Morgunblaðið - 09.11.1989, Page 16

Morgunblaðið - 09.11.1989, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1989 Lánamál Guðrúnar Helgadóttur eftirHrein Loftsson í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur margt komið í ljós varðandi „félags- hyggju“ í framkvæmd. Flestir muna árásir núverandi stjórnarherra á „nýfrjálshyggju" Sjálfstæðisflokks- ins, sem sögð var hafa komið fyrri ríkisstjórn í þrot. Á flokksþingum vinstri manna var krafist „fyrir- hyggju í stað fijálshyggju". Sjálfur forsætisráðherrann, Steingrímur Hermannsson, lýsti því yfir skömmu eftir valdatöku núverandi ríkis- stjórnar, að horfið yrði frá „hefð- bundnum vestrænum stjórnunarað- ferðum“ í íslensku efnahagslífi. Nú ■ er liðið ár og kjósendur geta virt fyrir sér árangur ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem gengur undir nafninu „margfætlan" vegna ijölda þeirra flokka og flokks- brota sem styðja hana. Félagshyggja í framkvæmd í hveiju er „fyrirhyggjan" fólgin og hvað felst í fráhvarfinu frá vest- rænum aðferðum við efnahags- stjórn? Hvernig lýsir félagshyggjan sér í framkvæmd? Svarið við slíkum spumingum er tvíþætt. I fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin stóraukið álögur á almenning með sjö milljörðum í nýjum sköttum. Yfir þeim ijármun- um gín ijármálaráðherrann, Ólafur Ragnar Grímsson, sem kjósendur hafa ekki séð ástæðu til að treysta fyrir sæti á Alþingi. Þeir treysta honum greinilega betur þeir Steingrímur, Jón Baldvin, Stefán Valgeirsson og Júlíus Sólnes. í öðru lagi er svarið við framangreindum spurningum að finna í meðferð opin- berra fjármuna, en í því efni hefur hvert hneykslið rekið annað á und- anförnum mánuðum. Nægir í því sambandi að minna á áfengiskaup Jóns Baldvins Hannibalssonar og sjóðasukkið í kringum Stefán Val- geirsson. Dæmi um aðstöðubraskið í þessari grein ætla ég ekki að fjalla almennt um það siðferði, sem fylgt hefur „félagshyggjunni" í framkvæmd, ég ætla að varpa fram nokkrum spurningum, sem enn er ósvarað, varðandi nýjasta hneykslið, þ.e. lán það sem forseti sameinaðs Alþingis, Guðrún Helgadóttir, fékk hjá stofnuninni í fyrra. Raunar er þetta mál lýsandi fyrir aðstöðubra- skið, sem einkennir stuðningslið „margfætlunnar", og því kjörið sem innlegg í umræðuna um siðferðis- brestina almennt séð. Varðandi mál Guðrúnar Helgadóttur hefur enn ekki verið upplýst hvernig uppgjöri á láninu var háttað, en hún mun hafa greitt það upp hinn 1. nóvem- ber, degi áður en frétt um það birt- ist í DV. Hvernig var lánið gert upp? Voru reiknaðir á það vextir frá lántökudegi eða aðeins frá því í sept- embermánuði sl., en þá segist ljár- málastjóri þingsins hafa fyrirskipað að „slík lán“ skyldu vaxtareiknuð? Þegar skoðaðar eru skýringar Guðrúnar Helgadóttur á málinu kemur í ljós að hún virðist hafa sagt ósatt um ýmis atriði. Þessi eru helst: Ekkert fordæmi Hver átti frumkvæðið? Skrifstofustjóri Alþingis, Friðrik Ólafsson, lýsti því yfir í fréttum ríkissjónvarpsins föstudaginn 3. nóv- ember sl., að lánveitingin hefði verið að frumkvæði Guðrúnar sjálfrar. Hún hafði hins vegar sjálf gefið í skyn í fjölmiðlum (t.d. á Stöð 2 kvöldið áður) að frumkvæðið að lán- inu hafi verið hjá skrifstofu Alþingis og hún hafi „fallist á“ þessa lausn. Hún hefur því einnig sagt rangt til um þetta atriði. Að auki talar for- seti sameinaðs Alþingis um skrif- þar sem „æðstu yfirmenn" þingsins. Hún sjálf er hins vegar æðsti yfir- maður þingsins og er ásamt öðrum þingforsetum yfir alla starfsmenn þess sett. Öll ábyrgð í máiinu er því hjá henni en ekki þeim, rétt eins og ábyrgð á lánveitingum í bönkum er hjá bankastjórum en ekki þeim gjaldkerum sem greiða út lánin. Póllandsheimsóknin csto'Pn cfAfnnnot> otoj^cmpnn Guðrún Helgadóttir var kjörin forseti sameinaðs Alþingis 11. októ- ber 1988 en fór ekki í heimsóknina til Póllands fyrr en 24. nóvember. Eru 6 vikur ekki nægur tími til að hringja í bankastjóra og slá víxil? Skyldi ókrýndur kóngur sjóðakerfis- ins, Stefán Valgeirsson, hafa þurft svo langan tíma til að snara út einum víxli fyrir vinkonu sína? Hefur aðili sem ekki hefur tíma til að hringja eitt símtal tíma til að eyða 200 þús- und kr. í fatnað? Guðrún hefur sagt í - ijölmiðlun (t.d. í Morgunblaðinu föstudaginn 3. nóvember sl.) að hún hafi þurft að fara til Póllands „nokkrum dög- um“ eftir að hún varð forseti. Það eru augljós ósannindi. Eðlilegt er að Hreinn Loftsson Guðrún Helgadóttir hefur fullyrt, m.a. í viðræðuþætti í beinni sjón- varpsútsendingu úr alþingishúsinu að kvöldi fimmtudags 2. nóvember sl., að fordæmi væri fyrir lánveiting- um af þessu tagi. Staðfest er hins vegar, m.a. af Friðjóni Sigurðssyni fyrrv. skrifstofustjóra Alþingis, að engin dæmi séu þess að þingmenn hafi fengið lán hjá skrifstofu Al- þingis. Fullyrðing Guðrúnar um for- dæmi er því ósönn og fráleitt er að bera lán til forseta þingsins saman við fyrirgreiðslu sem starfsmönnum þess hefur verið veitt þegar mistök hafa orðið við launaútborgun. Að auki eru alþingismenn ekki „starfs- menn“ þingsins í venjulegum skiln- ingi þess orðs. Allt tal Guðrúnar um „fyrirframgreidd laun“ í sambandi við þetta mál er einnig hugtakarugl- ingur, nema hún hafi litið á lánið sem laun og ekki ætlað sér að endur- greiða það. Ástæða virðist til að fá úr því skorið. NYSKOP Ein ermeð stórum epla- og perubitum... ...önnurmeð hnausþykkum, hreinum jarðarberjasafa..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.