Morgunblaðið - 09.11.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 09.11.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVÉMBER 1989 BISN í 10 ár Olíkir skólar undir einn hatt - BISN verður til eftirArnarMá * Olafsson BÍSN, eða Bandalag íslenskra sérskólanema eins og það heitir fullu nafni, er 10 ára á morgun, 10. nóvember. Þetta er stór dagur fyrir BÍSNar-fólk því þann dag ætlar félagið að helga stofnun hins nýja Byggingafélags námsmanna. Kraftar BÍSN verða virkir í þágu byggingafélágsins. Námsmanna íbúðir eru loksins að verða raun- hæft markmið okkar sérskólanema. Þetta ellefta starfsár bandalagsins er jafn afdrifaríkt og það fyrsta. En hvernig var þá það fyrsta? Hvemig byrjaði þetta nú allt sam- an? Hvernig datt nemendum úr jafn ólíkum skólum og sérskólarnir nú em í hug að stofna um þá Banda- lag íslenskra sérskólanema? Það var á haustmánuðum árið 1979 að fulltrúar 14 sérskóla ákváðu að stofna samtök sérskóla með lánsrétt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Aðalhvatamenn að stofnuninni voru þeir einstaklingar sem átt höfðu sæti í lánasjóðnurrt fyrir sérskólana, eða voru í náms- mannabaráttunni og vildu treysta stöðu sérskólanemenda með stofn- un samtaka. Þorlákur Kristinsson (Tolli) var lánasjóðsfulltrúi sér- skólanema árið fyrir stofnun BÍSN og var einu af aðalhvatamönnunum að stofnun bandalagsins. Þegar svo félagið er stofnað þann 10. nóvem- ber 1979 tekur nemandi úr Kenn- araháskólanum, Einar Birgir Stein- þórsson, fyrstur við formanns- embætti BISN. Síðan þá hefur fé- lagið eflst og þroskast þó segja megi að við séum enn að leggja grunninn. Ekki er nú mikið vitað um þá framtíðarsýn sem þessir forsprakk- ar sáu bandalaginu, annað en að standa vörð um námslán sérskóla- nema og reka baráttuna í þeim málum. Staðreynd málsins verður ekki svo auðveldlega borin á borð vegna skorts á heimildum frá þessu tímabili. Fundargerðarbækur fyrri tíma eru týndar og lítið vitað um hvað fyrri stjórnir félagsins að- höfðust. Það er grátleg staðreynd fyrir jafn ungt félag að ekki skuli hafa varðveist betur saga banda- lagsins. Það stendur sem betur fer allt til bóta því fljótlega verður leit- að heimilda í bækling sem gæt-i heitið „BÍSN í tíu ár“ og hefði að geyma fróðleik um störf BÍSNar- meðlima og það fólk sem að þessum málum starfaði. BÍSN var stofnað af aðildarfélög- unum. BÍSN var ekki stofnað og aðildarfélögin fundin í framhaldi af því. Samstaðan sem sérhvert félag lifir á hefur verið sterk innan BÍSN þó eðlilega hafi orðið ágrein- ingur um einstaka mál. En vegna þess hversu ólík félögin innan BISN eru þá hefur stefna BÍSN alltaf þurft að taka mið af meiriháttar hagsmunamálum námsmanna. í svona félagsskap finnst hvergi rúm fyrir einstakar persónulegar skoð- anir eða tilfinningar. Markið er allt- af sett á mál sem eru til hagsbóta fyrir meginþorra okkar félags- marina. Af þessum sökum eru lána- málin alltaf ofarlega á baugi innan samtakanna. Lánamálabaráttan óendanlega Lánamálabaráttan er óþijótandi verkefni og orrusturnar eru jafn- ólíkar og valdhafarnir eru á hverj- um tíma. Þannig eru þeir sem nú eru í lánabaráttunni ekki að fást við sömu erfiðleika og forverar okk- ar. Markmiðið er þó það sama og verður um ókomna framtíð; að vinna að hagsmunum námsmanna. Nærtækt dæmi um þann árangur sem baráttan skilar er afrakstur síðasta skólaárs. Þá gerðu náms- menn samning við ríkisvaldið um að fá skerðinguna, sem sett var á námslánin í tíð Sverris Hermanns- sonar og Ragnhildar Helgadóttur, til baka gegn hækkun tekjutillits úr 35% í 50%. Þetta voru góð skipti og meginþorra sérskólanema til mikilla hagsbóta. Fyrir þessu starfi fundu námsmenn í þyngri buddu og betri lífskjörum. Annað ekki síðra starf er unnið hávaðalaust og kemur ekki eins mikið upp á yfir- borðið og sýnileg hækkun krónutölu námslánsins. Sú vinna, er unnin fyrir námsmenn í formi aðstoðar við hin margvíslegustu vandamál sem koma upp í tengslum við lána- sjóðinn. Sá þáttur er alltaf