picasso. Það er tvennt, sem er áberandi á þessari sýningu, og það er í hve fáum og einhæfum formum Aðal- heiður vinnur, sem kemur niður á þurrkrítarmyndum hennar, sem eins og verða eftir í listræna flug- inu. I öllu falli virka þær hálf líflausar innan um dúkristurnar, sem aftur á móti iða af innra lífi. Undraðist ég, hve gerandinn náði hér miklu úr litlu og vafalítið eru slík vinnubrögð einmitt ein megin- undirstaða allrar mikillar listar. Dúkristurnar eru óhlutlægar, en þó mjög lífrænar, sem einmitt gefur þeim gildi, en Aðalheiður getur einnig náð prýðilegum ár- angri í hlutlægum formum, svo sem litlu myndirnar sýna og vafal- ítið gæti hún nálgast meiri fjöl- breytni í formum og hrist upp í hugarfluginu með því áð leita meira til náttúrunnar. En hvað sem öðru líður telst þetta eftirtektarverð frumraun. Austræn áhrif List og hönnun BragiÁsgeirsson í vestari gangi Kjarvalsstaða sýnir Kristín Isleifsdóttir allnokk- ur leirlistarverk. Kristín er skóluð í Japan og eru japönsk áhrif eðlilega ennþá greinileg í munum hennar, en hún er þó smám saman að móta eigin viðhorf í samræmi við persónu- leika sinn. Maður sér strax á hinum öguðu verkum Kistínar, að hún hefur notið strangrar og nákvæmrar leiðsagnar í anda japanskrar nútímahefðar í hönnun og mótun leirmuna. Handbragðið er óaðfinnanlegt og einkum vakti athygli mína hin mjúka og skynræna áferð-mun- anna svo og látlaus og fagur gler- ungur. Einfaldleikinn og látleysið er aðal þessara leirmuna og þeir eru heilmikið augnayndi þeim, sem teljast hafa þroskað formkennd sína. Listakonan forðast allar skreyt- ingar, en dregur í þess stað fram eiginleika forma og áferðar til hins ýtrasta. Inntakið í verkum hennar eru nokkuf þemu, sem hún nefnir „Kafbátar", „Hjálmar" og „Varð- menn“. Hún hefur stillt varðmönnunum upp í langri röð, svo sem vera ber, og er þetta skemmtilegur lið- ur í uppsetningunni, sem er hin vandaðasta. Hér er á engan hátt leitast við að skapa hluti, sem ganga í augun á fólki, því að sjálft skreytigildið er í lágmarki og munirnir frekar líkastir sjálfstæðum rýmisverk- um. Hugmyndin að varðmönnunum er kannski sótt í kínverskan fom- leifauppgröft fyrir nokkrum árum, er í ljós kom ótölulegur fjöldi varðmanna í fullri líkams- stærð, en getur þó allt eins verið af japönskum uppruna. Þetta er sýning, sem vinnur á við hvetja nýja heimsókn, þótt hún láti kannski lítið yfir sér í fyrstu. ★ Snyrtívörubúðinni, Laugavegi 76, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13-18. ★ Bylgjunni, Hamraborg, Kópavogi, föstudaginn 10. nóvember kl. 13-18. SIEMENS ■ ■ Fjölhœft telefaxtœki! Siemens HF 2303 16 stiga gráskali. Sjálfvirkt endurval. Símaskrá. Sjálfvirkur skjala- matari f. 30 bls. Valskífa á tæki. Skammval og hraðval. Klukkustýrð sending. Stafaskjár. Pappírshnífur. Verð: 131.340 kr. Bjóðum einnig fyrirferðarlítið skrifborðs- tæki, Siemens HF 2301, á 83.475 kr. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 ■ TVÆR VANDAÐAR OG EIGULEGAR BÆKUR LÝÐRÆÐISLEG FÉLAGSSTÖRF eftir dr. Hannes Jónsson, fv. sendiherra Lýðræðisleg félagsstörf 2. útgáfa 1989. Heilsteypt og yfirgripsmikil handbók fyrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan þátt í félagsstarfi og ná árangri í fundarstörfum og mælsku. Bókin fjallar á hlutlausan, hagnýtan og fræðilegan hátt um alla þætti félags- og fundarstafa, fundi og fundarstjórn, félags- og forystustörf, mælsku, rökræður, lýðræðisskipu- lagið og samhengi félagslífsins. Auk þess eru í henni margar fróðlegar teikningar af hentugu fyrirkomulagi í fundarsal smærri og stærri funda. I bókinni eru verkefni og dagskrár til þjálfunar á 10 málfundum. Hægt er að fá með henni snældur með 10 stuttum kennsluerindum höfundar, sem sniðin eru eftir verkefnaskrá æfingafundanna. Hentug bók fyrir málfundar- stafsemi allra félaga, flokka og skóla. 304 bls. í Skírnisbroti. ftiá'lnoJtwmi tlf vtfrrn ityp, ti\h <ft. Haœít* Islensk sjálfstæðis- og utanríkismál Vönduð og stórfróðleg bók um mikilvægustu málefni ríkisins og stöðu þess í ríkjasamfélagi heims. Veitir innsýn í sjálfstæðis-, utanríkis- og öryggismál þjóðríkisins, konungríkisins og lýð- veldisins eins og þau tengjast samskiptum okk- ar við önnur ríki. Kemur þar fram margt, sem ekki hefur verið á vitorði almennings. Bókin er árangur 35 ára starfsreynslu höfundar í utanrík- isþjónustunni og fjölþættrar menntunar hans innan félagsvísinda og þjóðaréttar. Prýdd yfir 70 myndum, senn tengjast textanum. Á erindi til allra íslendinga, eldri sem yngri. 336 bls. í stóru broti. Bókasafn Félagsmálastofnunarlnnar, Pósthólf 9168 -109 Reykjavík - síml 75352.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.