að auk- ast og sífellt fleiri námsmenn leita sér aðstoðar hjá fulltrúum sínum í lánasjóðnum í stað þess að leita til LÍN. Þetta er hin- þögla barátta fyrir tilverurétti einstaklingsins inn- an kerfisins. Sem betur fer höfum við sigur í mörgum þessara orustna og gerum þannig námsmanninum kleift að halda áfram sínu námi. Þetta er BÍSN búið að gera í 10 ár og á eftir að gera í tíu sinnum tíu ár í viðbót og gott betur. Það sem námsmenn hafa í dag er ekki komið af sjálfu sér. Þetta er af- rakstur vinnu ótal námsmannafull- trúa í lánabaráttunni. Gróska innan BÍSN BÍSN fékk góða gjöf á aðalfundi félagsins í október. Bandalagið, sem um langt skeið hafði talið fjór- tán félög, stækkaði með inngöngu tveggja nýrra aðildarfélaga. Þessir skolar eru Tölvuháskóli VÍ, sem gengur í BÍSN sem fullgildur fé- lagi, og Samvinnuskólinn á Bifröst, en hann kemur í félagið sem auka- aðili fram í mars, en þá verður ákveðið hvort félagið verður fullgilt í samfélagi sérskóla. Aðrir skólar innan BISN eru: Fiskvinnsíuskói- inn, Stýrimannaskólinn, Fóstur- skólinn, Söngskólinn, Tónlistarskól- inn, Iðnskólinn, Tækniskóiinn, íþróttakennaraskólinn, Kennarahá- skólinn, Þroskaþjálfaskólinn, Leik- listarskólinn, Garðyrkjuskólinn, Lyfjatækniskólinn og Myndlista- og handíðaskóiinn. í þessum skólum eru samanlagt um 3.500 nemendur. Þeim örfáu sérskólum sem eru enn utan BÍSN verður boðin þátttaka í félagsskapnum fyrir næsta starfsár og vonandi verður BlSN þá enn sterkara en það er í dag. Það fólk sem nú starfar fyrir BÍSN er mjög virkt enda verkefnin óþijótandi. Fyrir því fóiki er vinnan með BÍSN áhugamál sem tekur dijúgan tíma frá náminu. Því miður er þetta ekki öfundsvert starf og skiiningur fólks ekki alltaf fyrir hendi. Umbunin er samt meira virði en allur heimsins auður, það er ánægjan og reynslan sem af félagsstörfunum hlýst. Byggingafélag námsmanjia Nýir tímar krefjast nýrra verk- efna og hagsmunamálin verða fleiri og stærri. Það verkefni sem brenn- ur hvað heitast á sérskólanemum Arnar Már Ólafsson „Það kæmi mér ekki á óvart þótt flestir þeir sem ekki eru í sérskóla og eru að lesa sig gegn- um greinina hafi spurt sig: BÍSN? Hvað er nú það? og svo lesið áfram af forvitni.“ nú er bygging leiguíbúða. Sérskóla- nemar búa við þann ömurlega kost að hafa eingöftgu aðgang að hinum fijálsa leigumarkaði og sitja þar af leiðandi ekki við sama borð og nem- ar í Háskóla íslands, sem hafa að- gang að Stúdentagörðum. Þetta verkefni er afmælisverkefni BÍSN í tilefni tíu ár afmælis bandalags- ins. Með BÍSN í Byggingafélagi námsmanna ei-u iðnnemar innan INSÍ. Markmiðið er að ljúka við fyrstu 25 íbúðimar nú næstu árin og halda svo uppbyggingunni áfram þar til ástand sérskólanema og iðn- nema er prðið viðunandi í húsnæðis- málum. Ástandið í húsnæðismálum þessa hóþs er fyrir neðan allar hell- ur. Margir félagar innan okkar samtaka koma utan af landi og eiga þann kost einan að leigja íbúðir á um eða yfir 35.000 kr. á mánuði. Verkefnið er það brýnt að það þolir ekki bið eða óþarfa tafir. Mikilvægi þess að aðildarfélögin standi sterk í afstöðu sinni til Byggingafélagsins þessi bernskuár þess er óþarft að taka fram. Allir þurfa að leggjast á eitt í þessu mikilvæga máli. í svona verkefnum reynir virkilega á þann samstarfsgrundvöll sem aðild- arfélögin byggja á. Þessi 16 aðildar- félög hafa ákveðið að standa vel að uppbyggingu námsmannaíbúða fyrir sérskólanema. Draumurinn um fyrstu íbúðirnar er því ekki langt undan. Hvað er BÍSN að fást við um þessar mundir? BÍSN grípur víða niður í verk- efnavali. Eitt af aðalmálum þessa vetrar verður að koma kynningar- málum félagsins í lag. Félagið er nánast óþekkt innan þjóðfélagsins. Það kæmi mér ekki á óvart þótt flestir þeir sem ekki eru í sérskóla og eru að lesa greinina hafi spurt sig: BÍSN? Hvað er nú það? og svo lesið áfram af forvitni. Og enn aðr- ir rugla sérskólanafninu við skóla fyrir börn með sérþarfir. Þetta er ekki nógu gott og er engu öðru um að kenna en slæmri frammistöðu Hitastillt baðblöndunartæki Fallegt útlit Sómir sér vel í öllum baðherbergjum, auðvelt að þrífa. Vönduð framleiðsla Tæknilega vel hannað, nákvæmt og endingargott. Hentar vel fyrir íslenskt hitaveituvatn Góð kaup Verðið er hagkvæmt og sparnaður verður á heita vatninu. HÉÐINN VÉLAVERSLUN, SlMI 624260 SÉRFRÆDIÞJÖNUSTA - LAGER KQKUBASAR OG HLUTAVELTA Kvenfélagið Heimaey heldur sinn árlega köku- basar og hlutaveltu laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00á Hallveigarstöðum. Móttaka á basarinn verðurföstudaginn 10. nóbember kl. 17.00-19.00 og laugardaginn 11. nóvember frá kl. 10.00 fyrir hádegi. Stjórnin. BÍSN í Ijölmiðlum og útgáfustarf- semi. Markviss kynning á félaginu þarf að koma til. Reyndar stóð til að það yrði gert í fyrra með birt- ingu greina í Morgunblaðinu. reglu- lega í 14 vikur, en það datt upp fyrir vegna skorts á plássi á síðum blaðsins. Með því átti að kynna alla skólana innan BÍSN og félagið sjálft um leið. Þetta verður vonandi að veruleika fljótlega næsta ár. Dagvistunarmál eru mál sem BÍSN fór að láta sig varða síðasta ár. Hugmyndin er sú að útvega félögum í BÍSN pláss fyrir sín börn á dagheimilum á skemmri tíma en gengur og gerist hjá þessum hópi nú. Þetta er þarft verkefni og þeg- ar fram líða stundir verður vonandi hægt að byggja dagheimili sem námsmenn á Islandi reka sjálfir eða í samráði við ríkið. BÍSN tekur þátt í verkefni sem nefnist NOW 1991 og stendur fyrir Nordic Operation Workday 1991. Um er að ræða verkefni sem geng- ur út á að nemendur fá einn dag frían úr skóla til að vinna og það sem safnast með vinnunni er svo notað til að byggja upp menntun í einhveiju þriðjaheimsríki. Þetta verður „vonandi" í fyrsta sinn sem við tökum þátt í verkefni af þessu tagi. Vonandi segi ég vegna þess að það er undir því komið að frí fáist 24. október 1991 úr skólunum. Áætlað er að safna um 600 milljón-. um króna á öllum Norðurlöndunum. BÍSN er í samstarfi við ýmsa aðila hér heima og erlendis. Við höfum t.d. verið frá upphafi í hús- næðishópnum „Þak yfir höfuðið“. Þessi félagsskapur, sem saman- stendur af félögunum Búseta, Sjálfsbjörg, Leigjendasamtökunum, Þroskahjálp, Stúdentaráði, Samtök- um aldraðra og Öryrkjabandalag- inu, hefur nú undanfarið unnið að breytingum á lögum um félagslegt húsnæðiskerfi. Þær breytingar eru margar hveijar veigamiklar fyrir byggingafélagið. Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna er hópur sem kemur saman til funda pegar eitthvað mik- ið liggur við varðandi hag náms- manna. í þessum hópi eru INSÍ, SHÍ, SÍNE og BÍSN. Innan þessa hóps er rætt um leiðir til að koma á úrbótum í lánamálum og hug- myndir samræmdar fyrir veiga- miklar ákvarðanir í þeim efnum. Það sem er þó alltaf áþreifanlegt af samstarfi samtakanna er afslátt- arskírteinið sem allir námsmenn innan þessara samtaka fá. BÍSN er aðili aðÆSÍ (Æskulýðs- samband íslands). Það stendur til að styrkja ÆSÍ og starf þess hér innanlands, en ÆSÍ hefur nær ein- göngu verið virkt í erlendum sam- skiptum. Við komum til með að taka þátt í því starfi af fullum krafti og sína fordæmi í þá átt að vera virkir í þeim aðildarfélögum sem við erum félagar í, líkt og við viljum að okkar félagar séu virkir innan BÍSN. Ég óska BÍSN til hamingju með afmælið. Höfundur erfyrrverandi fornmdur BISN og nú starfsnmöur bandalagsins. Bók um migr- en og með- ferð án lyfja MIGRENSAMTÖKIN hafa gefið út bókina „Migrenbyltingin — meðferð án lyfja“. Höfundur bók- arinnar, breski læknirinn dr. John Mansfield, gengnr út frá því að migren sé í 80-95% tilfella fæðuofnæmi. Tilgangurinn með útgáfu bókar- innar er að hjálpa sjúklingum við að skilja sjúkdóminn og læra að umgangast hann þannig að hann valdi minni skaða en áður. Árni Benediktsson þýddi bókina. Hún fæst í bóksölum, heildsölu- verslunum og á skrifstofu Migren- samtakanna í Borgartúni 27 (í bak- húsi). Skrifstofan er opin frá klukk- an 13-15 á þriðjudögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.